Morgunblaðið - 17.05.1958, Page 8
MORCUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 17. maí 1958
8
Hver er stefna stjórnarinnar
í efnahagsmálum?
Úr ræðu Ólafs Björnssonar á þingi i gær
Ólafur Björnsson tók fyrstur
til máls, er umræður hófust aftur
í gær um frumvarp ríkisstjórnar
innar um efnahagsmál. Ólafur
komst m.a. svo að orði:
Ábyrgur málflutningur
Forsætisráðherra ræddi um
það í gær, að nauðsynlegt væri
að ræða efnahagsmálin af alvöru
og ábyrgðartilfinningu. Ég get
tekið undir það, en vil jafnframt
minna á, að þeim leikreglum hef
ur ekki alltaf verið fylgt af nú-
verandi stjórnarflokkum. Óá-
byrgur málflutningur og ólýð-
ræðislegar bardagaaðferðir
sumra þeirra, er nú hossa sér í
ráðherrastólunum, er einmitt
meginorsök núverandi erfiðleika
á þessu sviði, og á-ég þar ekki
sízt við kommúnista.
Jafnvægi til 1955
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn
myndaði minnihlutastjórn haust-
ið 1949 ríkti öngþveiti í efnahags
málum þjóðarinnar. Flokkurinn
bar þá fram tillögur um alhliða
lausn þeirra og framkvæmdi þær
sxðan með Framsóknarflokknum!
Óviðráðanlegar og ófyrirsjáanleg
ar ástæður, einkum Kóreustríð-
ið, urðu þess valdandi, að ráð-
stafanirnar reyndust ekk'i full-
nægjandi. Því var það, að næsta
vetur var gripið til bátagjaldeyr-
isins.
Með þessu tókst um stund að
halda meira jafnvægi í efnahags-
málum landsins en verið hafði
allt frá árinu 1929. Vísitalan
breyttist t.d. ekki frá október
1952 þar til í maí 1955.
Stjórnarandstæðingar börðust
með hnúum og hnefum gegn ráð-
stöfununum 1950 og bátagjald-
eyrinum. Þeir töldu þessar ráð-
stafanir allsendis óþarfar og
kváðu sig geta leyst málin með
því að leita nýrra markaða,
auka útflutningsframleiðsluna og
leggja byrðar á breiðu bökin.
Hámark ábyrgðarleysisins var
verkfallið 1955, og slikt var þá
giftuleysi Alþýðuflokksins að
hann léði kommúnistum fylgi til
þess. Sú verðbólgualda, er fylgdi
í kjölfar verkfallsins, er undir-
staða vandamálanna, sem nú er
við að glíma. Sjálfstæðisflokkur-
inn ■ og Framsóknarflokkurinn
gátu ekki komið sér saman um
aðgerðir vegna þessara vanda-
mála, og því var efnt til kosninga
1956 og síðan mynduð núverandi
ríkisstjórn.
En ef til vill hefur versta af-
leiðing verkfallsins 1955 verið sú,
að menn fóru að ræða um verk-
föll sem tæki til að hafa áhrif á
þróun þjóðmálanna. Er það vissu-
lega hættulegt, ef framleiðslu-
stöðvun á að verða tæki í þjóð-
málabaráttunni en ekki aðeins
tæki í kjaradeilum stétta.
Störf núverandi stjórnar
Núverandi ríkisstjórn lét vísi-
tölubindinguna 1956 um haustið
verða sitt fyrsta verk, og stóð
síðan fyrir „jólagjöfinni" um
næstu áramót. Hún fól í sér hækk
aðar álögur á flestar innfluttar
vörur, aðrar en þær sem áhrif
höfðu á vísitöluna. Með þvi tókst
að halda henni niðri. Jólagjöfin
hefur reynzt algerlega ófullnægj
andi úrræði, og því eru tillögurn
ar í frumvarpinu, sem nú liggur
fyrir, fram komnar.
í sambandi við frumv. hlýtur
sú spurning að vakna, hvort til
séu aðrar ráðstafanir, sem valda
muni minni óþægindum í bráð
eða lengd. Áður en ég vík að því,
vildi ég benda á það, sem at-
huga þarf í þessu sambandi.
Fyrst þarf að gera sér grein
fyrir því, hve varanlegar ráð-
stafanirnar eiga að vera, en var-
anlegar ráðstafanir kosta jafnan
meira í fyrstu en bráðabirgðaúr-
ræði. í öðru lagi verða þeir, er
tillögur gera að hafa stefnu, vita
að hverju þeir etefna í.efnahags-
málum þjóðarinnar. Andstæðing
ar Sjálfstæðisflokksins halda því
stundum fram, að hann hafi enga
stefnu. Þar er að sjálfsögðu al-
rangt með farið, flokkurinn hef-
ur í þessum málum fastmótaða
stefnu, sem hefur verið óbreytt
Ólafur Björnsson
frá því að hann var stofnaður.
Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa
sem mest frjálsræði í viðskiptum
innanlands og utan á grundvelli
jafnréttis mismunandi rekstrar-
forma. En það er vissulega meiri
ástæða til að spyrja, hvort rík-
isstjórn sú, sem nú situr, hafi
sem heild nokkra stefnu í efna-
hagsmálunum.
Tvenns konar leiðir
Ég vík þá að þeim leiðum, sem
hugsanlegt er að fara.
Uppbótaleiðin svokallaða, sem
farin hefur verið að undanförnu,
kemur ekki til greina sem varan-
leg úrræði og þarf ég ekki að
rekja það frekar.
En hin hugsanlegu úrræði geta
stefnt í tvær áttir. í fyrsta lagi
eru þær leiðir, sem bent er á af
sósíalistum, það er að segja þjóð
nýting og áætlunarbúskapur. Ég
er vissulega andvígur þessum
leiðum og tel, að þær myndu
hafa í för með sér kjaraskerð-
ingu en hitt er rétt, að í þessu
er þó fólgin ákveðin stefna.
Aðrar leiðir miða að því að
skapa það sem nú er kallað jafn
vægi í efnahagsmálum, það m.a.
að hægt sé að hafa verzlun við
önnur lönd frjálsa án halla á við
skiptajöfnuði og skilyrði séu fyr-
ir framkvæmdum á grundvelli
einkaframtaks.
Jafnvægi má ná með ýmsum
leiðum. Áður hefur verið minnzt
á nokkur atriði í þessum um-'
ræðum. Fyrst að taka þurfi vísi-
tölukerfið núverandi til gagn-
gerðar endurskoðunar. Vísitala
í einhverri mynd þyrfti ef til vill
ekki að vera ósamrýmanleg jafn-
vægi, en núverandi vísitölufyrir
komulag er það. í þessu sam-
bandi vil ég minna á tillögu, er
ég flutti fyrr á þessu þingi um
endurskoðun á grundvelli vísitöl
unnar.
Þá hefur verið rætt um það að
fjárfestingin hafi verið of mikil
og að það þyrfti að kippa því í
lag. Það er vissulega gott, ef unnt
er að hafa mikla fjárfestingu, en
nauðsynlegt er að reynt sé’ að
afla fjár til hennar með heil-
brigðum hætti, þ.e. með auknum
sparnaði.
Til þess að ná jafnvægi þarf að
samræma innlent og erlent verð-
lag. Það hlýtur að vera öllum
ljóst, að gengi íslenzku krónunn-
ar er nú rangt skráð, en með
þessu er ekki sagt að því eigi að
breyta strax. Hafi mönnum ekki
verið þetta ljóst áður, hlýtur
þeim að vera það ljóst, eftir að
þetta frumvarp er komið fram,
þar sem nú eiga engar yfirfærsl-
ur að fara fram á skráðu gengi
nema í sambandi við skipti við
varnarliðið, sem ekki snerta al-
menning.
Hugsanlegar leiðir
Ég vík þá að þeim leiðum, sem
til greina koma. í fyrsta lagi, það
sem nefnt er venjulega gengis-
Iækkun. Á þeirri leið eru vissu-
lega margir og stórir annmarkar.
í öðru lagi kemur til greina að
skipta um mynt og gefa út nýja
og verðmeiri mynt en þá, sem nú
er. í því sambandi þarf að koma
til endurskipulagning verðlags-
ins í landinu, svo að það væri
meira í samræmi við markaðsað-
stæður. Þessari leið fylgja líka
margvíslegir örðugleikar, en hún
hefur þó verið farin í ýmsum
löndum og hlýtur að koma hér
tjl athugunar.
BJÖRN ÓLAFSSON tók til máls
á Alþingi í fyrrinótt, við 1 umr.
um efnahagsmálafrv. ríkisstjórn-
arinnar. Hann sagði m. a.:
Hvar erum við stödd?
Þegar núverandi ríkisstjórn
tók við völdum, sagði forsætis-
ráðherra, að efnahagskerfið væri
helsjúkt og þjóðin væri á eyði-
merkurgöngu, sem enda mundi í
ógöngum og þrengingum, ef þjóð-
in yrði ekki leidd út úr eyði-
mörkinni.
Hann bauðst til að verða leið-
sögumaðurinn og hann ætlaði að
leiða hana til gósenlandsins, án
þess að hún þyrfti að fórna til
þess nokkru af lífsgæðum sín-
um eða þægindum.
Síðan eru nú tvö ár.
