Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 6
0 MORCUTSBL 4 ÐIÐ Miðvikudagur 28. maí 1958 77/ minningar um Magdalenu Schram Frá hátíðasamkomu KFUM og K í salarkynnum félaganna. A myndinni sést nokkur hluti gesta. Ljósm.: Vigfús Auðunsson, bifreiðastjóri. A níræðisafmæli Sr. Friðriks sást vel, hvílíkum vinsældum hinn aldni trúarleiðtogi á að fagna Afmælisbarnið fékk m.a. skeyti úr háloftum og yfir 1500 vinala. MAGDALENA Sigríður Arna- dóttir Schram er látin á níunda tug ævi sinnar. Hún andaðist á Landakotsspítala að kvöldi þess 22. þ. m. Af ævilöngum kynnum mínum af þessari merkiskonu og heimili hennar, langar mig að stinga niður penna og minnast hennar með fáum orðum. Magdalena fæddist á Possi í Staðarsveit þann 19. júlí 1874 og vantaði því ekki nema tvo mán- uði upp á 84. aldursárið. Hún var næstelzt fjögurra systkina. E'zt þeirra var Margrét, sem fluttist til Ameríku um aldamótin og býr þar ennþá í hárri elli. Yrgri systkini hennar voru Gestur, prentari, sem er enn á lífi og Guðrún Elísabet, sem dó ung. Foreldrar þeirra systkina /oru þau Arni Hannesson, Árnasonar apótekara í Stykkishólmi og Mar_ grét Gestsdóttir. Jónssonar bórida á Varmalæk í Borgarfirði. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau Árni og Margrét á Snæfellsnesi og þar fæddust öll börnin. Fátækt og basl var mikið á heimili foreldr- anna. enda var Árni mjög heiisu- tæpur og þoldi illa að stunda bú- skap og mun það hafa ráðið mestu að þau fluttust til Reykja- víkur með börnin, árið 1883, og var þá Magdalena 8 ára. Alla tíð síðan hefir hún haldið tryggð við Reykjavík. Hvítasunnan. VÍTASUNNAN er vafa- laust sú af hinum þremur árlegu stórhátíðum kirkjunnar, sem minnst helgi fylgir í hugum alls almennings. Hún er arfleifð frá trúarbrögðum Gyðinga eins og páskarnir og hafði maðal þeirra tvíþætt eðli: hún var bæði uppskeruhátíð og jafnframt hátíð til að minnast þess, er Guð gaf Gyðingum lögmálið á Sínaífjalli. Við höldum hvitasunnu til að minnast þess atburðar, er 2. kapítuli Postulasögunnar greinir frá: „Og er nú var kominn hvítasunnudaguzinn, voru þeir allir saman komnii í einum s'.vð; og skyndilega varð gnýr af himni, eins og aðdynjandi sterkviðris og fyllti allt húsið, sem þeir sá‘u í; og þeim birtusx tungur, ei is og af eldi væru, er kvísluðust g settusi á einn og sérhvern þeirra; og þeir urðu allir fullir af heil- ögum anda og tóku að tala öt-- um tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla“. Hvítasunnan er því naldin til að minnast pess ac heilagur andi kom yfir læri- sveinana og þess jafnframt að þetta varð upphaf kristinnar kirkju. Séra Friðrik níræður. Ú á hvítasunnunni átti séra Friðrik Friðriksson í K F'.U. M. níræðisafmæli.Hann hefir sem Eftir að Árni fluttist til Reykja- víkur stundaði hann skriftir og fræðimennsku. enda hafðj hann sérlega faliega rithönd og var fróðleiksfús. Fátæktin hamlaði honum að ganga þá braut í lífinu, sem hann hefði helzt kosið. Hann var töluvert þekntur maður í Reykjavík um og eftir aldamótin, og muna margir eldri Reykvík- ingar eftir honum. Að Magdalenu standa góðar og traustar ættir í báða liði. Árið 1895 giftist Magdalena eftirlifandi manni sínum EUert Kr. Schram og eignuðust þau fimm mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Ellert var lengst af skipstjóri á skútum og var því löngum fjarvistum frá heimilinu. Þá hefir reynt á stjórnsemi kon- unnar og ber víst öllum saman um það, að heimilisskútunni hafi verið stýrt með mikilli