Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLADIÐ Miðvikudagur 28. maí 1958 Elísabet Sigurðardóftir prófastsfrú frá Stórahrauni F. 22. febr. 1877 D. 22. maí 1958. —- HÚN var kvenna fríðust og einn beztur kvenkostur héraðsins. sakir ættgöfgi og glæsimennsku. Slíkur var dómur sveitung- anna um Elísabetu Sigurðardótt- ur fyrir rúmum sextíu árum, er hún var ung heimasæta í Syðra- Skógarnesi, og hefur hann vissu- lega ásannazt — að því viðbættu. að nú þegar ævidagur hennar er á enda runninn, vottar samferða- fólk hennar, að hún hafi einnig verið ein göfugust kvenna og beztum eðliskostum búin, þeirra, er það hefur kynnzt á lífsleið innL Frú Elísabet var fædd 22. febr 1877 að Fáskrúðarbakka í Mikla- holtshreppi, og var því liðlega 81 árs er hún lézt, en hún andaðist í Landsspítalanum 22. þ. m. eftir skamma legu. — Foreldrar Elísa- betar voru Sigurður Kristjáns- son og Guðríður Magnúsdóttir er lengst af bjuggu í Syðra-Skógar- nesi, en þangað fluttust þau er Elísabet var barn að aldri. Voru þau mikilsmetin hjón, komin af merkum ættum vestra, en amma Elísabetar var Kristín í Skógar- nesi, er séra Arm Þórarinsson segir frá í ævisögu sinni, og voru Kristín og Þorleifur í Bjarnar- höfn bræðrabörn Elisabet var elzt fimm systkina, sem til fullorðinsára komust, og eru þrjú þeirra eftir á lífi, en annar bróðirinn, Þorleifur hreppstjóri frá Þverá, andaðist fyrir réttum tveim mánuðum. Elísabet ólst upp í foreldrahús- um í Syðra-Skógarnesi, þar til hún giftist 4. maí 1894, séra Arna Þórarinssyni, sem þá var orðinn prestur í Miklaholtsprestakalli fyrir átta árum. Þau reistu fyrst bú í Miklaholti og bjuggu þav og í Skógarnesi fyrstu búskapar- árin eða til 1903 er þau fluttu að Ytri-Rauðamel í Eyjarhreppi. Þar bjuggu þau í fjögur ár, en fluttu að Stórahrauni í Kolbeins- staðarhreppi árið 1907 og bjuggu þar upp frá því til 1934, er séra Arni lét af prestskap fyrir ald urssakir, eftir 48 ara prestsþjón- ustu, og fluttust til Reykjavíkur. Prófastshjónin bjuggu því í öll- um hreppum prestakallsins, en voru þó oftast kennd við Stóra- hraun, þar sem starfsdagur þeirra var lengstur. Snemma á búskaparárum sín- um á Stórahrauni létu þau reisa þar stórt og myndarlegt íbúðar- hús úr steinsteypu, en slíkar byggingar voru fátíðar á þeim árum til sveita. Var jafnan mikill myndarbragur á heimili þeirra, rausn og umsvif. Heimilið var alla tíð fjölmennt og gestakoma mikil, enda var sem gestir löðuð- ust að prestsheimilinu; bar þar bæði til, að húsfaðirinn var allra manna ræðnastur, fróðastur og skemmtilegastur í orðræðum, svo og hitt, að húsfreyjan kunni lag á því, að láta öllum líða vel er í návist hennar voru, og var þá aldrei farið í manngreinarálit. Frú Elísabet hafði ekki lengi setið í húsmóðursæti á prests- heimilinu er hún ávann sér vin- sældir og virðingu sóknarbarn- anna. 1 því tilliti þurfti ekki fjar- lægð til að gera fjöllin blá. — Hún var vaxin upp úr jarðvegi sveitarinnar, alin upp meðal fólksins, sem átti þar heima; var bóndadóttir eins og flestar hús- mæður héraðsins — en var þó í huga fólksins sem tigin og glæst fyrirkona, sem allir litu upp til. Og þetta var ekki fyrir það að hún var prestkonan — heldur sakir persónuleika hennar og eðl- iskosta. Ég minnist þess ekki frá uppvaxtarárum mínum, að nokk- ur önnur kona í sveitinni væri í daglegu tali nefnd frúin. Þeita var ekki af neinni fordild eða höfðingjadýrkun, heldur hafði frú Elísabet áunnið sér þá virð- ingu meðal sveitunganna, að þessi titill festist við hana eins og af sjálfu sér. Þegar rætt var um frúna, var enginn í vafa um við bverja var átt. Um fjörutíu ára skeið stjórnaði frú Elísabet stóru og fjölmennu heimili, en þrátt fyrir eril og önn dagsins, varðveitti hún jafn- an glaðværðina og hið Ijúfa við- mót, og aldrei var hún svo vant við iátin umfangsmikil bústörf, að hún gæfi sér ekki tíma til að sinna gestum og gangandi, því að engan bar þar svo að garði að hann yrði ekki að fá góðgerðir. Frú Elísabet var í senn rausnar- kona, sköruleg og stjórnsöm hús- móðir og mild og kærleiksrík kona og móðir. Hjúum sínum var hún einlægur vinur og ráðgjafi, enda varð henni vel til hjúa; þau voru engar hornrekur á heimil- inu, heldur sem hluti af