Morgunblaðið - 29.05.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.05.1958, Qupperneq 16
16 MORGVHBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. mai 1958 Hún settist á rekkjustokkinn og smeygði sér úr skónum, en um leið tók skipið snögga hliðar- veltu, svo að hún var næstum dottin fram á gólfið. Á leiðinni niður var hún þegar farin að íinna til vanlíðanar, en nú hafði hún bæði velgju og höfuðverk. Hún afklæddist í skyndi, en varð alltaf öðru hverju að grípa sér í eitthvað, til að verjast falh og þegar hún ætlaði að hengja kjólinn inn í fataskápinn, sveifl- uðust allir kjólarnir í skápnum út á móti henni og svo inn aftur og það var engu líkara en að þeir soguðu hana að sér, svo að hún datt. Henni tókst þó með erfiðis- munum að staulast á fætur og svo flýtti hún sér að leggjast fyrir. Hún slökkti ekki ljósið, því að hún var hrædd við að liggja í myrkri. Svo gat hún samt sem áður ekki sofnað. Það var verra að liggja í rekkjunni en vera á fót- um, fannst henni. Hún varð að taka sér eitthvað fyrir hendur, til þess að geta gleymt sjóveik- inni. Hún átti eftir að taka upp úr einni af töskum Lisette og nú var bezt að láta verða af því. Hugsanlegt var það, að bréfið sem Jean Collet vildi svo ákaft fá í hendur, lægi þar — ef það hafði þá raunverulega nokkurn tíma verið til . Hún tosaði töskunni fram á gólfið og opnaði hana. 'Svo hóf hún mjög nákvæma rannsókn á innihaldi töskunnar.Það var mest nærfatnaður og skór. Hún hristi hverja flík og stakk hendinni nið ur í hvern skó. Allt í einu var barið á káetu- hurðina og henni varð svo hverft við, að hún missti skóinn, sem hún var að athuga, niður á góif- ið. Einhver hafði arepið þrjú, létt högg á hurðina. „Hver er það?“, spurði hún óttaslegin, án þess að opna dyrn- ar. Hún gat heyrt óttann í rcdd sinni. „Það er Noilly, þjónninn. made moiselle. Ég er með skilaboð til yðar“. „Ég er háttuð. Getið þér ekki látið mig heyra þau í gegnurn dyrnar?" „Nei, það get ég ekki, mad- emoiselle, en ég veit, að það er dálítið, sem þér munuð hafa mjög gaman af“. Joan hugsaði sig um nokkra stund. en svo tók hún ákvörðun. „Bíðið þá eitt andartak á meðan ég fer í sloppinn minn“, kallaði hún. Nokkrum mínútum síðar opn- aði hún dyrnar og magri þjónn- inn með föla andlitið smaug inn. Hann hélt á diski með þremur, smurðum brauðsneiðum. „Hérna eru brauðsneiðarnar. sem þár báðuð um“, sagði hann „Ég hefi ekki beðið um neinar brauðsneiðar“. „Hafið þér ekki?“ Hann spei'ti undrandi upp ljósar brýnnar. — „Þá hlýt ég bara að hafa misskil- ið það, en smurbrauð er líka alveg prýðiieg afsökun, ef ein- hver skyldi koma“. „Hvaða skilaboð eruð þér svo með til mín?“, spurði Joan kuida- lega. Hann svaraði ekki spurningu hennar undir eins, en horfð; á innihald töskunnar, sem lá dreift um gólfið og uppi í rekkjunni. „Má ég ekki ganga frá þessu fyrir yður, mademoiselle? Það gefur mér átyllu til að vera hér svolítið lengur". „Jú, mín vegna megið þér það“. Hún settist á rekkjustokkinn og teygði sig eftir vindlingi. Höndin skalf, pegar hún kveikti á eld- spýtunni, hvort sem um var að kenna hreyfingum skipsins eða þá hennar eigin æstu tauguni. Hann lá á hnjánum á gólfinu og raðaði dótinu niður í töskuna. meðan hann sagði: „Monsieur Cortes kom hingað í kvöld og spurði eftir yður. Ég sagði hon- um að þér væruð uppi á þilfari með monsieur Charles. Honura líkaði það ekki sem