prýði. Hjónaband þeirra Ellerts og Magdalenu var sérstaklega gott og til fyrirmyndar á allan veg. Þau voru glæsíleg hjón og vöktu athygli þar sem þau fóru og fljótt fann maður hve hugir þeirra voru samstilltir: Af tveggja sálna sælu er sál hvers engils giödd — en heimsbörn, sem himin gleðja til hæðanna verða kvödd Meðan börnin voru enn í föður- garði. var mikill samgangui og vinátta milli heimila foreldra minna og þeirra og á ég margar ljúfar endurminningar frá þeim dögum. Að fara á Stýrimanna- stiginn var fyrir mig sem eins konar tyllidagur; þangað var allt af gott að koma. Meðan veikindi ríktu á heimili mínu tók hún mig ungan og sjúkan til fósturs í lengri tíma og gaf Magdalena móður minni í skyn, að nún þyrfti ekki að hafa áhyggjur aí framtíð minni. Fyrir petta dreng- skaparbragð og síðari kynni mín af henni, mun ég lengj geyma minningu hennar. Ellert, sem lifir konu sína í nárri elli, á nú um sárt að binda og sendi ég honum samúðar- kveðjur. Þó er það gleðilegt að á minningu góðrar og göfugrar konu slær engum dókkumskugga. Minningin um Magdaienu er björt og hrein. Árni Gestsson. kunnugt er komið mjög við sögu æskulýðsstarfs hér á landi, og reyndar einnig í Danmörku og Vesturálfu, síðan fyrir aldamót Hann stofnaði Kristilegt félag ungra manna og Kristilegt *élag ungra kvenna á íslandi og beitti sér síðan fyrir því, að innan p -ss var tekin upp ýmis starfsemi, sem síðan hefur þróazt sjálfstætt og haft — eins og K. F. U M. sjálft — mikil áhrif. Þannig hét karlakórinn Fóstbræður uppt.af- lega Karlakór K.F.U.M., kriatt spyrnufélagið Valur rekur uo •- runa sinn til K.F.U.M. og hið sama gerir skátahreyfingin á ís- landi að nokkru leyti, því að séra Friðrik st^fnaði á vegum K. F. U. M. félagið Væringja sem skipulagt var með hliðsjón af reglum skáta og séra Friðrik EINS og skýrt var frá í blöðúm og útvarpi, varð sr. Friðrik Frið- riksson níræður á hvítasunnudag. 1 tilefni afmælisins var „opið hús“ í KFUM og K milli kl. 3 og 5 síðdegis. Komu milli 200 og 300 gestir í heimsókn, þ. á. m. for- seti íslands sem kom kl. 1,30, for- sætisráðherra og félagsmáiaráð- herra. Sr. Friðrik fékk fjölmargar á- gætar gjafir á afmælisdaginn. KFUM og K tilkynntu, að félög- in hefðu gefið kr. 10 þús. til Gideon-félagsins, sem hefur það ágæta hlutverk að útbýta Nýja- testamentum til ailra íslenzkra barna í 12 ára bekkjum. Sr. Frið- rik er heiðursfélagi í G:4eon og hefur látið sér mjög annt um starfsemi þess. — Þá var tilkynnt, að knattspyrnufélagið Valur myndi setja upp brjóstmynd af stjórnaði ásamt Axel Tulinius, sem síðar varð skátahöfðirgi. Séra Friðrik hefur því unnið mikið starf á vettvangi félags- mála, og margir hafa haft og munu í framtíðinni hafa mikið gagn af þátttöku í þeim sam- .ökum, sem ha"n hefur beitt sér fyrir. En ég hygg, að margir geti sagi, að þeim hafi ekki síður ver- ið það ánægjuefni, að þeir áttu þess kost að kynnast séra Fnð.rikí sjálfum. Hann hefur um áratugi verið hinn glaði en öruggi vinur fjölda drengja á öllum aldri, og enn í dag leggja margir leið sina niður í K.F.U.M., þar sem sera Friðrik situr í stóli sinum innar um bækur og vindlakassa, og ræðir við gesti og gangandi um Hóras, Njál, stúdentalífið í Kaup mannahöfn um aldamótin eða starfið að kristindómsmálum. Séra Friðrik þekkir alla — hann hlýtur að vera einhver mesti mannþekkjari, sem uppi hefur verið á íslandi — man allt, sem vinir hans hafa áður sagt hon- um af eigin högum og hann kann alltaf eitthvað uppbyggilegt 'g skemmtilegt