Morgunblaðið - 13.05.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 13. maí 195
MOnCT'NTiT AÐIÐ
13
Júlíus Havsfeen, fyrrv. sýslumaður
Hifaveita í Húsavík
kosin hefur verið nefnd í Húsa-
vík eða til þess skipuð að hrinda
áfram einhverju þarfasta máli
bæði bæjarins og Suður-Þing-
eyjarsýslu, en það er að koma
upp hitaveitu í Húsavík, þannig
að lögð sé hitaveita frá hinum
mörgu og miklu hverum í Reykja
hverfi til Húsavíkur, því þá
vinnst tvennt. tlm leið og hita-
veita kemur í kaupstaðinn má
úthluta meðfram leiðslunni lóð-
um eða skikum til nýbýla, sem
fá bæði til notkunar í húsum inni
og til ræktunar úti heita vatnið,
sem vitað er að rennur þarna
ærið nóg til allra þessara hluta.
Hitaveitumálið v»r strax og ég
kom til- Húsavíkur mikið áhuga-
mál mitt og margra Húsvíkinga
annarra, en margt annað kallaði
um sama leyti að, sem ekki þótti
síður nauðsynlegt að koma í fram
kvæmd, svo sem vatnsveita,
hafnargerð, síldarverksmiðja,
sjúkrahús o. fl., svo ekki voru
tiltök fyrir Húsvíkinga eða Húsa-
vík, sem á þeim dögum var að-
eins hreppur í sýslufélagi Suður-
Þingeyjarsýslu með 700—800
íbúa, að gera allt í einu, enda
litið svo á, að hitaveita frá hver-
unum væri slíkt stórvirki og slíkt
nauðsynjaverk fyrir héraðið, að
þar ætti Alþingi og Búnaðarfélag
íslands að hafa forgöngu.
Svo einkennilega vildi til, að
danskur verkfræðingur, Christen-
sen að nafni, kom til Húsavíkur
ásamt vini mínum látnum, Karli
Nikulássyni á Akureyri í júlí-
mánuði 1924 að mig minnir, og
var ferð hans aðallega gerð til
þess að skoða hverina í Reykja-
hverfi. Þessi verkfræðingur var
svo heillaður af þeirri miklu
hitaorku, sem þarna væri, að
hann fór aftur eftir beiðni minni
upp að hverunum, var þar heil-
an dag, gerði mælingar og áætl-
anir, að vísu lauslegar, sem hann
gaf mér til athugunar og man
ég að hann áætlaði þá kostnað-
inn við sjálfa leiðsluna 240 þús.
krónur. Við alþingismann kjör-
dæmisins, sem þá var hreppstjór-
inn skörulegi í Fjósatungu, Ingólf
ur Bjarnarson, ræddi ég málið
talsvert og var hann því fylgj-
andi á Alþingi og kom því til
nefndar þeirrar, sem almennt var
„Rauðka“ kölluð, en ekkert fol-
ald kom frá henni til afnota í
hitaveitumálinu.
Þar eð ég hefi komið allmjög
við hitaveitumál Húsavíkur
meðan ég var þar sýslumaður,
tel ég rétt að gefa ágætum full-
trúa mínum, sem þá var, Ara
Kristinssyni orðið, en nú er hann
sýslumaður Barðstrendinga, en
ég tel víst að enginn sem hann
þekkir muni til efs draga, að
hann segi bæði rétt og hlutlaust
frá í grein þeirri, sem hann reit
í blaðið „íslending“ og í blað,
sem gefið var út við Alþingis-
kosningarnar 1953, en þar segist
honum m. a. þannig frá:
„Upphaf málsins
Mál þetta mun lengi hafa verið
á döfinni í Húsavík. Árið 1906
hafði hreppsnefnd Húsavíkur
málið til athugunar, og var þá
vegalengdin frá hverunum til
Húsavíkur mæld, og einnig mun
þá einhver kostnaðaráætlun hafa
verið gerð.
Vafalaust hefir mál þetta oft
verið athugað og rætt síðan, en
það hefir ennþá engan árangur
borið, því enn er engin hitaveita
í Húsavík.
