Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNBTAÐIÐ Sunnudagur 1. júní 1958 Hafnarfjörð hálfrar aldar Tveggja daga hátíða- höld ■ tilefni afmælisins í SÖGU Hafnarfjarðar segir m.a. svo um til- drög þess að Fjörðurinn hlaut kaupstaðaréttindi: „Hafnarfjörður var frá alda öðli í Álftaneshreppi. Náði sá hreppur yfir núverandi Bessastaðahrepp, Garðahrepp og Hafnarfjörð. Þann 23. júní 1876 kom fyrir hreppsnefnd Álftaneshrepps beiðni frá 49 búendum í Hafnar- firði og umhverfi fjarðarins, þar sem þess var farið á leit, að Hafn- arfjörður fengi kaupstaðarrétt- indi, en vafalaust hafa ýmsir Hafnfirðingar fyrir löngu verið farnir að þrá, að Hafnarfjörð- ur fengi svipuð réttindi og Reykjavík hafði hlotið árið 1786. Á því varð þó enn alllöng bið, en fyrsta áfanganum í þeirri bar- áttu varð brátt náð með skipt- ing Álftaneshrepps í tvö hrepps- félög, og má ætla, að fyrrnefnd beiðni Hafnfirðinga hafi stuðlað að þeirri ráðstöfun“. Það varð þó ekki fyrr en árið 1903, sem frumvarp til laga um bæjarstjórn í Hafnarfirði var lagt fyrir efri deild Alþingis. En það var einkum vegna þess, að menn voru mótfallnir skiptingu Garða- hrepps og Hafnarfj., og einnig tafði framgang málsins, að á síð- asta áratug 19. aldar var mikið aflaleysi hér við Faxaflóa, sem gerði það m.a. að verkum, að fólk missti allan áhuga á þeim málum þau árin. Um aldamótin batnaði hagur almennings svo aftur, og var þá (1903) lagt fyrir Alþingi, eins og fyrr segir, frumvarp þess efnis, að kauptúnið fengi kaup- staðaréttindi. Þar voru menn þó ekki á eitt sáttir að veita staðn- um þessi réttindi, því að frum- varpið var fellt með 12 atkvæð- um gegn 11. Það var svo ekki fyrr en 1907, sem málið var tekið þar fyrir aftur, og þá samþykkt að veita Hafnarfirði kaupstaðar- réttindi. Voru lög þess efnis sam- þykkt af konungi 22. nóvember 1907, en fullt gildi öðluðust þau 1. júní 1908 eða fyrir réttum 50 árum. Um landeign og takmörk kaup staðarins segir svo: .,Úr sjó utanvert við Balatún, sjónhend- ing eftir takmörkum Hafnar- fjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur. Eft- ir þeim vegi í Engidal. Þaðan eft ir nyrðri brún Hafnarfjarðar- hrauns, þar til kemur móts við austurhorn Hraunholtstúns. Það- an bein stefna yfir neðanverðan Kaplakrika í vörðu á háholtinu fyrir ofan Jófríðarstaði; þaðan yfir Fuglastapaþúfu efri beina leið í sjó fram.“ Þannig voru takmörk bæjarins ákveðin, en það fór víðs fjarri að hann ætti allt þetta land. Hins vegar var kappkostað næstu árin að fá það land keypt, sem bær- inn átti ekki, og er nú svo komið' að hann hefir eignazt það að mestu leyti. — Ekki var ætlunin í þessari stuttu grein að minnast á þætti í sögu Fjarðarins fyrir 1908, en það verður þó ekki komizt hjá því að geta þess manns, sem rétti lega hefir verið nefndur faðir Hafnarfjarðar. Hann hét Bjarni Sigurðsson eða Síyertsen. eins og hann nefndi sig að hætti aldar sinnar, og var fæddur í Selvogn- um 6. apríl 1763. Bjarni, sem varð einn fyrstur íslendinga að hefja verzlunarstörf, eftir að þau höfðu verið í höndum Dana um aldaraðir og þar um algera einokun að ræða, eins og kunnugt er, hafði tunfangsmikla verzlun í Hafnarfirði. Má fullyrða að hér hafi verið á ferðinni fyrsti vísirinn að heilbrigðri sam- keppni á sviði verzlunar hér- lendis, og var því sannarlega um Hainarijorður í dag: Séð yfir miðbæinn. Nú þegar minnast skal þessara merku tímamóta, verður efst í huga mínum sú atvinnugrein, sem lífsafkoma bæjarbúa hefir nær eingöngu byggzt á, en það er eins og allir vita, sjávarút- vegur. Allt frá fyrstu tíð hefir verið róið héðan til fiskjar á opnum bátum, enda er höfnin frá náttúrunnar hendi hin ákjósan- legasta. Þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi var hér eitt mesta aflaár, sem þá hafði komið í mannaminnum, og því hið mestan góðærisár, fyrir íbúa hins nýja kaupstaðar- Eiginlega aðila, sem rekið hafa útgerð í Firðinum, en þeir hafa verið æði margir og vegnað að vonum