Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVMtrAÐIÐ Sunnudagur 1. júní 1958 tltg.: H.t Arvakur, ReykjavIR. Framkvæindastjóri: Sigíús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Augiysmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjorn: Aðalstræti 6 Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjato kr 30.00 á mánuði ínnaniands. 1 iausasólu kr. 1.50 eintakið. ÓSTARFHÆF RÍKISSTJÓRN ALLUR ALMENNINGUR á íslandi gerir sér það nú fyllilega ljóst, að enda þótt vinstri stjórnin gengi aftur eftir að hún var fallin vegna ágrein- ings um eitt þýðingarmesta utan- ríkismál þjóðarinnar þá er stjórn in nú gersamlega óstarfhæf. Sprettur það fyrst og fremst af eftirfarandi staðreyndum: Ríkisstjórnin er í fyrsta _ lagi klofin í afstöðunni til efnahags- málanna og þeirrar löggjafar, sem hún hefur nýlega látið Ai- þingi samþykkja. Nokkur hluti þingmanna Alþýðuflokksins og kommúnistaflokksins greiddu at- kvæði gegn henni og lýstu þvi yfir að hún leiddi til öngþveitis og upplausnar. í öðru lagi er vinstri stjórnin nú komin í algera andstöðu við yfirgnæfandi meirihluta verka- lýðshreyfingarinnar, sem hún þó hafði heitið að hafa náin samráð við um allar tillögur sínar í efna- hagsmálum. Fjöldi verkalýðsfé'l- aga hefur sagt upp samningum og mörg þeirra hafa gert miklu hærri kauphækkunarkröfur, en gert er ráð fyrir í .,bjargráða'— tillögum stjórnarinnar. í þriðja lagi hafa samtök fram- leiðenda við sjávarsiðuna lýst því yfir að stjórnin hafi brotið á þeim samninga og að ekki sé annað sýnna en að „bjargráðin" hafi í för með sér stöðvun hjá einstök- um greinum útvegsins. í fjórða lagi standa yfir stöðug illindi um lausn landhelgismáls- ins milli stjórnarflokanna, enda þótt kommúnistar hafi lýst þvi yfir að þeir hafi unnið þar mik- inn sigur og beygt samstarfs- flokka sína til samkomulags um ákveðnar tillögur í málinu. í fimmta lagi standa yfir stöð- ug átök innan vinstri stjórnarinn ar um utanrkisstefnuna yfirleitt og afstöðuna ti dvalar varnarliðs ins hér á landi. Ríkisstjórnin á, í stuttu máli, sagt, ekki sameiginiega stefnu í einu einasta af hinum þýð- ingarmestu þjóðmálum. Hún er þess með öllu ófær að marka ábyrga stefnu í sam- ræmi við þjóðarhag í nokkru meiriháttar máli. Hlvtur að leiða til hruns Forysta slíkrar stjórnar hlýtur að leiða til hruns og mikillar ó- gæfu fyrir þjóðina fyrr en síðar. Að vísu má segja að það sé ekki ógagnlegur lærdómur fyrir ís- lendinga að stjórnin fær nú tæki færi til þess að framkvæma stefnuleysi sitt í efnahagsmálum, „bjargráða" frumvarpið, sem nú er orðið að lögum og komið til framkvæmda. Almenningi gefst þá enn betra tækifæri til þess að sjá hið algera úrræðaleysi og af- leiðingar þess. Það fer nú ekki lengur neitt á milli mála, hver hin „nýja leið“ vinstri stjórnar- innar var í efnahagsmálunum. Fólkið fær að sjá hana og reyna á næstu vikum og mánuðum. Því miður bendir allt til þess að hún hafi í för með sér stórfelld ný vandræði og geri allt ástand efna hagsmála okkar hættulegra og verra viðfangs en áður. Hvers ve^na ^átar síc»rn- in ekki uDnwiöf sína? Það sætir sannarlega engri furðu. þótt fjöldi fólks varpi fram þeirri spurningu, hvers vegna stjórnin játi ekki nú þegar Uppgjöf sína og segi hreinlega af sér Hún finnur sjálf að hún er raunverulega klofin í öllum hinna