Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVWBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. maí 195 „Þá hlýt ég líka að hafa leyfi til að álíta, að það hafi verið eitt- hvað, sem þú getur ekki verið þekktur fyrir að tala um“. „Mín vegna máttu álíta hvað sem þú vilt, Amy frænka. Erindi mitt í París var algert einkamál“. „Og þú vilt ekki segja mér hverja þú hittir þar. Þú þarft þess heldur ekki, því að ég veit það frá öðrum heimildum og þú skalt sannarlega ekki hæla þeim vinum“. „Nú, svo þú veizt það líka, Amy frænka“. Gremjuroði litaði vanga hans, en gamla frúin brosti. „Ég veit miklu fleira, en þú heldur, Ron“. „Þú ert bæði ráðrík og hégóma gjörn, kæra frænka", sagði hann eftir stutta þögn. — „Það er í senn bæði styrkur þinn og veik- leiki. Auðvitað hefi ég lengi vitað það, að þú treystir mér ekki“. Madame Cortez spennti langar, magrar greiparnar og það fór hrollur um hana. — „Þetta er ekki rétt hjá þér, Ron. Enda þótt þú hafir oft sagt mér ósatt «g fært þér það í nyt á margvís- legan hátt, þá ber ég sarnt traust til þín“. Hann varð undrandi, en efaðist samt ekki um það, að hún sagði satt. „Ég á erfitt með að trúa þér. Þú segist treysta mér, en samt má ég ekki þekkja læsinguna á skápnum. Hvað það snertir, er farið með mig eins og hvern ann- án samstarfsmann í verzluninni". Hún lyfti hendinni, hálf-mót- mælandi og hálf-biðjandi í senn. — „Það getur verið að ég geri rangt, Ron. Kannske er ég bara gömul, hégómagjörn og tortrygg- in kona. En síðan maðurinn minn dó, hefi ég vakað alein yfir leynd armálum fyrirtækisins, vegna við gangs þess og velgengni. Eg hefi á langri ævi vanið mig á það, að treysta engum fyllilega, nema sjálfri mér. En ef dauða minn skyldi bera skyndilega að hönd- um — og við því má búast á mínum aldri — þá geturðu látið gjaldkerann afhenda þér bréf, þar sem ég skýri þér frá sam- setningu læsingarinnar . . . .“ Rödd hennar skalf örlítið: „Þá skilirðu vonandi tilfinningar mín ar í þinn garð“. Það varð löng þögn. Ron starði niður á gólfið og andlit hans var alveg svipbrigðalaust. Það var ekki hægt að geta sér neitt til um hugsanir hans. Að lokum greip hann um hönd gömlu frú- arinnar og kyssti hana. „Þökk, Amy frænka. Eg vona þá bara, að þess verði enn langt að bíða, að ég læri að opna skáp- inn þann arna“. Þá var drepið létt á dyrnar. Síðasti viðskiptavinur Joans síðdegis kom ekki á tilsettum tíma og svo reyndist hún þar að auki mjög erfið viðureignar. Hún veitti því athygli, að Joan vildi IBLÐISt! IBIJÐIB! 5 tveggja herbergja íbúðum í I. byggingarflokki, er enn óráðstafað. Upplýsingar eru veittar, alla virka daga kl. 1—3. Sími 34472. Sameignarfélagið Laugarás. ChevroEet ’57 Höfum til sölu nýjan og ókeyrðan Chevrolet Bel Air ’57 model. BÍLASALAN Klapparstíg 37. — Sími 19032. KASTMOT verður haldið við Árbæjarstíflu, laugardaginn 17. maí og hefst kl. 14,00. Öllum stangaveiðimönnum er heimil þátttaka, en hana ber að tilk. í verzl. „Veiðimanninn", fyrir föstudag 16. maí, og eru nánari upplýsingar gefnar á sama stað. Kastblúbbur stangaveiðimanna í Reykjavík. Ijúka verkinu sem fyrst og svo hélt hún því fram að hárið hefði ekki verið skolað nægilega vel og krafðist þess að Joan skolaði það aftur. í hárgreiðslustofunni höfðu viðskiptavinirnir auðvitað alltaf rétt fyrir sér. Klukkan var tuttugu mínútur gengin í sex, þegar Joan gat loks fylgt henni til dyra. „Þér komið of seint til madame Cortes", sagði madame Claire á- hyggjufull. „Haldið þér að ég viti það ekki?