bezt“. —• Hann glotti svo að skein í gular tennurnar. Það var bros, sem henni geðjaðist ekki að, en jafn framt gladdi það hana að Ron skyldi hafa verið að leita henn- ar. Sú vitneskja gerði henni létt- ara í skapi. „Ef það var ekkert annað, þá hefðuð þér vel getað sagt mér það, án þess að ég þyrfti að opna dyrnar", sagði hún dálítið ergi- leg. „Jú, það var dálítið annað", svaraði nann og lokaði töskunni. „Það var viðvíkjandi þessu bréfi. Þér báðuð mig að ná í það, þegar þér komuð um borð í skipið, eins og þér munið. — Bréfið, sem mademoiselle skrifað yður nótt- ina sem hún dó. Umslagið kom þá strax í leitirnar, en nú er ég bú- inn að finna bréfið sjálft“. „Hvar var það?“ spurði hún og hallaði sér í áttina til hans Hann tók vindling upp úr vasa sínum og kveiikti í honum. „Hafið þér alltaf jafnmikinn áhuga á því?“ spurði hann og þegai hún kinkaði kolh, hélt hann áfcam „Ég hefi það ekk: hjá mér. eins og þér hljótið að skilja. Svo heimskur er ég ekk' Sumum manneskjum er þetta bréf mjög mikils virði' „Ég endurtek það sem ég sagði um daginn, að ég á enga peninga. Ég vinn fyrir kaupi mínu hér á skipinu, eins og þér sjálfur". „Það veit ég líka, en þér þekk- ið fólk sem á peninga. Þér gætuð sagt því, að ég hefði undir hönd- um bréf, sem væri mjög mikils virði fyrir það. Vitið þér við hverja ég á?“ „Það kann að vera“. „Auðvitað vitið þér um hverja ég er að tala, mademoiselle. Hérna á skipinu er mjög dýrmætt gim- steinasafn og eigandi þess hefur ráð á að greiða talsvert mikið fé til að vernda bað. Þér vitið að það mun verða gerð tilraun til að stela safninu, eins og einu sinni áður. Ég er viss um að þeir vilja gefa mikið fyrir bréfið“. Joan sat þegjandi og horfði á vindlinginn sem slokknað var í, milli fingranna á henni. „Hversu mikils krefjist þér fyrir bréfið?“ spurði hún að lok- um. „Ekki nema smámuni, miðað við raunverulegt gildi gimsteinanna. Ég vil fá þrjú þúsund dollara í litlum seðlum. Ég neyðist víst til að yfirgefa sktpið í New York og þá koma peningarnir í góðar þarfir. Ég vil fá þrjú þúsund, en þér ráðið því alveg sjálf hvað þér farið fram á mikið við þá sem þurfa á bréfinu að halda. Yður er óhætt að segja þeim að í réttum höndum, sé það mjög mikils virði“ „Hvað viljið þér að ég geri?“ „Þér getið talað við þá á morg- un. Svo kem ég aftur annað kvöld....“ Hann gekk fram að dyrunum og var nú aftur orðinn að hinum háttvísa skipsþjóni. — »Ég vona að smurbrauðið hafi verið óaðfinnanlegt. Ef þér óskið einhvers, þá skuluð þér bara hringja. Ég er alltaf til þjón- ustu“. Á næst andartaki var hann far-i inn og dyrnar lokuðust á hæla honum. Hvað gat staðið í þessu bréfi, sem var madame Cortes þrjú þús- und dollara virði? II. KAFLI. Þjónninn Noilly hafði bréfið sem Marie_ Gallon hafði skrifað Lisette, kvöldið sem hún dó og hann vildi láta Joan koma því til leiðar að madama Cortes greiddi honum þrjú þúsund dollara fyrir það. Joan hélt sér fastri með báðum höndum, meðan stóra skipið hjó og valt á öldunum, svo að hún var alveg við það að detta um koll. Og sjóveikin byrjaði nú fyr- ir alvöru að þjá hana. Ef þessu héldi áfram lengur, myndi hún fara að kasta upp. »Ég verð rð læsa dyrunum", hugsaði hún með sér, en hafði ekki mátt í sér til að gera það. — „Þetta allt saman og svo sjóveik in í þokkabót", volaði hún. Hún lokaði augunum og vonaði að það myndi lækna svimann. Allt í einu stirðnaði hún upp af skelf- íngu. Dyrnar höfðu verið opnaðar, án þess að nokkur bankaði. Jean Collet var kominn inn í káetuna og stóð og studdist við dyrastaf- inn. „Hvað var þessi litla rotta að tala um við yður?