Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. maí 1958 MOTfCT'NnT 4fílh 11 Dr. Jóhannes BjÖrnsson: isksölumálin í Reykjavík ÞAÐ HEFUR að vísu áður verið skrifað nokkuð í dagblöðin hér um fiskskortinn í bænum. En það, sem ég hefi séð, virðist mér fremur hafa verið skrifað til pólitísks framdráttar ýmissa stjórnmálaflokka, en síður verið tilraun til að skýra ástæðurnar fyrir þessu fiskleysi eða ábend- ing til úrbóta þess. Ástæðurnar til þess, að ég, sem til þessa hef að mestu verið þögull um opinber mál, fer nú fram á ritvöllinn eru tvær: Önn- ur er sú, að mér gremst að geta ekki fengið góðan og ódýran fisk árið um kring handa heimili mínu, sem er fjölmennt. Hin er sú, að það hefur fallið í hlut minn sem sérfræðings í meltingarsjúk dómum, að ráðleggja meðborg- urum mínum um mataræði, en í því ætti nýr og góður fiskur að vera megin-uppistaðan. Það er staðreynd, að við ís- lendingar erum mesta fiskveiði- þjóð heims. Ennfremur að aðal- grunnmiðin liggja hér við Suð- vesturland, við bæjardyr höfuð- staðarins. Það mætti því ætla að á boðstólnum væri góður fisk- ur allt árið um kring. Það er þó langur vegur frá, að svo sé, því að mikinn hluta ársins fæst ekki annað en ann- ars flokks fiskur og frystur fiskur. Ef þetta væri nú eitthvert ó- umbreytanlegt náttúrulögmál, þýddi ekki um það að fást. En svo er málinu ekki varið. Ástæðan er ekki aflaleysi, heldur vísitölu- ófreskjan. Ég mun hér á eftir leiða rök að máli mínu, og til að gera það einfaldara, ræða aðeins um eina fisktegund, þá, sem að öllum jafnaði er mest eftirsótt, ýsuna. Það verð, sem útgerðarmenn fá fyrir hana er kr. 1,85 fyrir kílóið, miðað við fiskinn slægð- an, en með haus. (Það hefir reynzt erfitt að fá uppgefnar nákvæmar tölur. En þær tölur sem tilfærðar eru í þessum hug- leiðingum, eru þær nákvæmustu, sem ég hefi átt völ á. Hugsanleg- ar skekkjur eru ekki það miklar, að þær geti haft nokkur veru- leg áhrif á röksemdaleiðslur og niðurstöður. Heimildir mínar eru: Verðgæzluskrifstofan, Hagstofan, skrifstofa Útflutningssjóðs, skrif- stofa Fiskifélags íslands og skrif- stofa Framleiðsluráðs landbúnað aiins). Þetta er verð það, sem fiskiðjuverin greiða og ætlazt er til, að fisksalar greiði einnig. Nú fá fisksalar endurgreiddar kr. 0,46 frá því opinbera, og er því hið raunverulega verð til fisk- salans kr. 1,39. Rýrnun við af- hausun er um 20%, og er því kostn aðarverð ýsunnar í því ástandi kr. 1,70. Hámarksverð til neyt- enda er kr. 3,40. „Ágóðinn" er því kr. 1,70 á kílóið. Þetta kann í fljótu bragði að virðast allmikil álagning, eða 100%. Maður skyldi þó hafa í huga kostnaðinn við dreifingu vörunnar, svo sem hús- næði, bílkeyrslu, vinnulaun og umbúðir (jafnvel dagblöð utan um venjuleg innkaup, sem er eitt til tvö kíló, kosta um 20 aura). Þetta er sú minnsta álagning, sem fisksalar telja, að hægt sé að hafa, til þess að verzlunin geti borið sig, og sú álagning sem Verðgæzlan hefir samþykkt. Það koma ýms önnur atriði til greina, sem gera fisksölum erfitt um vik. Til dæmis er þáð, að fiskiðjuverin eru fús á að kaupa allan fiskinn af bátunum á hinu ákveðna verði, og er því oft erfitt fyrir fisksalana að fá útgerðar- mennina til að selja sér aðeins ýsuna. Þegar nóg berst af fiski til Reykjavíkur geta fisksalar þó oftast útvegað nóga ýsu handa viðskiptavinum sínum, en verða þó stundum að greiða nokkuð yfir hið lögákveðna verð. Það er aðallega þegar lítið berst af fiski til bæjarins, að vand ræðin byrja og húsmæðurnar fá að kenna á fiskleysinu. Verst er þetta frá því í byrjun júní og þangað til í október. Ástæðan til þessa fiskskorts er einfaldlega sú að þá aflast minna hér í fló- anum en á öðrum árstímum, og bátaeigendur telja að útgerðin borgi sig ekki, ef þeir fá ekki meira en kr. 1,85 