Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 10
K)
MORCVTUtL AÐIÐ
Þriðjudagur 13. maí 195
trtg.: H.í. Arvakur, Reykjavllt.
Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arní óla, simi 33045
Augiýsmgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýs.'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjalct kr. 30.00 á mánuði innanlands.
I lausasolu kr. 1.50 eintakið.
ATHYGLISVERÐ
ATKVÆÐAGREIÐSLA
ORÐABÓKARNEFND
vinnur hið merkasta
hafi beitt klækjum og
brögðum til að fá samþykkta til-
lögu um að vinna ekki á móti
eða torvelda framgang bjargráð-
anna svonefndu.
Eins og skýrt hefur verið frá
báru 4 menn fram tillögu, sem
fór í þá átt, að efnahagsmála-
nefnd og miðstjórn Alþýðusam-
bandsins vísaði frá sér þeim til-
lögum um ráðstafanir í efnahags-
málum Sem fyrir lægju, þar sem
þær væru ekki í samræmi við
það sem gel-t hefði verið ráð
fyrir á síðasta þingi Alþýðu-
sambandsins. Þegar atkvæða-
greiðsla fór fram um þessa frá-
vísunartillögu, munaði aðeins
einu atkvæði að hún næði fram
að ganga, eftir því sem frétzt
hefur. Sá nú Hannibal og lið hans
að hér voru góð ráð dýr, og áð
útilokað væri að fá samþykkta
tillögu sem fæli það í sér að
Alþýðusambandsstjórnin og efna-
hagsmálanefndin féllust á bjarg-
ráðin, hvað þá að þau lýstu á-
nægju sinni yfir þeim. Var þá
tekið það ráð að bera fram til-
lögu, þar sem samþykkt var að
vinna ekki á móti bjargráðunum
eða torvelda framgang þeirra.
Það kom nú fram, að fylgismenn
þessarar tillögu á fundinum voru
í minnihluta og var þá tekið það
ráð að hringja í fólk út um land,
og eftir því sem Þjóðviljinn og
Alþýðublaðið segja, varð endir-
inn sá, að tillagan var samþykkt
með 15 atkv. gegn 14. Nú er það
staðreynd, eins og bent hefur
verið á, að 29 manns greiða at-
kvæði en í miðstjórn Alþýðusam-
bandsins og 19 manna nefndinni
svonefndu eru aðeins 28 manns.
Hér hefur því sýnilega maður
greitt atkvæði, sem ekki átti að
gera það eftir réttum reglum og
hefur það fengizt upp úr síma-
hringingunum út um land. Auk
þess er það athyglisvert, að í
þessum 29 atkvæðum er atkvæði
Hannibals Valdimarssonar félags-
málaráðherra sjálfs. Mörgum
hefur komið það mjög undarlega
fyrir sjónir, að þegar ríkisstjórn-
in þykist ætla að hafa samráð
við samtök iaunþega, þá skuli
það vera atkvæði manns úr rík-
isstjórninni sjálfri, sem ræður úr-
slitum. Þstta mun vera mjög
óvenjuleg aðferð svo ekki sé
sterkar til orða tekið.
Þjóðviljinn segir í forustugrein
í gær að það hafi ekki verið um
annað að ræða en fara þessa leið
því annars hefði stjórnarsam-
starfið rofnað. En til þess að
koma fram tillögu, sem bjargaði
því við að þeir Hannibal og
Lúðvík fengju að vera áfram í
stjórninni, þurfti atkvæði Hanni-
bals sjálfs og manns utan af
landi, sem engan rétt hafði til
atkvæðagreiðslu og þar með
fékkst sá eins atkvæðis meiri-
hluti, sem til þurfti.
