Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 19
I Sunnudagur 22. júní 1958 MORCVVfíT AÐfÐ '19 Hljómleikar norska kórs- ins á Akureyri Færði Akureyringum 2000 trjáplöntur aö gjöf AKUREYRI, 20. júni — Hingað komu í fyrrakvöld góðir gestir frá vinabæ Akureyringa Aale- sund í Noregi. Var það Aalesunds Mandssangforening. Var tekið á móti þeim við hátíðalega athöfn á Ráðhústoorgi þá um kvöldið og hefur áður verið frá því sagt. 1 gærkvöldi hélt kórinn svo sína fyrstu hljómleika hér i bæn. um fyrir fullu húsi og við frá- bærar undirtektir. Á dagskrá voru 17 lög, þar af eitt íslenzkt. Söngstjóranum Edvin Solem og einsöngvaranum P.Schjell Jacob- sen bárust blóm. Að loknum samsöngnum hélt bæjarstjórn Akureyrar kórnum kvöldverðarboð og sátu það. auk gestanna erlendu, kórfélagar frá Akureyri og fleiri gestir. Magnús E Guðjónsson bæjarstjóri stýið. hófinu og bauð gesti velkomna. Jónas Jónsson, formaður Karla- kórs Akureyrar, flutti norska krónum kveðju kórs síns og af- henti gjöf til minningar um kom_ una hingað. Bjarne Karsnes. for- maður norska kórsins, þakkaði. Hélt hann síðan ræðu, og bar kveðju frá bæjarstjórn Álasunds og ennfremur sendiherra Norð- manna á íslandi, Thorgeir \nd- Joseph Thorson dómari í heimsókn DR. JURIS Joseph Thorarinn Thorson dómari í Kanada er staddur hér á Iandi. Kom hann með flugvél í fyrrinótt ásamt konu sinni og búa þau hjónin á Hótel Borg. Thorson mun vera einn kunnasti Vestur-íslendirig. ur, sem nú er uppi, Hann er d ím- ari við hæstarétt Kanada, forseti alþjóðanefndar lögfræðinga og hefur gegnt ýmsum fleiri virð- ingarembættum á sviði lögfræði og stjórnmála. Árið 1930 var Thorson kjörinn heiðursdoktor við Háskóla íslands. Thorson er fæddur i Kanada árið 1889, sonur íslenzkra hjóna. sem fluttust vestur 1886. Hétu þau Stefán Þórðarson og Sigríður Þórarinsdóttir, bæði ættuð austan úr Biskupstungum, en bjuggu í Reykjavík síðustu ár sín hér á landi og stundaði Stefán hér steinsmiði. Thorson er hér á eigin vegum, en Háskóli íslands, Lögfræðmga- félag Islands og ríkisstjórnin taka á móti honum Auk þess mun hann heimsækja skyld- menni sín, en hann er frænd- margur hér í Reykjavík. Þá mun hann einnig fara austur í Biskups tungur á æskustöðvar foreldra sinna. Thorson dvelst hér í viku Líka Grænland KAUPMANNAHÖFN, 18. júni. — „Kristeligt Dagblad“ segir, að undir engum kringumstæðum megi dansk-ensku viðræðurnar um landhelgismálin leiða til óhag stæðari aðstöðu en ísland hefuir náð — án viðræðna. Dansk ensku viðræðurnar verði einnig að ná til fiskveiðilandhelgi Grænlands, því að ekki megi verja fiskstofninn við Græn. land verr en við Færeyjar. „Informationen“ segir, að það eigi að vera metnaðarmál Dana að greiða fyrir því að Færeying- ar fái kröfur sínar uppfylltar. En ógerningur sé að segja fyrir um hvaða stefnu málin taki, ef Bretar láti sig ekkert. Danska stjórnin lendi þá í miklum vand- ræðum ersen-Rysst. Þá þakkaði hann móttökur allar hér á landi og færði að endingu sem gjöf frá Álasundsbæ mjög dýrmæta út- gáfu af öllum verkum Ibsens. Þessu næst söng Karlakórinn Geysir þjóðlagasyrpu og síðan af- henti