Morgunblaðið - 29.05.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.05.1958, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 29. maí 1958 MORCinsni.AÐÍÐ 19 — „Bjargráðirí' Frh. af bls. 3. um, sem bíða eftir lánum og þeim þúsundum, sem byggja afkomu sína á vinnu við byggingar. Engin loforð hafa ^engizt um viðbótarlánsfé. Meginhluti þess fólks, er bíður lána, hefur meðal- tekjur eða lægri, og mun verða að hætta við fyrirhugaðar fram- kvæmdir, fái það ekki lán. — Ef frumvarp þetta nær fram að ganga mun einnig aukast mjög fjárfesting í hálfbyggðum hús- um, en þar liggur mikið fjár- magn dautt. Þótt sumir menn segi, að fjárfestingin sé of mikil, væri það réttari stefna að banna mönnum að byrja að byggja en að láta hús þeirra standa auð og hálfgerð í 1—5 ár. Hér virðist því stefnt að auknum húsnæðis- skorti og atvinnuleysi bygging- armanna. Húsaleiga og húsaverð mun einnig fara hækkandi og valda verðbólgu. Andvígur frumvarpinu Ég tel samkvæmt framansögðu, — að frumvarp þetta sé frá hvarf frá verðstöðvunarstefnu ríkisstjórnarinnar, er verkalýðs- samtökin fylgdu og vilja fylgja — að það muni leiða til vax- andi lánsfjárþarfar, sem engin svör hafa fengizt um, hvernig eigi að mæta — að hækkun á efnivörum muni valda samdrætti í bygging ariðnaði. Að þessu athuguðu tel ég mig ekki geta stuðlað að samþykkt frumvarpsins og mun greiða atkvæði gegn því. Verulegar verðhækkanir Jón Kjartansson: Við umræður um efnahagsmálin hafa stjórnar- liðar viðurkennt, að uppbótaleið ■ in sé ekki fær nema að vissu marki og álögurnar geti orðið svo miklar, að þjóðin fái ekki undir þeim risið. Núverandi ríkisstjórn sjálf lagði á þjóðina með „jóla- gjöfinni“ 300—350 millj. kr. og með þessu frumvarpi á að bæta 790 millj. kr. við. Því hlýtur sú spurning að vakna, hvort hinar gífurlegu verðhækkanir, sem munu leiða af þessu frumvarpi, séu ekki meiri en þjóðin þolir. Ég bendi á nokkur dæmi um verðhækkanir vegna frumvarps- ins, og vík þá fyrst að þeim, er bændastéttina varða: Dráttarvélar munu hækka um 35,2%. Þetta hefur leitt til þess að bændur í Vestur-Skaftafells sýslu, sem höfðu pantað dráttar- vélar'og greitt á sl. hausti, hafa nú afturkallað pantanir sínar, all- ir nema einn. Varahlutir í drátt- arvélar hækka um 35,4%, mjalta- vélar um 31%, heyvinnsluvélar 30%, fóðurbætir 43,3% Þá eru hækkanir, er snerta samgöngumál. Benzínið hækkar um 25,3%, vörubílar 25%, vara- hlutir í þá 25%, bílagúmmí um 17%. Er þá aðeins talið það, er lýtur að bifreiðunum, en við þær einar verða t. d. íbúar á Suður- landi að notast. Byggingarvörur munu einnig hækka verulega: Sement 22,2%, timbur 25%, bárujárn 19,2% mið stöðvarofnar 24,2%, steypustyrkt arjárn 19,4%, rúðugler 19—23%. Til viðbótar við þetta má svo nefna húsaoliu, sem mun hækka um 25%, kaffi 13,5%, sykur 14,7%, hveiti 14,2%, kæliskápar 20%, þvota- og hrærivélar 21%. Þannig mætti lengi telja Af frumvarpinu mun leiða, að þjóðin verður að minnka neyzl- una. Hingað til Alþingis hafa bor izt mótmæli gegn afgr. frv. frá mörgum verkalýðsfélögum, þ.