Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 6
G MORGUNBLAÐ1Ð Sunnuðagur 22. Júní 1958 England og Rússland urðu að leika aukaleik um það hvort landanna skyldi hafa rétt til að fara i 8 liða úrslit í heimsmeistarakeppninni. Rússar unnu með 1:0 og sést Iljin hér skora mark Rússa. Síðar unnu Svíar Rússa með 2:0 og er því Rússland úr keppninni. Sigurjóns á Alafossi minnzt I>ANN 12. júní voru samankomn- ir nokkuð á annað hundrað manns á Álafossi er afhjúpuð var eirstytta, brjóstmynd af Sigur- jóni heitnum Péturssyni. Séra Bjarni Sigurðsson á Mos- felli flutti aðalræðuna og afhjúp- aði minnismerkið. Forseti í. S. í , Benedikt Waage, flutti kveðjur íþróttamanna og einnig talaði Erlingur Pálsson formaður Sund- ráðs. Að athöfninni lokinni þáðu gestir kaffiveitingar að gömlum og góðum sið á Álafossi, en síðan voru skoðaðar nýjustu vélar verksmiðjunnar. Ræða séra Bjarna þótti snjöll og fer hún hér á eftir. Háttvirtir samkomugestir. Öll vitum við, hvað við er átt, þegar talað er um, að menn hafi gjört garðinn frægan. Um hitt geta verið skiptar skoðanir að hve miklu leyti þeir hafi til þess unn- ið. Því verður ekki neitað, að til er fólk, sem virðist miða störf sín og breytni að því höfuðmarki að komast í annála, eins og undir rót athafna þeirra og meginkeppi kefli sé það, að þeirra sé við getið af ágæti verka sinna, þegár rætt er um menn og málefni. Öðrum aftur á móti er hvöt starfs ins, athafnaþrá og hugsjónir runnar í merg og bein. Þeir spyrja ekki: Verð ég frægur af þessu verki, heldur: Horfir það til viðreisnar, horfir það til fram fara? Það eru þeir menn, sem langlífir verða í landinu, því að þeirra verka njótum við lengst. Sigurjón Pétursson var einn þessara manna. Ungur að árum gekk hann fram fyrir skjöldu Það var á þeim tímum, þegar þjóðin hafðí vaknað til sjálfs- vitundar fyrir alvöru, á þeirri tíð, þegar hún þurfti á hugsjóna- og athafnamönnum að halda svo sem aldrei fyrr. Ótrauður stóð hann í fararbroddi í íþróttamál- um þjóðarinnar og veitti full- tingi margvíslegum framfara- og þjóðþrifamálum. Hann var sterk- ur persónuleiki, sem hvarvetna vakti á sér athygli, kempulegur og frjálslegur baráttumaður, sem Fjórðungsþing ungra Sjálfstæðis- manna SIGLUFIRÐI, 18. júní: — Fjórð- ungsþing ungraSjálfstæðismanna í Norðendingafjórðungi, verður háð hér á Siglufirði laugardaginn 28. júní nk. í ’Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 10 árdegis. Þingið verður sótt af ungum Sjálfstæð- ismönnum frá Akureyri, Húsa- vík, Sauðárkróki, Siglufirðí, Eyja fjarðar-, Skagafjarðar- og Húna vatnssýslu. Þingið mun ræða viðhorf ís- lenzltra stjórnmála í dag, hags- munamál æskunnar norðanlands og starfsemi ungra Sjálfstæðis- manna í fjórðungnum. hvikaði ekki frá settu marki. Og þannig gjörði Sigurjón á Ála- fossi garðinn frægan, ekki vit- andi vits, heldur varð hann ágæt- ur af verkum sínum. Hér er ekki staður né sund til að rekja starfs- og æviferil Sig- urjóns, enda er hann ykkur öll- um kunnur í meginatriðum. Hann var fæddur í Skildinganesi 9. marz 1888 og hefði því orðið sjötugur á þessu ári, ef honum hefði enzt aldur. Á árunum 1919 —1923 eignaðist fjölskyldan Ála- foss, og á þessum stað fléttaði Sigurjón saman starfsþætti sína. Hér rak hann umsvifamikinn at- vinnurekstur, sem var í senn þjóð legur og þjóðþarfur og að ýmsu leyti brautryðjandastarf. Hér hélt hann uppi veigamiklu íþrótta starfi, sem hélzt í hendur við hollar og góðar skemmtanir. Að vísu reisti hann hér hvorki