Morgunblaðið - 29.05.1958, Side 10
iO
MORClinni 4 ÐIÐ
Fimmtudagur 29. maí 1958
Ullfyfefrife
Vtg.: H.í. Arvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, sími 33045
Auglysingar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Asknftargjald kr. 30.00 á mánuði ínnaniands.
í lausasólu kr. 1.50 eintakið.
VINNUFRIÐ URINN í VOÐA
VINNUFRIÐUR í landinu og
náið samstarf milli verka
lýðssamtaka og ríkisvalds
var eitt af aðalfyrirheitum vinstri
stjórnarinnar, þegar hún tók við
völdum fyrir tveimur árum. Þetta
loforð efndi stjórnin þannig þeg-
ar á árinu 1957, að mikill fjöldi
verkalýðsfélaga efndi til verk-
falla, og meðal annars stóð í nær
allt fyrrasumar lengsta verkfall.
sem háð hefur verið hér á landi.
Farmenn og sjómenn gerðu verk-
fall, flugmenn gerðu verkfall og
iðnaðarverkamenn gerðu verk-
fall. Afleiðingar þessara verk-
falla voru margvíslegar truflamr
á starfsemi þjóðfélagsins og á-
framhaldandi kapphlaup milii
kaupgjalds og verðlags.
Þetta gerðist á árinu 1957. En
nú er komið nýtt ár og enn blasa
við vinnudeilur og verkföll .
landinu. Mörg stærstu verkalýðs-
félögin hér í Reykjavík hafa sagt
upp samningum og boðað verk-
fall. Sjálf ríkisstjórnin hefur lagt
fyrir Alþingi frumvarp, þar sern
gert er ráð fyrir 5—7% almenn-
um kauphækkunum. En einstök
verkalýðsfélög hafa gert kröfur
um töluvert hærri kauphækk-
anir.
Vinnufriðurinn á þessu sumri
virðist því ekki síður vera í
voða en í fyrrasumar. Nú er
svo komið að verkalýðshreyf-
ingin má heita slitnuð úr öll-
um tengslum við ríkisstjórn-
ina. Hvert verkalýðsfélagið á
fætur öðru lýsir því yfir að
efnahagsmáiatillögur stjórnar
innar, „bjargráðin“ gangi í
berhögg við stefnu síðasta AI-
þýðusambandsþings. Með þess
um tillögum vinstri stjórnar-
innar sé verið að velta yfir
þjóðina nýju dýrtíðar- og verð
bólguflóði.
Á grundvelli þessara skoðana
hafa verkalýðsfélögin svo krafizt
meiri kauphækkana en gert er
ráð fyrir í „bj argráðafrumvarpi“
stjórnarinnar. Nýtt kapphlaup er
enn hafið milli kaupgjalds og
verðlags í landinu.
Stefnt út í öneþveiti
Engum hugsandi manni hefur
dulizt að með öllu þessu er stefnt
út í fullkomið öngþveiti og upp-
lausn í efnahagsmálum þjóðar-
innar. Ríkisstjórnin sjálf hefur
haft forystu um að lögbjóða
hækkun kaupgjalds og fram-
leiðslukostnaðar, enda þótt vitað
sé að öll útflutningsframleiðsla
þjóðarinnar er þegar rekin með
gífurlegum halla. Við þetta bæt-
ist svo að verkalýðsfélögin, sem
sjá fram á stórhækkaða dýftíð
og hrikalegar nýjar álögur af
hálfu ríkisvaldsins hafa hafið
baráttu fyrir kauphækkunum.
Hvernig getur nokkur viti bor-
inn maður lagt trúnað á það, að
ríkisstjórn og stjórnarflokkar,
sem þannig koma fram geri sér
minnstu von um að efnahags-
málatillögur þeirra sé líklegar til
að koma á jafnvægi í fjármálum
þjóðarinnar?
