Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVISBL AÐIÐ Miðvikudagur 28. maí 1958 „Það er skrítið að þér skulið spyrja að því“, svaraði hann og örlitlu brosi brá fyrir á andlit- inu. — „Ég hef nefnilega reynt hvorttveggja. Það var þó eink- ui.. höggmyndagerðin sem vakti hjá mér áhuga, nún er að sumu íeyti skyld okkar iðn. — Mynd- •höggvarinn mótar leir, en við <mannshár“. „Varð árangurinn góður af •þessum tilraunum yðar, monsieur Charles ?“ „Ekki eins góður og ég hafði vonað“. „Þér byrjuðuð sem sagt á því, þegar stríðinu var lokið, áður en þér hófuð hárgreiðslustarfið?“ Hann kinkaði kolli. „1 fyrsta skiptið sem við töluð- um saman, spurðuð þér mig hvort mig skorti ekki æfingu. — Þér kunnið að nota augun“. „Þér vilduð ekki að ég talaði um það“, sagði hún. „Það getur vel verið", sagði hann seinlega. — „Maður verður geðvondur og uppstökkur, þegar maður hefur reynt að verða lista maður og mistekizt það. Það get- ur enginn þolað það að hann sé minnbur á ófarir og niðurlægingu sína, a. m. k. ekki ég“. Joan skiidi það vel. Hún áleit hann ekki neitt sérstaklega hé- gómagjarnan, en það var eðlilegt að hann vildi sem minnst hugsa um ófarir og misheppnanir lið- inna ára. Joan taldi sér trú um að hún skildi hann og henni líkaði alltaf betur og betur við hann. Þau þögnuðu aftur, en í þetta skiptið var þögnin vinalegri. — Fyrsta kvöldið fann hún að þau gátu orðið vinir, en seinna hafði hún þótzt verða vör við kulda og jafnvel andúð frá hans hálfu. „Bara ef þér vilduð hjálpa mér, Lisette", sagði hann skyndi- lega. „Með hvað?“ spurði hún undr- andi. „Ég ætla að vera hreinskilinn við yður, vegna þess að ég finn að þér eruð vinur minn. Eruð þér f>að ekki, Lisette?" Hún dró svarið við sig, en að lokurn kom það: „Jú, monsieur Charlevs". „Við skulum alveg sleppa þessu „monsieur". Ég er víst ekki ®vo óskaplega mikið eldri en þér. 'Ég byrjaði bara fyrr að lifa lífi hins fullorðna manns. Eiginlega hef ég aldrei verið drengur". „Ekki fyrst þér genguð í mót- epyrnuhreyfinguna aðeins fimmt- <án ára gamall“. „Eigum við ekki bara að segja Charles og „þú“, þegar við erum evona tvö ein og aðeins monsieur Charles á stofunni? Þú getur ekki gert þér í hugarlund hvað ég ‘hata þessa titla eins og monsieur, Á undan fornafninu. Alltaf um- itringdur af konum, sem kalla mann monsieur Charles — eins og maður ávarpaði þjóninn sinn með fornafni í gamla daga. Aldrei neinn sem lætur sér detta í hug að kalla mig monsieur Morelle, því að það er nú ekki venja að maður kalli hárskerann sinn með eftirnafni. Stundum gleymir mað ur því, að maður hafi eftirnafn. Maður er líkari hundi, en mann- eskju.....Þú lítur sennilega eklci á mig sem raunverulegan karl- mann, Lisette? Sá, sem lifir á því að greiða hár kvenna, getur naum ast verið karlkyns". Hann greip um báða úlnliðí hennar og kreisti, svo að hún fann til sársauka. „Auðvitað lít ég á þig sem hvern annan karlmann, Charles“, sagði hún stillilega. „Þakka þér fyrir". Aftur hafði rödd hans þennan undarlega hljóm, sem gerði hana órólega. Svo hélt hann áfram: „Já, ég er karlmaður, Lisette og þess vegna er mér það sárasta skapraun að greiða kvenmannshár daginn út og daginn inn. Það myndi ekki verða mér óþolandi ef allir viðskiptavinirnir væru eins og þú....... Misskildu mig ekki. Auðvitað var örlítið smjaður í því sem ég sagði. Sem Frakki get ég ekki látið það vera að skjalla kon ur. Þú misskilur mig ekki, Lisette — eða heldurðu það?