Hinn 26. apríl 1932 ritaði sýslu-
maöur Þingeyjarsýslu, Júlíus
Havsteen, erindi til Alþingis, þar
sem hann fór þess á leit, að
veitt yrði fé til rannsókna á því,
hvað kosta myndi að koma upp
hitaveitu frá hverunum til Húsa-
víkur, sem er í h. u. b. 18 km.
fjarlægð. Málaleitun þessari var
ekki sinnt.
Dagana 8. og 10. des. 1932 voru
almennir fundir haldnir í Húsa-
vík um þetta efni. Þar flutti
Sveinbjörn Jónsson, bygginga-
meistari, fyrirlestra um hitaveitu
um Reykjahrepp til Húsavíkur og
bráðabirgðaáætlun um kostnað
við fyrirtækið og rekstur þess.
Ennfremur flutti Ólafur Jónsson,
framkvstj. Ræktunarfélags Norð-
urlands fyrirlestra um stofnun 60
nýbýla í Reykjahverfi í sambandi
við veituna og ýmis fleiri not
hennar.
Kusu fundarmenn nefnd til þess
að vinna að því, að rannsökuð
yrðu ítarlega skilyrði fyrir því-
líkri hitaveitu frá hverunum í
Reykjahverfi og áætlun gerð um
kostnað við framkvæmd og arð.
Voru í nefnd þessa kosnir þeir
Sigurður Bjarklind, kaupfélags-
stjóri, Baldvin Friðlaugsson,
bóndi, Hveravöllum, Einar J.
Reynis, pípulagningameistari í
Húsavík, Jón H. Þorbergsson,
bóndi, Laxamýri og sýslumaður
Júlíus Havsteen, Húsavík.
Hinn 8. apríl 1933 skrifuðu þeir
atvinnumálaráðuneytinu bréf,
þar sem þeir segja, að það hafi
„lengi verið skoðun fróðra
manna, að hverirnir í Reykja-
hverfi væru fágætur fjársjóður
fyrir umhverfið, ef vatn væri leitt
þaðan til almenningsnota: upphit-
unar, ræktunar og iðnaðar". Enn
fremur segja þeir í þessu bréfi
sínu til ráðuneytisins: „Nú lítum
vér svo á, að hér sé um merkilegt
mál að ræða, er ekki aðeins snerti
þá, sem nú byggja það svæði er
umrædd hitaveita næði til, heldur
og alþjóð, því komi það í ljós, að
hitaveitan sé arðvænleg, þá eru
þarna mjög fágæt lífsskilyrði fyr-
ir miklu fleira fólk“. Leyfa þeir
sér síðan „að fara þess á leit, að
hinu háa Atvinnumálaráðuneyti
mætti þóknast að láta hæfan
verkfræðing rannsaka aðstöðu
alla á næsta sumri og gera nauð-
synlegar áætlanir um fyrirtæk-
ið“.
Búnaðarfélag Islands kemur til
sögunnar
Sama dag og nefnd þessi skrif-
aði atvinnumálaráðuneytinu,
skrifaði hún Búnaðarfélagi ís-
lands og leyfði sér í því, „að
fara þess á leit við hina háttvirtu
stjórn Búnaðarfélags íslands, að
hún veiti oss lið í máli þessu
og þá með því:
1. Að láta jarðræktarráðunaut
félagsins á næsta sumri rannsaka
skilyrði fyrir nýbýlastofnun í
sambandi við umrædda hitaveitu
og gera áætlun og tillögur um
nýbýlin, og
2. að mæla með og styðja að
því, að Atvinnumálaráðuneytið
verði við ósk vorri um að láta á
ríkisins kostnað verkfræðing
gera næsta sumar nauðsynlegar
áætlanir um hitaveitufyrirtækið
í heild“.
Mál þetta var tekið fyrir á
Búnaðarþingi árið 1933 (Búnað-
arrit 1933, bls. 331—337) og
skoraði Búnaðarþingið á ríkis-
stjórnina að láta rannsaka ítar-
lega skilyrði fyrir hitaveitunni og
þá möguleika sem slík hitaveita
myndi skapa fyrir nýbýlahverfi
og ýmiss konar iðnrekstur. Svo
virðist, sem atvinnumálaráðuneyt
ið og ríkisstjórnin hafi lítið eða
ekkert gert með þessar áskoranir
og beiðnir að þessu sinni og eng-
an áhuga haft á málinu.
