Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1958, Blaðsíða 2
2 MOttfírnvnr 4fíiÐ Fimmtudagur 29. mai 1958 Uppþotinu lauk jafn- hljóðlega og það hófst MEÐAL þeirra erlendu stjórn- gæzlumanna sem komu hingað með Meteor á dögunum var Áke Pontén frá Uppsölum, iandsfo- geti í Uppsala léni. Tíðindamaður Mbl. hitti landsfógetann að máli um borð í Meteor og spurði frétta af löggæzlumálum Svia. Var landsfógetinn hinn alúðleg- asti og leysti greiðlega úr hverri spurningu. — Uppsala léni er skipt í át'a lögsagnarumdæmi, og eru Lípp- salir eitt þeirra. Hveiju lögsagn. aiumdæmi er síðan skipt í smærri umdæmi. I hverju um- dæmi er sérstakur saksóknari, sem tekur til meðferðar öll þau mál, sem koma fyrir í umdæmi hans. Þetta <efur nokkuð gang Áke Pontén, landsfógeti mála, en einmitt um þessar mund ir situr nífnd á rökstólum sem vinnur að endurskipulagr.ingu löggæzlumá'a í Svíþjóð Umdæm in hafa reynzt of smá og koma einkum tit greina tvær leiðir th úrbota. Önr.ur er sú að gera alb, landið að einu lögsagnarumdæmi Með því móti væri hægt að taka hvert mél fyrir þegar í stað án tillits til þess hvar málsaðilar væru lögskráðir. Hin leiðin, sem til greina kemur er sú, að útbúa stóra vagna svo þeir verði nokk- urs konar hreyfanlegar lögregiu- stöðvar. I þessum vögnum væri allt, sem þyrfti til að útkljá mát, og þar gæti almenningur fengið sakir sinar gerðai upp án nckk- urra vafninga. Hvor þessara leiða. sem vahn yrði myndi spara mikinn tíma og mikla fynrhöfn. Áke Pontén landfógeti er jafn- framt borgarfógeti í Uppsölum. Eg spyr hann hvort ekki sé erfitt að halda uppi lögum og reglu í þessum fornfræga stúdentabæ — Það er ekki svo erfiti Stúd- entarnir halda sínar hátiðir, en þær ganga fljótt yfir. En ég get sagt yður skemmtilegar sögur af einum fyrirrennara minna. Ed vard Raab, sem var lögregiu- stjóri í Uppsölum 1879—1900 Um Slal fötum í erlendum skipum UM hvítasunnuna var maður handtekinn um borð í bandarísku kaupfari hér í Reykjavíkurhöfn. Þar hafði hann stotið tösku. —> Lögreglan flutti manninn heim til sín. Hann fór þó á kreik aftur skömmu síðar. Félagi hans slóst nú í för með honuni. Er skemmst frá því að segja að þeir tóku sér bíl og oku í honum framundir morgun. Þeir fóru aftur um borð í kaupfarið stálu þar einum föt- um, þá komust þeir um borð í brezkt eítirlitsskip, og stálu þar tveim frökkum. Að lokum hlupu þeir á brott án þess að greiða bílstjóranum nokkur hundruð króna skuld. En þeir höfðu ekki iengi leikið lausum hala, er þeir urðu á vegi lögreglumanna. Voru þeir hanteknir um ki. (j um morguniun. hans daga voru stúdentarnir | meiri ólátabelgir en nú. Þeir sófn uðust saman á Stóra torginu og létu ófriðlega. Þegar uppþotið var í algleymingi gekk lögreg.'u- stjórinn niður á torgið og las upp þann kafla laganna, sem fjallaði um viðurlög við óspikt- um. Daginn eftir gaf hann svo skýrslu til fylkisstjórans bess efnis að uppþotinu hefði lokið jafn-hljóðlega og það byrjaði. i Eitt sinn varð eldur laus í Upp- sölum á dögum Raabs. Er hann kom á staðinn var lar ekkert slökkvilið en fjöldi manns haíði safnast saman til að horfa a eldmn. Kaab leit á aðstæður, en nrópaði svo til mannfjóldan*: „Fænð ykkur svo pið hindrið ekki eldsvoðann!