all- misjafnlega. En þrátt fyrir hina ýmsu erfiðleika, sem samfara eru útgerð, hefir hún vaxið jafnt og þétt, og eru nú gerðir þar út 6 togarar og fjöldi vélbáta. Byggð hafa verið fullkomin frystihús, fiskverkunarstöðvar reistar og fiskimjölsverksmiðja starfrækt. Hafskipabryggjur eru tvær, sem að vísu eru nú orðnar mjög úr sé gengnar, höfnin er hin ákjós- anlegasta og varin af hafnargörð- um, sem enn á þó eftir að lengja. Sem sagt, í Hafnarfirði eru góð skilyrði til útgerðar, þótt enn eigi eftir að gera ýmislegt, er hraða verður. Sérstaklega verður að leggja áherzlu á að fullgera höfnina og hlynna betur að út- gerðinni, sem lífsafkoma Hafn- firðinga byggist að langmestu leyti á. Þegar Hafnarfjörður fékk kaup staðaréttindi voru íbúarnir 1351 en munu nú vera um 6500 manns. Má af tölum þessum sjá, að mik- ið hefir verið byggt og byggðin færzt mjög út, einkum í suður- bænum. Mörg stór og gæsileg hús hafa verið byggð, svo sem Barna skólinn. Flensborgarskóli, Sól- (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). vangur, fiskiðjuver Bæjarútgerð- arinnar og Flygenrings, Spítali St. Jósefssystra og Sundhöllin svo eitthvað sé nefnt. Einn er sá staður, sem Hafnfirðingar eru mjög hreyknir af, en það er Hellisgerði, 'sem er einn fegursti og sérkennilegasti skrúðgarður landsins. — Hvað iðnað viðkem- ur er Raftækjaverksmiðjan h.f. þekktust, en auk þess er margs konar annar iðnaður starfræktur í Hafnarfiði. sem ekki gerist þörf á að telja hér upp. Það er vitaskuld margs að minnast, sem vert væri að skrifa um á þessu merkisafmæli Hafn- arfjarðarkaupstaðar, en í þessari stuttu blaðagrein eru því miður ekki tök á að geta nema örlítils brots úr sögu bæjarins á þessu tímabili. Eins og annars staðar hérlendis, hefir orðið geysileg breyting til batnaðar á högum almennings í Firðinum á síðustu árum. Mikið hefir áunnizt í upp- byggingu bæjarins, en margt er enn óleyst og framtíðarverkefnin ærin. Er sú ósk borin fram á hálfrar aldar afmæli Hafnarfjarð arkaupstaðar, að þar megi ávallt ríkja blómlegt atvinnulíf og al- menn velmegun. öllum bæjarbú- um til heilla. G.E. Frá Hellisgerði. einstæðan stórhug að ræða af hálfu Bjarna. En hans verður líka minnzt nú á afmælinu af öðrum ástæðum. Auk verzlunar sinnar stofnsetti hann skipa- smíðastöð í Firðinum, þar sem smíðað var fyrsta íslenzka þil- skipið í sögu seinni tíma, en það og fleiri, er hann lét smíða, mörk uðu þáttaskil í sögu útgerðar okk ar íslendinga. Ekki eru tök að þessu sinni að ræða nánara um starfsemi Bjarna Sívertsens í Hafnarfirði, en eitt er víst, að hann mun ávallt verða talinn einn þeirra, sem með stórhug sínum hafa gert bænum mest og bezt gagn. allt frá því 'bærinn fékk kaup- staðaréttindi og til ársins 1929 höfðu útlendir aðilar á hendi hér umfangsmikla útgerð, sem veitti geysimikla atvinnu í bænum og bætti afkomu manna. Gerðu þeir út fjölda togara, reistu fisk- verkunarhús, lögðu reiti og stuðluðu þannig mjög að vexti bæj arins. Það var eiginlega ekki íyrr en 1914, sem togaraútgerð Hafn- firðinga hefst fyrir alvöru, en þá voru keyptir hingað togararnir Ýmir og Víðir, og fleiri bættust svo ekki við fyrr en að lokinni fyrri styrjöldinni. Of langt mál yrði að telja hér upp alla þá Einbýlishús Höfum kaupanda að femur litlu einbýlishúsi. Helzt í Vogahverfi eða á einhverjum fallegum stað í Aust- urbænum. MÁLFLUTNIN GSSTOF A Sigurður Reynir Pétursson hrl. Agnar Gústafsson hdl. Gísli G. Isleifsson hdl. Austurstræti 14, símar 1-94-78 og 2-28-70. Hafnarfjörður um það leyti, sem hann fékk kaupstaðaréttindi. Jaðar Börn, sem verða á 1. námskeiðinu að Jaðrl greiði vistgjöld sín 2. og 3. júní í Góðtemplara- húsinu kl. 4.30—6.30. Munið læknisvottorð. Nefndin. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja barnaskólahús á Sel- tjarnarnesi. Uppdrátta og lýsingar má vitja á teiknistofu húsa- meistara ríkisins, gegn 200.00 kr. skilatrygg- ingu. . Húsameistari ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.