Sannleikurinn er sá, að vinstri
stjórnin virðist hafa kastað frá
sér allri von um það að geta
gert nokkuð af viti til lausnar
efnahagsvandamálum. Það eina
sem vinstri stjórnin getur gert
er að leggja sífellt á nýja skatta
og tolla til þess að fleyta fram-
leiðslunni til bráðabirgða í ör-
fáa mánuði yfir blindsker vax-
andi verðbólgu og síhækkandi
framleiðslukostnaðar.
G»rundvöllur vinstri
stjórnar hruninn
Hermann Jónasson myndaði
vinstri stjórn sína og kommún-
ista fyrst og fremst á þeim grund
velli að ekki væri hægt að leysa
vandamál efnahagslífsins án sam-
starfs við kommúnista, sem réðu
yfir stærstu verkalýðsfélögun-
um í landinu. Nú hafa þessi sam-
tök, sem formaður Framsóknar-
flokksins setti svo mikið traust
á að myndu styðja hann, snúið
við honum bakinu. Þau hafa lýst
því yfir, að efnahagsmálatillög-
ur vinstri stjórnarinnar hafi í för
með sér „nýja verðbólguskriðu“.
Þau hafa svarað bjargráðum
vinstri stjórnarinnar með upp-
sögnum samninga og nýjum kaup
kröfum.
Þannig hafa allar vonir for-
manns Framsóknarflo- ins, sem
svo miklu fórnaði nieð því að
taka kommúnista í ríkisstjórn,
brostið og að engu orðið. Hann
er staddur á víðavangi, sviptur
öllu trausti og ngslum við hina
kommúnisku bandamenn sína í
UTAN UR HEIMI
Barnsfœðingum fer fjölg-
andi í Evrópulöndum
Hagskýrslur SÞ sýna, crð fólk giftist
mun yngra en áður tiðkaðist
ÁRUM saman hafði barnsfæðing-
um fækkað jafnt og þétt í iðnað-
arlöndum Evrópu. Segja má, að
það hafi verið orðin tízka að tak
marka barnahópinn sem mest. Nú
er að verða breyting á þessu, því
að opinberar skýrslur sýna, að
barnsfæðingum fer fjölgandi í öll
um Evrópulöndum, sem skýrslur
ná til. Sérstök nefnd hefir undan-
farið unnið að skýrslugerð um
þessi mál á vegum félagsmála-
deildar Sameinuðu þjóðanna, og
hefir nú verið gefið út yfirlit,
sem nefnist á ensku „Recent
Trends in Fertility in Industria-
lized Countries. Skýrsla þessi
nær yfir tímabilið frá 1920—54.
I formála er þess getið, að
Sovétrikin. Albanía, Búlgaría,
Pólland, Rúmenía, Ungverjaland
og Júgóslavía séu ekki tekin með
í skýrsluna sökum þess, að ekki
hafi tekizt að afla nægra upp-
lýsinga. Einnig er tekið fram, að
skýrslur frá Grikklandi um
barnsfæðingar séu ekki nákvæm-
Mikilvægt atriði
í yfirlitinu er bent á, að fjölg-
un barnsfæðinga í Evrópulönd-
um og nýlendum, sem byggðar
eru Evrópufólki, sé veigamikið
atriði. Rannsókn þessi þjónar
ekki þeim tilgangi einum að
skrifa niður tölur og notfæra þær
ekki. Það er mjög mikilsvert að
geta sagt nokkurn veginn fyrir
um, hve mikið vinnuafl verði
fyrir hendi í hverju landi fyrir
sig á hverjum tíma, hve mörg
börn muni verða skólaskyld á
hverju ári og hve mörgum
verkalýðshreyfingunni. Sá hluti | gamalmennum þurfi að sjá far-
verkalýðshreyfinö-i'innar, sem borða.
fylgir Alþýðuflokknum og Sjálf-1 \ öllum Evrópulöndum, sem
stæðisflokknum að málum hefur i skýrslan nær til, fækkaði barns-
hins vegar aldrei treyst honum. | fæðingum á árunum 1924—30. En
Óhætt er að fullyrða, að
yfirgnæfandi meirihluti verka
lýðshreyfingarinnar hafi
aldrei sett minnsta traust á
hinar steigurlætisfullu yfir-
lýsingar Hermanns Jónasson-
ar um að hann gæti leyst
vandamál íslenzks efnahags-
lífs með kommúnistum að
„nýjum Ieiðum“ og „varmileg
um úrræðum“.