íþróttahóll né leiklistarhöll, þetta var fyrir þeirra tíð. En á þeim stað, sem nú stöndum við, hafa á gengnum áratugum þúsundir landsmanna notið skemmtunar og hvatningar við leiklist og fim- leikasýmngar. Á þessum stað naut Sigurjón sín vel. Hér var hann í essinu sínu, glaður og reifur og lét gamanyrðin fjúka, enda þótti honum undur-vænt um þennan biett, þar sem hann iðulega stýrði glaðværri sam- komu og lék á als oddi. Um árabil gekkst Sigurjón fyr ir því, að 12. júní væri haldin hátíð á Álafossi til að hylla ís- lenzka fánann, sem honum var svo kær. Það var 12. júní, sem erlendir sjóliðar tóku hvítbláa fánann af Einari, bróður Sigur- jóns, þar sem hann hafði dregið hann að hún á kappróðrarbáti sínum á Reykjavíkurhöfn. Því var þessi dagur valinn fánadag- ur. Og enn blakta fánar við hún á Álafossi 12. júní, enn hefir ís- lenzki fáninn prýtt staðinn — þennan dag frá morgni til kvölds. Héðan er frítt að líta yfir Álafoss, garðinn, sem Sigurjón gerði frægan. Á þessu samkomu- svæði voru hátíðir fánadagsins haldnar, þessi hátíð, sem fallin var til að hleypa íslendingum kappi í kkin og metnast fyrir hönd þjóðar sinnar, en sjálfræð- is- og þjóðernismál íslendinga voru Sigurjóni hjartans mál, sem allt skyldi lagt í sölurnar fyrir. Þar sem glaðværðin dunaði forðum. í tjaldinu stóra hefur nú verið girtur lítill reitur. sem trjáplöntur verða gróðursettar í. Vöxtur þeirra er framtíðarinnar með svipuðum hætti og það starf líkamsræktar og gróandi, sem Sigurjón varð ágætastur - af, í þágu íslenzkrar æsku. Skógar- lundurinn, sem hér rís með tíma og árum, getur orðið verðug vís- bending um ávaxtaríka þjónustu, sem hann innti af hendi vegna þess unga íslands, sem hann unni. En í dag er Sigurjóns ekki eins minnzt þeirra Álafossmanna. Sá maður, sem lengst hefur unn- ið hjá fyrirtækinu, var Sveinn Árnason, vefari og verkstjóri. Hann helgaði því sína góðu starfs krafta um 45 ára skeið sam- fleytt, þar af 30 ár við nætur- vinnu einvörðungu. Menn geta rétt gjört sér í hugarlund, hve mikið var framlag hans til þessa staðar, sem unnið var alla stund af markvísri eljusemi og trú- mennsku hins trausta verk- manns. 1 dag hefur Álafoss reist honum bautastein að Lágafelli. Minnisvarða þennan, sem Ála- foss hefur látið gjöra til minn- ingar um Sigurjón, hefur lista- konan Gunnfríður Jónsdóttir skapað. Brjóstmyndin er steypt í eir og stendur á stuðlabergs- súlu, sem sótt hefur verið um langan veg. Fyrrum kleif Sigurjón þrítug- an hamar hugsjónamannsins og frelsisunnandans. Að kvöldi ævi sinnar stóð hann á hamrinum, er fjöld hugsjóna hans var veruleik- ur. Það var lífsgæfa hans, að sjá þær rætast. Látum minningu hans, sem vakir að baki skarkala dagsins, vera okkur hvatningu til að vera trú því bezta, sem birtist í fari þessa vaska drengskapar- manns. — Guð blessi minningu þeirra, sem hér er minnzt, guð varðveiti þá um aldur. Að svo mæltu vil ég fyrir hönd gefenda afhjúpa þennan minnis- varða um Sigurjón Pétursson með þeirri ósk, að hann megi orka til blessunar á hugi þeirra, sem líta hann í bráð og lengd. Skattstjóra gert oð leggja fram stóreígnaskattskrár í HÆSTARÉTTI er genginn dómu. í prófmáli, sem höfðað var til þess aö fá úr þv, o.:urið, hvort skattstjóranum í Reykjavík bæri ekki að leggja fram heildar- skrá yí.r stórei^ askattsgreiðend ur, sá-.itvæmt álog^u.., stór- eignaskatti eftir lögunum frá því í júnímánuði 1957. Prófmálið höfðaði Guðjón H. Sæmundsson, Tjarnargötu lOc, Rvk, gegn skatt stjóranum Halldóri