“, svaraði Joan önuglega. Þetta hafði verið langur og erf- iður dagur og taugar hennar voru reyndar til hins ýtrasta. „E?g sagði þetta ekki til þess að móðga yður“, tautaði madame Claire stillilega. „Fyrirgefið þér“, sagði Joan og brosti afsakandi. — „Það var síðasti viðskiptavinurinn sem eyddi tímanum svona fyrir mér að þarflausu“. „Já, ég veitti því líka athygli, að það var mjög erfitt að gera henni til hæfis“. Joan flýtti sér að setja nauðsyn legustu áhöldin í töskuna sína. Svo leit hún sem snöggvast í spegilinn. Henni þótti leiðinlegt að hún skyldi ekki getað lagað sig svolítið til. Það var hugs- anlegt, að hann væri þar staddur, enda þótt það væri ekki líklegt. Ungur maður, eins og Ron Cortes, var ekki líklegur til að sitja og horfa á, þegar ömmusystir hans væri hjá hárgreiðsludömunni. Um þetta leyti dagsins var hann sennilega inni í reyksalnum eða við drykkjarborð vínstúkunnar. Hún tók sér samt tíma til að greiða hárið og nota púður og vara lit. Hann hafði sent henni blóm — eða réttar sagt: hann hafði sént Lisette blóm. Joan hafði fyrr óskað þess, að hún væri Lisette, en í þetta skiptið óskaði hún þess heitar en nokkru sinni áður. Hún hljóp upp tröppurnar, eft- ir ganginum og stanzaði örlítið móð fyrir framan dyrnar á íbúð madame Cortes. Dyrnar voru ekki alveg lokaðar og hún heyrðí rödd gömlu frúarinnar mjög greinilega: „. . . . ef dauða minn skyldi bera skyndilega að höndum — og við því má búast á mínum aldri — þá geturðu látið gjald- kerann afhenda þér bréf, þar sem ég skýri þér frá samsetningu læs ingarinnar. Þá skilurðu vonandi' tilfinningar mínar í þinn garð . .“ Joan hafði ósjálfrátt orðið á- heyrandi og nú gat hún ekki gert vart við sig undir eins. Meðan hún hikaði, heyrði hún rödd Rons, sem talaði 1 allt öðr- um tón, en þegar hann talaði við hana, kvöldið áður: „Þökk Amy frænka. Eg vöna þá bara að þess verði enn langt að bíða, að ég læri að opna skáp- inn þann ama“. Joan flýtti sér að banka á dyrn- ar, því að hún skammaðist sín fyrir að standa og hlusta á það, sem alls ekki var ætlað hennar eyrum að heyra. Ron opnaði dyrnar. „Velkomin, mademoiselle Lis- ette. Frænka mín átti von á yður fyrr“. „Eg biðst afsökunar á því, að ég skuli ekki koma á réttum tíma. Eg losnaði ekki fyrr úr stofunni“. „Verið alveg ókvíðnar", sagði hann brosandi. — „Eg skal tala máli yðar við hina reiðu, gömlu frú“. Það var eitthvað í máli hans og framkomu, sem kom Joan úr jafn vægi. Hún hafði alltaf talið sér trú um að hún gæti komið kulda- lega og óþvingað fram, þegar hún vildi, við hvern sem í hlut ætti. Það var hún nú ekki alveg viss um lengur. Ron Cortes var öðru vísi en allir aðrir. Ron sneri sér að gömlu kon- unni og sagði léttum rómi: „Þú verður að fyrirgefa ma- demoiselle Lisette, þó að hún komi heldur seint, Amy frænka“. „Það er alltaf leiðinlegt, þegar fólk kemur ekki á tilsettum tíma“, svaraði madame Cortes. — „Eg þykist vita, að það sé ekki sök Lisette einnar að henni hef- ur seinkað. Nú skulum við koma inn í svefnherbergið, mademois- elle. Seinna fáið þér nægan tíma til að tala við frænda minn . . .“ Svefnherbergið var stórt, tví- breiður klefi — vel en ópersónu- lega búinn húsgögnum, eins og venjulegt er á skipum. Madame Cortes settist fyrir framan speg- ilinn og Joan byrjaði þegar á hársnyrtingunni. BIFVELAVIRKJAR eða menn vanir bifreiðaviðgerðum, óskast nú þegar. Upplýsingar gefur EgiII Hjálmarssonar í síma 34616, milli kl. 7—9 e.h. næstu daga. TIL SOLIi Minni gerð af De Soto 1955, einkabifreið, lítið keyrð, í mjög góðu standi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. maí merkt: „De Soto — 7969“. a r L ú ó „Þetta er fallegur hringur, Bárður. Sagðirðu ekkí að bróðir þinn hefði átt hann?