Hinn 12. marz 1935 ritar Bún-
aðarfélag íslands atvinnumála-
ráðuneytinu aftur bréf, en í því
segir m. a.:
„Fyrir Búnaðarþingi *ú í vet-
ur kom samrit af bréfi dags. á
Húsavík 8. apríl 1933 til atvinnu-
málaráðuneytisins, frá nefnd
manna, er kosin var 10. des. 1932,
til þess að vinna að því að fá
ítarlega rannsökuð skilyrði fyrir
hagnýtingu hveranna í Reykja-
hverfi í sambandi við nýbýla-
stofnun þar og til upphitunar í
Húsavík.
Einnig hefir mönnum komið í
hug að nota mætti hitaveituna til
Júlíus Havsteen
saltvinnslu og ýmislegs annars
iðnaðar.
í sambandi við þetta mál sam-
þykkti Búnaðarþing einróma
svohljóðandi áskorun:
„Búnaðarþingið skorar á ríkis-
stjórnina að láta rannsaka ítar
lega skilyrði fyrir hitaveiía frá
hverunum í Reykjahverfi til
Húsavíkur og þá möguleika sem
slík hitaveita mundi skapa fyrir
nýbýlahverfi og ýmiss konar iðn
rekstur, svo sem saltvinnslu o.fl.“
Þáttur Höskuldar Baldvinssonar
í janúar 1935 gerir Höskuldur
Baldvinsson kostnaðaráætlun um
hitaveituna, þ. e. „Hitaveitu frá
hverunum í Reykjahverfi og salt-
vinnslu í Húsavík“. Ræðir hann
fyrst í skýrslu sinni um vatns-
magn og hita og segir, að hinn
24. marz 1933 hafi þeir Einar J.
Reynis og Atli Baldvinsson,
Hveravöllum mælt vatnsmagn
hveranna í Reykjahverfi. Sam-
kvæmt mælingu þeirra var vatns-
magn Yztahvers, Syðstahvers og
Uxahvers samanlagt 62 ltr. á sek.
Þá geta þeir þess í skýrslu sinni,
að þeir hafi ekki náð öllu vatns-
magninu. Byggingameistari Svein
björn Jónsson hefir í bréfi látið
þess getið, að óhætt myndi að
ganga út frá því að 100 lt. fáist
með öllu og öllu. Reiknar Hösk-
uldur Baldvinsson með 80 lt. á
sek. og 95 gr. hita.
Ræðir hann næst í skýrslunni
um fallhæðina og fyrirkomulag
og því næst um pípuvíddir, og
segir, að þurfa muni rúmlega
30 cm. víða pípu ef notaðar eru
járnpípur en tæplega 30 cm. píp-
ur ef notaðar eru trépípur. Legg-
ur hann til að pípur verði lagðar
ofanjarðar og um þær hlaðinn
torfgarður og einangrað með
reiðing.
Áætlar hann, að stofnkostnað-
ur við hitaveituna frá hverasvæð-
inu til Húsavíkur verði kr. 460
þús. miðað við að notaðar séu
járnpípur, en kr. 335 þús. miðað
við að nota trépípur.
Árlegan kostnað fyrir veitu í
járnpípum áætlar hann kr. 57
þús., en fyrir veitu í trépípum
kr. 43.060,00 og miðað við 15 ára
afborgunartíma og 6% vexti.
Síðasti þátturinn
Þar iem engar undirtektir feng
ust í hitaveitumálinu í þetta
sinn, mun það hafa legið niðri
um hríð.
Sumarið 1943 var borað á
Húsavík eftir heitu vatni, en sú
leit bar ekki árangur og telja
sumir, að borarnir hafi verið
lélegir og um kák eitt að ræða.
Hinn 12. marz 1947 gerir raf-
magnseftirlit ríkisins bráða-
birgðarannsókn á skilyrðum fyr-
ir hitaveitu vegna Húsavíkur og
Reykjahverfis frá hverasvæðinu
umhverfis Uxahver.