1 dag mun koma fram hið stóra
bjargráðafrumvarp ríkisstjórnar-
innar með hæstu álögum á lands-
fólkið, sem þekkzt hafa. Dýrtíðar-
flóðaldan skellur nú yfir af meira
ofurmagni en áður. Vafalaust
munu þá margir innan samtaka
verkalýðs og launþega minnast
atkvæðagreiðslu Hannibals, sem
miðaði að því að gera þessi sam-
tök samábyrg um það, sem nú er
að koma fram. Með atkvæða-
greiðslunni átti að velta ábyrgð-
inni af ríkisstjórninni yfir á aðra,
eins og svo oft áður.
„ISLENZKAN ER ORÐA
FRJÓSÖM MÓÐIR"
OftÐABÓKARNEFND hefui
með höndum merkilegt
starf. Eins og kunnugt er
hefur Háskóli íslands með hönd-
um að semja mikla orðabók um
íslenzkt mál frá upphafi vega ti)
vorra daga, og hefur á seinustu
árum verið unnið sleitulaust að
orðtöku og ýmiss konar söfnum
orða. í viðtali, sem orðabókar-
nefnd átti við blöðin fyrir stuttu
var þess getið, að vinna við sjálfa
orðabókina mundi geta hafizt í
fyrsta lagi eftir 5 eða 6 ár. Orða-
bókarnefnd lýsti þar eftir sjálf-
boðaliðsstarfi áhugamanna við að
orðtaka bækur fyrir nefndina og
safna orðum. Margir sjálfboða-
liðar um land allt hafa þegar
orðið þessu máli að miklu liði og
er þess að vænta að þeir lands-
menn, sem færi hafa á, taki vel
undir málaleitun nefndarinnar.
Það er eins og Bólu-Hjálmar
sagði, að íslenzkan er „orða frjó-
söm móðir“. Margt orð og orð-
tak, sem er verðmætt og fagurt,
geymist ef til vill á vörum fólks-
ins í einhverjum landshluta, eða
í einni eða annarri hálfgleymdri
bók og þarf þá að halda þessu
til haga með orðtöku eða orða-
söfnun af vörum fólksins. Það
er sjálfsögð skylda okkar Islend-
inga við mál okkar að gera um
það mikla orðabók, sem hverju
landsins barni verði opin til að
heyja sér þar orðaforða í túni
tungunnar, ef svo mætti að orði
komast. Aðrar menningarþjóðir
hafa unnið slíkt starf og hvorki
sparað til þess fé né tíma. Við
íslendingar erum nú að hefja
sams konar starf undir forustu
Háskóla Islands og mun því nú
vel borgið.
En við orðabókina vantar til-
finnanlega aukna starfskrafta.
Verkinu miðar hægt og getur
tæplega miðað hraðar áfram en
svo að það er fyrst sú kynslóð,
sem nú er að vaxa úr grasi sem
mun njóta hennar. Slíkt verk get-
ur ekki verið verk einnar kyn-
slóðar. Þeir sem vinna nú að
orðabókinni byggja líka að
nokkru á gömlum grunni. Björn
Halldórsson, Sveinbjörn Egilsson
og Sigfús Blöndal unnu ásamt
öðrum brautryðjandastarf, sem
orðabókamönnum nútímans
koma að miklu liði.
Við gerum sitthvað til þess, ís-
lendingar, að auka menningu
okkar, eins og það er kallað.
Sumt sem til þess er lagt fellur
vafalaust í grýtta jörð eða meðal
þyrna, en íslenzka orðabókin er
menningarlegt stórmál, sem mun
í fyllingu tímans bera þúsund
faldan ávöxt.
Ástarþrá undir álmviðum
Nýlega var frumsýnd í tveimur
kvikmyndahúsum í New York
York vistavisionkvikmynd frá
Paramount. Er kvikmyndin gerð
eftir leikriti Eugene O’Neills,
„Desire under the Elms“, Beð-
ið hafði verið eftir frumsýningu
þessarar kvikmyndar með mikilli
eftirvæntingu. Yfirleitt fara
bandarískir gagnrýnendur lof-
samlegum orðum um kvikmynd-
ina. en nokkrir þeirra halda því
fram, að í har.a vanti þau safa-
ríku og djúpu dramtísku áhrif,
sem sé höfuðeinkenni á leikrita-
gerð O’Neills. Þó eru flestir sam-
mála um, að kvikmyndin sé eins
sönn spegilmynd af leikritinu og
hægt sé að búast við og að jafn-
vel O’Neill, sem var mjög gagn-
rýninn, hefði verið ánægður með
árangurinn.