til að segja þeim. Hann má með sanni kallast sjald- gæfur maður glaður í trú sinni og íágaður af löngum ky.mum af klassiskum menaingararflerfð um, íslenzkri sögu eg furðu'ega víðtækri þekkingu á hinu flókna menningarlífi nútímans. honum á félagssvæði sínu, Hlíð- arenda, en eins og kunnug't er, var sr. Friðrik stofnandi félags- ins. Þá tilkynntu Skógarmenn einnig, að þeir mundu reisa hon- um brjóstmynd í Vatnaskógi. Þá fékk hann yfir 1500 vindla og munu þeir væntanlega endast hon- ur.i næstu sex mánuði. Loks fékk Sr. Friðrik með Guðbrandsbiblíu hann mörg hundruð skeyti og bréf, frá möl-gum löndum. Sum bréfin eru mjög lör.g og' í þeim eru rifjaðar upp gamlar minn- ingar. Sum skeytin eru einkar skemmtileg, eins og það sem undirritað var „Strákarnir á Sól- faxa í 9000 feta hæð“ og litlu síð- ar kom annað sem var undirritað „Strákarnir á Gullfaxa í 20 þús. feta iiseð yfir Færeyjum“. Um kvöldið héldu KFUM og K hátíðasamkomu í húsakynnum fé- laganna sr. Friðriki til heiðurs. Á samkomunni voru á 6. hundrað manns, og voru menntamálaráð- herra og biskup Islands meðal gesta. Samkoman hófst með því, að sr. Bjarni Jónsson formaður KFUM hélt ræðu og talaði til aímælisbarnsins. Þá flutti biskup- inn stutt ávarp til sr. Friðriks og gat þess, að hans yrði alltaf minnzt sem eins merkasta manns í xirkjusögu landsins. Tilkynnti biskup, að stjórn Hins íslenzka biblíufélags hefði kjörið hann heið ursfélaga sinn og afhenti honum Guðbrandsbiblíu að gjöf. Sr. Frið rik þakkaði og gat þess m.a., að það hefði alltaf verið draumur sinn að eignast þessa bók, en hann hefði þó aldrei þorað að vona, að svo yrði. En nú er draum urinn orðinn að veruleika, bætti hann við. Síðan ávarpaði mennta- málaráðherra afmælisbarnið og loks talaði sr. Friðrik til sam- komugesta. Hann drap á nokkur atriði í lífi sínu og handleiðslu guðs. Stjórnandi samkomunnar, Guðlaugur Þorláksson gat þess að lokum, að sr. Friðrik vildi taka í hönd allra samkomugesta, um leið og þeir gengu út. — Þess má geta, að milli ræðuhalda yoru sungnir sálmar, m.a. eftir sr. Frið rik, einnig söng blandaður kór Fóstbræðra undir stjórn Ragnars Björnssonar og Kristinn Hallsson söng einsöng. Upp úr kl. 8 um kvöldið kom Lúðrasveit drengja í heimsókn og lék sr. Friðriki til heiðurs fyrir utan KFUM og K- húsið. Stjórrrandi var Karl O. Runólfsson. Lúðrasveitin lék til kl. 8,30, en þá ávarpaði afmælis- barnið drengina og flutti þeim þakkir. — Samkoman fór hið bezta fram og sýndi, hvílíkum vin sældum hinn aldni trúarleiðtogi á að fagna með þjóð sinni. Sr. Friðrik Friðriksson var glað ur og reifur að venju og lék á als oddi. Hann er sem kunnugt er mjög ern. *éra Friðriks sjóður HAFNARFIRÐI. — í tilefni af níræðisafmæli séra Friðriks Frið rikssonar, skal þess getið, að tek- ið verður á móti framlögum x „séra Friðriks sjóð“ næstu daga, og geta menn þannig, heiðrað hinn aldna æskulýðsleiðtoga á þessum tímamótum í ævi hans. Sjóðurinn var upphaflega stofn- aður á 70 ára afmæli séra Friðriks, en honum er ætlað það hlutverk að halda áfram starfi hans hér í Hafnarfirði. Jóel Ingvarsson veitir framlögum móttöku. Geta má þess, að í byrjun júní verður farið með drengi í Kaldár sel til 4 vikna dvalar, og eru upp- lýsingar veittar í síma 50630. Hef ir verið farið með drengi þangað til dvalar undanfarin sumur, og þátttaka ætíð verið mikil. Að þessu sinni verður dvalizt þar frá 5. júní til 3. júlí. — G.E. sÞrifar ur daglega lifinuJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.