Veu-kalýðurinn van-
treystir Framsókn
íslenzkur verkalýður treystir
eftir 1930 fer barnsfæðingum að
fjölga á ný.
Það kom fram við rannsóknina
á barnsfæðingum í Evrópulönd-
um, að mæður eru nú yngri en
áður og að það verður æ sjald-
gæfara, að konur eignist börn eft-
ir 35-—40 ára aldur. Flest börn
fæðast nú snemma í hjónaband-
inu, en sjaldgæft er, að börn fæð
is nú orðið í hjónaböndum, sem
staðið hafa í 10—15 ár.
Ofnautn devfilyfja
Deyfilyíjanefnd SÞ, sem undan
farið hefir setið á þingi suður í
Genf, hefir fengið til meðferðar
Sómalískaga í Afríku. Engi-
spretturnar komu yfir Rauðahaf-
ið í janúarmánuði í vetur,
skiptu sér og héldu sumir hóparn
ir norður yfir Jemen og Saudi-
Arabíu. Fóru þær yfir með ótrú-
legum hraða.
í febrúar og marz urðu Jór-
danía, ísrael, Sýrland, írak og
íran alvarlega fyrir barðinu á
þessum vágestum. Einn engi-
sprettuhópurinn komst alla leið
til Pakistan. í aprílmánuði gerðu
engispretturnar innrás í Tyrk-
land, en þar hafði ekki orðið
vart við engisprettur svo telj-
andi væri frá því 1953.
Á sex vikum fóru engisprettu-
hóparnir yfir svæði, sem nær
yfir 3000 ferkm til norðurs og
austurs. Sem dæmi um, hve
stórir þessir skorkvikindahópar
eru, nefnir Lean, „að við höfum
nýlega fengið upplýsingar um,
að engisprettuhópur, sem er 80
km breiður, hafi gert innrás í
írak “
Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunin var á verði
Þessi engisprettuplága kom
ekki algjörlega á óvart, og má
þakka það Matvæla- og landbún-
aðarstofnuninni, sem í júníbyrj-
un í fyrra aðvaraði allar ríkis-
stjórnir í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs og þar fyrir
austan við því, að hætta væri á
engisprettuplágu á þessu ári, og
því væri öruggara að vera við-
búinn. Þessar upplýsingar voru
sendar til ríkisstjórnanna eftir
beiðni Engisprettuvarnarnefnd-
ar stofnunarinnar, sem einmitt
sat fund í Tangier í júnímánuði
í fyrrasumar, er fyrst sáust merki
þess, að 1958 myndi veða „engi-
sprettuár“.
Nú starfa um 60 flokkar á veg-
um SÞ að eftirliti með engi-
sprettum í Saudi-Arabíu, Jemen
Egyptalandi, írak, íran, Pakistan
og Indlandi. Þessir flokkar vinna
bæði að því að eyða engisprett-
um og fylgjast með ferðum
þeirra í varnarskyni.
Matvæla- og landbúnaðarstofn.
unin hefir gert allar hugsanleg-
ar ráðstafanir til þess að verj-
ast engisprettuplágunni, en
ekki hefir tekizt að vinna bug á
þessu skaðræðiskvikindi, þó að
mikið hafi áunnizt. Nú óttast
menn, að engispretturnar ráðist
á ný inn í fran og Pakistan, og
jafnvel er hætta á, að sumir hóp
arnir komist alla leið til Ind-
lands.
Sænskir hundar leita uppi
jarðsprengjur á Gaza
Sænska hersveitin í liði Sam-
einuðu þjóðanna í Gaza hefir
fengið hunda sér til aðstoðar við
að leita uppi sprengjur í eyði-
mörkinni. Hundar þessir, sem
eru af Scháferkyni, hafa reynzt
mjög vel í Gaza.
