Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 18
18
MOTtCFlXJtr AÐIÐ
Sunnudagur 22. júní 1958
— Reykjavlkurbréf
Framh. af bls. 11.
en aldrei hafa 'orðið frekari átök
um neitt mál þar en einmitt land-
helgismálið. Af hverju er Al-
þýðublaðið æ ofan í æ að brýna
menn til einingar og gleðjast yfir
því að nú skuli hóflega rætt um
málið af öðrum? Er það gleðin
yfir því, að stjórnin skuli ekki
rétt þessa dagana vera að rofna
út af meðferð málsins? Hér sem
ella hefna óheilindin sín. Þjóðin
á kröfú til að fylgjast með því
sem í raun og veru er að ger-
ast í þessu máli af ríkisstjórn-
arinnar hálfu. Því fremur sem
stjórnin hefur hvað eftir annað
gert leik að því að sundra þjóð-
inni í máli, þar sem mikið liggur
við, að allir standi saman.
Morðin I Ungverja
landi
Um morðin í Ungverjalandi
þarf ekki að fjölyrða. Þar var
vegið að þeim mönnum, sem áður
höfðu verið sviknir í tryggðum.
Sök þeirra var sú ein, að þeir
vildu verja frelsi lands síns gegn
innlendum svikurum og erlend-
um yfirdrottnurum. Með drápi
þeirra hefur frelsishugsjónin
fengið nýja píslarvotta og nöfn
þeirra munu að eilífu höfð í
heiðri meðal siðmenntaðra þjóða.
— Kennarar
Frh. af bls 3
ein af kennurunum, segir að
vissulega sé þreytandi að ganga
um söfnin, en hins vegar sé þar
margt sem gaman sé að sjá. „Hér
í safninu úir og grúir af skipa-
líkönum frá öllum tímum — já,
meira að segja sáum við islenzk-
an fiskibát", sagði Kolfinna að
lokum og hlammaði sér á bekk
ásamt þremur kynsystrum sín-
um.
Héðan fara kennararnir til
Hafnar og taka sér síðan far
heimleiðis með ms. Heklu.
— G. Þ. P.
Hannyrðasýning
Júllönu Jónsdóttur
FYRIR helgina opnaði Júlíana
Jónsdóttir sýningu á listsaumi,
sem unninn hefur verið af henni
sjálfri og nemendum hennar síð-
astliðin 14 ár.
Sýningin er á Sólvallagötu 59,
en þar hefur Júlíana kennt hann-
yrðir síðan 1944. Einnig hefur
hún kennt stúlkum á Patreks-
firði og Akranesi á námskeiðum.
Á sýningu þessari, sem fyllir 5
stofur, eru 110 munir. Júliana
hefur áður haft 4 hannyrðasýn-
ingar í Reykjavík, eina á Akra-
nesi og eina á Patreksfirði og er
þetta hennar síðasta sýning, að
því er hún segir sjálf.
Myndin hér tii hægri er af
hluta af teppi, sem Júlíana er
sjálf að sauma eftir biskupsteppi
frá Hólum, sem nú er geymt í
Þjóðminjasafninu. Á henni sést
Jón Ögmundsson, er. hann er
emn af þeim fimm biskupum
sem sauma á í teppið. Hina mynd
ina saumaði ein af námsmeyjum
Júlíönu af hesti tengdaföður
síns.
Sími 2 24-80
Lítið járnsmíðaverkstæði
til sölu
Fréttabréf úr Norður-Þingeyjarsýslu:
Kalt og gróðurlaust vor.
Tvœr brýr í byggingu
ÆRLÆK, N-ÞING., 18. júní —
í vetur voru frost þrálát þó ekki
stigu þau sérstaklega hátt og
jarðbönn lengst af fram í marz-
lok og lengur á mörgum bæum.
Snjóþyngsli voru aldrei mikil og
tók ekki fyrir bílflutninga fyrr
en um miðjan febrúar og aldrei
langtímum saman. Vorið var kalt
og gróðurlaust fram um fardaga.
Heylausir urðu nokkrir bændur,
en allt bjargaðist þó af, því
hreppurinn átti nokkrar birgðir,
sem miðlað var á milli, og kjarn-
fóður var nægilegt hjá Kaup-
félagi N-Þing. á Kópaskeri. Sauð-
burður gekk sæmilega og sums
staðar vel. Margt var tvílembt
Víkurkirkju berasl
stórgjafir
VÍKURKIRKJU bárust tvær
höfðinglegar gjafir á hvitasunnu-
dag. Hjónin Ragnar Emilsson og
Sigrún Jónsdóttir gáfu kirkjunni
„antipendium“ til minningar um
föður Sigrúnar, Jón Jónsson. Frú
Sigrún hefur sjálf teiknað og
saumað það.
Þá var kirkjunni einnig gefið
eitt eintak af ljósprentun á Guð-
brandsbiblíu til minningar um
þau hjónin Rannveigu Einars-
dóttur og Jón Brynjólísson. Gef-
endur eru börn, tengdabörn og
barnabörn þeirra hjóna.
Sóknarprestur þakkaði þessar
ágætu gjafir.