“ spurði hann hranalega. Joan starði á hann en gat, sök- um sjóveikinnar, ekki séð hann greinilega. Allt synti í móðu fyrir augum hennar og henni fannst maðurinn fylla gersamlega út í káetuna. Hún þurrkaði kaldan svitann af enni sér. „Ekki neitt sérstakt", stamaði hún að lokum. — „Hann kom bara með nokkrar brauðsneiðar handa mér. . . .“ Hún leit á brauð diskinn og fékk þegar velgju. „Hann var lengi hérna inni. — Ég stóð og beið allan tímann úti á ganginum". „Þér hafið staðið á hleri“. Hún rétti úr sér og reyndi að gera rödd ina reiðilega. „Maður getur ekkert heyrt í kvöld, vegna glamursins og skröltsins í öllu og alls staðar“, svaraði hann gremjulega. „Og svo voru dyrnar lokaðar og læstar. — Ég veit að hann hefði ekki stanzað svona lengi, ef hann hefði aðeins verið að lcoma með nokkr- ar brauðsneiðar. Þetta var léleg afsökun, cherie. Reynið að finna aði a betri". „Ég er búin að leita að umslag- inu yðar í töskunni þarna. Hann raðaði dótinu aftur niður í hana fyrir mig“. „Þessi skýring er lítið betri en sú fyrri“. „Hvað haldið þér að hann hafi verið að gei’a?“ spurði hún reið og vafði sloppnum þéttar að sér. „Það get ég ekki sagt neitt ákveðið um. Ef þér hefðuð verið Lisette, þá hefði ég getað gefið skýringu, en nú veit ég að þér eruð ekki Lisette......Stundum þykir mér það leiðinlegt........“ Hann brosti óviðfelldnu brosi, en Joan var svo lasin og máttfarin að hún gat ekki einu sinni reiðzt honum. „Þér voruð uppi á þilfari með húsbónda yðar í kvöld. Hvað sagði hann við yður?“ hélt Collet áfram. „Hvað kemur það yður við? Hvert er eiginlega erindi yðar hingað? Þér spyrjið að því hvað þjónninn hafi sagt og hvað hann hafi viljað mér. Þér viljið vita hvað monsieur Charles sagði. Ég veit ekki til þess að ég þurfi að skrifta fyrir yður“. „Reynið þér nú að stilla yður ofurlítið, kæra ungfrú. „Þér eruð alls ekki skyldug til að segja mér neitt, en það myndi samt vera skynsamlegt af yður að gera það“. „Það get ég ekki séð. Þér viljið ná í þetta umslag yðar. Ég hef leitað að því í kvöld, en hvergi getað fundið það. Hvers anríars krefjist þér af mér? Hann tók bögglaðan vindling upp úr vasa sínum og kveikti í honum. Svo hristi hann höfuðið. „Þér hafið víst ekki skilið neitt sérlega mikið af þessu öllu sam- an. Ég vil líka meðal annars fá að vita eitthvað um það sem fram fer á hárgreiðslustofunni". Joan barðist við sjóveikina og henni tókst að harka af sér. — „Það skuluð þér ekki spyrja mig um. Þér eruð jú sjálfur orðinn góður vinur Jaqueline. Sennilega til þess að fá fréttir frá hár- greiðslustofunni?" „Þér haldið þá ekki að það sé vegna stúlkunnar sjálfrar — að ég er að ganga á eftir. henni?“ sagði hann hlæjandi. Svo hristi hann höfuðið. — „Hún er líkust illa lagaðri chianti-flösku í vext- I inum, stúlkukindin og svo eru fæt- / ú á “ YOU’RE RIGHT, STAN/... THERE ARE NO SLEEPING BAGS ...AND NO FOOD...THESE PACKS ARE STUFFED WITH WOOD CHIPS AND PAPER / __^ AND THESE SHELLS DON'T FIT THE . GUN / V THEN IF YOU c KNEW WHAT RIFF WAS UP TO, WHY DID . YOU LEAVE THE r CABIN? „Þetta er rétt bjá þér, Stígur," sagði Didí, þegar hún hafði rann- sakað innihald bakpokans. „Hér eru engir svefnpokar og enginn matur. Hann er troðinn út neð trjábútum, hefilspænum og blaða rusli." — „Og skothylkin passa i ekki í byssuna,“ sagði Stígur. I —„Fyrst þig grunaði, hver varl ætlun Ríkarðs, hvers vegna fórstu þá út úr kofanum?" spurði Dídí. urnir á henni líkastir löppum á gieifingja-hundi“. „Þér ættuð að skammast yðar“, fnæsti Joan. — „Þér teljið stúlku trú um, að þér elskið hana og svo er það bara til þess að veiða upp úr henni upplýsingár". ' „Hef ég sagt að ég elski hana? Hefur hún kannske talið yður trú um það?