Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. maí 1958 MORCnvm 4 ÐIÐ „Bjargráða"frumvarpið mun valda samdrœfti í atvinnulífinu STAKSTEIMAR Frá umræðum á Alþingi í gær A LAUGARDAGSMORGUN voru þingmenn, sem sæti eiga í neðri deild Alþingis, boðaðir á fund kl. 1.30 þá um daginn. Var þá haldið áfram 2. umræðu um efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar. Töluðu þá Ólafur Björnsson og Einar Olgeirsson f. h. 2. og 3. minnihluta fjárhags- nefndar deildarinnar. Efni frumvarpsins Óiafur Björnsson sagði m. a.: Kjarni þessa frumvarps er sá, að ákveðin er gengisfelling með því að lagt er á 55% yfirfærslugjald. I>ar sem það er ekki talið nægja til að standa undir útflutnings- uppbótum, niðurgreiðslum og til að jafna halla á fjárlögum, á að halda áfram að innheimta inn flutningsgjöld. Þótt 55% yfirfærslugjald sé meginreglan, er gerð undantekn- ing varðandi nokkrar yfirfærsl- ur og tekið af þeim 30% gjald. Þetta má telja, að jafngildi nið- urgreiðslum á vörum þeim, sem hér eiga hlut að máli, og að þvi er varðar yfirfærslur til náms- manna og sjúkra manna er um nokkurs konar styrktarstarfsemi að ræða. í frumvarpinu er síðan einnig gert ráð fyrir 5—7% kauphækk- unum. Ekki frambúðarlausn Nú vaknar sú spurning, hvort gengislækkun í þessari mynd með áframhaldandi uppbótakerfi, sé líkleg frambúðarlausn á efna- hagsvandamálunum. 1 greinargerð frumvarpsins virðist gert ráð fyrir, að hér sé aðeins um bráðabirgðalausn að ræða, en önnur sjónarmið hafa komið fram. M. a. hefur forsætis ■ ráðherra gefið í skyn, að frum- varpið sé áfangi í átt til einhvers betra og virðist þá eiga við gengis lækkun. Að athuguðu máli hlýt ég að telja að hagkvæmara sé að gera ekki ráðstafanir í efnahags- málum í áföngum. Slíkt getur orðið til að ýta undir ýmis ó • æskileg viðbrögð almennings. Yfirleitt verður ekki talið, að þetta frumvarp sé líklegt til að koma á jafnvægi í efnahagsmál- unum. í því sambandi má benda sérstaklega á, að vísitöluskrúfan fer af stað aftur, er vísitalan hef- ur hækkað meira en 9 stig. Vafasöm bráðabirgðalausn Það virðist því tvímælalaust. að hér er aðeins um bráðabirgða- úrræði að ræða, og ég hlýt að draga í efa, að það sé einu sinni bráðabirgðalausn. í því sambandi má benda á þær undirtektir, sem frumvarpið hefur fengið hjá stéttasamtökunum, en þær eru slíkar, að tæplega mun hafa orð- ið vart við jafnalmenna mótmæia öldu áður gegn efnahagsráðstöf- unum. Einnig verður að draga í efa, að frumvarpið verði til að skapa rekstrargrundvöll fyrir út- gerðina á næstu mánuðum, þar sem LÍÚ hefur sent Alþingi er- indi um nauðsyn frekari hækk- ana á uppbótum. Breytingatillögur Við Sjálfstæðismennirnir í fjárhagsnefnd höfum í nefndar- áliti gert grein fyrir afstöðu okk- ar að því er breytingatillögur snertir. Við höfum aðeins flutt tillögur um smærri atriði. Við leggjum við til, að ríkisstjórn- inni skuli veitt almenn heimild til að fella niður innflutnings- gjald af hráefnum til iðnaðar, ef hún telur það nauðsynlegt vegna afkomu einstakra iðngreina. Það er einnig till. okkar, að gjald af innlendum tollvörutegundum verði ekki innheimt með 150% heldur 100% álagi. Álagið er nú 80% og verður því vart trúað. að það sé tilætlunin að skapa samdrátt í iðnaðinum með gífur- legri hækkun. Sagt er, að álagið samkvæmt frumvarpinu sé mið- að við, að innlendar tollvöruteg- undir séu eins settar og vörur í hæsta gjaldaflokki innfluttra