formaður kórsins Norð- mönnum bikar sem minjagjöf frá Geysismönnum Loks söng Geysir norska þjóðsönginn. Þá kvaddi Karsnes sér hljoðs á ný og kvað þá Norömennina hafa komið hingað með 2000 trjáplönt ur, furu og sitkagreni, og fór þess á leit að kórfélögum yrði leyft að planta þeim hér á Akureyri, þar sem forustumenn bæjarins tiltækju. Að endingu þakkaði söngstjóri Aaiesunds Mands- sangforening, Edvin Solem, fyrir hlýjar móttökur og árnaði kór- bræðrum á Islandi og Akureyr- ingum heilia. Samkomunni lauk með húrrahrópum fyrir Akureyri og Álasundi. í dag klukkan 10,30 héldu norsku kórmennirnir frarn í Kjarnaskóg hér fremst í bænum og hófust handa um að setja nið- ur plöntur þær, sem þeir höfðu haft meðferðis. Gekk það bæði greitt og vel og var auðséð að langflestir þeirra voru vanir skóg ræktarmenn. Báðar þessar gjal ir Norðmannanna, hin dýrmætu verk Ibsens og skógræktarplönt- urnar, eru sérstaklega smekkleg- ar og glæsiiegar. Er huguisemi þeirra og rausn rómuð mjög hér í bæ. Öll hefur þessi lieimsókn Aalesunds Mandssangforening vakið mikla gleði bæjarbbúa og þótt mikill og góður viðburður. Norski kórinn mun syngja bæði í Eyjafirði cg austur i Þing- eyjarsýslu, en siðan koma aftur hingað til bæjarins áður en hann heldur utan. —vig. Slúlkur frá Perú skrif uðu hér ferðasögu í VETUR dvöldust hér á landi tvær stúlkur frá Perú, Stella Pando og Nanna Valentine, og hafa skrifað hér allmikla ferðaT. sögu, sem gefin verður út í New York. Þær litu inn á Mbl. fyrir helg- ina og báðu um að komið ytði á framfæri þakklæti þeirra til stjórnarvaldanna og annarra ís- lendinga, sem þær sögðu að hefðu verið einstaklega elskulegir við sig. Stúlkurnar voru á förurn til New York, þar sem gefið verður út fyrsta bindið af ferðasögu þeirra, sem á að heita „Beyend the Frontiers“, en þar segir frá ferðalagi um Norður-Afríku, lönd in fyrir botni Miðjarðarhafs, Vestur-Evrópu og endar á ts- landi. Tvo fyrstu kaflana höfðu þær skrifað á Irlandi, áðui en þær komu, en hinum 30 luku þær hér. Þær skrifa um það sem fyrir augun ber í þessum lönd- um, en einkum þó um fólkið sem þær hitta. Hér dvöldust þær systur lengur en í nokkru öðru landi, eða frá því í október í haust, tóku hér myndir í bókina og kvikmynd, sem þær ætla að sýna heima hjá sér seinna meir, og voru ákaflega ánægðar með dvölina. Þeim geðj- aðist betur að veinnum okkar með sínum löngu nóttum en sumrinu, enda sögðu þæi að þá væri betra að sitja við skriftir. Frá New York halda stúlkurn- ar svo til Asiu, Ástralíu og Austur-Evrópu, en um það ferða lag vrður annað bindi bókarinn- ar. Þriðja bindið 4 að fjalla um Ameríku. Þær búast ekki við að koma heim til Perú fyrr en árið 1960. Merk grein eftir Sigurjón Risf í tímaritinu Ferðum Júlíus Þorsteins- son 80 óra JÚLÍUS Þ. Þorsteinsson, Berg- staðastræti 41 hér í bæ, verður áttræður á morgun. Hann er fæddur að Teigi í Vopnafiröi hinn 23. úní 1878. Foreldrar hans voru hjónin Björg Davíðsdóttir og Þorsteinn Jónsson. Júlíus fór eins árs gamall i fóstur að Rjúpnafelli til hjón- anna Kristbjargar Jóhannes- dóttur og Sveins Jónssonar og var þar að mestu