á. m. frá ýmsum hinum stærstu í landinu. Og nvað gerist, ef þessi verkalýðsfélög krefjast nú kaup- hækkana? Það hefur mjög öflugt félag þegar gert, Hið íslenzka prentarafélag. Ýmis félög iðnað- arins og atvinnurekenda hafa einnig mótmsélt þessu frumvarpi og verður því ekki talið, að væn- lega horfi fyrir stjórninni um framkvæmd málsins, þótt hun knýi frumvarpið nú gegnum Al- þmgj Austrið er ekki hin rétta átt Jóhann Þ. Jósefsson: Ég hafði vænzt þess, að öðlast nokkurn fróðleik af að hlusta á framsögu- ' ræðu forsætisráðherra hér í dag. En ég verð að segja, að ég er litlu fróðari. Ráðherrann minntist á ýmsar leiðir, sem hann taldi koma til greina til að leysa efna- hagsvandamálin. Hugleiðingar hans voru þó harla fáorðar og ó- ljósar. T.d. hafði ég vænzt þess að fá meiri fróðleik um gengis- breytinguna, því að vitað er, að Framsóknarflokkurinn mun helzt hafa hallazt að þeirri leið. Ríkisstjórnin núverandi lofaði í upphafi ferils síns að gera ráð- stafanir til varanlegrar lausnar efnahagsvandamálanna Það hef- ur hingað til gjörsamlega mistek- izt. Hafi þjóðin fyrir tveimur ár- um verið í eyðimörk, verður ekki annað séð en síðan hafi ver- ið haldið lengra inn á þá eyði- mörk: Dýrtíðin hefur aukizt, eins og hvert mannsbarn verður vart við daglega. Hér kemur þó forsætisráðherr- ann og segir, að frumvarpið, sem fyrir liggux', sé stórt spor í rétta átt. Ýmsum leikur forvitni á að vita, í hvaða átt sé stefnt. Yfir- leitt virðist svo að flestar gerðir ríkisstjórnarinnar stefni í ranga átt — í verzlunarmálunum a.m.k. hefur t.d stefnt að járntjaldinu, þó að langt sé frá því að almenn- ingur í landinu telji, að það sé hin rétta átt. Að ræðu Jóhanns Þ. Jósefssonar lokinni tók Gunnar Thoroddsen til máls. Frá ræðu hans verður sagt síðar. Að umæðu iokinni var frv. vísað til 2. umr og fjárhagsn. 2. og 3. umr. fer sennilega fram í dag. — De Gaulle Framh. af bls. 1 til þess að mynduð yrði þíóðfylk- ing, sagði Reynaud. Kommúnist- | ar hafa síðustix dagar.a mjög beitt sér fyrir því að mynduð verði þjóðfylking með þátttöku þeirra. Fjölmenni Þeir sem stóðu að hópgöng- unni í París í dag höfðu beðið þátttakendur um að hafa ekki í frammi ólæti og nota ekki önn- ur vígorð en „Lengi lifi lýðveld- ið“. Var þess farið á leit að ekki yrðu borin nein flokksmerki og aðeins spjöld með ofannefndum vígorðum. Tiu mínútum áður en gangan hófst höfðu 25.000 manns safnazt saman á Place de la Nation, og jókst mannfjöldinn stöðugt meðan farið var gegn- um borgina. í broddi fylkingar voru m. a. Duclos foringi komm- únista, Pineau fyrrverandi utan- ríkisráðherra, Ramadier hinn aldni þingmaður sósíalista og Mendes-France fyrrverandi for- sætisráðherra. Þegar hópgangan nálgaðist áfangastað sinn á Place de la Republique mátti sjá spjöld með vígorðum eins og „Niður með de Gaulle" og „Nið- ur með Massu“. Svo var farið að syngja „Marseillaise" og nokkrir heyruðst hrópa „Fasisminn skal ekki sigra!“ Þegar gangan kom á Place de la Pepublique voru þátttakendur orðnir yfir 100.000. Pflimlin stvður de GauIIe Það er haft eftir goðum lieimild um í franska þinginu, að Pierre Pflimlin, sem baðst lausnar fyrir stjórn sína í morgun eftir at- kvæðagreiðsluna í þinginu i nótt, hafi hvatt þingmenn kaþólska lýðveldisflokksins, sem hann er leiðtogi fyrir, til að styðja de Gaulle. Búizt var við að de Gaulle færi beint á fund Coty forseta, en hann var þegar búinn að ræða við Mollet, Pinay og Teitgen rúma svo tíma, og