“ — „J-ú-ú, hann átti hann“. — „Það stend- ur hérna inni í honum Stígur Vagnsson. Það er nafnið, sem Markús kallaði þig“. Þorparan- um brá sýnilega við að heyra þetta. „Það er víst ekki hægt að gera mikið við hárið á mér?“, sagði madame Cortes í spurnartón. „Eg skal gera mitt bezta, madame — en ef ég á að segja alveg eins og er, þá held ég að þér þyrftuð að fá yður nýtt perm anet“. „Svo virðist sem hin unga dama kunni að selja vörur sín- ar“, sagði Ron hlæjandi og studdi sig við dyrastafinn. „Þetta er alveg satt sem hún segir“, svaraði madame Cortes. — ,AJidré í París sagði nákvæm- lega það sama, en þá hafði ég hvorki tíma til þess né annars. Eg hugsaði sem svo að ég gæti fengið permanent í hárið á leið- inni. Það verður vonandi hægt, áður en við komum til New York?“. Hún mætti augnatilliti Joans í speglinum. — „Getum við ákveðið það, mademoisella Lisette? Það þarf að vera snemma dags, því að ég vil að því sé lokið, þegar ég byrja á mín- um störfum". „Við gætum sagt einhvern morguninn klukkan níu. En það væri kannske of snemma dags?“, sagði Joan. „Klukkan níu? Nei, þá er nú komið nálægt hádegi“, sagði madame Cortes hlæjandi. — „Eg kem klukkan átta. Og ég vil ekki sjá neitt kalt permenent. Eg get ekki fellt mig við þessar nýju aðferðir. Það á að vera gott, gam- aldags permanent“. „Þú skalt ekki halda að ég muni halda í höndina á þér þeg- ar þ>ú stingur höfðinu inn í þessa viðbjóðsiegu vél“, sagði Ron hlæjandi. — „En þegar því er lokið skal ég koma með kampa- vínsflösku. Væri annars ekki þjóðráð að koma með eina kampavínsflösku núna- Við gæt- um skálað fyrir þinni endur- vöktu fegurð, Amy frænka. Eg get alltaf drukkið kampavín og ég held að mademoiselle þarfn- ist hressingar, hún er svo þreytu leg“. „Þreytt er ég nú ekki“, full- yrti Joan — „en það getur vel verið að ég sé dálítið taugaóstyrk. Þetta er fyrsti starfsdagur minn á skipi“. Joan þagnaði skelfd yfir glappa skotinu, sem hún hafði gert og madame Cortes starði á hana með undarlegu augnaráði. Hún hnykl- aði brýnnar. „Hvers vegna segið þér það? Eg hitti yður þó á Fleurie i fyrra“. SUUtvarpiö Þriðjudagur 13. maí. Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Þingfréttir. 19.30 Tón- ■leikar: Óperettulög. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson cand. mag.), 20.35 Erindi: Bretar og stórveldapólitíkin í upphafi 19. aldar; II. (Bergsteinn Jónsson cand. mag.) -r.00 Tónleikar. — 21,30 títvarpssagan: „Sóion Is- landus“ eftir Uavið Stefánsson frá Fagraskógi. 22,10 Iþi-óttir (Sig. Sigurðsson). 22,30 „Þriðju- dagsþátturinn". —• 23.25 Dag- skrárlok Miðvikudagur 14. maí Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar af plötum. — 19.00 Þingfréttir. — 19.30 Tónleikar: Óperulög (plötur). — 20.30 Lest- ur fornrita: Hænsa-Þóris saga; I (Guðni Jónsson prófessor). —• 20.55 Tónleikar: Stefan Askenase leikur noktúrnur eftir Chopin (plötur). 21.10 Erindi: Draumur og veruleiki (Bergsveinn Skúla- son). 21.35 Tónleikar (pl.). —• 21.45 Upplestur. Hugrún les frum ort kvæði. — 22.10 Erindi: Hirð- ing æðarvarpa og æðardúns (Ól- afur Sigurðsson bóndi á Hellu- landi). — 22.35 íslenzku dægur- lögin: Maíþáttur S.K.T. — Hljóm sveit Magnúsar Ingimarssonar leikur. Söngkonur: Adda Örnólfs- og Ðidda Jóns. Kynnir: Baldur Hólmgeirsson. — 23.15 Dagskrár- lok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.