Er furða þótt stjórnin sé nú
spurð, hvar erum við nú staddir
í eyðimörkinni?
Ef við leitum svars í þessu
frumvarpi stjórnarinnar, sem hér
liggur fyrir, munum við komast
að raun um, að stjórnin er nökk-
urn veginn á sama stað í eyði-
mörkinni og hún var, þegar hin
vonglaða ganga hennar hófst á
miðsumri fyrir tæpum tveimur
árum.
Þær ráðstafanir, sem nú er
verið að gera, ef frv. verður að
lögum er engin framtíðarlausn
á þeim vanda, sem atvinnulíf og
efnahagskerfi landsins er nú í.
Hér er aðeins tjaldað til einnar
nætur. Stjórnin hóf göngu sína
með stórum orðum og miklum
loforðum. Nú fleytir hún efna-
hagslífi landsins áfram til hausts-
ins með byltingu á efnahag og
skerðingu á kjörum. En enginn
veit hvað við tekur í haust. Menn
loka augunum og stinga höfðinu
í sandinn. Stjórnin sjálf lætur
hverjum degi nægjasínaþjáningu
— og þjóðin verður að taka við
sinni þjáningu.
Skortir samhug, þrek og skilning
Einn aðalfarartálmi stjórnar-
innar virðist vera sá annmarki,
að stjórnarflokkarnir hafa hvorki
haft samhug né þrek, til að horf-
ast í augu við þá staðreynd, að
verðbólgu-sjúkt þjóðfélag getur
ekki gert hvort tveggja í senn,
að draga saman seglin með minni
eyðslu — og halda tölulega við
óskertum lífskjörum fólksins.
Annar farartálminn er sá, að
ríkisstjórnin og flokkar hennar,
sem tekið hafa að sér að lækna
verðbólguna, virðist gera sér
heldur óljósa grein fyrir því
hvaða meðul eigi við sjúkdóm-
inn.
Lækning verðbólgunnar er
fyrst og fremst minni eyðsla.
Forsætisráðherra ræddi í gær
um það, sem hann nefndi jöfn-
unarleið, en mér skildist að þar
væri ekki um að ræða annað en
afbrigði gengislækkunar.
Það kann að vera hugsanlegt,
að gera gengisbreytingu í áföng-
um. Það sjónarmið kann að liggja
á bak við þetta frumvarp, en ég
játa, að ég hefi ekki krufið til
mergjar, hvernig þessu verður
við komið.
Hvaða leið á að fara?
Ég get ekki sagt nú, hvaða leið
sé heppilegast að fara, eins og sak
ir standa. Áður þurfa að liggja
fyrir margvíslegar upplýsingar
um ýmsa þætti, efnahagsmálanna
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ekki aðgang að. Kanna þarf,
hvernig leiðirnar koma við kjör
hinna ýmsu stétta o.s.frv. Og
ekki verður hjá því komizt, að
hafa stjórnmálaleg sjónsrmið í
huga.
Það frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar, sem nú liggur fyrir, mun
Minni eyðsla einstaklinganna.
Minni eyðsla hins opinbera. Verð-
bólgan hvetur til eyðslu og þess-
ir tveir óvinir heilbrigðs efna-
hagslífs, eyðslan og verðbólgan,
haldast venjulega í hendur og
þreyta kapphlaup hver við ann-
an.
En ríkisstjórnin ætlar sér að
framkvæma lækninguna, án þess
að hagga við eyðslu ríkisvalds-
ins, sem sífellt fer vaxandi. Til
þess að geta haldið við eyðslu
hins opinbera á öllum sviðum,
Björn Ólafsson
eyðsloi sem nú er orðin skefja-
laus, eru sifellt heimtaðir hærri
skattar og hærri gjöld af þjóð-
inni, til þess að ríkisvaldið þ’;rfi
ekki að gera hið sama og það
heimtar nú af hverjum einstakl-
ing, að draga úr eyðslunni, svo
að jöfnuður náist í viðskiptum
landsmanna við útlönd.
f þeim gífurlegu nýju álögum,
sem með frumvarpinu eru lagðar
á alla landsmenn, er ríkisvaldið
ekki að draga úr sínum kröfum.
Aðeins sú tollahækkun sem ríkis-
sjóður fær af hinum nýju gjöld-
um nema hvorki meira né minna
en 144 milljónum króna á ári.
Þetta kemur ekki fram i frum-
varpinu. Það leynist í hinum
flóknu ákvæðum, sem fáir geta
gert sér glögga grein fyrir nema
sérfræðingar, sem hafa aðgang að
öllum skýrslum og útreikningum.
