Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 1
24 siður *■ Þannig hugsar teiknari Parísarblaðsins „L’Exprtsse“ sér ástandiö í stjórnmálum Frakkiands þessa stundina. Stjórnmálaleiðtogarnir eru aö baxa við að binda „Gulliver", en álengdar stendur Duclos kommúnistaforingi (t. v.) og bíður átekta. De Gaulle kemur íyrir þingið í dag Fulltrúar allro flokko nemo kommúnisto í stjórn hons Fyrstu verkanir bjargráðanna: Benzín hækkar í 2,89 sælgæti um 12—16% FARÍS, 31. maí — Charles de Gawlle hershöfðingi, sem hefur tekið sér búsetu á.hóteli í París, átti í morgun viðræður við Pierre Pflimlin, sem enn gegnir störf- um forsætisráðherra, og var rætt um væntanlega stjórnarmyndun de Gaulles. Ráðstefnan í gær milli sósial- istaforingjanna Guy Mollets og Maurice Deixonnes annars vegar og de Gaulles hins vegar leiddi til róttækrar breytingar á af- stöðu sósíalista til hershöfðingj- ans. Er haft fyrir satt að meiri- hluti þingmanna sósíalista sé nú reiðubúinn að styðja de Gaulle til forsætisráðherra. Nú er talið víst, að de Gaulle muni að nokkru byggja stjórn sína á leiðtogum þeirra verka- lýðssamtaka, sem ekki lúta komm únistum, og auk þess mun hann afnema ritskoðun og nema úr gildi yfirlýsingu stjórnar Pflimlin um neyðarráðstafanir. Sósíalistar breyta um viðhorf Sósíalistar komu saman til fundar í morgun, og var talið víst að niðurstaða af þeim fundi yrði sú að fjórir fimmtu hlutar þing- flokksins myndu styðja deGaulle. Ef 70 til’80 sósíalistar greiða hon- um atkvæði er ekki annað sýnna en hann fái yfir 400 atkvæði í þinginu eftir að hann hefur lagt fram stefnuskrá sína og ráðherra- lista í kvöld. Fái hann þennan stuðning myndar hann sennilega stjórn, en hann hefur þráfaldlega lýst því yfir, að hann myndi ekki stjórn án stuðnings allra and- kommúnískra flokka á þingi. Engar umræður á þingi René Coty Frakklandsíorseti mun í dag eiga ráðstefnu við helztu leiðtoga flokkanna, sem eiga munu fulltrúa í stjórn de Gaulles. Mun hershöfðinginn sitja þessa ráðstefnu og gera grein fyrir helztu atriðum í stefnuskrá sinni. Eftir þessa ráðstefnu verð- ur þingið kvatt saman, og mun de Gaulle þá gefa persónulega yfirlýsingu um stefnu sína og leggja fram ráðherralistann. Umræður munu ekki eiga sér stað á þessum þingfundi, heldur verður gengið til atkvæða jafn- skjótt og de Gaulle hefur lokið máli sínu. Forsetinn samþykkir lausnar- beiðni Formlegri hindrun fyrir stjórn- armyndun de Gaulles var rutt úr vegi þegar Coty samþykkti opin- berlega lausnarbeiðni Pflimlins í morgun. Átti Pflimlin 40 mínútna samtal við forsetann og þegar hann kom frá forsetahöllinni sagði hann: „Þegar ég lagði fram lausnarbeiðnina á miðvikudag- inn tjáði forseti lýðveldisins mér, að hann gæti því aðeins sam- þykkt hana að fyrir hendi væru möguleikar að mynda nýja stjórn. Forsetinn var rétt í þessu að til- kynna mér að hann hefði sam- þykkt lausnarbeiðnina, en sam- kvæmt venju hefur hann beðið mig að gegna störfum þangað til nýja stjórnin