Sigfússyni. Vann Guðjón málið í héraði og einnig fyrir Hæstarétti, en þar gekk dómur í þessu máli á mánu daginn var. Gerði Guðjón þær dómkröf- ur aðallega að honum og um- boðsmanni hans, Svavai, Páls- syni, löggiltum endurskoðanda, væri gefið færi á að skoga skrá yfir stóreignaskattinn. SkattstjórÍHn aftur á móti krafðist aðallega sýknu af öll- um kröfu Guðjóns. Til vara að að einungis stefnanda persónu- leg|i verði um tveggja vikna skeið veittur kostur á aðgangi að stór- eignaskattskránni. Hæstiréttur staðfesti dóm und irréttar í öllum aðalatriðum þ. e. a. s. um skyldur skattstjórans til að leggja stóreignaskattskrána fram. — í forsendum dóms undir réttar segir m. a. á þessa leið: Það er ljóst af ákvæðum laga pr. 46, 14. apríl 1954, sbr. eink- um 38. gr., að gjaldþegnum er þar veitt almenn heimild til þess að kynna sér heildarniðurstöðu skattálagningarinnar. Þeir eiga því eigi aðeins rétt á að kynna sér álagningu á sjálfa sig, heldur og aðra, enda er það nauðsynlegt til þess að gjald- þegn geti gengið úr skugga um, hvort álagning á aðra gengur á hagsmuni hans. Loks bera ákvæð in með sér, að rétturinn til þess að kynna sér skrána er eigi bund inn við gjaldþegna eina heldur ber hann hverjum sem er, og þá einnig sérfróðum aðstoðarmönn- um gjaldþegna. Kemur hér fram sú skoðun, að almenningur eigi rétt á færi til að koma frani að- haldi gagnvart skattyfirvöldur- um. Þau sjónarmið, sem hér hafa verið rakin eiga að fullu við um stóreignaskattinn og ber því að beita þeim um hann, sbr. 10. gr. 2. mgr. 1. 44/1957. Framkvæmd laga nr 22/1950, sbr. 1. 117/1950 raskar hér engu, né heldur 22. gr. rgj. nr. 95/1957, sem telja verður verklagsreglu skattyfirvöldum og gjaldþegnum til hægðarauka, en ekki reglu, er tryggj réttarstöðu gjaldþegna nægilega vel Ekki er í ljós leitt, að stóreigtia skattskráin hafi þau leyndarmál að geyma, er geri stefnda óheim- ilt að leggja hana fram. í 37. gr. 1. 46/1954 eru taldar fram ákveðn ar upplýsingar, sem að dómi lög gjafans eru ekki þess eðlis, að almanna eða emkahagsmunir krefjist þess, að þær skuli leynt fara. Þessi sjónarmið eiga einnig við um stóreignaskattinn og get- ur leyndarskylda stefnda að því er hann snertir ekki verið ríkari, heldur en að því er snertir hinn almenna tekju- og eignarskatt. í 10. gr. 1. 44/1957 segir, að skattur samkvæmt lögunum skuli ákveðinn af skactstjóranum í Reykjavík og að hann skuli úr- skurða skattkærur. Því er ljóst, að skattstjórinn í Reykjavík hef ur framkvæmd þessara mála með höndum, einnig utan Rvíkur og að sérsjónarmið laga nr. 46/1945, sem leiða mætti að því, að sam- kvæmt þeim lögum er landinu skipt í skattumdæmi, eiga ekki við um stóreignaskattinn. Samkvæmt framangreindu verur aðalkrafa stefnanda tekin til greina. í forsendur* Hæstaréttar segir Setudómari í málinu, Theódór B. Líndal prófessor, hefur kveðið upp héraðsdóminn. Áfrýjandi (skattstjórinn) hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar, Hann krefst sýk»u og málskostn- aðar í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi (Guðjón) krefst stað- festingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti af áfrýjanda eftir mati dómsins. Ákvæði 37. gr. laga nr. 46/1954 um skattskrár g'ida, eftir því sem við á, um framkvæmd laga um skatt á stóreignir nr. 44/1957, sbr. 2. mgr. 10. gr. þeirra laga. Sam- kvæmt þessu ber að staðfesta ákvæði héraðsdóms um fram- lagningu skattskrár að öðru leyti en því, að frestur til framlagning ar verði ein vika frá