Bærinn fær leyfi
og er neiiaö um leyfi
Á FUiNJjl bæjarráðs á íimmtu-
daginn, var tilkynnt að Inn-
flutningsskrifstofan hefði neitað
um fjárfestingaleyfi til bygging-
ar kjötmiðstöðvar fyrir Reykja-
vík. — Á þeim sama fundi var
aftur á móti tilkynnt að sknf-
stofan hefði veitt 800 þús. kr.
fjárfestingarleyfi til sorpeyðing-
arstöðvarinnar.
og fé yfirleitt hraust. Hjálpaði
mikið að hret komu engin á
sauðburði, svo hægt var að gefa
lambám úti. Búið mun nú alls
staðar að sleppa lambám, en kýr
eru ekki látnar út ennþá. Síð-
ustu daga hefur rignt og má heita
að skógarhlíðar séu nú orðnar
algrænar, enda nú hlýrra í veðri.
Verið er að endurbyggja brú
á Brunná hjá Klifhaga. Gamla
brúin var frá 1928, en er nú
orðin of þröng stórum bílum og
vinnuvélum. Aðra brú er einnig
verið að byggja á Þverá. Talið
er að umferð um þær geti hafist
snemma í ágúst. —Fréttaritari.
- S.U.S.
Framh. af bls. 13
— Flugmálastjórnin veitir
styrk, sem kemur sér vel.því nám
ið er dýrt.
Þegar hér er komið, tökum við
að ræða um Bandaríkin vítt og
breitt, og spyr ég Lárus fyrst um
borgina, Tulsa, sem hann dvaldist
í.
— íbúarnir í Tulsa eru um 250
þúsund. Tulsa er mikil olíuborg,
og einnig er þar mikill iðnaður,
og er olían aðalhráefnið, sem not-
að er til iðnaðarins. Mavgir hafa
atvinnu við Douglas-verksmiðj-
urnar, en í Tulsa er ein af verk-
smiðjum Douglas-félagsiris —
(Stærsta verksmiðjubygatngin er
tæp míla ó lengd). Þá hefur
American Airlines aðalverk-
stæði sín í borginni. Það er óhætt
að segja, að Tulsa liggi serlega
vel við ílugsamgöngum innan
Bandarikjanna, enda er mikil um
ferð um fiugvöllinn þar.
— Ferðaðist þú mikið um
Bandríkin?
— Já. Ég fór frá Tulsa, sem
liggur svo til í miójum Banda-
ríkjunum, vestur til Kaliformu,
allt til Kyrrahafsins, og þaðan
þvert yfir til austurstrandarinnar
og kom við í ýmsum stórborgum.
Þaðan hélt ég svo norður á bóg-
inn og komst lengst í notðuratt
til Windsor-Kanada. Ég ferðað-
ist alltaf í bíl og hafði því gott
tækifæri til að kynnast landj og
lýð.
ásamt húsnæði á góðum stað í bænum. Tilboð
leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt:
„Smiðja — 6236“.
Skrifstofan verður lokuð
mánudaginn 23. iúní n.k.
Tollstjóraskrifstofan.
Arnarhvoli.
F ramtíðaratvinna
Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða til sín
Ivanan skrifstofumann nú þegar.
IUmsóknir, er gréini aldur, menntun og fyrri
störf, skulu sendar aígreiðslu Mbl. fyrir 24. Þ.m.,
merktar: 4027
l
Smurstöðin Sœtúni 4
Seljum allar teguntiir af smurolíu.
r’ljót og góð afgireiðsla,'sími 16-2-27.
Iðna&arhúsnœði
úsamt síma til sölu. Stærð 50 ferm. Tilboð leggist
inn á afgr. Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt: „Iðnaður
— 6235“.
Til sölu nýr ókeyrður
Volkswagen 1958
Verðtilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 29. júní merkt:
Iðnaðarhúsnæði
100—200 ferm. húsnæði óskast til leigu fyrir léttan
iðnað. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Tilboð
með nánari uppl. sendist afgr. Morgunblaðsins
mejkt: „Iðnaðarhúsnæði — 6240“.
— Eru ferðalög ekki dýr
vestra?
— Nei, þvert á móti ódýr. Það
má segja, að ég hafi verið á stöð-
ugu ferðalagi í 2 mánuði, eftir
að skólanum sleppti, og var ég
svo heppinn að geta jafnfrarrit
unnið eftir því, sem til féll, og
gat ég haldið mér alveg uppi á
þeim peningum og greiddi auk
þess allan ferðakostnað.
— Hvernig féll þér við Banda-
ríkjamenn yfirleitt?
— Prýðilega. Mér koma þeir
fyrir sjónir sem opinskóir, glað-
lyndir og vingjarnlegir menn,
sem gera sér lítinn mannamun.
Þó er munurinn á hvítum rnönn-
um og dökkum gagnger Svert-
ingjarnir búa í sérstökum hveif-
um, hafa sína eigin strætisvagna
og þar fram eftir götunum, enda
hafa þeir engin samskipti við þá
hvítu. Kynþáttaaðgreiningin er
þó meiri í Suðurfylkjunum, en
minni, þegar norður dregui
— Hvernig litist þér á eftir
dvölina og þau kynni, sem þú
hefur haft af Bandaríkjunum, að
setjast að vestra?
— Maður með fasta atvinnu
þarf engu að kvíða. Lífskjör eru
mjög góð vestur þar. Einkum
veitti ég því eftirtekt, hvað „af-
borgunarkerfið", et svo mætti
segja, er útbreitt. Gerir pað
mönnum kleift að eiguast 611
helztu þægindi, svo ekki sé taiað
um sitt eigið hús og sinn eigin
bíl, sem þykir sjálfsagt", og eru
það hans lokaorð, því nú verð ég
að kveðja. Ég þakka Lárusi fyrir
samtalið og góðgerðir og skunda
niður á Morgunblað með fiam-
leiðsluna.
S. B.