fyrir kílóið af ýsunni. Fiskkaupmenn standast þá hvorki við að bjóða þeim veru lega hærra verð eða leggja í þann kostnað að fá fiskinn send- an annars staðar frá. Ég spurði Steingrím Magnússon í Fiskhöllinni, á hvaða leiðir hann gæti bent til að ráða fram úr þessu. „Ofur einfalt", sagði hann, „þá leið sem við fisksal- ar höfum margoft bent á, en hún er sú, að fá að hækka fisk- inn um ca. 1,00 kr. kílóið nokk- urn hluta ársins. Ef við fengjum það, gætum við boðið bátunum hér frá Reykjavík hærra verð. Þá mundu þeir róa. Við gætum fengið Akranesbáta til að leggja krók á leið sína og leggja aflann upp hér. Við gætum fengið flutt- an fisk frá Snæfellsnesi fyrir 1,00 kr. kg.". Ég hefi fengið þær upplýs- ingar frá Flugfélagí íslands, að flutningskostnaður frá Vest- mannaeyjum sé kr. 0,70 til kr. 1,00, og frá Sauðárkróki kr. 1,25 til kr. 1,50 fyrir hvert kg., eftir flutningsmagni. Þegar fisksalar ekki geta feng- ið nýjan fisk á því verði, að þeir standist við ai selja hann á hinu lögákveðna hámarksverði, neyðast þeir til að kaupa fiskflök frá frystihúsunnum, sem þegar hafa verið pökkuð og fryst til út- flutnings. Þau mega þeir selja á kr. 12.00 kílóið. Það lætur nærri, að um helmingur af slægðri og hausaðri ýsu sé úrgangur og svara því hver 2 kíló af henni til eins kílós af flökum að fæðumagni. Ef fisksölum leyfist að hækka kílóið um eina krónu um fiskleys- istímabilið, gæti meðal-fjölskylda fengið tvö kíló af ýsu á kr. 8,80, en verður nú að borga kr. 12.00 fyrir tilsvarandi magn af flökum. Ég læt hér órætt um saman- burð á gæðum. Finnst ykkur ekki, samborgar- ar góðir, að þetta sé viturleg ráð- stöfun hjá verðlagsyfirvöldun- um? Það ákvæði gildir um heim- sendingu á fiski, að ekki má taka meira en kr. 0,75 á allt að 5 kíló, og kr. 0,20 á hvert kíló, sem þar er fram yfir. Allir heilvita menn sjá að heimsending fyrir þessa upphæð er óframkvæman- leg. Þær húsmæður, sem búa langt frá fisksala, eða í þeim hverfum þar sem fisksalinn er miður útsjónarsamur eiga því í stökustu vandræðum með að ná sér í soðningu. Heimsendingar- kostnaður kemur vísitölunni ekki við. Þetta bann verðlagsyfirvald- anna á heimsendingu fisks er því algjörlega út í hött og óþolandi íhlutun í frjálsræði borgaranna. Undirrót þessara fiskleysis- vandræða er ótti valdhafanna við hækkaða vísitölu, ef fiskverð hækkar til neytenda. En það er vandséð, á meðan við búum við okkar sérkennilega hagkerfi, hvers vegna ekki má greiða fiskkílóið til neytenda nið ur meira en um kr. 0,46 nokkurn hluta ársins, á meðan kílóið af kindakjöti er greitt niður um kr. 4,46, smjörkilóið um kr. 8,66 til kr. 27,46 og kartöflukílóið um kr. 1,80. Samkvæmt áætlun Hagstofunn ar munu íslendingar á árinu 1958 neyta um 14,460 tonna af nýjum fiski, slægðum og hausuðum. Nið urgreiðslur á þetta magn verða um 2,4 millj. Á sama tíma er áætlað að landsmenn muni neyta um 5,500 tonna af kindakjöti og að niðurgreiðslur á þessu magni verði ,um 25 rmlljónir króna. Það virðist hér markvíst vera unnið að því að auka neyzlu landsmanna á kjöti á kostnað fisk neyzlunnar. Þetta mál hefur enn alvarlegri hlið en þá, sem snýr að hinni þjóðhagslegu hringavitleysu. — Rannsóknir hafa leitt í ljós, að mettuð feiti er ein megin orsök æðakölkunar, þar á meðal Lúðrasveit Tomistarskóla isaf jarðar. TónlistarskóHnn á ísafiroi 10 ára kransæðastíflu, sem mjög fer I vöxt. Mettaða feiti er fyrst og fremst að finna í landdýrum og afurðum þeirra, en lagardýra- feiti er að mestu ómettuð. Ég ætla mér ekki þá dul að færa fram tillögur um breytingu á hagkerfi þjóðarinnar. Þar er víst við ramman reip a"S draga. En mér finnst auðsýnt að bæjar- búar geti ekki sætt sig öllu leng- ur við þetta ástand. Það er alkunna, að á sumr- in fæst oft lítið af „vísi- tólukartöflum", "en