þýðingarmeiri mála. Leið- togar hennar sjá, hvernig allt síg ur á ógæfuhlið hjá henni, hvernig hagur þjóðarinnar versnar stöð- ugt undir forystu hennar. Hves vegna játar vinstri stjórn in ekki þetta, þegar svo er kom- ið, að mikill meirihluti hennar eigin stuðningsliðs telur að hún hafi algerlega brugðizt vonum allra þeirra, sem trúðu á mögu- leika hennar til þess að bæta að- stöðu þjóðarinnar og stjórna land inu af viti? Ástæða þessarar þrákelkni vinstri stjórnarinnar er fyrst og fremst sú, að ráðherrar hennar vilja ekki trúa sinum eigin augum. vilja ekki viður kenna það opinberlega að for- sendurnar fyrir áframhald- andi stjórnarsetu þeirra séu brostnar. Þeir vilja halda í persónuleg völd sín og stöður fram í rauðan dauðann, alveg án tillits til þess þó að það valdi þjóð þeirra' gífurlegu tjóni. Þetta er vissulega dapurleg staðreynd og bætir ekki hlut þeirra manna, sem sitja i hinní uppgefnu vinstri stjórn. Tímamenn klóra í bakkann Á því hefur verið vakin athygli hér í blaðinu, að það er Fram- sóknarflokkurinn, er ber þyngst- an hluta ábyrgðarinnar af því öngþveiti, sem vinstri stjórnin hefur leitt yfir þjóðina. Það var hann, sem sagði íslenlingum að ekki væri hægt að leysa vanda ís lenzkra efnahagsmála nema með kommúnistum. Það var hann er lagði megináherzlu á það að höf- uðnauðsýn íslenzkra stjórnmála væri að einangra Sjálfstæðis- flokkinn, sem nær 43% kjósenda kusu í síðustu alþingiskosningum og yfir 50% greiddu atkvæði í bæjar og sveitarstjórnarkosning- unum á sl. vetri. Það er líka Tímaliðið, sem nú reynir helzt að kóra í bakkann og verja það öngþveiti, sem vinstri stjórnin hefur steypt þjóð inni út í. Tíminn reynir jafnvel að skella skuldinni á Sjálfstæðis- menn fyrir það að Alþýðuflokks menn og kommúnistar í verka- lýðshreyfingunni hafa nú snúizt gegn stjórninni. Svona botnlaus er ræfildómur Tímaliðsins. Það reynir að koma ábyrgðinni á hinni vonlausu framkvæmd „bjargráðanna“ yfir á Sjálfstæð- isflokkinn, sem varað hefur við afleiðingum þeirra. Nei, vinstri stjórnin öll ber ein ábyrgð á fálmi sinu og uppg-jöf í efnahagsmálunum. Það getur engum hugsandi manni duiizt. UTAN UR HEIMI Tvíburatryggingar færast í vöxt MAÐUR nokkur í Kaupmanna- höfn, sem á barnshafandi konu, er nú þegar byrjaður að ganga um gólf, enda þótt enn sé ekki komið að þeim tíma, sem kona hans á von á barninu. Venjulega verða eiginmenn ekki svona taugaóstyrkir fyrr en konan hef- ur verið flutt á fæðingardeild- ina — og þeir bíða milli vonar og ótta um það hvort allt gengur vel, hvort það verður strákur, eða bara stelpa. En aðstæðurnar hjá þessum eina, sem farir.n ->r að ganga óþreyjufullur um gólf nokkrum mánuðum of snemma, eru mjög sérstæðar. Sannleikur- inn er nefnlega sá, að hann tryggðist hjá Lloyd gegn þvi, að konan hans tugnaðist tvíbura — og nú bíður eiginmaðurinn og vonar, að hún eignist tvíbura, því að tryggingarbæturnar eru hvorki meira né minna en 20.000 krónur (danskar). Þetta er ekki nýtt, að trygg- ingarfélög taki að sér að bæta eiginmönnum upp aukin útgjöld, sem þeir verða fyrir, ef eigin- konan eignast tvö börn í staðinn fyrir eitt. eins og eiginmaðurinn hefur búizt við. Lloyds tryggir fyrir öllu, eins ,g kunnugt er, en tvíburatryggingin er mjög marg- brotið fyrirtæki — og við hana starfa ætt- og erfðafræðingar. Áður en