f jölskyld- unni og dvöldust sum þeirra hjá prófastshjónunum fram á elliár og nutu umhyggju þeirra og barna þeirra eftir að starfsþrótt- urinn var þorrinn. Sambúð prófastshjónanna á Stórahrauni var jafnan ástrík, og gagnkvæmt traust og virðing var ríkjandi milli þeirra. Frú Elísabet var einlæg trúkona og áttu þau Hellu-handfæravindur RKYNAST BKZT Söluumboð: Verzlun O. Ellingsen hf. Capri-skórnir sýna tízkulih sumarsins Lagið, hælarnir og miúkuf tákappi sýna ítölsk áhrif Skoðið Capri Reynið Capri hjónin því samstöðu einnig á því sviði. Það var starf séra Árna að prédika úti á meðal fólksins, en prófastsfrúin var einnig predik- ari á sina vísu: hennar predikun var fólgin í verkum hennar, sem unnin voru í trú og kærleika, og einlægum bænum, er stigu fram úr hljóðum huga og hlýju hjarta. Sterkustu einkennin I fari frú Elísabetar voru ljúflyndi hennar, glaðværð og hjartahlýjan. Komu þessir eðlisþættir hennar ekki sízt fram í viðskiptum hennar við börn og þá sem minnimáttar voru, eða áttu í bágindum. Hand- tak hennar, röddin, brosið og blik hrúnu augnanna — allt vitnaði þetta um ylríka hjartalagið. Hún var og mikill dýravinur, og áttu allir málleysingjar sannan vin þar sem hún var. Einkanlega voru hestar henni hjartfólgnir og átti hún sjálf tíðum góða reið- skjóta. Síðastur þeirra var „Kol- ur“, stór og föngulegur hestur, sem bar sig vel og fór á kost- um. Sópaði að prófastsfrúnni, þeg ár hún var sezt í söðul sinn á Kol og lét hann grípa töltið á hlaðsprettinum. Þá var fuglalífið henni mikill unaður, en á Stórahrauni er æð- arvarp í eyjum, og stundaði hún það jafnan sjálf á vorin og fór um það nærfærnum höndum, og brýndi hið sama fyrir börnum sínum, er þau fengu að fara með henni í varpið. Sjálf var hún upp- alin við sjó, og mikið fuglalíf í Skógarnesi, og undi hún sér vel eftir að hún kom að Stóra- hrauni, en þar fellur sjórinn upp að túnfætinum. Hún var árrisul og gekk tíðum á morgnana nið- ur að sjónum áður en aðrir komu á fætur, og heilsaði þar nýjum degi í dýrð vormorgunsins, er æður og aðrir fuglar léku sum- aróð sinn í vaknandi náttúru við lygnan vog og hjalandi lind. Séra Árni og frú Elísabet eign- uðust 11 börn og eru öll á lífi. Það lætur að líkum að oft hafi verið annasamt hjá prófastsfrúnni, er barriahópurinn var að alast upp, en oft hvíldi stjórn búsins á herð- um hennar einnar, er húsbóndinn var fjarverandi í embættiserind- um. Tvær dætur þeirra hjóna ól- ust upp hjá vinafólki þeirra, en hin öll heima. Auk þess tóku þau sjálf að sér fósturdóttur og voru henni sem börnum sínum. Það er stórt og mikið ættar- tré uppvaxið frá prófastshjónun- um á Stórahrauni, en alls eru af- komendur þeirra orðnir 91. — Börnin þeirra eru 11, eins og áður getur, barnabörn 43 og barnabarnabörn 37. Af þessum 91 niðja, sem út af þeim er kominn, eru 82 á lífi. Þegar prófastshjón- in brugðu búi á Stórahrauni og fluttust til Reykjavíkur beið þeirra því stór hópur niðja og vina í höfuðborginni, en flest voru börn þeirra þá orðin búsett hér. Eigi að síður var þeim ekxi sársaukalaust, að yfirgefa alla gömlu vinina fyrir vestan, og fóru þau þangað löngum í sum- arheimsóknir. Á rieimili þeirra hér var jafnan gestkvæmt, eigi síður en vestur á Stórahrauni, en þar komu börn þeirra, barna- börn, barnabarnabörn og aðrir vinir saman, og var það gleði og gæfa gömlu hjónanna að finna sig þannig umvafin ástríki og hlýju, jafnt ungu kynslóðarinnar, sem eldri vinanna. Frá því séra Arni lézt — en síðan eru 10 ár — hefur frú Elísabet lengst af dval- izt hjá yngstu og elztu dætrum sínum, nú siðustu árin á Smára- götu 3 hjá Ingunni og Kristjáni Einarssyni. Atti hún þar friðsælt og ljúft ævikvöld, umvafin ástúð og umhyggju. Fyrir rúmu ári missti hún sjónina, en þó að henni brygðist þannig birtan fyrir ytri sjónúm, var jafnan bjart og heið- ríkt í huga hennar, og frá henni hjálfri stafaði birtu og yl, sem áður — og bjart verður ávallt um minningu hennar. Allir vinir hennar og afkom- endur þakka henni ljúfar stund- ir og alla birtinu, sem hún stráði á veg samferðafólksins, og í ljóma vordagsins er hún kvödd i þeirri trú að hann lýsi henni yfir á landið ókunna. Ingólfur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.