var það mál flestra, að hann hefði fyrst og fremst rætt um það með hverju móti bezt væri að fá de - Gaulle í hendur stjórnartaumana og láta hann koma fram fyrir þingið. I Eftir fundinn við Coty sagði Teitgen, að stjorn lýðveldisflokks ins sæti á fundi og mundi hann fara beint þangað og gefa skýrslu um viðræðurnar við Coty. Rólegt á Korsiku AFP-fréttastofan skýrir frá þvi, að í Ajaccio, stærsta bæn- um á Korsíku, sé ailt með kyrr- um kjörum, en um hvítasunn- una hafi verið myndaðar öryggis- nefndir í mörgum bæjum og þorpum víðs vegar á eyjunni. Ennfremur segir, að í allsherjar- verkfalli sem kommúnistar stofn- uðu til hafi aðeins um 20% byggingaverkamanna í bænum Bastia tekið þátt. Jean Thomazo ofursti, sem kom frá Alsír og var settur landstjóri hers og borgara á Korsíku, sagði í dag að gerðar yrðu ráðstafan- ir til að leysa hin alvarlegu efna- hagsvandkvæði eyjarinnar. „Le Monde“ telur de Gaulle skástan Parísar-blaðið „Le Monde“, sem er meðal áhrifamestu blaða Frakklands, sagði í dag, að eins og málum væri nú komið væri valdataka de Gaulles skásta úr- ræðið. í leiðara á fyrstu síðu segir m. a. að fjórða lýðveldið, sem geti ekki lifað með sæmd, hafi ekki heldur efni á að deyja sómasamlega. Valdataka de Gaulles sé miklu betri en borg- arastyrjöld, sem hljóti að brjót- ast út, ef honum verði neitað um völdin. Hvað um Marscille Útvarpið i Alsír sagði frá því í kvöld, að ýmsir einstaklingar og félagssamtök í Marseille hefðu komið saman í dag til að ganga frá stofnun „öryggis. og velferð- arnefndar" í borginni. Borgar- stjórnin bar þessa fregn hins veg- ar til baka síðar í kvöld og kvað hana gripna úr lausu lofti. Hókin frá Alsír .^Þjóðlega öryggisnefndin" í Alsír hefur ákveðið að berjast til hins síðasta fyrir því að de Gaulle verði fengin í hendur stjórn Frakklands auk þess sem hún hefur sent öllum frönskum þingmönnum aðvörun sem nálg- ast að vera hótun þess efnis, að hver sá sem tefji fyrir valda- töku de Gaulles geri það á eigin ábyrgð. í dag hélt nefndin fund undir stjóxn Sid Caxa, öðrum foi’manni hennai', og ríkti'þar einhugur um stefnuna sem fylgja beri. Massu, hershöfðingi, sem einnig er for- maður hennar, var ekki viðstadd- ur. Hins vegar sat Soustelle, fyrr- verandi landsstjóri í Alsír fund- inn. jaðri Parísar. Fjöldi manns hafðx safnazt saman fyrir framan for- setahöllina í kvöld, en um mið- nætti hafði engin opinber yfirlýs- ing borizt. Þingforsetar liafi samband de Caulle rið Auriol fór frá Coly án þess að láta nokkuð nppi um vioræOur t þeirra, en sfeömmu síðar kaliaði Coty forseta beggja deilda þings- ins á sinn fund í annað sinn í dag. Eftir viðræður þeirra tilkynnti A ll’-f réttaslof an að þeir hefðu orðið við þeim lilmælum Coty for seta að setja sig í samband við dc Cauile í nótt og komast að raun um, bvaða skilyrði hann setur fyr- ir stjórnarmyndun. Mollet gengur illa * Þingflokkur sósíalista hélt fund seint í kvöld, en um miðnætti var honum slitið og ákveðið að koma saman aftur í fyrramálið. Einn þingmannanna sagði, að Moilet hefði árangursiaust reynt að telja flokksmenn sína á að skipta um skoðun á de Gaulle. Jafnfram* var sagt, að Auriol hefði neitað að blanda sér í stjórnai'kreppuna til að styðja de Gaulle. — GervihnÖtturinn Frh. af bls. 1 á loft, að allt hefði virzt ganga vel, og öll þrjú „þrep“ eldflaug- arinnar hefðu gegnt hlutverki sínu, en samt hefði ekki tekizt að koma gervihnettinum á praut sína. Dr. Richard W. Porter sagði í Washingion í dag, að annarri Vanguard-eldflaug yrði skotið upp í næsta manuðx. 