Morgunblaðið - 17.05.1958, Síða 3

Morgunblaðið - 17.05.1958, Síða 3
Laugardagur 17. maí 1958 MORCrWfíT 4Ð1Ð 3 Forsetar þingsins, frá vinstri: Einar Boyesen, J. Sáurbrey, U. J. Castrén, Bo Hammarskjöld og Einar Bjarnason. Þing norræna stjórngæzlumosima haldið hér á landi í GÆRMORGUN klukkan 11 var sett í Þjóðleikhúsinu 12. þing norrænna stjórngæzlumanna. For seti íslands var viðstadd- ur og setningarathöfnin öll hin hátíðlegasta. Svið Þjóðleik- hússins var blómskreytt, og að baki forsætisfulltrúum blöktu fánar Norðurlandanna. Svo til Söltun Suðurlandssíldar Vanhugsaðri samþykkt bæjarráðs iarðar svarað Siglufj; 1 MORGUNBLAÐINU 15. þ. m. er frétt frá Siglufirði um sam- þykkt bæjarráðs Siglufjarðar varðandi uppbætur á saltsíld og síldarafurðir. 1 samþykkt þessari kemur fram slík vanþekking á þeim málum, sem hér um ræðir, að furðu sætir. Þar er m. a. talið, að söltun Suð- urlandssíldar sé framkvæmd á kostnað Norðurlandssíldar og þyk ir oss rétt í því sambandi að benda á, að hér er málinu alveg snúið við. Svo sem kunnugt er, hefur Síldarútvegsnefnd nú um árabil gert samninga um sölu á bæði Norðurlandssíld og Suðurlands- síld og hafa Norðlendingar yfir- leitt fengið að salta upþ í þá samn inga, eins og hægt hefur verið nyrðra, en síðar hefur það komið í hlut saltenda á Suður- og Vest- urlandi að fylla upp í það, sem á hefur vantað, en eins og kunn- ugt er, hefur aldrei frá stríðslok- um verið hægt að standa við gerða samninga með Norðurlands síld vegna þess, hve magnið hef- ur verið lítið. Er óhætt að full- yrða, að ef ekki hefði verið söituð síld á Suður- og Vesturlandi á undanförnum árum, myndi eng inn kaupandi hafa fengizt tH að gera samning við íslendinga um kaup á saltsíld, og hefði þá hlutur Siglfirðinga ekki verið heysinn. Um gæðamun á Norður- og Suðurlandssíldinni er það að segja, að sild sú, sem. veidd var við Norðurland áður en síldar- leysistímabilið hófst, var eftirsótt vara í mörgum löndum, enda síldin þá aldrei söltuð nema fárra tíma gömul. Líkaði hún yfirleitt mjög vel í þeim löndum, sem vildu mjög stóra síld, svo sem Svíþjóð, Danmörk og fleiri. Suð- urlandssíldin er að jafnaði ekki jafnbráðfeit og Norðurlandssíld- in, en þó feitari en gerist í öðrum löndum. Fitan er fastari í Suður- landssíldinni en Norðurlandssíld- inni og þolir hún því mun lengri geymslu af þeim ástæðum. — Stærstu kaupendúr saltsíldar frá íslandi, Ráðstjórnarríkin, hafa lýst því yfir, að þau hafi meiri áhuga á Suðurlandssíld en Norð- urlandssíld, enda hafa þau aldrei komið með kvartanir út af Suð- urlandssíldinni. Þá er rétt að benda bæjarráði Siglufjarðar á aðra staðreynd, sem einnig ætti að sýna þeim fram á, hve gagnrýni þeirra á söltun Suðurlandssíldar er hæpin, en hún er sú, að Sovétríkin hafa óskað eindrcgið eftir að kaupa alla saltsíldina frá islandi heil saltaða. Af ýmsum ástæðum er taiið óframkvæmanlegt að verka þessa vörutegund norðanlands, og krefjast þess af saltendum á Suð- Vesturlandi að þeir tækju á sig þá áhættu að verka þessa vöru til þess að ekki slitnaði upp úr samningum. Um mismuninn á uppbótum á sjávarafurðum, er það að segja, að vér erum þeirrar skoðunar að allar útfluttar vörur landsmanna eigi að njóta sömu útflutningsverðbóta