Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 2
s MORCVTSHI. ÁÐ1Ð ÞriðTntfagiir 13. maí 195 Thor Thors færði Minnesota Flateyjarbók í afmælisgjöf Frá hátíðaholdunum í Minneapolis Thor Thors sendiherra flytur ávarp sitt í móttökuveizlu ríkis- stjórans í Minnesota. Hjá honum stendur Orville Freeman ríkis- stjóri en hann er af norskum og sænskum ættum. ,,Láki sleginn á 1.500 kr. AtiDARAFMÆLIS eins af sam- bandsríkjum Bandaríkjanna, Minnesota, er minnzt um þessar mundir. Aðalhátíðahöidin stóðu um helgina. Thor Thors sendi- herra var viðstaddur þau sem fulltrúi íslands. Hafði ríkisstjórn Minnesota sérstaklega heiðrað Norðurlandaþjóðirnar með þvi að bjóða sendinefndum þeirra til hátíðahaldanna. En mikill hluti íbúa Minnesota-ríkis er af nor- rænu bergi brotinn. Komið til Minneapolis Sendinefndir Norðurlandaríkj- anna komu allar með einni og sömu flugvél til flugvallarins við Minneapolis þann 8. maí. f þeim hópi voru m. a. Ástríður prins- essa, dóttir Ólafs Noregskonungs, Bertil prins frá Svíþjóð og for- sætisráðherrar þriggja Norður- landaríkja: Einar Gerhardsen frá Noregi, H. C. Hansen frá Dan- mörku og Kuuskoski frá Finn- landi. Af íslendingum voru með flugvélinni Thor Thors sendi- herra og Stefán Hilmarsson sendi ráðunautur og konur þeirra. Fjölmenni var á flugvellinum til að fagna komu allra þessara tignu gesta. Af Vestur-íslending- um voru m. a. á flugvellinum Valdimar Björnsson, _ Björn Björnsson ræðismaður íslands, Tryggvi Aðalsteinsson og Grettir Jóhannesson. Voru ávörp flutt á flugvellin- um. Þar talaði m. a. Thor Thors sendiherra. Gat hann þess í byrj- un ræðu sinnar, að Hermanni Jónassyni forsætisráðherra hefði verið boðið til Minnesota-hátíða- haldanna. Þakkaði hann þann heiður sem íslandi væri með þessu sýndur, en því miður hefði forsætisráðherrann á síðustu stundu orðið að hætta við för- ina vegna áríðandi stjórnarstarfa. Móttökufagnaður i Lemington- hóteli Síðar þennan sama dag, efndi ríkisstjóri Minnesota, Orville Freeman til móttökufagnaðar í viðhafnarsal hins glæsilega Lemingtons-hótels í Minneapolis. Voru þar saman komnir um 1500 veizlugestir auk heiðursgestanna frá Norðurlöndum. Veizlustjóri var frú Eugene Anderson fyrr- um sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn. Var þarna hin Bezla verlíð, sem komið hefur STYKKISHÓLMI, 12. maí. — Allir Stykkishólmsbátar eru nú hættir róðrum. Vetrarvertíð hef- ur verið sú bezta, sem nokkurn tíma hefur komið í Stykkishólmi. Aflamagn varð rúmlega 35% meira en í fyrra, þó nú væru gerð ir út fimm bátar í stað átta í fyrra. Heildarafli til vertíðarloka hefur orðið 3.033 lestir í 374 róðr- um, eða 8.1 lest í róðri, en í fyrra 2.242 lestir í 366 róðrum eða að meðaltaU fimm lestum minna í róðri. Aflahæstur á þessari vertíð varð mb. Tjaldúr með 762 lestir í 84 róðrum, eða 9.1 lest í róðri. Skipstjóri og eigandi hans er Kristján Guðmundsson. Næst- hæst varð Brimnes með 684 lestir í 76 róðrum. Skipstjóri á því er Grímúlfur Andrésson. Aflahæst- ur í fyrra var Arnfinnur með 457 lestir eða nákvæmlega sama afla magn og lægsti bátur hefur nú. Undanfarið hefur verið mjög kalt í veðri hér í Stykkishólmi og gróðri því ekkert farið fram. Hef- ur