Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 20
20 MORGVNBL AÐIÐ Sunnudagur 1. Júní 1958 „Ég er yður innilega þakklát fyrir skilninginn, madame", sagði Joan hásróma og með grátstaf- í kverkunum. — „Ég vildi bara að ég hefði talað um þetta við yður fyrir löngu. Ég hef kvalizt svo milsið af áhyggjum og hræðslu". „Og yður hefur ekki dottið í hug að gera Ron að trúnaðarmanni yð- ar?“ spurði madame Cortes og bætti svo við, þegar Joan svaraði ekki: — „Það hefðuð þér áreiðan lega gert, ef þér hefðuð ekki elsk- að hann. Þegar stúlka elskar mann, getur hún fengið hinar und arlegustu hugmyndir". Þegar Joan kom aftur á hár- greiðslustofuna, tilkynnti madame Claire henni að frú Leishman hefði komið og mælzt til þess að Lisette kæmi niður í káetuna hennar klukkan átta um kvöldið. „Það er nokkuð seint og ég sagði það líka við hana, en hún svaraði því til að hún væri önn- um kafin allan daginn svo að það gæti ekki orðið fyrr og að hún myndi borga þér vel fyrir vikið“. „Forðizt alveg sérstaklega þá staði á skipinu, þar sem þér gætuð ekki kallað á hjálp, þótt þér þyrft uð á hjálp að halda", hafði Jean Collet sagt og nú minntist Joan þessara orða hans, en hún gat ekki með góðu móti neitað að þjóna frú Leishman. Hún hafði mikið að gera allan síðari hluta dagsins og það var komið fram yfir lokunartíma, þeg- ar síðasti viðskiptavinurinn kvaddi. Hinar stúlkurnar voru farnar, svo að þau monsieur Charles og hún, voru ein eftir. „Þér verðið of sein í hádegis- verðinn, Lisette", sagði hann. — Hann var alltaf mjög kuldalegur í viðmóti við hana. „Nú verður alls enginn tími til að borða hádegisverð, monsieur Charles, því klukkan átta á ég að vera komin niður í káetu frú Leishman og fyrst verð ég að ljúka öllum undirbúningi, svo að ég geti tekið á móti madame Cortes snemma í fyrramálið. Hún kemúr, eins og þér vitið, löngu áð- ur en við opnum stofuna. Ef þér viljið, þá get ég raðað til í sýn— ingarskápnum áður en ég fer. Það er allt í einum hrærigraut þar, vegna þess að við höfum selt tals- vert mikið úr honum í dag“. Hann leit á skápinn, svo tók hann lykilinn úr hringnum sínum og rétti henni. Hann brosti, en. mjög vingjarnlegt bros var það ekki. — „Þér ætlið kannske að bæta fyrir hegðun yðar í gær- kveldi?" spurði hann. HÉg veit ekki til þess að ég hafi hegðað mér neitt illa“, svaraði hún kuldalega. — „Ég var lasin og fékk svo mjög slæmt sjóveikis- kast, þegar ég kom niður í káet- una mína“. 1 þetta skipti var bros hans vin- gjarnlegt og næstum afsakandi. „Var það sjóveiki? — Þá er allt fyrirgefið. Romantík og sjóveiki eiga aldrei saman. Við skulum hittast uppi á þilfarinu eitthvert annað kvöld, þegar betur stendur á. Hvað segið þér t. d. um annað kvöld?“ Joan skildi að hún átti mjög illt með að segja blákalt nei við þessum tilmælum hans. „Það getum við vel gert, monsieur Charles". „Ég hélt að við hefðum komið okkur saman um að strika þetta monsieur alveg út“. „Já, fyrir utan dyr hárgreiðslu- stofunnar", sagði hún brosandi. „En nú erum við stödd innan við þær. Ég breyti bara í fyllsta sam- ræmi við fastmælin“. „Þú hefur svar á reiðum hönd- um við öllu“, sagði hann hlæjandi. „En það er nú ekki alltaf svarið sem maður vill helzt fá.....Það var fallega gert af þér að raða til í sýningarskápnum. Láttu mig nú hafa lykilinn aftur og svo fer ég að borða. Hádegisverð minn vil ég fá og engar refjar“. Hann tók við lyklinum og stakk honum í vasa sinn. Joan veitti því athygli að hann setti hann ekki á lyklahringinn aftur. Rétt á sama andartaki \ar drepið á dyrn- ar og einn skipsdrengurinn kom með símskeyti tii Charles Morelle. „Viljið þér gera svo vel að láta mig fá móttökukvittun?