er fullmynduð“. Ráðstefna með flokksforingjum Ráðstefna de Gaulles og 26 leiðtoga andkommúnískra flokka hófst kl. 12 á hádegi. Meðal þátt- takenda voru Mollet foringi sósíalista, Francois Mitterand leiðtogi róttæka miðflokksins, Daladier foringi sósíalradíkala flokksins og Teitgen Iciðtogi þjóðlega lýðveldisflokksins. Settur í embætti kl. 10 AFP-fréttastofan skýrir frá því að de Gaulle hafi tjáð leiðtogum BENGHAZI, 31. maí. — Araba- bandalagið situr þessa dagana fund í Benghazi í Líbýu til að ræða kæru Líbanonsstjórnar á hendur Sýrlendingum fyrir íhlut- un þeirra í innanríkismál lands- flokkanna, að stjórn hans muni virða alla samninga og aðrar skuldbindingr við önnur ríki og hann muni halda í heiðri almennu frelsi í landinu. AFP-fréttastofan segir einnig frá því, að Auriol fyrrverandi Frakklandsforseti hafi sagt á fundi sósíalista í morgun, að de Gaulle hefði að hans áliti gefið fullnægjandi tryggingu fyrir því að hann mmni virða erfðir lýð- veldisins og lýðræðisins. í göng- um þinghússins gengur sá orð- rómur, að de Gaulle verði form- Iega settur inn í embættið á morgun (sunnudag) kl. 10 f. h. Úrslitakostir Eftir ráðstefnu de Gaulles við flokksforingjana um hádegið í dag var tilkynnt, að hershöfðing- inn hefði beðið þingflokkana um endanleg svör fyrir kl. 5 e. h. í dag við spurningunni, hvort þeir muni styðja hann. Verði svörin jákvæð mun de Gaulle koma fyr- Framh. á bls. 2 PARÍS, 31. maí — Fjórtán manns misstu að líkindum lífið þegar frönsk Dakota-flugvél hrapaði til jarðar nálægt Molieres í Suð- Hammarskjöld ÓSLÓ, 31. maí. — Dag Hammar- skjöld kemur í opinbera heim- sókn til Noregs á morgun, sunnu- dag, og mun hann m. a. heim- sækja forsætisráðherrann, utan- ríkisráðherrann og forseta Stór- þingsins. Ennfremur mun hann eiga fundi við ríkisstjórnina og Stórþingið. Þá mun Hammar- skjöld sitja boð Ólafs konungs, en á mánudagskvöld heldur hann blaðamannafund. ins og tilraunir þeirra til að koma af stað byltingu. öryggisráðið hefur frestað um- ræðum um kæru Líbanons þang- að til fundi Arababandalagsins er lokið. Mun ætlun ráðsins að sjá hvort ekki fáist lausn á málinu Jbjá bandalaginu. LÖGIN um hinar nýju efna- hagsráðstafanir tóku gildi í fyrradag. Fyrstu verðhækk- anirnar vegna laganna eru þegar komnar fram. Benzín- verð hækkaði í gær, úr kr. 2,27 hver lítri í Reykjavík í kr. 2,89. Verðhækkun á sæl- gæti hefur einnig verið reikn- uð út og er komin til fram- kvæmda. Hækkar sælgætið um 12—16%. Verð á öli og gosdrykkjum hækkar strax eftir helgina. Innfluttar vörur hækka jafn- óðum og þær koma á markað- inn, en engir verðútreikningar. Gagnkvæm klögumál NEW YORK, 31. maí. — Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á mánudaginn til að ræða kæru Túnisbúa á nendur Frökk- um og gagnkæru Frakka á hend- ur Túnisbúum. „Hællið þessum morðum" NÍKÓSÍU, 31. maí. — Ekkjur og börn þeirra vinstri manna sem EOKA-félagsskapurinn á Kýpui hefur látið drepa að undanförnu fóru í dag hópgöngu