oft verið frost um nætur. — Árni. bezta skemmtun. Flutt voru stutt ávörp og færðu fulltrúar Norð- urlanda Minnesotaríki afmælis- gjafir. Bertil Svíaprins afhenti að gjöf sænska krystalskál fork- unnarfagra, Einar Gerhardsen færði Minnesota 200 ára gamla ölkrús, H. C. Hansen gaf postulíns vasa með mynd af hafmeyjarstytt unni í Eyrarsundi og fylgdu hon- um kveðjur frá dönsku konungs- hjónunum og dönsku þjóðinni, og Kuuskoski forsætisráðh. Finna færði Minnesota að gjöf fallegt handunnið gólfteppi. Thor Thors sendiherra flutti ávarp fyrir íslands hönd, þar sem hann rakti gömul kynni af Minnesota, sem hann hefur áður heimsótt. Hann óskaði Minnesota- ríki og íbúum þess allra heilla, að auðna mætti á næstu 100 ár- um fylgja þeim sem nú búa þar, börnum þeirra og barnabörnum. Loks færði hann ríkisstjórn Minnesota að gjöf frá íslandi ljós Krían verður að slökkva helfumáv- inum á flólfa ÞÁ er krían komin til Reykja- víkur. Á sunnudaginn og í gær, mátti sjá framvarðasveitir hátt á flugi yfir gósenlandi þessa merkilega fugls, Tjarnarhólman- um. En síðdegis í gær höfðu engar kríur sést í hólmanum, enda var „kominn köttur í ból bjarnar“, því hettumávurinn, sem er held- ur hvimleiður fugl, hefur lagt undir sig Tjarnarhólmann. Slíkt hefur að vísu komið fyrir áður, og krían ekki látið það á sig fá og tekist að stökkva landræn- ingjunum á brott. Vonandi end- urtekur það sig nú, því enginn myndi vilja skipta á hettumávum og kríunni. Mink banað við Laxá ÁRNESI, 7. maí. — Eins og skýrt hefur verið frá áður, varð vart við mink við Laxá í Aðaldal i vetur. Síðan hefur árangurslaust ver- ið reynt að veiða þetta skað- semdardýr. í gær tókst Finnboga Stefánssyni Geirastöðum við Mý- vatn, að granda dýrinu í svoköll- uðum Straumeyjum norðan við Nes — í eyjum þessu er grýtt land og því erfitt að fást við minkaveiðar. Varð Finnbogi að sprengja með dínameti oftar en einu sinni til þess, að hrekja dýr'- ið úr fylgsni sínu en við s'ðustu sprengjuna tókst það og var þá veiðihundur hans fljótur að hremma bráðina. Dýnð sem veiddist var hvolpafull læða. Er þetta fyrsti minkurinn, sem veið- ist við Laxá í Aðaldal. — Fréttar. Hús brennur ofan af fjölskyldu SÍÐDEGIS í gær var slökkvilið kallað að E-götu 6 í Blésugróf. Var þar nær alelda lítið timbur- hús, einlyft og ris, er brunaverðir komu á vettvang. Brann húsið að mestu og er ónýtt talið, þó að það hangi uppi. Þarna bjó eig- andi hússins Óskar Guðmunds- son bifvélavirki. Hann bjó þarna með fjölskyldu sinni, konu og 2 bömum 3 og 5 ára. Var innbú hans óvátryggt og húsið mjög lágt vátryggt. / prentað eintak af Flateyjarbók fagurlega innbundið. Orville Freeman ríkisstjóri Minnesota hélt í samkvæmi þessu ræðu, þar sem hann rakti sögu Minnesota og hvernig saga þess væri fléttuð örlögum vesturfar- anna, einkum frá Norðurlöndum. Hann sagði að 100 ár væru ekki langur tími á mælikvarða fornra ríkja, eða ef borið væri saman við þá staðreynd að fyrir meira en 1000 árum var Alþingi ís- lendinga stofnað. Samt kvaðst hann vona, að gstirnir sæju, að margt hefði áunnizt á þessum skamma tima. Mill ræðuhalda voru sungin lög frá Norðurlöndum. M. a. sungu íslendingarnir „Hvað er svo glatt“. Skólaslit að Laugum ÁRNESI, 1. maí — Héraðsskól- anum að Laugum var slitið í gær og nemendum afhent- próf- skírteini sín. Gagnfræðadeild starfar þó enn. Sýning á handa- vinnu námsmeyja og smíðisgrip- um pilta hafði áður farið fram, ennfremur leikfimisýning og söngkórar skólans höfðu sungið. f skólanum stunduðu alls 122 nemendur nám í vetur. 