“ „Þetta voru nú heldur fátæk- legir gullhamrar". „Fyrirgefðu ....“. Hann bar hönd hennar að vörum sér og og brosið varð afsakandi. „Næst, þegar ég segi einhver hrósyrði um þig, verður það mín hjartans sannfæring, en fátæklegir gull- hamrar tilheyra starfinu. Maður venur sig á að segja þá“. „Það er alveg rétt, en ætli við- skiptavinirnir leggi nokkurn trún að á þá?“ Aftur lék sama torskilda bros- ið um varir hans. — „Það gera þeir eflaust ekki, en þeir vilja samt hafa þá. Skjall og smjaður er oft margfalt þýðingarmeira fyrir fólk, en ófegraður sannleik ur. Felum við okkur ekki öll bak við grímu yfirdrepsskaparins vegna þess að við, erum hrædd við að afhjúpa okkar eigin veik- leika og þrekleysi? Við höfum mestar mætur á þeim mönnum, sem geta talið okkur á einhvern hátt trú um það í rauninni séum við fjandi miklir karlar. Nú er ég víst farinn að þreyta þig með þessum kjaftavaðli mínum“. „Nei, alls ekki, en ég get bara ekki skilið hvað þú átt raunveru- lega við með því sem þú segir“. 1 fölri tunglsbirtunni sá hún hvernig svipurinn breyttist á and liti hans. „Ég er mjög áhyggjufullur", sagði hann. — „Hefurðu ekki tek- ið eftir því að það liggur eitt- hvað ógeðfellt í loftinu á hár- greiðslustofunni? Stundum skynja ég það, eins og undirstraum ein- hverrar yfirvofandi hættu“. Joan muldraði eitthvað í hálf- um hljóðum, sem ekki varð skilið. Hún minntist aðvörunar ma- dame Claire. Hún mundi að vinur Jaqueline, starfssystur hennar, var vélamaðurinn Jean Collet, sem vissi margt og mikið um það sem gerzt hafði og var að gerast. Hún hugsaði líka um hinar óstýr- anlegu og æstu tilfinningar, sem gripu hana jafnan þegar hún steig inn fyrir þröskuld hár- greiðslustofunnar. „Mig langar til að vita hvað býr á bak við þetta allt cherie", hélt hann áfram með alvarlegum svip. — „Mig grunar að það standi í sambandi við það sem gerðist í síðustu ferð Fleurie, en þar sem ég var þá hvergi nálæg- ur, á ég mjög erfitt með að botna nokkuð í því. Þess vegna heiti ég nú á þig til að hjálpa mér“. „Ég skal veita þér alla þá hjálp sem ég get, mons.... Charles". Hún var komin á fremsta hlunn með að segja honum, að hún hefði ekki heldur verið með Fleurie, þessa umræddu ferð. Hún fann að henni var óhætt að treysta honum, en hún dró sig samt sem áður í hlé .... alveg eins og hún hafði gert í samskiptum sínum við Ron Cortes. Hún þagði og Charles hélt á fram: — „Viltu hafa auga með öllu sem fram fer á hárgreiðslustofunni, þegar ég er ekki viðstaddur? Stúlkurnar munu trúa þér fyrir mörgu því sem þær trúa mér alls ekki fyrir. Eftir því sem ég hef komizt næst voru þeir atburðir sem leiddu til hins dularfulla dauða Marie Gallon, nær eingöngu bundnir við hárgreiðslustofuna og — skart gripabúð madame Cortes". „Hvað getur skartgripabúðin komið þessu máli við?“ spurði Joan, enda þótt Jean Collet hefði gefið svipað í skyn við hana. Moi-elle hristi höfuðið: — „Ég veit það ekki. Mér finnst það bara einhvern veginn. Smaragðasafn- ið, sem gamla frúin er núna með, er a. m. k. eins verðmikið og de- mantarnir í fyrra. Hefur Ron Cortes nokkuð nefnt smaragðana við þig?“ „Nei, það hefur hann ekki gert....