Þegar hundur hef ir f undið
stað,' þar sem jarðsprengja er
grafin, krafsar hann í kringum
hana, þar til hann hefir rutt svo
miklum sandi frá, að sprengjan'
kemur í ljós. Síðan sezt hann og
bíður eftir því, að húsbóndi hans
komi.
í eftirlitsliði SÞ 1 Gaza ríkir
ánægja með hundana, því að jarð
sprengjurnar hafa reynzt liðs-
mönnum hættulegar og orðið
nokkrum að fjörtjóni.
Alþjóðavinnumálaráðstefnan
í Genf
Þann 4. júní hefst 41. alþjóða-
vinnumálaráðstefnan í Genf.
Þessa ráðstefnu sitja fulltrúar
frá ríkisstjórnum, verkamönnum
og atvinnuveitendum.
Það er Alþjóðavinnumálastofn-
unin, sem gengst fyrir ráðstefn-
unni. í þeim samtökum eru nú
79 þjóðir þ.á.m. íslendingar, sem
jafnan hafa sent fulltrúa á þing
samtakanna hin síðari ár.
hvorki Hermanni Jónassyni -né skýrslu um deyfilyf, sem oft
Framsóknarflokknum í heild.
Bandalagið um vinstri stjórn var
ekki myndað til þess að tryggja
raunverulega hagsmuni verka-
lýðsins, heldur til þess að koma
fram pólitískum refjum og gera
valdadrauma nokkurra flokks-
leiðtoga að veruleika. Um raun-
veruleg tengsl og samstarf milli
sjál_ verkalýðsins og vinstri
stjórnarinnar var aldrei að ræða.
Það sést bezt á viðhorfunum í
íslenzkum stjórnmálum í dag, og
afstöðu verkalýðshreyfingarinn-
ar til ríkisstjórnarinnar. Það er
skoðun mikils meirihluta fólks
innan verkalýðsfélaganna að
aldrei hafi nokkur ríkisstjórn
svikið „vinnustéttirnar“ eins
hrapallega og vinstfi stjórn Her-
manns Jónasson .
„Bjargráðafrumvarp“ stjórn
arinnar kann að verða sam-
þykkt á Alþingi í dag eða á
morgun. Af því mun enga
valda hættulegri ofnautn, er þau
hafa verið notuð sem lyf til að
draga úr þjáningum sjúklinga.
í skýrslunni, sem samin er af
læknanefnd, er bent á nauðsyn
þess að brýna fyrir öllum, sem
sýsla með deyfilyf, hve auðveld-
lega menn falla í freistni fyrir
ofnautn þeirra.
Nefndin leggur t.d. til, að hætt
verði að nota heroine sem deyfi-
lyf, þar sem nú fást önnur lyf, er
komið geta í stað þess, en ekki
er hætta á, að menn venjist
á að nota sem nautnalyf.
Engisprettuplága
herjar í Arabalönd.um
Miklir hópar af engisprettum
hafa undanfarið herjað í Araba-
löndum og öðrum löndum fyrir
botni Miðjarðarhafs og unnið
mikið tjón á uppskeru bænda,
segir í frétt frá Matvæla- og
farsæíd leiða. Það hefur í för : landbúnaðarstofnun SÞ í Róm.
með sér vaxand. verðbólgu,; Einn af sérfræðingum stofnun-
samdrátt í atvinnulífi þjóðar- [ arinnar á þessu sviði, O. B. Lean,
innar og versnandi lífskjör skýrir svo frá, að engisprettuhóp
alls almennings. I arnir komi frá klakstöðvum á
Hvert ert þú að fara? spurði Anna Gaylor ljónynjuna, sem
labbaði inn í setustofuna hennar. Ekki var að undra, þó að
hún spyrði, því að hún hafði ekki átt von á gestum. Þær Anna
og Ijónynjan urðu mjög góðir vinir við kvikmyndatöku í Afríku
fyrir nokkru. í heimi franskra kvikmynda er Anna Gaylor
talin vera önnur Danielle Darrieux.