og hefði það verið ólíkt skynsamlegra af bæjar ráði hins norðlenzka kaupstaðar að beita sér fyrir slíku réttlætis- máli, heldur en að láta frá sér fara róg um þýðingarmikla út- flutningsvöru, sem líkað hefur sérstaklega vel á erlendum mark- aði. Er vonandi að þessi misvitra samþykkt verði ekki íslenzkum hagsmunum til tjóns. Er síldarsöltun hófst fyrir alvöru á Suð-Vesturlandi, varð gjörbreyting á veiðitima megin- þorra bátaflotans. Áður var mik- ill hluti flotans aðgerðarlaus frá því að síldarvertíð lauk fyrir Norðurlandi og þar til vetrarver- tíð hófst í janúarbyrjun. Ætti öll- um landsmönnum að vera ljóst, hversu mikla þýðingu þetta hef- ur fyrir útvegsmenn, sjómenn og raunar alla þjóðina. Fratnh á bls 19 hvert sæti í aðalsal Þjóðleik- hússins var skipað. Einar Bjarna- son, ríkisendurskoðandi, fulltrúi íslands í forsæti þingsins flutti setningarræðuna. Bauð hann er- lendu gestina velkomna og skýrði frá því, að þetta væri í fyrsta skipti, sem þing norrænna stjórn- gæzlumanna vseri háð hér á landi. Þá fluttu aðrir fuli- trúar forsætisins kveðjur hver frá sínu landi, en þeir e.u: J. Saurbrey, amtmaður frá Dan- mörku U. J. Castrén (President í Högsta förvaltningsdomstolen), frá Finnlandi, Einar Boyesen, ráðuneytisstjóri, frá Noregi og Bo Hammarskjöld, landshöfðingi, frá Svíþjóð. (Sá síðasttaldi er albróðir Dags Hammarskjölds, framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna.) Fulltrúar í forsæti þingsins eru jafnframt formenn deilda hinna einstöku landa. Að loknum kveðjum hinna er- lendu deildarformanna var gert hlé á störfum þingsins það sem eftir var dagsins í gær. Kl. 9 f. h. í dag heldur þingið áfram í há- tíðasal Háskóians. Þá flytur Hjálmar Vilhjálmsson. ráðuneyt- isstjóri erindi um atvinnuleysis- tryggingar á Islandi. Klukkan 2 síðdegis í dag flytur prófessor jur. dr. Olavi Rytkölá erindi um sjálfstjórn og sjálfstæði sveitar- félaga. Á eftir erindunum verða umræður. Á sunnudaginn fara þátttakend ur þingsins til Þingvalla, 'Sogs og víðgr, en á mánudag verður þinginu haldið áfram i hátíðasal Háskólans. Klukkan 10 þann dag flytur Leif H. Skare, forstjóri frá Noregi, erindi um endurskipu- lagningu starfa í stjórnsýslunni, og kl. 2 sama dag flytur Erland Conradi, dómari frá Svíþjóð, er- indi um bótaskyldur ríkis og sveitafélaga. Á mánudagskvöldið býður svo íslenzka deild birigsins til kveðjuhófs í Sjálfstæðishús- inu. Erlendir þátttakendur bessa 12. þings norrænna srjórngæzlu- manna eru 134 taisins. 44 frá Danmörku, 15 frá Finnlandi, 43 frá Noregi og 32 frá Svíþjóð. Þeir komu flestir hingað tn iands með skipinu Meteor og búa um borð meðan þingið stendur yfir. Islenzkir þátttakendur eru 56. STAKSIÍINMt Ásgeir Sigurðsson Mófmælt ósannindum ráð* herrans um samfök sjómanna Ræða Ásgeirs Sigurðssonar á þingi í gær ÁSGEIR Sigurðsson, skipstjóri, flutti stutta ræðu á Alþingi í gær. Var það að gefnu tilefni vegna ummæla, sem Lúðvík Jósefsson hafði látið falla á miðvikudag- inn, að stærsti stjórnmálaflokk- urinn hefði verið að æsa farmenn til kaupkrafna og verkfalla. Dugheimiiið í Hainarfirði 25 óro Á ÞESSU vori eru 25 ár liðin síð- an verkakvennafélagið Framtíð- in í Hafnarfirði kom á fót dag- heimili fyrir