tryggingarsar.iningurinn er undirritaður hefur trygging- Tvíburar — 20,000 krónur. arfélagið aflað sér upplýsinga um tvíburafæðingar í ættum beggja — langt aftur í tírnann — og eru tryggingarbæturnar ákveðnar með hliðsjón af því. Þar, sem engar tvíburafæðingar finnast í mörgum ættliðum við- komandi hjóna, verða bæturr.ar tiltölulega háar, en ef tvíburar eru náskyldir hjónunum — og, ef eiginmaðurinn, eða eiginkonan eru sjálf tvíburar, þá borgar sig vart að tryggja, því að trygg- ingarfélagið vill ekki tefla á mikla tvísýnu í þessu efni. Þrlr hamingjusamir jazzmenn HEF ég haft áhrif á mannkynið? Hef ég aukið á hamingju fólks- ins Þessum tveim spurningum svara þrír negrar, þrír bandarísk um mig. Ég er alltaf að lesa blaðagreinar þar sem segir, að ég sé einn af „ambassadorum" Bandaríkjanna úti í heimi. Vegna þess að hljómlistin er sameigin- leg eign alls heimsins. Einmitt þess vegna geri ég engan mun á tungu eða trú — eða litarhætti manna. Smekkur fólksins breyt- ist, en ekki minna áheyrenda. Ég leik á minn gamla hátt og held því áfram þar til ég get ekki leik ið lengur ★ ★ ★ — Ég veit ekki til þess að líf mitt og ferill hafi haft neina Armstrong ætlar að halda áfram þar til hann gefst upp ir hljómlistarmenn, er nú gnæfa einna hæst í heimi jazzins, — þeir Louis Armstrong, Count Basie og Lionel Hampton Við | könnumst við þá alla. Unga fólk- ið hefur gaman af að heyra í : þeim og sjá þá á kvikmyndatjald inu, en þeir fara í taugarnar á mörgu eldra fólki — þeir eru allir komnir af unglingsárunum ★ ★ ★ Ég hef blásið í trompet síðan ég var 12 ára og ég get ekki hugsað mér að gera annað — seg- ir Louis Armstrong. Ég veit ekki til þess, að lífsstarf mitt hafi breytt lífi nokkurns manns, gert hans eða hennar líf hamingjurík- ara — en ég vona það. Hins veg- ar get ég sagt það, að ég er fyrsti bandaríski jazzleikarinn, sem heimsótti fjarlæg lönd til þess að kynna list mína — og mér hefur þótt vænt um alla. sem ég hef | hitt, og þeim hefur líka þótt vænt Ég vil vera virkur þátttakandi þar til ég heyri síðasta trompet hljóminn.........segir Basic meiriháttar þýðingu fyrir hljóm- listina né mannkynið — og mig langar heldur ekkert til þess að hafa áhrif á einn né annan, ég er hamingjusamur — aðeins yfir því að geta verið með í jazzin- um. Þetta segir Count Basie — og hann heldur áfram. Ég elska ekkert annað en jazz og ég vil vera virkur þátttakandi þar til ég heyri síðasta trompethljóminn hátt þarna uppi. ★ ★ ★ Ef til vill hef ég megnað að sannfæra einhverja um að „swing" er ekki dægurfluga, en annars hef ég verið allt of önn- um kafinn við að leika til þess að getáð hugleitt hvort ég er einhverjum einhvers virði, segir Lionel Hampton. Ég byrjaði á því að leika jazz með Louis Armstrong, en síðar fór ég til Benny Goodman — í „swing". Mér finnst alltaf gaman að hreinræktuðum jazz, en ég er „swing“ maður — og „swing“ hef ur gefið mér mikið. Auðvitað finnst mér ágætt að vinna fyrir miklum peningum, en þegar ég hef vibrafoninn fyrir framan mig — og við tökum smá ,jamsession“, ja — þá er mér alveg sama um alla peninga. Það hrífur mig, ég er í miðri hring- iðunni af því að ég elska það —- af því að það er einmitt, sem ég er bezt fallinn til. Hvað í ósköp. unum ætti ég þá að gera annað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.