“ „Ég veit ekki hvort Jaqueline hefur sagt það beinum orðum“, sagði Joan hikandi. — „Ég hef það eftjr Rachelle". „Ég játa að ég hef gengið mjög ákveðið og hiklaust til verks, við að daðra við hana. Hún er ein af þeim stúlkum, sem taka þarf föst um tökum“. „Já, en hvað viljið þér með hana? Hvað getur hún vitað, sem yður fýsir að heyra?“ „Hún veit auðvitað ekki mikið, því að hún er nú ekki neitt sér- lega vel gefin, en .... hún hefur lykil að hárgreiðslustofunni. Það hafið þið allar, sem vinnið þar, er ekki svo?“ Joan kinkaði kolli og skotraði augunum til veskisins þar sem hún geymdi lykilinn. „Þarna getið þér sjálf séð. — Ekki hefðuð þér viljað lána mér yðar lykil?“ „Nei, aldrei. Er Jaqueline bú- in að lána yður sinn lykil? Við megum ekki láta nokkurn mann fá lyklana". „Ég hef ekki fengið lykilinn lán aðan hjá henni. Ef ég hefði beð- ið hana um það, þá hefði hún fyllzt tortryggni, eins og þér hljót ið að skilja". „Þá skil ég það ekki“. „Við förum inn í hárgreiðslu- stofuna tvö ein, til þess að njóta unaðsstunda. Þér skiljið auðvitað hvað ég á við .... amour". Joan fékk nýtt svima og velgju- kast. Henni bauð við þvi sem Collet sagði og hún skildi ekki hvers vegna hann var svona op- inskár við hana. En hann hafði auðvitað í fullum höndum við hana. Ef hún Ijóstraði upp um hann, myndi hann afhjúpa hana að launum. „Hafið þér svo uppgötvað nokk uð viðvíkjandi hárgreiðslustof- unni?“ spurði hún. „Ekki enn sem komið er, en ég held nú samt, að það sé hún, sem maður á að beina athyglinni fyrst og fremst að“, svaraði hann hægt. SUUtvarpiö Fiiniiitudagur 29. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: Harmonikulög (plöt- ur). 2030 Erindi: Ríkisháskclinn í Norður-Dakota (Richard Beck prófessor). 20,50 Tónleikar (plöt- ur): 21,05 Upplestur: Vísnasafn frá vetrarkvöldum (Hallgrímur Jónasson kennari). 21,25 Islenzk tónlist: Tvö tónverk eftir Jón Þcrarinsson (plötur). 21,40 Hæsta réttarmál (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22,10 Erindi: Löggæzlustarfsemi í Bandaríkj- unum (Hallgrímur Jónsson lög- regluþjónn). 22,30 „Vagg og velta“: Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar leikur. Söngvarar: Hildur Hauksdóttir og Þórir Roff. 23,00 Dagskrárlok. Fösludagur- 30. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleik- ar: Létt lög (plötur). 20,20 Er- indi: Frá Hornafirði til Bárðar- dals yfir Vatnajökul, sumarið 1926; síðari hluti (Gunnar Bene- diktsson rithöfundur). 20,40 Óper- an „Carmen“ eftir Bizet; 3. og 4. þáttur (Hljóðr. um síðustu mán- aðamót). Stjórnandi Wilhelm Briickner-Ruggeberg. Guðmundur Jónsson söngvari flytur skýring- ar. 21,30 Útvarpssagan: „Sunnu fell“ eftir Peter Freuchen, III. (Sverrir Kristjánsson, sagnfiæð- ingur). 22,10 Garðyrkjuþáttur (Frú Ólafía Einarsdóttir). 22,25 Frægar hljómsveitir (plötur). — 23,05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.