vara, en sú stefna á ekki við rök að styðjast. ★ Það ér skoðun Sjálfstæðis- manna að keppa beri að því að gera ráðstafanir í efnahagsmál- um, er duga til frambúðar. Eg gerði við 1. umræðu grein fyrir ýmsum leiðum, sem hugsanlegar eru, en á það hefur jafnframt verið margbent, að Sjálfstæðis- mönnum hefur verið meinaður að gangur að upplýsingum, sem nauðsynlegar eru til að gera sér grein fyrir, hver af hugsanlegum leiðum sé heppilegust. Kommúnískar kröfur án komm únískra úrræða Einar Olgeirsson: Tillögur um efnahagsmál, sem ekki gera ráð fyrir allsherjarskipulagningu þjóðarbúskaparins, fela ekki í sér neina lausn, ekki einu sinni bráðabirgðalausn. Auðvitað vill hver maður fá góðan mat, góð föt, húsgögn og íbúð með radíó- fóni og ísskáp. En það er óhugs- andi, að þjóðfélagið fái staðizt, ef allt efnahagslífið mótast af þess- um sjónarmiðum einstaklinganna, — ef ráðamennirnir sinna ekki þeirri skyldu sinni að sjá til þess, að framleiðslutækin gangi. Við höfum mörg dæmi þess frá síðari árum, hvernig ráðizt hefur verið í óhóflega fjárfestingu og eyðslu án þess að hugsað væri um að fá framleiðslutæki til að veiða fisk til að standa uadii henni. Fjárfestingin í landbúnaðinum hefur sl. 4 ár verið 814 millj. kr., en í sjávarútvegi 440 millj. kr., I útihúsin ein hefur verið lagt meira fé en í vinnsluver útvegs- ins. Þetta hlutfall er að sliga þj óðarbúskapinn. Menn eru farn- ir að gera kommúnískar kröfur til neyzlunnar án þess að nota kommúnísk úrræði við fram- leiðsluna. Lánaþörf útvegsins Aðaltiigangur þessa frumv. á að vera að tryggja rekstur sjávar útvegsins. L. f. Ú. hefur þó lýst því yfir, að hann muni stöðvast, ef írumvarpið verður samþykkt án pess að jafnframc >éu gerðar sérstakar ráðstafanir til að auka rekstrarlán. Stjórn seðlabankans kom á fund fjárhagsnefndar og þar var aðalbankastjórinn að því spurður, hvort útlán cil útvegsins yrðu aukin sem svaraði auknum rekstrarkostnaði Svarið rar nei- kvætt. Ég hef áður minnzt á það hér ó þinginu, hvert tjón getur orðið af rangri pólitík banka- stjóra, sem ekki vilja sveigja gerðir sínar til samræmis við meginstefnu ríkisstjórnar lands- ins. sjálfir byrðarnar. En hann yill | forðast þær hættur, sem felast í | vantrú á gildi peninganna. Þess vegna hefur hann látið í ljós efa- semdir og andúð á þessu frum- varpi. Og hið lakasta við það er. að það er ekki einu sinni bráða- birgðalausn heldur veldur það því, að enn verra verður að ráða við ástandið í haust. Því væri skynsamlegast að afgreiða pað með rökstuddri dagskrá. (Ræða Einars Olgeirssonar stóð nær 2 stundir. Vai henr.i ekki lokið, er fundi var frestað kl. 4 á laugardag og var síðasti hluti hennar fluttur í gær ) Afstaða Sjálfstæðismanna Björn Ólafsson: Síðasti ræðu- maður er formaður stærsta stuðn ingsflokks ríkisstjórnarinnar. — Hann flytur hér tillögu um rök studda dagskrá, sem myndi, ef samþykkt yrði, jafngilda van- trausti á ríkisstjórn þá, sem hann telur sig þó styðja. Slíkt er á- standið orðið á stjórnarheimilinu! — Við Sjálfstæðismennirnir í fjárhagsnefnd höfum ekki talið okkur fært að mæla með sam- þykkt efnahagsmálafrumv. ríkis- stjórnarinnar, til þess eru gailar þess of miklir. Frumv var undir- búið af stjórninni og efni þess haldið leyndu fyrir Sjálfstæðis- flokknum *ttil síðustu stundar. Þess hefur þó verið krafizt, að Sjálfstæðismenn legðu fram heild artillögur um þessi efni. Slíkt er móðgun við dómgreind