leyti til ferm- ingaraldurs, en hóf þá að vinna fyrir sér og dvaidist á ýmsum stöðum þar eystra þar til er hann fluttist til Reykjavíkur árið 1904 og hefur átt þar heima síðan, lengst af á Bergstaðastræti 41, eða um þrjátíu ára skeið. Júlíus kvæntist Jóhönnu P. Hallgríms- dóttur, ágætri konu, og missti hana eftir nær hálfrar aldar sam búð. — Þeim varð ekki barna auðið en ólu upp tvo drengi til fullorðinsára. Júlíus hefur á- vallt verið léttur í lund og dag- farsgóður, enda vinmargur og manna heilastur þeim, sem hon- um kynnast og hafa um langan búskap hans' og konu hans, með- an hennar naut við, legið til hans ! gagnvegir góðra vina og svo mun J verða meðan hans ævi endist. . Hann er enn vel ern. Vinnur I hvern dag og fylgist vel með j hitamálum hvers tíma. Til hans ! beinast á afmælisdaginn hug- heilar óskir um gott ævikvöld og jafnframt þakkir fyrir ánægju- leg kynni við hið áttræða prúð- menni. R. E. AKUREYRI, 19. júní: — Ut er komið júníhefti rits Ferðafélags Akureyrar, Ferðir. Flytur það m. a. mjög merkilega ritgerð eíi- ir hinn kunna fjallagarp, Sigur- jón Rist, en hann er einn af allra reyndustu ferðamönnum í óbyggðum, enda hefur hann gert margar merkar athuganir og þo sérstaklega á sviði vatnamælinga. Sigurjón Rist skýrir í þessari merku ritgerð á nvaða tíma heppi légast sé að fara í fjaUaferðh' og hvernig menn skuli búast. Síð- an segir hann frá alls 41 leið, sem kunn sé og fær bif- reiðum um mið-hálendi íslands. Greininni fylgja bæði myndir og nákvæmt kort yfir leiðirnar á hálendinu. Ritnefnd Ferða kemst svo að orði í eftirmála með greininni: „Okkur undirrituðum er falið vai að sjá um útgáfu Ferða, þykir hlýða að þakka Sigurjóni Rist fyrir hina góðu og glöggu ritgerð og það sem hénni fylgir og hér birtist nú og við notum tækifærið og þökkum honum alla velvíld og tryggð við FFA, er hann hefur sýnt því allt frá því hann var starfandi meðlimur þar og for- maður þess um skeið og til þessa dags. Við teijum mikils virði fyrir félagið að fá að birta pessa greinargerð í riti sínu, því að hér er tvímælalaust um að ræða hina haldbeztu leiðalýsingu um m»ð- hálendi íslands, sem enn hefur verið gerð og sýnd „svört á hvítu“.“ Ritið flytur auk þessa ferða- áætiun og ávarp frá stjórn fé- lagsins. Án efa mun marga fýsa að eignast Ferðir og kynna sér þessa ritgerð, en hún mun þarfur leiðarvísir, þeim er um hálendið vil ja ferðast. Ritið fæst í skrif stofu Ferðafélags íslands og hjá Eiríkí Einarssyni, c/o Heildverzl- un Þórodds Jónssonar Hafnar- stræti. Það kostar kr. 15.00. —vig. V srzlimarmanna- félag stofnað í Vestmannaeyjum SÍÐASTLIÐINN föstudag var stofnað Félag verzlunar- og skrifstofumanna í Vestmanna- eyjum. Formaður var kjörina Guðjón Pálsson og aðrir í stjórn: Sigríður Ólafsdóttir, Hörður Ágústsson, Hrólfur Ingólfsson og Guðjón Ólafsson. I varastjórn: Guðmundur Ingvarsson, Björn Sigurðsson, Sigurður Hallvarðs- son. í trúnaðarmannaráð voru kjörnir: Páll Guðmundsson, Sim- on Waagfjörð, Leifur Ársælsson og Magnús Magnússon. Til vara: Reynir Másson og Ársæll Ársælsson. —- Endurskoðendur voru kjörnir eifur Ársæls- son og Magnús Magnússon og til vara Ásta Ársælsdóttir. Tveir stjórnarmeðlimir L.I.V., Gunnlaugur J. Briem, varaform. og Hannes Þ. Sigurðsson, mættu á stofnfundinum og skýrðu frá starfsemi L. I. V., lifeyrissjóði, skýrðu samninga o. fl. Á stofnfundinum var sam- þykkt að sækja um inngöngu í Landssamband íslenzkra verzl- unarnjanna. (Frétt frá L.