“ — Raab var einnig fru.mlegur í skýrsiugerð. Eitt sinn kom hann til vndirmanns síns með skyrslu og bað hann skipta henni til helns inga, en bætti svo við: „En seinni helmingurinn verður ekki nerna fjórðungur". Þessi vinnubrögð Raabs eru nú annars að n.örgu ieyti til fynrmyndar, sagði larids- fógetinn að lokum. Minmngarsjóður dr. Urbancic EINS og áður hefur verið getið um í blöðum hefur Þjóðleikhúss- kórinn, stofnað minningarsjóð í þakklætis- og virðingarskyni fyr- ir ómetanleg störf hins látna stjórnanda kórsins. Sjóður þessi er ætlaður til styrktar lækni til sérnáms í heila- og taugaskurðlækningum, en tilfinnanlegur skortur hefur verið á sérmenntuðum lækni í þessari grein hér á landi, svo ekki var unnt að veita dr. Urban- cic hjálp. Stjórn sjóðsins hefur nú gefið út tvenns konar gjafakort: Minningarkort eins og aðrir sjóðir hafa, en auk þess gjafa- kort við hátíðleg tækifæri til að minnast dr. Urbancic einnig á gleðistund. Þessar tvær gerðir af kortum Minningarsjóðsins eru fáanlegar hjá Hljóðfærahúsi Reykjavikur h.f., Bankastræti 7, Bókabúð ísafoldar, Austurstræti 8 Ennfremur hjá afgreiðslu blaðsins Dags, Hafn- arstræti 90, Akureyri og hjá Bókaverzlun Jónasar Tómasson- ar, Hafnarstræti 2, ísafirði, sem taka um leið á móti beinum fram- lögum til sjóðsins, og er fólk beðið vinsamlegast að minnast þeirra. Sönnmót kirkjukóra AKUREYRI, 27. maí. — 1 gær efndi kirkjukórasamband Eyja- fjarðarprófastsdæmis til söngmóts í Akureyrarkirkju og hélt tvo samsöngva. Var þar samankominn 150 manna kór úr sex kirkjukór- um. Voru þao kirkjukór Ólafs- fjarðar, kitkjukór Grundar- og Saurbæjarkirkna, kirkjukór Akur eyrar, kirkjukór Upsakirkju, kirkjukór Lögmannshlíðarkirkju og kirkjukór Siglufjarðar. Hver kór söng tvö lög, en sameiginlega sungu kórarnir 8 lög. Heiðurssöngstjóri á mótinu var Björgvin Guðmundss., en aðrir söngstjórar voru Áskell Jónsson, Gestur Hjörleifss., Guðmundur Jó hannsson, Jakob Tryggvason, Páll Erlendsson og Sigriður Schiöth. Björgvin Guðmundssyni voru færð blóm, eftir að hann hafði stjórnað söng lagsins „Sjá í fjar- sýrti“ eftir sjálfan sig. Að loknum samsöngnum sátu kórarnir fjölmennt samkvæmi að Hótel KEA, og voru þar margar ræður fluttar, Sambandinu bárust heillaskeyti m.a. frá Biskupi Is- lands og söngmálastjóra. Báðir samsöngvar kóranna voru vel sóttir og mjög ánægj ulegir. Þessi mynd er ur kaffihúsinu Mokka, en ýmsir góðir lista- menn hafa lagt hönd að verki tii að gera það sem vistlegast. Meðal þeirra eru listmálararnir Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Jón Bcnediktsson o. fl. Sýningarsalurinn Hverfis- götu 8—10 ætlar ætíð að hafa myndlistarverk til sýnis og sölu í Mokka. í vinstra norni myndarinnar er mynd af Guðmundi Baldvinssyni, forstöðumanni kaffistofunnar. Hóskólinn rainnist oldarafmælis Finns Jónssonar próiessors í DAG, 29. maí er aldar- afmæli dr. phil. Finns Jóns- sonar prófessors. Háskóli jslands mun minnast þessa með athöfn í hátíðasal háskólans kl. 8,30 e.h. Athöfnin