þeirra, sem ætlað er að taka slíka kröfu alvarlega og jafnframt staðfest- ing á því, hve óraunhæf vinnu- brögð stjórnarflokkanna í þessu máli eru. Ef við fjáhagsnefndar- menn hefðum ætlað okkur að gera verulegar breytingartill. við frumv,, hefði orðið að gjörbylta því öllu. Við höfum því orðið að láta nægja að benda á misfellur þess, enda er hér um að ræða afkvæmi stjórnarinnar, sem hún verður að bera ábyrgð á. tekin í ákvæðisvinnu. Þá ræddi Björn Ólafsson nokk- uð um verzlunarálagninguna. Hann minnti á, að Kron, sem seldi vörur fyrir 42 millj. kr. á sl. ári, tapaði 1 millj. kr., þ. e. nær 2%% af sölunni, og telur stjórn félagsins, að það stafi af því, að hin leyfða álagning sé of lág. Ef reksturinn hefði verið heilbrigður hefði 2-—3% átt að renna í .sjóði félagsins, svo að telja má, að álagningin hafi verið alls 5% of lág. Vísa ber frumv. frá Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, fjallar ekki um þá tekju- öflun, sem fyrir lá í vetur, — hér er miklu lengra gengið. Ég tel, að vandamálin eigi að leysa með gjaldeyrisráðstöfunum og með því að þjóðnýta hluta af inn flutningsverzluninni, Og svo má ekki gleyma því, að ríkið má ekki bara heimta, að almenning ur spari, það verður sjólft áð ganga á undan með góðu újr- dæmi. Með þessu frumv. er gert ráð fyrir verðrýrnun peninga. Hér á Islandi hefur það ekki verið borg arastéttin heldur verkalýðuiinn sem hefur staðið gegn verðrýrnun peninganna. Hann lætur það að vísu ekki bitna á sér, ef einhver stjórn vanrækir þá skyldu að efla framleiðslutækin, heldur krefst þess með verkföllum, að þeir, sem ábyrgðina bera, beri Sjávarútvegurinn og verzlunin Björn Ólafsson vék þessu næst að einstökum atriðum varðandi frumvarpið. Hann benti á, að stjórninni og LÍU ber mikið á milli um nauðsynlegar uppbætur Og einnig, að ekki er í frumvarp- inu hugsað fyrir greiðslum vegna þeirrar verkunar á fiski frá vetr- arvertíðinni, sem fram fer eftir 14. maí. — Þá gagnrýndi Björn skattlagningu bankanna og benti á, hve óréttlátur söluskatturiun er gagnvart iðju og iðnaði. — Einnig kvað hann söluskattinn koma í veg fyrir, að verk væru Miklar verðhækkanir Ingólfur Jónsson: íslenzka þjóð in myndi fús að taka á sig byrðar til að koma atvinnulífi sínu á ör- uggan grundvöll. En það frumv., sem hér liggur fyrir, hefir aðeins í för með sér miklar verðhækkan ir og skapar vaxandi erfiðleika í atvinnulífinu. Ég nefndi ýmis dæmi þess við 1. umr. um málið og hef orðið fyrir aðkasti í sumum blöðum af þeim sökum. Þau hafa þó ekki getað afsannað mitt mál, enda er það óhrekjanlegt að nú standa fyrir dyrum miklar hækkanir á brýnustu nauðsynjum almenn- ings. Stjórnin ætlar að stuðla að kauphækkun, sem nemur 200 kr. á mánuði til þeirra, sem lægst laun hafa, en taka af hinum sömu 600 kr. á mánuði í hækkuðu vöru verði. Ekki offramleiðsla Iandbúnaðarvara Landbúnaðurinn mun verða fyrir mjög þungum búsifjum af þessu frumv. Það eru líka til menn, sem halda því fram, að nauðsynlegt sé, að framleiðsla hans dragist saman. Þó er það staðreynd, að í fyrra var mikið góðæri, og þó reýndist mjólkur- framleiðslan ekki nema 5,6% meiri en þörf var á. Virðist því sízt ástæða til að minnka fram- leiðsluna, og það er ranglát stefna, er miðar að því að rýra kjör bænda, knýja þá til að minnka þá framleiðslú, sem þeir hafa verið hvattir til að auka og gerir þeim ókleift að standa í skil um með þau lán, sem tekin hafa verið af því