birtingu dóms þessa. (í undirrétti 14 daga) Eftir þessum úrslitum er rétt, að áfrýjandi f. h. ríkissjóðs greiði stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti samtals kr. 5000.00. shrifap ur daglega lífinu J Mótmælafundurinn. FUNDURINN á Lækjartorgi í fyrrakvöld var voldugur vottur um hug Reykvíkinga til griðrofa og manndrápa. Lækjar- torg og aðliggjandi götur að sunn an og austan voru orðnar fullar af fólki, þegar fundurinn hófst, og það stóð síðan allan tímann alvörugefið og hlýddi með at- hygli á mál ræðumanna. Þarna voru fluttar margar góðar ræð- ur, en einna minnisstæðust verð- ur ræða ungverska flóttastúdents ins og hin hræðilegu orð hans: „Kommúnisminn á íslandi er ekkert frábrugðinn kommúnism- anum eins og hann leit út í heima landi mínu fyrir valdarán komrn únsta“. „Þið íslendingar eruð svo heppnir að vita tæplega, hvað ógnarstjórn þýðir, þar sem and- legt líf er reyrt í heljarfjötra, og hræðslan er sterkasta aflið í sálarlífinu. — íslendingar skyldu gæta sín fyrir áróðri kommún- ista og minnast þess, að þeir drepa menn hlæjandi .. “ Barnaskóli fyrir blaðamenn. GUÐMUNDUR Finnbogason vildi gera sérstakt móður- málspróf að skilyrði fyrir rétti til þess að mega hafa blaða- mennsku að atvinnu. Tillagan var viturleg og sanngjörn, og aldrei var meiri ástæða en nú til þess að láta hana kom til fram- kvæmda. En það uggir mig, að ýmsir þeirra, er nú skrifa blöð- in, mundu falla á prófi Guð- mundar. Fáfræðin og klaufaskap urinn eru með hreinum undrum. Því miður skorti Árna Böðvars- son einurð til þess að sinna blöð- unum að ráði í Pílatusarþætti („Þá tók Pílatus vatn“), þ. e. 5- mínútna þætti, útvarpsins. Við skulum vona, að hann verði bu- inn að sækja í sig veðrið næsi er hann kemur. Vel gæti hann gert, ef hann öðlaðist einurð og fengi þó ekki væri nema eina klukku- stund til umráða í viku hverri. En ekki læt ég mér til hugar koma, að útvarpsráði þyki móð- urmálið klukkustundar virði. Eru það ekki undur, að blaða- menn skul'i ekki þekkj^c talshætt- ina að flota skipi eðá láta það hlaupa af stokkum (þ. e. bakka- stokkum)? Þessi orðtæki, tekin af vörum fólksins, eru þó jafngömul íslenzkum bókmenntum; efalaust raunar miklu eldri en ritaðar bók menntir. En svona er það nú samt. Því hafa þeir búið til hin ósnotru orð að sjósetja og flot- setja. Fari þau norður og niður. — Ég get ekki að því gert (en vera má að það sé að einhverju leyti Einari Benediktssyni að kenna), að þráfaldlega þegar ég er að lesa blöðin, sé ég fyrir mér mannskepnur með ólýsanlega lúpulegum, eða öllu heldur kvik- indislegurn svip. Það er sálar- hrófið, sem gægist út úr þessum leiða svip. Málfar mannsins sýnir hver hann er. Það eru ekki Gali- leumenn einir, sem á málfarinu þekkjast. Við þekkjumst allir á því. Ekki er um að villast, að fréttamenn útvarpsins þekkjast á sínu málfari. En til þess eru vítin að varast þau. Sn. J. Símanum lokað. SKRIFSTOFUSTÚLKA nokkur í Reykjavík skýrir svo frá, að hún hafi átt blessunarlega ró- legar morgunstundir í fyrri viku. Símaskömminn, sem venjulega suðar látlaust frá því kl. 9, gerði henni aldrei ónæði. Svo kom að því milli kl. 10 og 11, að stúlkan þurfti að hringja út í bæ. En þá kom enginn sónn, þótt hún biði góða stund. Hér var ekki um neitt að villast! Síminn hafði verið tekinn úr saníbandi án þess að í hana verði hringt. Stúlkunni finnst, að síminn verði að gera aðvart með hringingu, áður en til slíks er gripið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.