börn. Þegar félagskonur hófu þetta starf, var djarft spor stigið, þvi að þá voru erfiðir tímar í Hafn- arfirði, eins og raunar víðar á landi hér, og verkakvennafélagið hafði ekki af digrum sjóði að taka. En brýn þörf fyrir dag- heimili, er gæti létt undir með barnaheimilum í bænum, varð fé- lagskonum hvöt til starfa. — í fyrstu varð dagheimilið að búa við mjög ófullkomin húsakynni, en brátt auðnaðist félagskonum að koma upp húsi fyrir þessa starfrækslu sína á hinum ákjós- anlegasta stað, á Hörðuvöllum, og hefur síðan starfrækt þar leik- skóla á vetrum og dagheimili á sumrum. Fyrir ári síðan var hús þetta stækkað mjög og endurbætt, svo að nú eru starfsskilyrði þar hin glæsilegustu. Starfar dagheimilið nú í þremur deildum og getur tekið á móti 100 börnum á aldr- inum 2—5 ára. Verkakvennafélagið hefur átt því láni að fagna, að hafa jafnan hinu hæfasta starfsliði á að ákvað því Síldarútvegsnefnd að skipa við leikskólann og dag- heimilið, enda hefur þetta starf félagsins notið sívaxandi vin- sælda meðal bæjarbúa, og mörg eru þau orðin barnaheimilin í Hafnarfirði, sem standa í óbættri þakkarskuld við félagið og for- stöðukonur þess, fyrir mikil- væga aðstoð og fórnfúst starf. Mun margur minnast þess nú á ■.______ „ * , .. . , ,, ,. . .. , sjomanna með þetta frumvarp þessum timamotum í sogu dag- Gat spurt eigin flokksmenn Lýsti Ásgeir þessi ummæli ráð- herrans alger 'ósannindi. Enginn pólitískur flokkur hefði haft nein áhrif á kjarabaráttu sjómanna. Benti hann á það í þessu sam- bandi að í sjómannasamtökunum1 væru menn er tilheyrðu flokki Lúðvíks og hefði hann getað feng ið gleggri upplýsingar hjá þeim um þetta mál. Ræðumaður minnti á það, að Lúðvík sjálfur hefði með fram- komu sinni við þessa kjarabar- áttu viðurkennt að sjómenn þörfn uðust hækkunar. Hann kom þá á marga fundi með þeim og talaði vinsamlega um kjarabætur. 16,6% launalækkun Þá lýsti Ásgeir Sigurðsson því yfir, að megn óánægja ríkti meðal Viðbrögð almennings Aðeins nokkrir dagar eru liðn- ir síðan „bjargráð“ vinstri st.jórn ararinnar litu dagsins ljós. Engu að síður er hægt að greina við- brögð almennings gagnvart þeim. Fólkið horfir gersamlega undr- andi á það sem er að gerast. Þrír stjórnmálaflokkar hafa í tvö ár farið með stjórn landsins. Þessir flokkar höfðu sagt þjóðinni að þeir ættu ráð við öllum vanda. Þeir myndu flytja tillögur um „varanleg úrræði“ til lausnar hvers konar vandræðum. Með úr- ræðum þeirra skyldu ekki skertir hagsmunir eða lífskjör eins ein- asta manns nema örfárra auðkýf- inga. „Vinnustéttirnar" skyldu ekki verða fyrir neinum óþæg- indum af hinum „nýju leiðum“. „Hvítasunnuhretið“ Hvað hefur svo gerzt? Ekkert annað en það að vinstri stjórnin hefur gersamlega gefist upp við að finna nokkra lausn á vandamálunum. Hún hefur að- eins getað flutt tillögur og frum- vörp um hrikalega nýja skatta og tolla á allan almenning. Fyrst kom „jólagjöfin“ um hátíðarnar 1956. Nú koma „bjargráðin", er hafa í för með sér nær 800 millj. kr. nýjar álögur á þjóðina, álög- ur, sem bitna laugsamlega mest á alþýðu manna. Það er sannarlega engin furða þótt farið sé að kalla þetta frumvarp stjórnarinnar „HVÍTASUNNUHRETIÐ". íslenzka þjóðin hefur á liðnum öldum fátæktar og