nóg af dýr- ari kartöflum og eru þær ekki látnar hafa áhrif á vísitöluna. Vegna hvers getur ríkisstjórn- in ekki á sama hátt laumað nokkr um „vísitöluþorskum" í fiskbúð- irnar á þessum fiskleysistímabil- um og lofað svo fisksölunum að leggja þessa auka-krónu á annan fisk. Eða væri það í raun og veru ekki skynsamlegra að hafa alveg frjálsa verzlun með fisk, það myndi áreiðanlega skapa þá samkeppni, sem héldi fiskverðinu hæfilega niðri. Þannig er þetta í öðrum löndum, að markaðsverðið ákveðst af framboðinu. Þá fyrst yrði mannsæmandi háttur á þess- um málum hér í bæ og opnaðar yrðu nýjar verzlanir í þessari grein, sem væru sambærilegar við aðrar verzlanir. Þetta er menningaratriði. Það er hreinn Molbúaháttur, að hér í höfuð- staðnum, þar sem úir og grúir af smekklegum kjötverzlunum, ný- lenduvöruverzlunum og vefnaða- vöruverzlunum, skuli verðlags- yfirvöldin dæma fisksala og neyt enda til að verzla í óhrjálegum og jafnvel subbulegum kompum og skúrum. Þeir sem eitthvað hafa litið í kringum sig erlendis geta sjálfir dæmt um, að fisk- verzlanir þurfa ekki að vera eins og þær eru hér í bæ. Það er af lítilli bjartsýni, að ég skrifa þessa grein. Almenn- ingsálit í landinu er fyrir löngu orð'ið sljótt fyrir almenn- um sannindum og réttsýni. Það myndi því satt að segja undra mig og gleðja í senn, ef greinin bæri einhvern árangur. Ég tel, að sá, sem fyrst og fremst getur bætt hér um, sé ráðherra sá, sem með verðgæzlu fer. Ef hann ekki getur eða vill, aru það borg- arbúar sjálfir, sem verða að halda kröfum sínum fast fram, og sé ég ekki betur en að hér sé verk- efni fyrir Neytendafélagið. ÍSAFIRÐI, 24. maí. — Nú í þess- um mánuði lýkur Tónlistarskóli Ísafjarðar 10. starfsári sínu. Skól- inn var stofnaður árið 1948 af Tónlistarfélagi Ísafjarðar og UVk til starfa þá um haustið. Sá, sem var aðalhvatamaður að stofnun skólans var Jónas Tómasson, tón- skáld, en Ragnar H. Ragnar hefir verið skólastjóri frá upphafi. ^inn bezti píanóleikari skólans Píanónemendur Tónlistarskóla ísafjarðar. Góðhestasýsiing AKUREYRI, 27. maí — f gær efndi hestamannafélagið hér til kappreiða á skeiðvelli félagsins á bökkum Eyjafjarðarár. Enn fremur var góðhestasýning, og voru sýndir alls 22 hestar. Góð- hestasýningin var tvískipt, ann- ars vegar alhliða góðhestar og hins vegar klárhestar með tölti. í alhliðakeppninni sigraði Sval ur, steingrár, 7 vetra, eigandi Björn Jónsson, en í klárhesta- keppninni sigraði Jarpur, 8 vetra, eigandi Árni Magnússon. Hlutu þessir hestar báðir bikara að Iaunum. Auk þessa voru kapp- reiðar, og var keppt í folahlaupi, 300 og 350 m stökki og 250 m skeiði. Tóku 23 hestar þátt i kappreiðunum. Mikið fjölmenni var á skeið- vellinum, enda var veður með af- brigðum gott. —vig. Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Segja má, að skólinn hafi ver- ið til mikils menningarauka fyr- ir Isafjörð og lyftistöng í tónlist- arlífi bæjarins. Aðsókn hefir ávallt verið mikil og er vaxandi. Auk skólastjórans, Ragnars H. Ragnar, hafa þessir kennarar kennt við skólann: Jónas Tómas- son, Elísabet Kristjánsdóttir, Guð mundur Árnason og Harrý Herluf sen. Þá hefir Hjörtur Jónsson kennt í vetur við blokkflautunám- skeið skólans. í tilefni af 10 ára afmælinu heldur skólinn hljómleika miðviku daginn 28. og fimmtudaginn 29. þ.m. með f jölbreyttri efnisskrá. Þar koma fram píanóleikarar, organleikari og hljóðfæraleikarar á blásturshljóðfæri í einleik og samleik. Barnasöngflokkur skól- ans syngur undir stjórn Jónasar Tómassonar. Blokkflautuflokkur leikur. Ennfremur leikur lúðra- sveit skólans undir stjórn Harry Herlufsen. Skólanum verður slitið laugar- daginn 31. þ.m. — Guðjón Blokkflautunámskeið Tónlistarskóla Ísafjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.