“ Hún hristi höfuðið. „Hann hefði áreiðanlega þörf fyrir nokkra smaragða, eins og fjármálum hans er nú komið, en hvernig getur hann komizt yfir þá, fyrst hann kann ekki einu sinni að opna peningaskápinn? — Hann verður sem sagt að bíða eftir því að gamla frænka hans gefi upp öndina“. „Hvers vegna skyldi madame Cortes fara að deyja? Hún er ein mitt alveg sérstaklega fjörleg og þrekmikil af svo gamalli konu að vera og kona sem veit hvað hún vill“. „Já, ekki vantar hana viljann og hún er sérvitur. Hugsaðu þér bara, að hún skuli vilja gamla, úrelta permanentið, núna, þegar allir taka það kalda fram yfir flest annað. Það var annars meiri heppnin að við skyldum af tilvilj- un hafa eina af gömlu vélunum á hárgreiðslustofunni. ...“ Hann hló. — „Og svo vill hún byrja klukkan átta á morgnana. Það er raunar mjög þægilegt, því að þá er svo lítið að gera .... Hins vegar furðar mig stórlega á því, að hún skuli helzt vilja láta þig annast hárgreiðsluna. Gamlar, auðugar hefðarkonur eru oftast vanar að panta yfirmann hár- greiðslustofunnr til að gera slíkt“. Síðasta setningin var sögð vegna særðrar hégómagirndar og Joan gat ekki varizt brosi. Þegar öll kurl komu til grafar, þá var Charles Morelle samt sem áður hégómagjarn. — „Hún hefur tal- ið það víst að þú myndir verða önnum kafinn alla ferðina", sagði hún í huggunarskyni. Hann lét talið falla niður og þau urðu samferða fram eftir þil farinu. Stormurinn hafði aukizt og skipið valt enn meira en áður, svo að Charles tók undir handlegg inn á henni, til að styðja hana. — Þegar þau voru komin alveg fram í stafn og vindurinn blés beint framan í þau, strauk hann hend- inni yfir hárið, hló og sagði. — „Eigum við ekki að standa hérna stundarkorn og -íjóta veðurblíð- unnar“. Þau héldu sér í nokkur hliðar- stög og störðu fram yfir sig. — Vatnið glitraði í öllum regnbog- ans litum. „Ég elska storminn", sagði hann. — „Hann fær mig alltaf til að hugsa um þá daga, þegar ég var með í að berjast fyrir frelsi Frakklands. Við höfðum aðalbæki stöðvar okkar í gömlum fiski- mannskofa á strönd Bretagne. — Þegar rok var mikið, þeyttist sjór inn alveg yfir okkur og við vissum að gamli kofinn gat á hverri stundu skolazt með holskelfunum sem yfir hann steyptust. — Við sátum saman í þéttum hnapp, í myrkrinu og hlustuðum. Við þorð um ekki að kveikja ljós, en stund- um lékum við á gítar og sungum“. „Þú hefur gaman af að syngja. Hefurðu kannske lært eitthvað til söngs?“ „Nei, ég syng bara sjálfum mér til skemmtunar. en ef þú hefur gaman af söng, þá skal ég syngja fyrir þig nú . . . Hann kom alveg fast að henni og greip hönd henn ar. Svo söng hann „Parles moi damour" með fallegri baryton- rödd og þegar síðustu tónarnir bárust burtu með vindinum og bljóðnuðu, lagði hann handlegg- inn yfir axlirnar á henni og end- uriók síðustu vísuorðin: „Je vous aime . . “. Ég elska þig . . Hann hefði kysst hana, ef hún hefði ekki sveigt höfuðið til hlxðar. „Hvers vegna gerðurðu þetta? Geðjast þér ekki að mér?“, spurði hann örlítið gramar. „Jú, en ég kæri mig ekki um að þú kyssir mig“. „Til þess ertu of ensk, enda þótt móðir þín væri frönsk, Lisette. Eða hefurðu kannske gefið ein- hverjum öðrum hjarta þitt?“ „Ég veit það ekki“, svaraði hún þreytulega. „Ég hefi tíma til að biða. Það lærðum við líka í mótspyj-nu- hreyfingunni — þolinmæði. Sá tími kemur, þegar þú vilt kyssa mig. Þú munt fleygja þér í faðm minn, til þess að sleppa undan . Hann þagnaði snögglega án þess að, segja setninguna til enda. „Sleppa undan hverju, Ohar- les?