26 í gagn- fræðadeild, 43 í eldri deild, 41 í yngri deild og 12 í smíðadeild. Fæðiskostnaður pilta var kr. 22,30 og stúlkna kr. 17,85. Nemendur þyngdust að meðaltali rúm 4 kg yfir skólatímann. Heilsufar var gott í skólanum í vetur. Hæstu einkunn í eldri deild hlaut Álfur Ketilsson, Ytra-Fjalli í Aðaldal 8,97 og í yngri deild Jón Þór Þóroddsson frá Syðri- Bakka, Kelduhverfi, 8,39. Að kvöldi 29. apríl var samsæti fyrir nemendur, kennara og starfsfólk í hátíðasal skólans. Þar ávörpuðu kennarar nemendur. Við afhendingu prófskírteina kvaddi skólastjórinn, Sigurður Kristjánsson, nemendur með ræðu. Notaði hann sem ályktun- arorð: Vertu trúr yfir litlu, yfir mikið mun ég setja þig. Landspróf og próf gagnfræða- deildar hefjast á Laugum 13. maí. Nú þegar hafa stórum fleiri umsóknir um skólavist borizt fyr- ir næsta vetur en hægt er að fullnægja. —Fréttaritari. AKUREYRI, 12. maí. — f gær kvaddi stjórn Skógræktarfélags Eyjafjarðar blaðamenn á sinn fund og skýrði frá starfi félags- ins á undanförnum árum og eins frá fyrirhugaðri gróðursetningu á þessu vori. Félagið hefur nú um 80.000 plöntur, er það hyggst gróðursetja, og er áætlað að Skógræktarfélag Akureyrar fái af þessu 30.000 plöntur, álika mik ið fari í reiti Skógræktarfélags Eyjafjarðar, en afgangur veiði gróðursettur á vegum ýmissa deilda félagsins í sýslunni. Að þessu tilefni var minnzt 28 ára afmælis Skóræktarfélags Eyja- fjarðar, en það var stofnað 11. maí 1930. Gróðrarreitur félags- ins, sem nefndur hefur verið Vanareitur, er nú 20 ára gamall. í fyrrasumar voru gerðar ýmsar mælingar á trjám þar í reitnum. Hæst er birkið, enda gróðursett fyrst. Er það rúmlega fimrn metrar á hæð. Einnig voru mæld- ar 100 lerkiplöntur gróðursettar 1951 og reyndist meðalhæð þeirra 1,81 m. Af þeim voru 8 plöntur á þriðja meter á hæð. Á BÓKAUPPBOÐI Sigurðar Benediktssonar í Sjálfstæðishús- inu á laugardaginn, var gaman- blaðið Láki selt á 1.500 kr. Af Láka komu alls út 2 lítil tölublöð árið 1919. Ábyrgðarmaðurinn var Pétur Jakobsson, hinn kunni fast eignasali, en haft er fyrir satt, að tveir unglingar, Halldór Guð- jónsson frá Laxnesi og Tómas Guðmundsson, hafi ritað blaðið. Af öðrum ritum, sem seld voru, má nefna: 5 rit eftir Jón Aðils, frumútg. í ágætu bandi (850 kr.). Fjóludal- ur, ljóðakver eftir Guðmund Hjaltason (Rvík 1875: 575 kr.). Ungar vonir eftir Steinþór Sig- urðsson (Rvík 1919, tölus. eintak: 400 kr.). Vér brosum og Verkin tala eftir Sigurð ívarsson (Rvík 1929 og 1931: 350 kr.). Úr kaup- staðarlífinu, pési eftir „Mána“ Messur voru vel sóttar EINS og kunnugt er var síðasti sunnudagur hinn almenni bæiía- dagur íslenzku þjóðkirkjunnar. Að því er dómprófastur tjáði Mbl. í gærkvöldi voru fluttar tólf messur hér í Reykjavík þann dag og voru þær vel sóttar. Árssprotar á lerkinu sl. sumar voru 38 cm. Þá var einnig gerð mæling á blágreni