Myndin hefir nú verið sýnd á
alþjóða kvikmyndahátíðinni í
Cannes. Sagt er, að ýmsum hafi
orðið á að hlæja, þegar það átti
ekki við, meðan á sýningunni
stóð í kvikmyndahöllinni í
Cannes. Og fréttaritarar og gagn-
rýnendur þar hafa tekið mynd-
inni misjafnlega.
★ ★ ★
Nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á upphaflegu handriti
leikritsins. Þannig er Anna, ung
stúlka frá Nýja Englandi, sem
giftist gömlum bónda, í kvik-
myndinni gerð af ungri stúlku,
er flutzt hefir til Bandaríkjanna
Sophia Loren og
Anthony Perkins
frá Ítalíu. Nauðsynlegt var að
gera þessa breytingu, til að hlut-
verkið hæfði ítölsku kvikmynda-
leikkonunni Sophiu Loren, sem
fer með aðalkvenhlutverkið. Er
þetta fyrsta bandaríska kvik-
myndin, sem hún leikur í. Telja
gágnrýnendur, að betur hefði
farið á því að stytta kvikmynd-
ina með því að sleppa atriðum,
sem forráðamenn Paramounts
töldu þurfa í kvikmyndina til að
skapa í henni meira jafnvægi og
jafnframt til að veita áhorfend-
um ofurlitla tilbreytingu og
skemmtun í þessum dapurlega
sorgarleik, sem stendur yfir í
nærri tvær klukkustundir.
„Desire under the Elms“ er lýs-
ing O’Neills á bændafjölskyldu í
Nýja-Englandi um miðja síðustu
öld. Faðirinn Ephraim Cabot er
harðstjóri, sem miskunnarlaust
lætur syni sína vinna hörðum
höndum á býli sinu. Þegar hann
er á sjötugasta aldursári, verður
hann ekkjumaður í annað sinn.
Án þess að láta syni sína vita
ákveður hann skyndilega að
kvænast ungri þjónustustúlku.
Er hann kemur með sína ungu
brúði heim á bóndabýlið, kemur
til margra ofsafenginna orða-
senna innan fjölskyldunnar.
Beiskja og reiði eldri bræðranna
í garð föðurins er svo mikil, að
þeir ákveða að yfirgefa heimilið.
Yngsti sonurinn Eben hefir heit-
ið móður sinni, seinni konu
Ephraims, því, að hann skuli
aldrei yfirgefa býlið, þar sem
það muni einhvern tíma koma í
hans hlut sem föðurarfur.
Brúðurin unga játar það fyrir
Eben, að hún hafi gifzt föður
hans til þess að verða efnahags-
lega örugg. Hún verður fljótlega
ástfanginn af unga manninum, en
Eben er óánægður með hjóna-
band föður síns eins og eldri
bræðurnir og hatar Önnu fyrst
í stað. En þar sem þau eru jafn-
aldrar líður ekki að löngu, áður
en þau verða ástfanginn hvort af
öðru, og Anna eignast son, sem
Ephraim gamli heldur. að hann
eigi.
Eben elskar þennan nýfædda
son sinn, en ást hans á stjúpmóð-
urinni, barnsmóður hans, fer
óðum dvínandi. Er Anna verður
þess vör og gerir sér ljósa orsök-
ina til þess, drepur hún barn
sitt. Eben verður skelfingu lost-
inn og ofsareiður yfir þessu
ódæði og skýrir yfirvöldunum
frá glæp hennar. Jafnframt finn-
ur hann, að ást hans á Önnu
vaknar á ný. Er lögreglumenn
koma til að handtaka hana, seg-
ist Eben vera samsekur henni, og
þjónar réttvísinnar flytja þau
bæði burt.