Segir í skýrslunni, að frá-
rennslið hafi reynzt 60 ltr. á sek.
af 95° heitu vatni. Vegalengdina
segja þeir 18,5 km. íbúatölu
Húsavíkur segja þeir þá um
1100 manns, en miða hitaþörfina
við 2000 manna byggð. Hámarks-
vatnsþörf bæjarins verði þá 34,5
sek. ltr. Með því að nota 250 mm.
pípu, sem á að geta flutt 60 sek.
lítra (sem er 25,5 sek. ltr. meira
en vatnsþörf bæjarins) áætla þeir
stofnkostnaðinn 4,20 millj. kr.
Gjöldin af hitaveitunni áætla
þeir 628,800 þús. kr. miðað við
25 ára lán með 4% vöxtum og
fyrningu hitaveitunnar á 15 ár-
um.
Tekjurnar áætla þeir aftur á
móti ca. 350 þús. kr. (þ. e. að-
eins fyrir upphitun húsa) og
miða þá við 1500 íbúa og 175 kr.
kolaverð.
Og enn líða árin og ekkert er
aðhafzt í málinu.
Hinn 14. janúar 1951 er kos-
in hitaveitunefnd af almennum
borgarafundi í Húsavík. í henni
eiga sæti Benedikt Jónsson, fram
kvstj., Vernharður Bjarnason,
verzlm., Ásgeir Kristjánsson,
útgm., Ingólfur Helgason, tré-
smíðameistari og Hákon Sig-
tryggsson, bæjarverkstjóri.
Samkvæmt beiðni nefndar þess
arar hefir Jarðborunardeild raf-
orkumálastjórnar ríkisins gert I
aðra áætlun um hitaveitu frá
Reykjahverfi til Húsavíkur.
Er áætlun þessi gerð af Gunn-
ari Böðvarssyni, verkfræðingi,
dags. í Reykjavík 5. okt. s. 1.
Tekur hann fram, að áætlun þessi
sé lausleg og verði með hana að
fara eftir því.
Segir nú í skýrslunni, að vegna
stöðugrar fólksfjölgunar þyki
rétt að miða hitaveituna við
2000 manns, og áætlar hámarks-
vatnsþörf bæjarins 33 sek. ltr.
Til að flytja nægilegt vatnsmagn
mun þurfa 8” rör, en 10” rör ef
flytja ætti allt vatnsmagnið eða
60 sek.ltr. Kostnaðaráætlunin er
miðuð við, að aðalleiðsla sé úr
asbestsrörum en bæjarleiðslan úr
stálleiðslum og einangruð með
steinull.
Byggingarkostnaður er áætlað-
ur 7,5 millj. kr. og er miðað við
8” pípur, en hann er áætl. 1 millj.
kr. meiri ef um 10” pípur verði
að ræða, en þær geta flutt allt
vatnsmagnið sem fyrir hendi er.
Reksturskostnaður er áætlaður
kr. 1.020.000.00, miðað við 25
ára lán með 6,5% vöxtum, og
fyrningu á 20 árum. Síðan segir
í skýrslunni:
„Samkvæmt upplýsingum Hita-
veitunefndar Húsavíkur var sala
á kolum til hitunar í Húsavík á-
ætluð 1570 tonn árið 1951 auk
um 325 tonna af gasolíu, sem
einnig fór til hitunar. Að líkind-
um er kolanotkunin lítið eitt of
hátt áætluð, þ. e. meira mun fara
til sveitanna, en hitaveitunefrdin
telur. Virðist nær að reikna íneð
því, að Húsavík noti nú um 1300
tonn al’ kolum og 325 tonn af
gasolíu til hitunar á ári. Hinn ár-
legi hitunarkostnaður, reiknaður
með núverandi verðlagi á kolum
og olíu, mun vera tæpar 1,1 millj.
kr. Hitunarkostnaður er því lítið
eitt hærri en hinn áætlaði rekst-
urskostnaður hitaveitunná'r. Út-
koman verður að sjálfsögðu hag-
stæðari, þegar íbúum fjölgar á
Húsavík. Ef miðað er við 1500
manns, en það mun að líkindum
vera góð meðaltala fyrir næstu
15 ár, má með núverandi verðlagi
gera ráð fyrir, að hitunarkostnað-
urinn verði um 1,3 millj. kr., en
reksturskostnaður hitaveitunnar
hins vegar 1,1 millj. kr.