“ Morelle náði sér í kvittanabók- ina og skrifaði kvittun. Joan vissi ekki hvers vegna hún leit niður á blaðið, en hún varð sem þrumu lostin, er hún sá nafnið hans. Hún vissi jafnskjótt að þessa skrift hafði hún séð einu sinni áður — á umslaginu sem Lisette hafði fengið stuttu áður en hún flúði í land í Southampton. Joan hafði sjálf tekið það upp af gólfinu. Bréfið hafði Lisette rifið sundur og fleygt sneplunum út um kýr- augað. Það bréf hafði verið frá Charles Morelle. En Lisette hafði sagt að hún þekkti ekki monsieur Charles. — Hafði hún sagt ósatt? Eða gat þessi maður sem Lisette sagðist óttast verið Charles? Öðru vísi gat Joan ekki fengið hann til að passa á myndina. En önnur skýr- ing var líka hugsanleg. Lisette hafði kannske átt að mæta á hár- greiðslustofunni þennan dag og svo þegar hún lét ekki sjá sig þar hafði Charles bara skrifað henni og spurt hvað fjarveru hennar ylli. Þannig gat þessu verið farið og sá möguleiki varð Joan til mikils hugarléttis. Taugarnar voru ekki í góðu lagi og þess vegna var hún farin að tortryggja allt og alla. Charles Morelle opnaði skeytið og las það. Svo stakk hann því í vasa 'sinn. „Ég neyðist víst til að svara þessu, Lisette. Viltu læsa dyrun- um á eftir þér, þegar þú ferð?“ „Já, ég skal gera það, mons. . Ég skal gera það, Charles". „Þetta var betra cherie“, sagði hann hlæjandi. — „Þú lærir það, þótt seint gangi“. Auðvitað datt Joan það aldrei í hug að frú Leishman hefði sent boð eftir henni vegna hárgreiðsl- unnar og þess vegna hélt hún til káetu frúarinnar með beyg í brjósti. Hún vissi að frú Leish- man hafði sterkan grun um það, að hún væri alls ekki Lisette. Aft- ur minntist hún aðvarana Jean Collet, en hún var neydd til að virða þær að vettugi. Frú Leishman var í gylltum samkvæmiskjól með dýrmætt de- mantsmen um hálsinn. „Hárið á mér er alveg hræði- legt“, sagði hún — „og hvernig ætti annað að vera eftir allan þennan storm í dag . “ Hún strauk öllum tíu fingrunum yfir úfið hár- ið. — Joan burstaði fyrst stuttklippt hár frúarinnar mjög vandlega og gekk svo frá greiðslunni sem bezt hún gat. „Hvernig haldið þér að þetta sé, frú Leishman?" snurði hún að því loknu og rétti henni handspegil- inn, svo að hún gæti sjálf séð, hVfernig hárið fór í hnakkanum. „Ágætt, prýðilegt", tautaði frú Leishman, en hún leit raunveru- lega alls ekki í spegilinn. — Hún horfði niður á lakkaðar neglur sínar og hélt áfram: — „Þér mun legt af yður að sýna tilfinningar yðar til hins unga Cortes á svo opinskáan og augljósan hátt, að frænka hans krefur yður reikn- ingsskapar á því?“ „Ég skil ekki við hvað þér eig- ið. .. .“ Joan var gersamlega agn- dofa af undrun. „Verið ekki með uein ólíkinda- læti, Lisette. Eins og ég sagði áð- an, þá vil ég helzt tala við yður í fyllstu hreinskilni. Ég veit að þér óskið þess framar öllu öðru að krækja í Ron Cortes, en þér hagið yður mjög heimskulega. Það var mjög óhyggilegt af yður að láta gömlu frúna sjá yður út. Nú getið þér séð hvað þér hafið grætt á því. Frú Cortes sagði jú skýrum orðum við yður, að ef frændi henn ar kvæntist yður, þá yrði nafn hans strikað út af erfðaskránni hennar. Þér hafið gert gömlu Amy Cortes að fjandmanni yðar og það er hættulegt. Ef hún snýst gegn einhverjum manni, svífsthún einsk is til að koma þeim hinum sama á kné. Ef Ron kvæntist yður samt sem áður, þá verði þið bara að vona að sú gamla deyi áður en henni vinnst tími til að hrófla við erfðaskránni. Hún er nú líka orð- in gömul og hjartveik, svo að dauða hennar getur borið brátt að höndum". Joan datt helzt í hug að frú Leishman myndi vera eitthvað rugluð í kollinum. „Ég skil ekki orð af því sem þér ei-uð að tala um, frú Leish- man“, sagði hún í andmælaskyni. „Madame Cortes hefur aldrei minnzt á.neitt af þessu við mig“. „Nú ljúgið þér, Lisette. Og það er alveg tilgangslaust fyrir yður að ljúga, vegna þess að við — ég meina — vegna þess að ég veit meira en þér haldið. Og það vill líka svo óheppilega til fyrir yður að það voru vitni til staðar í dag, „Auðvitað geri ég það — þegar þvaðrið vekur hjá mér áhuga“. ið eflaust eftir því, að við minnt umst á Ron Cortes hérna um kvöldið, Lisette. Ég talaði við yð- ur eins og vin og ég vona að það kunningjasamband eigi eftir að styrkjast okkar .’ milli. .. Ágætt, þá get ig talað við yður eins og mér býr í brjósti. Getið þér ekki séð það sjálf, hvað það er fávís- þegar hún sagði, að fram að þessu hefði sér tekizt að hindra gift- ingu Rons og að hún myndi gera það eftirleiðis og að ef Ron kvænt ist gegn vilja sínum þá myndi hún ekki arfleiða hann að einum ein- asta skildingi. Þorið þér að neita því, að hún hafi sagt þetta, þegar þér heyrið að ég hef vitni að því?“ Undrun Joans breyttist í reiði. „Hún sagði eitthvað þessu líkt, en þeim orðum var samt ekki beint til mín“, svaraði hún æst. „Hvernig dirfist þér að halda öðru eins fram?“ Frú Leishman barði nöglunum við framtennurnar og brosti yfir lætislega: — „En að þér skulið reyna að bera á móti þessu, Lis- ette. Ég endurtek það, að ég get komið með vitni að því sem sagt var. Það var einungis til þess að aðvara yður sem ég minntist á þetta. Segjum nú sem svo, að ma- dame Cortes dæi snögglega — og fólk fengi að vita hvað hún sagði við yður í dag......Er yður ekki 'ljóst hvað það gæti haft alvarleg ar afleiðingar í för með sér, fyrir yður og aðra persónu, sem við þurfum ekki að nefna með nafni?“ „Ég held að ég viti nokkurn veg inn hver þetta svokallaða vitni yð- ar er“, sagði Joan rólega. — „Það hlýtur að vera þjónninn, sem kom með smurbrauðið. Hlustið þér virkilega á þvaðrið í þjónunum, frú Leishman?" „Auðvitað geri ég það — þegar þvaðrið vekur áhuga minn. Þ. e. a. s. þegar það er um fólk sem ég þekki....“ Hún hló kuldalega. — „Enda væri lífið leiðinlegt og til- breytingarlaust, ef við gætum ekki sagt slúðursögur um hvort annað. Frú Leishman stóð á fætur og Joan kvaddi og fór, eftir að hafa afþakkað dollaraseðilinn, sem frú Leishman vildi þrýsta í lófa henn- ar. Þegar Joan var komin út á gang inn, leit hún á úrið sitt. Madame Cortes hafði sjálfsagt ekki lokið við að borða hádegisverðinn enn- þá, svo að hún hafði nægan tíma til að fara með áhaldatöskuna inn á hárgreiðslustofuna. Stígur kveikir í „Þetta setti að nægja skinnunum Ifá þá út úr kofanum“, sagði hann. | hundunum. Þeir mega ekki verða lum bakdyrnar, hlaupum við ínn tii þess að ! „Svo verðum við að rumska viðl af gamninu. Þegar þeir koma út' um aðaldyrnar og lckum þa uti . ajlltvarpiö Sumiudagur 1. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 9.30 Fréttir og morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Messa í Neskirkju (Prestur: Séra Jón Thorarensen. Organleikari: Jón ísleifsson. 14.00 Frá útisamkomu sjómannadagsins við Austurvöll: a) Minnzt drukknaðra sjómanna (Biskup Islands, herra Ásmundur Guðmundsson, talar. Guðm. Jóns son syngur). b) (Lúðvík Jósef-s- son sjávarútvegsmálaráðherra, Þorsteinn Arnalds skrifstofustj., fulltrúi útgerðarmanna og Andrés Finnbogason skipstjóri, fulltrúi sjómanna. c) Afhending heiðurs- merkja (Henry Háldánsson). — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. — 15.30 Kaffitíminn: Óskar Cortes og félagar hans leika. 16,00 Mið- degistónleikar (plötur). 17.00 Sunnudagslögin. 18.30 Barnatími (Þorsteinn Matthíasson kennari): a) Framhaldssagan: „Hnyðra og Hnoðri": IV. (Rannveig Löve kennari). b) Skúli Þorsteinsson kennari les sögu. c) Guðmundur Snædal leikur á munnhörpu. d) „Kolkrabbaveiðar“, saga eftir Þor stein Matthíasson. 19.30 Tónleik- ar. 20.20 Hljómsveit Ríkisútvarps ins leikur. Stjórnandi: Hans-Joa chim Wundei'lich. 20.50 Sjómanna dagsþáttur. — Umsjónarmenn: Loftur Guðmundsson og Jónas Jónasson. 21.35 Frá skemmti- kvöldi Hallbjargar Bjarnadóttur: Söngur og eftirhermur. 22.05 Danslög, þ.á.m. leikur hljómsveit Karls Jónatanssonar. — Guðrún Erlendsdóttir stjórnar danslaga- flutningnum. 01.00 Dagskrárlok. Máiiudagur 2. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Þingfréttir. 10.00 Útvarp frá Alþingi: Almennar stjórn- málaumræður (eldhúsdagsumræð- ur); — fyrra kvöld. 60 mín. til handa hverjum þingflokki. Dag- skrárlok laust eftir miðnætti. Þriffjudagur 3. jún' Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Þingfréttir. 20.00 Útvarp frá Alþingi: Almennar stjórnmála umræður (eldhúsdagsumræður); — síðara kvöld. 50 mín til nanda hverjum þingflokki. Dagskrárlok laust fyrir miðnætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.