ófrelsins stað ið af sér mörg hret. Kalt veður- far, eldgos, frost og hretviðri hafa krafizt af henni þungra fórna. En þjóðin var farin að vona að tækni og uppbygging hinnar 20. aldar hefði skapað henni nokkurt öryggi um af- komu sína. Nú lítur hins vegar út fyrir það að nokkurra missera völd vinstri stjórnar ætli að leiða yfir hana efnahagslegt öngþveiti, sem á sér engan líka í sögu henn- ar sem sjálfstæðrar þjóðar. Þetta „Hvítasunnuhret“ vinstri stjórnarinnar á eftir að verða mörgu fólki þungt í skauti. Það á eftir að bitna lengi á íslenzkum bjargræðisvegum. Vandamál þeirra eru sífellt að verða torleyst ari, þess lengur sem vinstrl stjórnin fer með völd í landinu. heimilisins á Hörðuvöllum. Forstöðunefnd dagheimilisins hefur jafnan haft dvalargjöld barna svo lág, að ekki hafa þær tekjur hrokkið fyrir kostnaði. Til að vinna það upp, sem á hefur skort, hefur nefndin haft einn fjársöfnunardag á ári, Sá dagur verður að þessu sinni næstkomandi sunnudagur, 18. þ. m. Verður þá skemmtun í Bæjar- bíói á vegum nefndarinnar, með fjölbreyttri dagskrá, og margt fleira hafa þær konur til hátiða- brigða þann dag. Auk þess verða merki seld í bænum til styrktar þessu góða málefni. Berum það merki á sunnudag- inn kemur, allir Hafnfirðingar, og vottum með því góðu og göfugu málefni virðingu okkar og þakk- ir. —. Garðar Þorsteinsson. Það felur í sér hvorki meira né minna en 16,6% launalækkun sjó- manna. Það hefur verið talað um það á liðnu ári, að útborgun 35% launa sjómanna í erlendum gjald- eyri væru hlunnindi, sem þeir ættu að njóta af því að þeir væru Útilokaðir frá venjulegu heimilis- lífi og þetta Væri gert til að hæna menn til sjómennsku. Nú er ráð- ist á þessa stétt með 55% gjald- eyrisskattinum og rikir geysileg óánægja innan hennar, því að þannig eru laun hennar skert Ásgeir sagði að lokum að sjó- menn myndu „þakka“ fyrir kjara Herbragð Einars Olgei-rssonar Svo hræddir eru kommúnistar nú orðnir við uppgjöf stjórnar- innar í efnahagsmálunum að þeir hafa látið Einar Olgeirsson lýsa yfir andstöðu sinni við „bjarg- ráðin“. Hann stóð upp sl. mið- vikudagskvöld á Alþingi og lýsti því yfir að „Hvítasunnuhretið“ myndi leiða til hins versta ófarn- aðar, ekki sízt fyrir verkalýðinn í landinu, fólkið, sem vinstrl stjórnin sagðist ætla að vernda. Margir þykjast sjá, að þetta sé eintómur fláttskapur lijá Einari. Hann ætli sér ekki að greiða at- kvæði gegn frv. Gagnrýni hans á því sé aðeins til þess ætluð að friða þann hluta kommúnista- flokksins, sem er leiðastur á sam- starfinu við Framsókn og hrædd astur við fylgishrun kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar. Mun bráðlega fást úr því skorið, hvað Einar hyggst fyrir með and- stöðuyfirlýsingu sinni. Auðsætt er, að einhver urgur cr í stjórnarliðinu gagnvart skerðinguna, en hitt vildu þeir, „ .... . * * , . »Hvitasunnuhretinu“. Það finn- ekki þola að raðherra heiðraði þa „„ _ .. , „ r ur, að í raun og veru hefir það með því að segja ósatt um sam j gefizt upp fyrir efnahagsvanda- tök þeirra, eins og með ásökun- j málunum. Andúð og traustleysi um um pólitíska undirrót kjara- almennings þjarmar að vinstri baráttu þeirra. * stjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.