Samkvæmt þessu virðist hita-
veitan nú geta orðið sæmilega
hagstætt fyrirtæki, ef ekki verður
meiri háttar verðfall á eldsneyti
á næstunni. Hvað sem því líður,
þá virðist jarðborunardeildinni
sjálfsagt, að möguleikar hitaveit-
unnar verði athugaðir nánar. I
því sambandi skal tekið fram, að
sala á heitu vatni til bænda á
svæðinu meðfram aðfærsluæðinni
og hagnýting vatnsins til iðnaðar
eru fyrir hitaveituna hagstæðir
möguleikar, sem ekki hafa verið
reiknaðir með í áætluninni. Þeir
gætu bætt afkomuna að einhverju
leyti.
Mál þetta verður að sjálfsögðu
ekki athugað til hlítar, nema að
gerð verði nokkuð fullkomin á-
ætlun um hitaveituna, en slíkt er
eins og gefur að skilja talsvert
verk og gat að sinni ekki verið
markmið jarðborunardeildarinn-
ar“.
Síðasta innlegg málsins, skýrsla
Gunnars Böðvarssonar, verkfræð
Frh. á bls. 15.
Halldóra S. Jóirsdóttir
Minningarorð
HALLDÓRA Sigríður Jónsdóttir
frá Akureyri var til moldar bor-
in í gær. Halldóra fæddist að
Tjörnum í Eyjafirði 13. nóv. 1928,
dóttir Jóns Jónssonar og konu
hans Guðbjargar Benediktsdótt-
ur. Fluttist fjölskyldan til Akur-
eyrar skömmu eftir fæðingu Hall
dóru og bjó þar, unz hún flutt-
ist til Kópavogs fyrir þremur ár-
um. Halldóra dvaldist í föður-
garði, þar til hún veiktist af
berklum 1942, aðeins 14 ára að
aldri — og eftir það var hún
mestmegnis á heilsuhælum og
sjúkrahúsum. Hún andaðist á
Vífilsstöðum 4. þ.m.
Fyrir 4—5 árum var Halldóra
útskrifuð nokkurt skeið. Eignað-
ist hún þá son, sem nú er 4 ára,
með unnusta sínum, Guðjóni
Einarssyni. Var litli drengurinn
henni mikill sólargeisli, en hún
varð að fara frá honum á hæli,
þegar hann var aðeins 5 mánaða
gamall. Þó var það henni mikil
huggun að vita hann hjá ástrík-
um foreldrum sínum.
Þetta er stutt ævisaga og sýn-
ist ekki stórbrotin. Það verða
ekki skráð í annála nein afrek,
sem þessi unga kona hafi unnið
landi sínu og þjóð. Það er jafnan
I hljótt um slíkt fólk, bæði í lífi
I og dauða. En þeir, sem til þekkja
vita bezt, hvílíku stríði er lokið
með andláti ungrar konu, konu,
sem barizt hefur jafnlengi og
Halldóra við erfiðan sjúkdóm og
sjálfsagt hefur lengi gert sér
grein fyrir, hversu þeirri baráttu
myndi ijúka.
Enginn gat þó greint í daglegu
viðmóti hennar, hverja raun hún
hlýtur að hafa reynt — það var
ávallt hið sama: þýtt og milt og
glaðlegt.
Þaö er oit talað um hetjur í
starfi og önn, um hetjur stórra
afreka og mikilfenglegra at-
burða. — Halldóra, eða Dedda,
eins og hún jafnan var nefnd,
hafði ekki tækifæri til að sýna,
hvað í henni byggi á þeim svið
um. En hún náði lengi sitt þögla
strið af þrautseigju og þolinmæði
— já, manni finnst óhætt að
segja, að hún hafi tekið örlögum
sínum með sannri hetjulund.
Kannski er erfitt að vega það
og meta, hvort sýnir meiri mann-
dóm að klífa bratta tinda og
sigla um úfin höf eða að berj-
ast við háskalegan sjúkdóm með
bros á vör — enda væri slíkt mat
næsta fánýtt.
En víst er um það, að íneð for-
dæmi sínu hefur Halldóra heitin
átt sinn þátt í því að auka þrek
og bjartsýni okkar samsjúklinga
sinna. Munum við jafnan minnast
hennar með hlýjum huga og
þakklæti fyrir samveruna.
Ástvinum hennar vil ég votta
samúð mína og hluttekningu i
sorg þeirra
Samsjúklingur.