Sophia Loren fær ágæt tæki-
færi til að beita hæfileikum sín-
um, til að sýna fegurð sína og
verða reið í mörgum áhrifamikl.
atriðum í myndinni. Burl Ives,
sem fer með hlutverk gamla
bóndans, fær mjög sæmilega
dóma í bandarískum blöðum og
Anthony Perkins fær einnig all
góða dóma fyrir leik sinn í hlut-
verki Ebens.
★
Stórhertoginn og sýningarstúlkan
Nýlega voru hafnar í Kaup-
mannahöfn sýningar á kvikmynd
inni „Prinsinn og sýningarstúlk-
an“, sem gerð er eftir leikriti
Terence Rattigans, „Sofandi
prins“. f aðalhlutverkum eru þau
Marilyn Monroe og Laurence
Oliver, og Sir Laurence er jafn-
framt leikstjóri. Þetta er litkvik-
mynd. Meðal annarra leikara í
kvikmyndinni má nefna Sybil
Thorndike, Richard Wattis og
Jeremy Spenser.
Laurence Oliver fer með hlut-
verk Karls stórhertoga af Kapa-
tíu, sem kemur árið 1911 til Lund
úna til að vera viðstaddur hátíða-
höldin í sambandi við krýningu
Georges V. Kvöldið fyrir krýning
arhátíðina býður hann ungri,
fallegri, bandarískri sýningar-
stúlku, Elsie Marina, til kvöld-
verðar.
Kvikmynd þessi hefir þegar
verið sýnd allvíða um heim, og
hafa gagnrýnendur yfirleitt far-
ið um hana lofsamlegum orðum.
Sir Laurence fær lof fyrir leik-
stjórn sína, enda er hann enginn
viðvaningur í þeim efnum. Mari-
lyn Monroe hefir fengið mikið
hrós fyrir eðlilegan og áhrifamik
inn leik í hlutverki Elsie. Oliver
er reyndar þakkað það að mestu,
hversu vel henni þykir takast
upp. Gagnrýnendur hafa komizt
svo að orði, að hann hafi látið
kvikmynda hana þannig, að allt
grófgert sé horfið úr svip hennar,
andlit hennar og svipur sé fínleg-
ur, hrífandi og kvenlegur.
Þetta er fyndinn og fágaður
gamanleikur. Ýmislegt finna
gagnrýnendur honum til foráttu,
en telja þó, að það sé fremur sök
höfundarins, Rattigans, en leik-
leikstjórans.
★
Kvikmyndahátíð í Briissel
Á alþjóða kvikmyndahátíð,
sem hefst í Brússel næsta föstu-
dag, verða sýndar kvikmyndir
frá 19 löndum. Þær þjóðir, sem
þarna koma kvikmyndum á fram
færi, eru PAlverjar, . Japanir,
Bandaríkjamenn, Rússar, Kín-
verjar, Rúmenar, Búlgarar, Vest-
ur-Þjóðverjár, Bretar, Frakkar,
Indverjar, Mexíkanar og Argen-
tínumenn. Kvikmyndahátíð þessi
er á engan hátt í sambandi við
hc-imssýninguna, sem nú stendur
yfir í Brussel
Nýjar franskar stjörnur
Á næstunni munu allmargar
nýjar stjörnur verða látnar leika
í frönskum kvikmyndum. Hér að
ofan eru myndir af þrem falleg-
um, ungum stúlkum, sem bráð-
lega munu sjást á lérefti franskra
kvikmynda, og verða þær látnar
fara með mikilvæg hlutverk.
Efsta myndin er af Pascal Petit,
sú næsta af Estellu Blain og sú
neðsta af Cathiu Caro. Fróðlegt
verður að sjá, hvernig þeim
tekst að leysa af hendi sín fyrstu
erfiðu hlutverk.
Sophia Loren og Burl Ives