Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 24
fall fyrsl um sinn Horfir til vandrœða vegna þurrka syðra MIKLIR þurkar hafa verið undan farinn mánuð sunnanlands. Heita má, að ekkert hafi rigm alan mai mánuð á svæðinu frá Reykjavík austur x Mýrdal, en stöku sinnum hafa verið skúrir i Skaftafejls- sýslu. Ekki hefur þ6 bætt úr skák að víða hefur verið frost á hvern nóttu. Víða um Suðurland horfir því til mikilla vandræða, spretta er sáralítil, jörð grá og vorverk hafa tafizt. Sólskin hefur verið mikið sunnanlands, og líkur til, að meira sólskin mælist þar í maímánuði i ár en nokkru sinm áður, síðan mælingar hófust, að því er Veðurstofan tjáði blaðiuu í gær. Eins og er, munu engar horfur vera á úrkomu Ekki kcmið dropi MYKJUNESI, Holtanici.pi, 31. Mjög gróðurlítið er hér enn enda er þetta einn kaldasti maí- mánuður um áratugi. Ofurlítið er farið að grænka, en viðast hvar er jörðin grá, enda hefir ekki komið dropi úr lofti allan þennan mánuð. Hvai'vetna er skrælþurrt. ' Frost hefir verið flestar nætur. Horfurnar eru því ekki glæsilegar og tafir hafa orðið á vorverkum. Ekkert áveituvatn SELJATUNGU, Árn., 31. maí. — Hér hefur verið kalt i veðri og miklir þurrkar. Horfir til mikiila vandræða, þar sem Ölfus á er svo vatnslítil, að ekkert áveituvatn rennur í áveituskurð- ina. Spretta er sáralítil, og hagar aðeins fyrir sauðfé. Er því ekki fyrirsjáanlegt, hvenær hægt verð ur að láta út nautgripi, því að enginn gróður er fyrir þá. Áfall hefur verið nokkrar undanfarnar nætur, og hefur gróður heidur lagazt við það. Útlit er því ekki glæsilegt, mik ið gengur á heybirgðir bænda, og sýnilegt er, að gefa verður nautgripum um ófyrirsjáanlegan tíma. Meðan fé var á húsi, var því gefinn mikill fóðurbætir til að drýgja heyin. Lítið er farið að bera á tún af kjarna eða salt- pétri, enda hefði það lítið að segja vegna þurrkanna, og gæti aðeins gert iilt verra á þeim svæðum, þar sem þurrkarnir | hafa verið mestir. 1 Sauðburður hefur gengið all- sæmilega. — Fréttaritari. AKRANES: Verkalýðsfélag Akraness og V erzlunarmannaf élag Akraness. AKUREYRI: Bílstjórafélag Akureyrar (launþegadeild), Félag verzlunar- og skrif- . stofufólks, Sveinafélag járniðnaðarmanna, Verkakvennafélagið Eining, Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar. IIAFNARFJÖRÐUR: Iðja, félag verksmiðjufólks, Verkakvennafélagið Framtíðin, Verkamannafélagið Hlíf. KEFLAVÍK: Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur. SAUÐÁRKRÓKUR: Verkakvennafélagið Aldan. SIGLUFJÖRÐUR: Verkakvennafélagið Brynja, Verkamannafélagið Þróttur. ÁRNESSÝSLA: Járniðnaðarmannafélag Árnessýslu, V erzlunarmanuaf élag Árnessýslu. STYKKISHÓLMUIt: Verkalýðsfélag Stykkishólms. Ekki prenlaraverk- Sigurður Friðjón Eldhúsdagsumrœður trá Alþingi á mánudags- og þriðjudagskvöld ELDHÚSDAGSUMKÆÖUR fara i'ram á Aiþingi n.k. inúnuda^s- og liriðjudagskvöld. Verður þeini að vanda útvarpað. Fyrra kvöldið verður röð flokk- anna l>essi: Sjálfytæðisflokkur, Framsóknarflok*kur, Alliýðuflokk- ur og Komniúnistaflokkur. Af liálfu Sjálfstæðisnianna tala þá, þeir Ólafur Thors þni. Gullbringu- og Kjósarsýslu, form. Sjálfstæðis- flokksins, Friðjón Þórðarson, 11. landkjörinn þingmaður og Sigurð- ur Bjarnason þm. Norður-ísfirð- inga. Verður aðeins ein ræðu um- ferð þetta kvöld og skipta þessir þrír fulltrúar flokksins 60 mínút- um á milli sín. Hefst útvarpið fii Alþingi 'kl. 8 stundvíslega á mánu- dagskvöldið. Á þriðjudagskvöldið verða þrjár ræðuumferðir. Af liálfu Sjálf- slæðisflokksins tala þá þeir Jón Fálmason, þm. Austur-Húnvetn- inga, Ingólfur Jónsson 1. þm. Rangæinga og Gunnar Thorodd- sen, 6. þm. Reykvíkinga. Röð ilokkanna verður þá scm liér seg- ir: Komniúnistaflokkur, Sjálfstæð- isflokkur, Alþýðuflokkur og Fram sóknarflokkur. Sjómenn greiða afkvæði STJÓRN Sjómannafélags Reykja víiiur hefur tilk. að hún muni láta fram fara allsherjaratkvæða- greiðslu, um heimild til stjórnar félagsins að boða til vinnustöðv- unar. Þessi atkvæðagreiðsla fer fram meðal háseta og kyndara á verzlunarflotanum. Hefst atkvæða greiðslan á morgun mánudag í skrifstofu