tilefni. Bændur virð- ast ekki eiga málsvara innan rík- isstjórnarinnar nú, sem vilja túlka málstað þeirra eins og stundum hefur verið gert áður. Minnkandi fjárfesting í útvegi í þessum umræðum hefur ver- ið um það rætt, að sjávarútveg- urinn sé undirstaða efnahagslifs- ins. Ég reyni ekki að rýra gildi hans, þótt ég minni á, að það er Framh. á bls. 19 „Afturgangar“ Vinstri stjórnin hefur nú öðlazt nýtt nafn meðal alls almennings. Ilún er kölluð „Afturgangan“. Þykir henni fara það nafn mjög vel. Stjórnarflokkarnir voru sjálfir búnir að tilkynna andlát stjórnarinnar. Alþýðublaðið ■ skýrði frá því sl. föstudag, að „sennilegt væri að ríkis- stjórnin myndi biðjast lausnar að loknum fundi sem hefst kl. 3 í dag“. En örlögin eru stundum spaug- söm. Það var einmitt upp úr kl. 3 á föstudaginn, sem líf tók að fær- ast í vinstri stjórnina að nýju. Þá gerðist það, að Guðmundur í. Guðmundsson utanrikisráð- herra gugnaði fyrir hótunum kommúnista og Framsóknar. Kommúnistar slógu einnig lítil- lega af. Um kl. 5 tók það svo að spyrjast að stjórnin væri a ð ganga aftur. Kl. sex var sú frétt staðfest að hún væri GENG- IN AFTUR. Upp úr því tók svo „Afturgángan11 að sjást á kreiki. Um þessar muiidir steudur ynr málverkasýning Sveins Björns- sonar í Listamannaskálanum. Hefur aðsókn verið mjög góð og nemur tala gestanna nú nær 500. Þá hefur Sveinn selt 21 mynd. Margar myndir hans eru frá sjónum, frá lífi og starfi sjómann anna, og er þetta ein þeirra. Óttinn við dóm fólksins Öllum íslendingum er ljóst, að það var ekki af málefnalegum ástæðum, sem vinstri stjórninni tókst að framlengja lífdaga sína. Það var aðeins ótti flokka hennar við dóm fólksins, sem rak hið tvístraða stjórnarlið saman að nýju. Stjórnarflokkarnir gerðu sér ljóst, að ef vinstri stjórnin klofnaði væru allar líkur til þess að afleiðingin yrði þingrof og al- mennar þingkosningar á kom- andi sumri. f slíkum kosningum hlytu stjórnarflokkarnir að fá harða dóma kjósenda fyrir úr- ræðaleysi sitt, svik og margvís- legan ræfildóm. Þennan dóm varð að flýja í lengstu lög, fannst stjórnarliðinu. Engu máli skipti þótt stjórnin ætti ekki lengur neina sameigin- lega stefnu og væri ffersamlega ófær að stjórna landinu Aðalat- riðið væri að blása lífsanda í hina dauðu vinstri stjórn og tryggja ráðherrum hennar nokkurra vikna eða mánaða setu til við- bótar í stólum sínum. Þetta er baksvið afturgöngu ríkisstjórnarinnar. Mun engum þykja það glæsilegt, ekki eínu sinni ráðherrum hennar. Óstarfhæf ríkisstjórn Allur almenningur á íslandi gerir sér það nú ljóst að vinstri stjórnin er ekki lengur ríkisstjórn í venjulegum skilningi. Hún er aðeins samsæri nokkurra manna, sem bundizt hafa samtökum um það að sitja rneðan sætt er, alveg án tillits til þess, hvort þeir eru faerir um að leysa nokkurn vanda, sem stjórn landsins ber á hverj- um tíma að Ieysa. ísland má því heita stjórnlaust Iand í dag, þrátt fyrir það þótt „Afturgangan" kalli sig ennþá ríkisstjórn og telji sig bæra um að koma fram i nafni þjóðarinnar. Enda þótt engum blandist hug- ur um það, að öll vandamál veröa flóknari og torleystari því leng- ur sem vinstri stjórnin situr verður hinu þó naumast neitað, að vel fer á því að hún fái tæki- færi til þess að koma „bjargváða- frumvarpi“ sínu gegnum Al- þingi. Hún fær þá jafnframt möguleika á því að framkvæma það og sanna þjóðinni nytsemi þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.