Blekkjandi málflutningur
Það sem er einna mest áberandi
í afskiptum núverandi ríkisstjórn
ar og flokka hennar af því mikla
vandamáli, sem langvarandi verð
bólga hefir haft í för með sér,
er sú blekking, sem ætíð er höfð
í frammi.
Sósíalistaflokkarnir í ríkis-
stjórninni hafa jafnan róið að
því öllum árum, þangað til þeir
komust í ríkisstjórn að telja al-
leiða til stórfeildrar verðhækk-
unar og röskunar á aðstöðu at-
vinnuveganna. Það felur reynd-
ar í sér, að núverandi kerfi er
gert nokkru einfaldara og gæti
frá tæknilegu sjónarmiði verið
áfangi á leið til jafnvægis. En
hvort svo verður fer eftir því,
hvert núverandi stjórn vill
stefna í þessum málum og hvað
gerist á öðrum sviðum efnahags-
málanna. Mér heyrðist á forsæt-
isráðherra í gær, að hann teldi
gengislækkun vera það, sem
stefnt væri að, en sagði þó að
stéttaþing í haust ættu að á-
kveða, hvað ofan á yrði. Sjávar-
útvegsmálaráðherra ræddi líka
um þetta atriði, en hann virtist
vilja stefna í allt aðra átt og tal-
aði um að taka verðstöðvunar-
stefnuna upp aftur, er vísitalan
hefði náð að hækka um 14—17
stig. Virðist það þó vera sann-
gjörn krafa til þeirra, sem spyrja
um álit okkar Sjálfstæðismanna
á þessu frumvarpi, að þeir segi
það skýrt og greinilega, hvert
þeir vilja stefna með því.
að spara
menningi trú um, að rétta leiðin
út úr verðbólgunni, væri stöðugt
vaxandi kröfur um hærri laun.
Við vitum hvernig slíkar kröf-
ur verka þegar framleiðslan get-
ur ekki risið undir þeim. Kaup-
hækkanir eru sóttar aftur í vasa
almennings með nýjum sköttum.
Nú eru þeir menn, sem dyggi-
legast hafa unnið að því að brjóta
niður efnahagskerfi landsins að
prédika verðstöðvun.
Þessir sömu menn, sem 1955
brutu niður varnargarða, er stað-
ið höfðu óhaggaðir í 3 ár gegn
flóðbylgju dýrtiðarinnar, eru nú
að heimta þann skatt af almenn-
ingi, sem þeir sjálfir telja að
þúrfi nú að greiðast, til þess að
stöðva þá hættulegu öfugþróun,
sem þeir hafa sjálfir leyst úr
læðingi með áróðri sínum og
blekkingum.
Þegar svo ekki verður um flú-
ið vegna lífsafkomu þjóðarinnar
að snúast til varnar, er blekking-
unum haldið áfram með því að
telja þjóðinni trú um, að hún
þurfi engu að fórna til að koma
efnahagsmálum sínum á heil-
brigðan grundvöll.
Leiðin til farsællar efnahags-
samvinnu þjóðfélagsstéttanna er
ekki sú að blekkja þjóðina í aðal
vandamálum hennar.
Alþýða landsins, sem yfirleitt
er greind og öfgalaus, skilur það,
að atvinnuvegirnir verða að bera
sig fjárhagslega til þess að geta
starfað. Fólkið veit það, að ef
þeir bera sig ekki og ríkissjóður
verður að hlaupa undir bagga
með framleiðendum, þá eru pen-
ingarnir til þess sóttir til al-
mennings. Það er einnig vanda-
laust að fá fólk til að skilja, að
gjaldeyrir landsins verður að
vera skráður á rétt gengi ef út-
flutningsframleiðslan á að geta
starfað.
Gengislækkun og kjaraskerðing
Ekki þarf langan tíma til að
gera sér grein fyrir því, að uppi-
staðan í bjargráðum ríkisstjórn-
arinnar er gengislækkun, þótt
reynt sé með margþættum og
flóknum tillögum að dylja þessa
óhagganlegu staðreynd.
Gengislækkunin er költuð „yfir
færslugjald“ eða „innflutnings-
gjald“ til þess að þóknast komm-
únistum.
Með þessum flóknu gengisfell-
ingarráðstöfunum, sem ákveður
margs konar gengi, erum við að
setjast á bekk með þeim þjóðum
Suður-Ameríku, sem mesta
ringulreið hafa á fjármálum sín-
um og jafnan er bent á sem
klassiskt dæmi um það hvernig
þjóðir eigi ekki að haga fjármál-
um sínum.
Þetta ástand er ekki aðeins
auðmýking fyrir þjóðina. í aug-
Framh. á bls. 19
Ríkió sjálft verður
Ur rœðu Björns Olafssonar um
efnahagsmálin