Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 13. maí 195 MORCVNBTAÐIÐ 15 —Hlustað á útvarp Framh. af bls. 6. röggsamlega. Skúli Thoroddsen læknir var algerlega á móti þér- ingum, taldi þær með öllu óþarf- ar. — Ég geri ráð fyrir að fólk hætti að þérast að því vinna nú skólar vorir og hafa lengi gert. Fæstir unglingar kunna að þéra. ★ Erindi Þorsteins Guðjónssonar um vikingaferðir og víkingaskip var fróðlegt og vel athugað mál. Þyrfti það að koma á prent til frekari fróðleiks lesendum. ís- lenzkan er einhver elzta tunga sem nú er töluð óbrengluð, hin forna tunga víkinganna frá 5. eða 6. öld. Þorsteinn Jónsson. — Hitaveita Framh. af bls. 13 ings, er herhvöt til SuðUr-Þing- eyinga um að hefjast nú þegar handa í þessu mikilsverða máii, og verður að ætlast til, að for- ystumenn héraðsins heima og á Alþingi, gangi að framkvæmd málsins með festu og einurð, eins og dugmikill bóndi gengur að slætti“. Því miður hefur herhvöt Gunn- ars ekki enn hrundið hitaveitu- málinu af stað, því á skrifstofum raforkumálastjórnar hefur ekk- ert nýtt gerzt. Að vísu munu tog- arakaup þau, sem Húsvíkingar lentu í að einum þriðja hafa þok- að um stund áhuganum fyrir hitaveitumálinu til hliðar, því við vorum í miklum minnihluta, sem vildum ekki togarakaupin heldur snúast eindregið að hitaveitunni, en nú vona ég að sjálfboðalið- unum 24 takist betur og að málið verði vakið upp þannig að þetta stórmál fyrir Húsavíkurbæ og nokkurn hluta Suður-Þingeyjar- sýslu verði leitt sem fyrst farsæl- lega til lykta með leiðslu frá hverunum — ekki borunum —, svo blómleg nýbýli rísi upp við leiðsluna í nágrenni Húsavíkur, sem þá mun ört stækka og verða sá fyrirmyndarbær, sem ég alltaf hefi treyst að hún geti orðið. Júl. Havsteen. Vinna Hreingerningar. Sími 22419. Vanir og liðlegir menn. _______ Hreingerningar Vanir menn. Fljót og góð vinna. Sími 23039. — ALLI. Hreingerningaþakmálun og viðgerð á járni. Sími 19246 kl. 7—8 alla dagá. 1. 0. G. T. Stúkan íþaka nr. 194. Fundur í kvöld. Kosning full- trúa til umdæmisþings. Ungmennast. Hrönn nr. 9. Fundur í kvöld, þriðjudag. í GT-húsinu uppi kl. 8,30. Inntaka, Félagsmál. Myndirnar sem teknar voru á síðasta fundi til sýnis. — Fjölsækið stundvís- lega Æt. Silfurtunglið Cömlu dansarnir í kvöld klukkan 9 Stjórnandi Helgi Eysteinsson Komið tímanlega og forðist þrengsli. Ókeyjiis aðgangur Vanti yður skemniukrafta, þá hringið í síma 19965, 19611 og 11378. Silfurtunglið 1 Loftpressur til leigu í lengri eða skemmri tíma. Byggingarfélagið Brú hf. SUMARBIJSTAÐUR í Strætisvagnaleið. 3 herbergi og eldhús ca. 45 ferm., ásamt 200 ferm. eignarlandi til sölu. Rafmagn. Gæti verið ársíbúð. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Upplýsingar í [ síma 10320 og 10314. 1 | 1 1 1 i 1 Iðnaðarhúsnæði til sölu 1 Ca. 200 ferm. á einum bezta stað í borginni. j Upplýsingar gefa EINAR ASMUNDSSON, hrl. HAFSTEINN SIGURÐSSON, hdl. Hafnarstræti 5, símar: 15407 & 19813. TIL SÖLU V 4ra herbergja íbúðarhæð við Leifsg. Laus 1. júní n.k. Útb. helzt um kr. 200 þús. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7. — Sími 24300 og 18546. 1 1 Óskilamunir í vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatnaður, úr, lyklakippur, veski, budd- ur, gleraugu, barnakerrur o.fl. Eru þeir, sem slíkum munura hafa týnt, vinsamlega beðnir að gefa sig fram í skrifstofu rannsóknarlögreglnnar á Fríkirkjuvegi 11 næstu daga kl. 2—4 og é—7 e.h. til að taka við munum sínum, sem þar kunna að verða. Þeir, munir, sem ekki verður vitjað, verða seldir á opinberu uppboði 21. maí n.k. RANNSÓKNARLÖGREGLAN. Þórscafe ÞRIÐJUDAGUR DANSLEIKIJR AÐ ÞÓRSCAFÉ í KVÖLD KL. 9 K.K.-SEXTETTINN LEIKUR Söngvari: Ragnar Bjarnason. Sími 2-33-33 REVÍAIM Sýning I Sjálfstæðishfis- inu annað kvöld miðviku- dag ki. 8,30. Dansað til kl. 2. Aðgöngumiðasala í Sjálf- stæðishúsinu frá kl. 4—6 í dag. Sími 12339. 7. Miðnætursöngskemmtun í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,30. Hallbjörg Bjarnudo'ttir Efnisskráin er hin sama og var í Hels- ingfors — en þar var metaðsókn. — Uppselt á 24 sýningar. Neo-tríóið aðstoðar Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjar- bíói, Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg og VesturverL Hólel Borg HERBERGISÞERNU VANTAR. — Vinsamlegast talið við yfirþernuna. Reykjavíkurmótið í meistarafiokki í kvöld kl. 8,30 leika KR og VALUR á Melavellinum. Dómari Hannes Sigurðsson. Línuvetrðir. Páll Pétursson, Björn Karlsson. Mótanefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.