og furu. Reyndust meðalárssprotar blá- grenisins 10 cm að lengd, en skóg arfurunnar rúmlega 14cm. Síð - astliðið sumar voru einnig athug uð ýmis eldri tré, sem eru í eigu Skógræktarfélags Eyjafjarðar, m. a. lindifura á Grutid í Eyja- firði. Þar voru mæld 12 tré og var meðalhæð þeirra 6,31 m. Að því er næst verður kcmizt var sáð til þessara trjáa árið 1905. Gert er ráð fyrir að plontun á vegum félaganna hér í Evja- firði hefjist í næstu viku. Vonast er til að tíðarfar fari heldur batn- andi, en það hefur að undan- förnu verið óvenjuslæmt. Skóg- ræktarfélag Akureyrar ráðgerir að efna til ferða til plöntunar þrisvar í viku, á mánudags- þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum. Undanfarin ár hafa þessar ferðir verið mjög vel sótt- ar, og færðu forustumenn skóg- ræktarfélaganna sérstakar þakkir fyrir hið mikla og óeigingjarna sjálfboðastarf, sem unnið hefur verið. — vig. (Rvík 1893: 260 kr.). Bernskan eftir Sigurbjörn Sveinsson (Rvík 1907—8: 400 kr.). Niðjatal saman tekið af Th. Krabbe (Rvík 1914: 310 kr.). Unga ísland 1.—20. árg. 600 kr. Óðinn, bundinn að mestu, 2.300 kr. Tímarit Jóns Pétursson- ar 990 kr. Um kristnitökuna eftir B.M. Ólsen (Rvík 1900: 200 kr.). Lítil varningsbók eftir Jón Sig- urðsson (Höfn 1861: 130 kr.). Snorri Sturluson eftir Sigurð Nordal (Rvík 1920: 460 kr.). Kviðlingar Káins (Winnipeg 1920 með eiginhandaráritun höfund- ar: 350 kr.). Bókaskrá Halldórs Hermannssonar 1. og 3. bindi: 1.100 kr. Lögfræðingur Páls Briem 700 kr. Dýravinurinn, (Höfn og Rvík 1885—1916: 2.000 kr.). Jónsbókarútg. frá 1858: 400 kr. Icelandic Illuminated Manus cripts, útg. af Munksgaard 1935: 2.200 kr. Víg Snorra Sturlusonar eftir Matthías Jochumsson (Eskif 1879: 725 kr.). Eimreiðin, (bundin að nokkru) 2.400 kr. Skógræktarfélag Slykkishólms 10 ára STYKKISHÓLMI, 12. maí. — Skógræktarfélag Stykkishólms og nágrennis er tíu ára um þess- ar mundir, og var tíundi aðal- fundur þess haldinn i gær. Á ííu árum hefur félagið gróðursett 37 þúsund plöntur og þar af 25 þús- und plöntur í Sauraskógi, en þar á félagið 15 hektara lands. Hitt er gróðursett í gróðurreit félags- ins rétt við Stykkishólm. Gert er ráð fyrir gróðursetningu 13 til 14 þúsund plantna í ár, en fyrsta ár- ið voru gróðursettar 400 plöntur. Fundinn sátu Snorri Sigurðs- son, erindreki Skógræktarfélags íslands, og Daníel Kristjánsson, skógarvörður að Hreðavatni. — Stjórn félagsins skipa þeir Bjarni Lárusson, verzlunarm., Christian Zimsen og Guðmundur J. Bjarna- son. — Fréttaritari. Kjarnorka og kven- hylli á Akranesi AKRANESI, 12. maí. — Leikfé- lag Akraness sýndi leikinn Kjarn orka og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson í Bíóhöllinni hér, þrisvar sinnum um helgina, á föstudag, laugardag og sunnudag. Leikstjóri var Þórleifur Bjarna- son. Aðsókn hefði mátt vera meiri. Aðalhlutverk léku Þorgils Stefánsson, frú Bjarnfríður Leós- dóttir, Halldór Bachmann og Þór- leifur leikstjóri. Leikfélag Akra- ness ætlar að sýna leikinn á nokkrum stöðum utan bæjar. — Aður á þessu leikári hafði félagið leikið Frænku Charleys. Öilng stnrfsemi skógræktor- féloganna d Akureyri og Eyjarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.