3 hnettir á lofti Eins og sieuuur eru þrir af bauuurtsku gervihnötiumum á loíti. Þeir eru hnötturinn sem skotið var á loft með Vanguard- skeyti 17. marz, „Könnuður" fyrsti sem skotið var á loft 31. janúar og „Könnuður“ þriðji sem skotið var upp 26. marz. í fyrradag hafði „Könnuður" fyrsti farið 1446 hringi umhverfis jörðina, Vanguard-hnötturinn 757 hringi og „Könnuður“ þriðji 810 hringi. Coty ræSir viS Auriol Það var tilkynnt seint í kvöld, að Coty forseti liefði kailað Aur- iol fyrverandi forseta á sinn fund kl. 22 í kvöld til að ráðgaxt við haim um aðsteðjandi vandamál. Allt veltur á sósíaiistum Kl. 23 í kvöld var enn óvissa um það, hvernig Coty sneri sér í mái- j inu. 1 rauninni valt það á þing- flokki sósialista, sem lýsti því yf- 1 ir í gær að hann mundi undir engum kringumstæðum styðja de Gaulle, en var hvattur til þess í dag af Mollet foringja sínum að breyta um afstöðu. Án stuðnings sósíalista getur de Gaulle ekki reiknað með þingmeirihluta, og rneðan ekki liggur fyrir samþykki sósíalista vill hershöfðinginn ekki hitta Coty að máli, en bíður átekta að líkindum einhvers staðar á út- ALLT f RAFKERFIÐ Bílaraftækjaverzlun Halldors Ölalssonar Rauðarárstíg 20. — Sími 14775. Þungavinnuvélar Simi 34-3-33 Hurðarnalnspjöld Brétalokur SkiltuKerom, Saoia voxóustig 8. Hjartanlega þakka ég öllum vinum og vandamönnum er glöddu mig með heillaskeytum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu, 16. þ.m. R. Ágúst Hreggviðsson. Móðir okkar INGILEIF A. BARTELS andaðist að Elliheimilinu Grnud miðvikudaginn 28. maí. Haraldur, Henrik og Sigurður Ágústssynir. Jarðarför dóttur minnar, systur og mágkonu ÞÖREYJAR MAGNÚSDÓTTCR Þórsgötu 9, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. maí kl. 13,30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á sumarstarf K.F.U.K. í Vindáshlíð. Magnús Gíslason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Herntann Þorsteinsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir RAGNAR PÉTUR BJARNASON verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 31. maí. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hins látna Austurvegi 65 Selfossi. Þeir sem vildu heiðra minningu hins látna eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Bílferð verður frá Bifreiðastöð Ilands kl. 15. Katrín Elsa Jónsdóttir og börn, Þórhildur Hannesdóttir og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við frá- fall og jarðarför KOLBENS GUÐMUNDSSONAR bónda í StóraÁsi. Helga Eyjólfstlóttir, börn og tengdabörn. Öllum þeim er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURLAUGAR KRISTJÁNSDÓTTUR húsfreyju, Örlygsktöðum, vottum við okkar innilegustu þakkir. Vandamenn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa EGILS JÓNSSONAR Súðavík. Sérstaklega þökkum við Súðvíkingum fyrir alla þá að- stoð sem þeir veittu okkur við jaröarför hans. Guð blessi ykkur öll. Guðrún 1. Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.