um Níkósíu og báru spjöld þar sem stóð m. a.: „Niður með grímuklæddu mennina“ og „Hættið þessum morðum“. Aðstandendur fórnar- lambanna hafa einnig snúið sér til Makaríosar erkibiskups og beð ið hann að skerast í leikinn og koma í veg fyrir að EOKA haldi áfram hermdarverkum sínum. ur-Alsír kl. 7,45 í morgun. í flug- vélinni voru 10 franskir liðsfor- ingjar og óbreyttir hermenn, þrír áhafnarmeðlimir og einn starfs- maður franska flugfélagsins Air France, sématti flugvélina. Orsök slyssins er ókunn. Flugvélin var í þjónustu herstjórnarinnar í Alsír og var á leið frá höfuðborg- inni, Algeirsborg, til eldflauga- tilraunastöðvarinnar Colom-Beg- har í norðvesturhluta Alsír, þeg- ar slysið varð um 70 mir.útum eftir að flugvélin lagði af stað. Júgóslavar móðgaðir BELGRAD, 30. mai — í dag réð- ust júgóslavnesk blöð harkalega á Sovétstjórnina fyrir þá ákvörð- un hennar að hætta við að veita Júgóslavíu efnahagsaðstoð. Segja fréttamenn, að augljóst sé, að enn hafi bilið breikkað milli Júgó- slavíu og Rússlands. Þá er gert ráð fyrir, að Tító-stjórnin krefj- ist skaðabóta fyrir einhliða upp- sögn Rússa á gerðum samningi. gerðir eftir aS nýju lögin tóku gildi, höfðu verið staðfestar í skrifstofu verðgæzlunnar, er blað ið hringdi þangað í gærmorgun. Blaðið átti einnig tal við Helga Eiríksson, aðstoðarbankastjóra í Útvegsbankanum, og Torfa Hjart arson, tollstjóra. Bankarnir hófu afgreiðslur í fyrradag í samræmi við nýju lögin. Ganga innflytj- endur mjög eftir að fá afgreiðsl- ur, og er mikið annríki af þeim sökum. Helgi Eiríksson sagði, að reynt væri að greiða fyrir nauð- synlegum útgerðarvörum og hrá- efnum til iðnaðarins. Hjá toll- stjóra hófust afgreiðslur einnig í fyrradag, en þar er enn ekki mik- ið annríki. Fullgild tollskjöl, sem lögð voru inn fyrir 13. maí, verða afgreidd eftir gömlu reglunum til nk. fimmtudags. Nobelsverðlauna- rilhöiundur látinn SAN JUAiV, Puerto Rico, 29. mai. Spænski Nobelsverðlaunaritliöfund urinn, Juan Ramon Jimenez, lézt í dag 76 ára að aldri. Hann var lalinn mesta ljóðsk-tld Spánverja á seinni árum. Hann hlaul bók- menntaverðlaun Nobels árið 1956, en um sama leyti lézt eiginkona hans. Banamein Jimenez var bjartabilun. í GÆR lézt í Bæjarspítalanum í Heilsuverndarstöðinni, Snorri Ar- inbjarnar listmálari, tæplega 60 ára að aldri. Hann hafði alllengi átt við vanheilsu að stríða. Snorri sem var borinn og bam- fæddur Reykvíkingur, var fyrir löngu orðinn þjóðkunnur listamað- ur. Meðal þeirra sem Snorri stund- aði nám hjá í æsku, var Guð- mundur Thorsteinsson. Ein vegleg asta sýning á verkum Snorra var haldin hér í bænum í tilefni af fimmtugsafmæli hans, en það var Fél. ísl. myndlistarmanna sem þá gekkst fyrir þeirri sýningu. Síðasta sýning á verkum Snorra mun hafa verið í sambandi við listkynningu Morgunblaðsins, í sýningarglugga þess, seinnipart sumars 1957. Arababandalagið rœðir Libanon 14 farasf í flugslysi í Alsír M *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.