félagsins og lýkur á miðvikudagskvöldið. Einnig fer þessi átkvæðagreiðsla fram um borð í skipum sem ekki eru hér í höfninni. Sjómannadagurinn DAGURINN í dag er helgaður sjó- mannastéttinni, sem þjóðin þakkar vel unnin slörf. í flestum kaup- stöðum landsins og einnig víða í kauptúnum, verður sjóniannadags ins minnst með ýmsum ha’-tti. Hér í Reykjavík verður niikil sanVkoma við Austurvöll og í höfninni verð- ur háð róðrakeppni, svo nokkuð sé nefnt. Nú er franiundan niikill anntími á vélbátaflotanum en það er síldarverlíðin fyrir Norðurlandi. Nú er sú spurning á allra vörum: Hvernig skyldi síldarvertíðin ganga 40 launþegasamtök hafa sagt upp samnlngum AÐ því er Vinnuveitendasam- band íslands tjáði Mbl. í gær. hafa engar samningaviðræður haf izt milli þess og verkaiýðáfélag- anna, sem sögðu upp kaup og kjarasamningum sínum miðað við 1. júní, að öðru leyti en því, að einn fundur hefur verið haldinn með hverju af þessum félögum hér í Reykjavík: Verzlunarmanna félagi Reykjavíkur, Trésmíðaféi. Reykjavíkur og Fél. ísl. kjötiðn- aðarmanna. Hafa þessi félög gert grein fyrir helztu kröfum smum. Torfi Hjartarson sáttasemjari ríkisins hefur verið beðinn að hafa milligöngu um samninga verzlunarmanna í Reykjavík og vinnuveitenda. Frá öðrum félög- um hafa ekki borizt neinar kröt- ur til Vinnuveitendasambandsins. Eftirtalin launþegasamtók hafa sagt upp kaup- og kjarasamning- um frá og með deginum i dag að telja: Reykjavík: A.S.B. félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkursölubtiðum Bókbindarafélag ísiands, Félag bifvélavirkja, Félag blikksmiða, Félag islenzkra kjötiðnaðar- manna, Félag íslenzkra rafvirkja, Félag járniðnaðarmanna, Félagið Skjaldborg, Hið íslenzka prentarafélag, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Málarafélag Reykjavíkur, Mjólkurfræðingafélag fslands, Múrarafélag Reykjavíkur, Prentmyndasmiðafélag íslands, Félag starfsfólks í veitinga- húsum, Sjómannafélag Reykjavíkur, Sveinafélag húsgagnasmiða, Sveinafélag pípulagningar- manna, Sveinafélag skipasmiða, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkakvennafélagið Framsókn. SmjörlíkiS um miðja viku AFGREIÐSLA smjörlíkisgerð- anna skýrði Mbl. svo frá í gær, að bankarnir hafi nú „hleypt í gegn“ nauðsynlegum greiðslum vegna hráefniskaupanna, en þau hafa legið hér í vörugeymslum að undanförnu. Standa vonir til þess að smjörlíkið komi í búðirnar í bænum aftur á miðvikudag eða fimmtudag, — og þá með nýju verði að sjálfsögðu. Klukkan 1,30 í gærdag var boð- aður fundur í Hinu íslenzka prentarafélagi, þar eð taka ukyldi afstöðu til verkfalls er boðað hafði verið frá og með deginum í dag að telja. Á þessum fundi var lagt fram samningstilboð frá prentsmiðjueigendum. Var það borið upp og fellt með 101 at- kvæði gegn 22. Jafnframt var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um það að vísa kjaradeilunni til sáttasemjara rík isins. Studdu þá tillögu 96 en á móti voru 31. Á fundinum var engin samþykkt gerð varðandi verkfallsboðun og má því gera ráð fyrir að pretarar vinni a.m.k. fyrst um sinn upp á væntanlega samninga. Þeir gera kröfu um 5% launahækkun að viðbættri launa hækkun sem bjargráðafrumvarp- fð kveður á um. Fundur þessi stóð í tæpa tvo klukkutíma. Slæmf gróðrarúflif á Héraði EGILSSTÖÐUM, 31. maí. Fram að hvítasunnu var kalt hér um sióðir og fé hvarvetna haft í hús um eða við hús yfir sauðburðinn. Veður var þó oftast stillt, en hin ir iangvinnu þurrkakuldar hafa farið illa með jarðveginn og gi-óðraútlit því mjög slæmt. Nú er heidur að hlýna, en þó er dumbungsveður dag hvern. Jörð er óeðliléga þurr og lítið farin að grænka, xétt farið að slá I ný- rækt. í dag er verið að ýta af Fjarð- arheiði, en áður var búið að opna vegina til Norðfjarðar, Fáski'úðs* fjarðar og Borgarfjarðar. Nú ný- lega var byrjað að reyna vélarn- ar við Grímsárvirkjunina, eða „þurrka rafalinn" eins og þeir kalla það. 1 kvpld gengst Ung- mennafélag Egilsstaðahrepps fyr ir'skemmtun hér á staðnum. Þar sýna meðlimir ungmennafélags- ins leikritið Dollarapx'insinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.