“ Hún heyrði sjálf að röddin var þvinguð og óeðlileg. „Hver veit“, sagði hann og yppti öxlum — „undan vonbrigð- um eða harmleik . . Það getur iíka verið flótti undan óttanum, Lisette". Stormurinn var kaldur og bít- andi. Hreyfingar skipsins voru Joan líka til óþægmda. „Mér líður ekki sem bezt, Char les. Ég held að það væri bezt fyrir mig að fara aftur niður í káetu“. „Jæja, gerðu það þá“, sagði hann og brosti dapurlega. „Ég ætla að vera hérna stutta stund. Eins og ég sagði áðan, þá eíska ég storminn. Góða nótt, cherie“. „Góða nótt, Charles". Hún gekk reikul í spori aftur þilfarið og heyrði að hann byrj- aði aftur að syngja. Joan hikaði eitt andartak áður en hún opnaði dyrnar á káetunni sinni. Hún var hrædd um að Jean Collet myndi sitja þar inni í myrkrinu og bíða hennar, eins °g kvöldið áður. Þá var hún næst um farin að líta á hann sem vin, en nú sá hún hann í allt öðru ljósi. Einhver hafði sagt frú Leish man frá því, að hún væri alls ekki Lisette og hver gat það ver- ið annar en Collet? Það var enginn í káetunni og hún varpaði öndinni alls hugar fegin, um leið og hún kveikti ljosið. Nú fékk hún þó dálítinn tíma til umhugsunar. Og svo þarfnaðist hún líka svefns og hvíldar. SHUtvarpiö Miðvikudagur 28. nxaí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna“: Tón leikar af plötum. 19,00 Þingfrétt- ir. 19,30 Tónleikar: Ópex'ulög (plötur). 20,30 Lestur fornrita: Hænsna-Þóris saga; III. (Guðni Jónsson prófessor). 20,55 Kór- söngur: Pólífónkórinn syngur. Söngstjóri: Ingólfur Guðbrands- son. Dr. Páll ísólfsson, Ruth Her- manns, Ingvar Jónasson, Efemía Guðjónsson, Jóhannes Eggertsson og Gísli Magnússon aðstoða með hljóðfæraleik. (Hljóðr. á tónleik- um í Laugarneskii'kju 8. f.m. — 21,35 Erindi: Uppeldi og félags- þroski (Magnús Gíslason náms- stjóri). 22,10 Upplestur: „Stríð“, fi'ásaga eftir Jónas Árnason — (Baldvin Halldórsson leikari). 22,30 Frá Félagi ísl. dægurlaga- höfunda: Úrslit í dæguxlaga- keppni félagsins. JH-kvintettinn og hljómsveit Aage Lorange leika. Söngfólk: Sigurður Ólafsson, Didda Jóns og Ragnar Halldórs- son. Kynnir: Jónatan Ólafsson. 23,10 Dagskrárlok. Finimtuxlagur 29. max: „Ég skil ekki við hvað þú átt Bneð því að segja að við séum í verri klípu nú en áður,“ sagði Dídí. „Frikki gaf okkur mögu- leika U1 undankomu.“ — „Nei, Dídí,“ sagði Stígur, „hann ætlaði að senda okkur í opinn dauðann í þessari blindhríð. Þetta var bragð. Ríkarður kærir sig ekk- ert um að verða ákærður íyi'ir morð svo hann ákvað að láta okkur verða úti.“ — „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Dídi. — „Opn- aðu þá bakpokann og vittu hvað þú finnur þar. Ég ætla að athuga skothylkin, sem Frikki lét mig fá í byssuna." Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: Harmonikulög (plöt- ur). 2030 Erindi: Ríkisháskólinn í Noi'ður-Dakota (Richard Beck prófessor). 20,50 Tónleikar (plöt- ur): 21,05 Upplestur: Vísnasafn frá vetrarkvöldum (Hallgrimur Jónasson kennari). 21,25 íslenzk tónlist: Tvö tónverk eftir Jón Þórarinsson (plötur). 21,40 Hæsta réttarmál (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22,10 Erindi: Löggæzlustarfsemi í Bandarikj- unum (Hallgrimur Jónsson lög- reglnþjónn). 22,30 „Vagg og velta": Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar leikur. Söngvarar; Hildur Hauksdóttir og Þórir Roff. 23,09 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.