hefst með því, að Þor- kell Jóhannesson háskólarektor flytur ávarpsorð, en síðan mun Halldór Halldórsson prófessor Ungur malari lieldur íjrslu sýningu sína KLUKKAN 1 á morgun opnar Val gerður Árnadóttir Hafstað mál- verkasýningu í Sýningarsalnum Hverfisgötu 8—10. Á sýningunni eru 14 oliumálverk, tvær mosaik- myndir og nokkrar vatnslita- myndir (gouache). Valgerður Árnadóttir Hafstað er Skagfirðingur að ætt og upp- runa. Hún stundaði nám við Handíðaskólann í Reykjavik vet- urna 1953—55 kenndi Valgerður haldsnáms haustið 1951 og nam við Akademie de la Grande Chaumiere í París tvo vetur. Vet- urna 1953—55 knndi Valgerður við barnadeildir Myndlistarskól- ans, Laugavegi 166, en þrjá síð- ustu vetur hefur hún dvalizt í P-arís við myndlistarnám og einnig lagt stund á mosaik. Valgerður hélt sýningu í Galerie la Roue í París í janúar- mánuði s. 1. ásamt Gerði Helga- dóttur. Hún sýnir nú í fyrsta skipti hér, en þetta er jafnframt hennar fyrsta sjálfstæða sýning. Sýningin er opin frá kl. 1—7 virka daga, sunnud. 2—7, en föstudaginn 30. maí er sýningm opin frá 1—10 e. h. Hlýnar í veðri STYKKISHÓLMI, 27. maí. — Undanfarna daga hefir mjög hlýn að í veðri við Bíeiðafjörð, og hit- inn komst upp í 10 stig í dag. Er strax farið að grænka, og nú bú- ast menn óðum til að setja niður í garða og til annarrar vorvinnu. Sauðburður hefir gengið vel, en þó er ekki fárið að sleppa fé. Þegar er farið ai búa bátana á síldveiðar. — Fréttaritari. flytja fyrirlestur um ævi Finns Jónssonar og vísindastörf. Öllum er heimili ókeypis að- gangur. Akureyrarhöfn út- býr dýpkunarskip AKUREYRI, 23. maí. — Undan- farið hefur verið unnið að upp- mokstri við togarabryggjuna hér við Oddeyrartanga. Var mótor- skipið „Dagný“ frá Siglufirði keypt fyrir 150.000 krónur, en það er notað við uppmoksturinn. Á þilfari þess er stór uppmoksturs- krani, sem er eign hafnarinnar. Sandurinn er fluttur á bílum inn á uppfyllinguna við Strandgötu, en þar verður hann notaður til að mynda land í gömlu smábáta- kvínni. Magnús Bjarnason skipa- eftirlitsmaður hefur haft umsjón með útbúnaði „Dagnýjar". Verk- ið hefur gengið vel til þessa, en það hefur staðið í nokkrar vik- ur og hafa verið mokaðir upp um 200 rúmmetrar á dag til jafn- aðar. Verkið þykir mjög hag- kvæmt, því fylla þurfti upp við sjálfa togarabryggjuna innan járn þilsins og í það þarf mikið efni, einnig var mjög aðkallandi að fylla upp gömlu bátakvína. Mikið verk liggur fyrir „Dag- nýju“ hér í Akureyrarhöfn við bryggjurnar á tanganum og eins við Torfunefsbryggjurnar. Einnig þarf að dýpka við bátakvína hjá slippnum. Þá þarf að moka upp við síldarbryggju Krossanesverk- smiðjunnar. Borizt hafa beiðnir frá nokkrum stöðum hér norð- anlands um leigu á skipinu, en því verður ekki hægt að sinna í náinni framtíð. — vig. □ Stjórn uppreisnarmanna á Sa- hara hefur lýst því ý-fir, að uppreisnarmenn mun leggja niður vopn og hætta andspyrnu gogn Frökkum, ef de Gaulle taki við stjórn í Frakklandi. Reksfrarhalli KRON tœpl. ein millj. kr. AÐALFUNDUR Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis var haldinn í Tjarnarkaffi í Reykja- vík