Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 10
10 MORCUNBT AÐIÐ Sunnudagur 1. júní 1958 fíi'i&iiSiSW'i::^ &,..;,,.... Georges Bidault var að spjalla við starfsbróður sinn um gáfna- prófið, sem nýliðar í franska hernum verða að gangast undir: — Hugsa sér, að þrír af hundr- aði héldu, að konungur réði ríkj- um í Frakklandi, sagði þingmað- urinn. — Ja-há, sagði Bidault. En hvað má þá segja um þá 97 af hundraði, sem álitu, að Frakk- landi væri stjórnað ai stjórn? Er kvikmyndaframleiðandinn Alfred Hitchcok var að /ínna að töku nýjustu kvikmyndar sinnar, bar það við morgun nokkurn, að aðstoðarmaður hans kom gleið- brosandi til móts við Hitchcok, er hann kom til vinnu sinnar: — Ég hefi komizt að raun um, að ein af ungu aðstoðar- stúlkunum hef. ir leikhæfi- leika, sagði að- stoðarmaður. inn. Hitchcok ræskti sig og varð þung- brýnn: — Er þá aldrei hægt að taka nokkra kvikmynd, án þess að eitthvað verði til trafala í miðri myndatökunni? Fólk Þessi andlit á myndinni koma ekki ókunnuglega fyrir sjónir, en í fljótu bragði getum við þó ekki minnzt þess, að við höfum oft séð myndir af þeim í blöðun- um. Hins vegar höfum við oft séð myndir af skyldmennum þeirra. Stúlkan er María Scicolone, systir Sophiu Loren, og með henni á myndinni er Romano, sonur einræðisherrans Mussolini. Hér eru þau stödd á jazztónleik- um í Róm. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn, sem þau hittast. Síð- ur en svo. Þau hafa lengi verið góðir vinir, enda eiga þau sam- eiginlegt áhugamál, tónlistina HÉR á dögunum skömmu eftir að stjórn Felix Gaillards féll í Frakklandi, voru þeir Konrad Adenauer og Ludwig Erhard að ræða um það, hver myndi nú setjast í forsætisráðherrastólinn í Frakkandi — Segðu mér mér nú hrein- skilnislega, sagði Aden- auer, hver held I ur þú, að taki j við af Gaill-1 ard? — Skyldiþað ekki verða Ró- bert Schuman? sagði Erhard. — Róbert Schuman! En hann er alltof gamall? sagði forsætis- ráðherrann. Schuman er 71 árs, en Aden- auer 82. | Hún er söngkona, en hann er I píanóleikari. Og auðvitað velta j menn því fyrir sér, hvort þau Frank Sinatra vakti fyrstur at- hygli á Maríu Scicolone sem söng konu. ' í fréttunum muni ekki að lokum rugla saman reitum sínum og anga í heilagt hjónaband. Þess má geta, að Vélstjórar - Btgerðarmenn Ttlunið hina (rábœru dicsehéla smurningsotíu ESTOR D-3 ESTOR D-3 fyrirbyqgir festingu þéttihringa ESTOR D-3 kemjur i veg {yrir sótmyndun í vélinni og þess vegna verður minna slit á (ódr- ingum og bullum. ESTOR D-3 inniheldur sýrueyðandi elni, sem varnar tæringu á slitflötum velarínnar. ESTOR D-3 afreksolían stóreykur endingu vélanna og skapar marg aukið öryggi. ESTOR IJ-3 4 r OLIUFELiaiB KF. Leikonan Paulette Goddard og rithöfundurinn Eric Maria Rem- arque giftu sig fyrir skömmu. Þau eru ekki kornung, en hafa þó strengt þess heit að koma í veg fyrir, að rómantíkin kafni í þrasi hversdagslífsins. Þau hafa því leigt sér hvort sína íbúð — að vísu í sömu bygging- unni — og heimsækja hvort annað öðru hverju. Er þau halda vinum sínum veizlur, eru MSS^fifflSS þau gestgjafar til skiptis. Framtíðin mun leiða í Ijós, hvort þetta er rétta leiðin til hjónabandssælunnar. Sagt er, að Pierre Pflimlin hafi látið mikið á sjá síðustu dagana, áður en stjórn hans sagði af sér. Hann dregur held- ur enga dul á, að hann hefir orðið að beita ýmsum ráðum til að þola allt það, sem á hann var lagt. — Hvernig getið þér unnið 24 klukkustundir á sólarhring? spurði þingmaður nokkur Pflim- lin. — Tja, sagði Pflimlin og brostl dauflega Það er sprautum og pillumað þakka. — Já, einmitt já, sagði þing- þingmaðurinn. Sprautum og pillum. Ef til vill er það einmitt þetta, sem franska lýðveldið hefir þörf fyrir! Gina Lollobrigida neytti at- kvæðisréttar síns eins og aðrir ítalir sl. sunnudag. Hér sést hún afhenda kjörseðil sinn á kjörstað. Hún greiddi atkvæði sitt í þorp- inu Sabaudia, skammt suður af Róm. Einar Ásmundsson liæstarcttarlögmaður. Hafsteínn Sigurðsson héraðsdómslugmaður Símj 15407, 19P1Ö. Skritstofa Hafnarstræti 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.