sunnudaginn 11. maí 1958. Fundinn sátu 104 fulltrúar af 140 sem rétt áttu til fundarsetu, fé- lagsstjórn, framkvæmdastjóri og endurskoðendur, svo og noakrir starísmenn félagsins. Fundarstjórar voru kjörnir 'Steinþór Guðmundsson og Guð- mundur Illugason, en fundarrit- arar Þórhallur Pálsson og Gunn- ar Árnason. Formaður félagsins, Ragnar Ól- afsson hæstaréttarlögmaður flutti skýrslu íélagsstjornar. Ræddi hann um hvaða ástæður lægju til hinnar siæmi rekstrar- afkomu á árinu, og tillögur til úrbóta. Ennfremur ræddi hann um húsnæðismál félagsins, og lagði áherzlu á að hafist yrði handa um byggingu framtiðar- húsnæðis á lóð félatsins á horni Hverfisgötu og Smiðjustigs, var i því sambandi samþykkt ein- róma eftirfarandi tillaga, sem bor in var fram af félagsstjórn: „Fundurinn telur nauðsyn að félagið eignist sem allra fyrst verzluriarhús í miðbænum fy ir starfsemi sína. Hann felur þvj stjórninni að heíjast þegar handa um uiitlirbúning að byggingu verzlunarhúss á lóð félagsins vtð Smiðjustig og Hverfisgötu". Kaupfélagsstjórinn, Kjartan Sæmundsson, flutti skýrsiu um rekstur félagsins si. ar og ias reikninga þeso. Vórusala narn kr. 42.263.284,51 a árinu hafði auk- izt um 1,78%. Saia matvöruoúða félagsins hafði aukizt um 10% en sala í öðrum vöruflokkuin dregizt saman. Kekstrarhalli varð rúmar 987 þús. krónur. Þá rakti kaupfélagsstj óri astæður íyrir rekstrarhallanum og taidi fyrst og fremst orsaka hans að leita i þvi að leyfð álagnmg á ýmsar vörur var lækkuð í ársbyrjun 1957, en ýmsir kosuiaðariiðir, svo sem laun, umbúðir o. fl. hækk- uðu veruiega án þess að tekið væri tillit til í hinni leyfðu álagn ingu. Starfsmenn félagsins voru í árs lok 102. Útborguð laun a ávinu námu 4,8 millj. krónum. í lífeyris sjóði fyrir starfsmenn félagsins, sem stofnaður var fyrir tvelm árum, voru röskar 314 þús. krón- ur um áramót. Innstæða í innlánsdeild félags- ins nam 31/12 1957 kr. 3.691.97*4.07 og haiði aukizt um kr. 482 þus. á árinu. Miklar umræður urðu á aðal- fundi um skýrslu formanns og kaupfélagsstjóra, og ríkti mikill áhugi og eindrægni meðal iull- trúa á málefnun. félagsins. Úr stjórn áttu að ganga: Ragnar Olafsson, Þorlákur G. Ottesen og Guðmundui Hjartar- son en voru allir endurkjörnir. Réttindi vélstjóra FRUMVARP það, sem upphaf- lega var flutt af ICarli Guðjóns- syni og fjallar um breytingar á lagaákvæðunum um réttindi vél- stjóra, hefur verið rætt í efri deild undanfarna daga. Sigurður Bjarnason lagði til, að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Benti hanr. á, að félög vélstjóra eru mjög mot- fallin því, að málið fái þa með- ferð, sem gert er ráð fyrir í frv., enda hefur nefnd, sem unnið hefur að athugun á málinu, ný- lega skilað áliti. Mun frumvarp byggt á álitsgerðum hennar geta orðið tilbúið fyrir haustið. Tillaga Sigurðar var felld með 9 atkv. gegn 5. Hins vegar voru samþykktar breytingatillögur frá sjávarút- vegsnefnd deildarinnar, þar sem nokkuð er komið til móts við tillögur vélstjórafélaganna. — Á fundi í gær var frv. afgreitt og endursent neðri deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.