Í.V.) Nótabátui inn söblí PATREKSFIRÐI, 19. júní — Vél- j báturinn Gissur hvíti frá Horna- i firði kom hingað s. 1. sunnudag með nýjan plasthringnótabát í ! eftirdragi, marandi I kafi. Stóð aðeins bátsstefnið upp úr. Var jVantar skip eða vantar leyfi. Gissur hvíti á leiðinni norður á gn væntanlega upplýsist þetta Bærinn orðinn kartöfluiaus EINU SINNI ENN er Reykja- vík kartöflulaus bær. Þær birgð- ir af kartöflum sena komu á dög- unum austan frá Póllandi virð- ast hafa verið „eins og í nös á ketti“. Kaupmenn, sem blaðið spurði um hvað ylli vísuðu frá sér að gefa upplýsingar um það, þar eð bezt væri að snúa sér til við- komandi fyrirtækis, Grænmetis- sölunnar. En þar var ekki svarað í símann, því starfsfólkið mun hafa verið í skemmtiferð. En eftir því sem blaðið þó frétti í gær, þá munu kartöflur væntanlegar einhvern tíma í júlí. Hvað það er sem veldur þessu hörmulega hallærisástandi í kart- | öfluinnkaupunum er blaðinu j ekki kunnugt um, en heyrzt hefir að klögumálin gangi á víxl: síldveiðar, en þegar hann var út af Patreksfjarðarflóa, sökk nóta- báturinn. Var stórt gat komið neð arlega á bátssíðuna. Þegar vélbáturinn kom til Patreksfjarðar lagðist hann strax upp að m.s. Goðafossi, sem lest- aði hér freðfisk til útflutnings. Tók Goðafoss nótabátinn suður. Stormasamt er hér í dag og hef- ur verið þessa viku. Liggur Giss- ur hviti enn hér í höfninni. Enn- fremur liggja hér 11 færeyskar skútur og línuveiðari frá Aber- deen, sem kom inn til að taka vatn. Lagarfoss lestaði hér freðfisk s. 1. laugardag og b.v. Gylfi kom inn á miðvikudaginn með um 330 lestir af fiski af Austur-Græn- landsmiðum. Var það mest karfi. Ólafur Jóhannesson er að karfa- veiðum á sömu slóðum og hefur líka aflað vel. Hjá trillubátun- um er stöðugt góð handfæra- veiði. M.b. Andri og Sæborg eru farin norður á síld. Snjóýta er að ryðja snjó af Þingmannaheið- inni. —Karl. Þjóðliátíðin í Keflavík KEFLAVÍK, 19. júní — Þjóðhá- tiðin hér hófst kl. 2 í skrúðgarð- inum. Formaður þjóðhátíðar- nefndar setti hátíðina. Síðan fór fram fánahylling og var Guðríður Jónsdóttir heiðruð með því að hún dró þjóðhátíðarfánann að húni. Þá var guðsþjónusta og prédikaði séra Björn Jónsson. Eggert Jónsson, bæjarstjóri, flutti mjnni dagsins. — Næst hófust skemmtiatriði. Guðmundur Jóns- son óperusöngvari söng og Brynj- ólfur Jóhannesson leikari flutti gamanþátt, en Lúðrasveit Kefla- vikur og Karlakór Keflavíkur sungu og léku. Að því loknu hóf- ust íþróttaleikir. Keppt var i handknattleik milli Keflvíkinga og Njarðvíkinga og Ármanns úr Reykjavík og Njarðvíkinga og í knattspyrnu milli lúðrasveitar Keflavíkur og Karlakórs Kefla- víkur. Um kvöldið hófst dans og skemmtiatriði á Hafnargötunni. Baldur Hólmgeirsson söng gam- mál eftir helgina. Þá má ætla anvísur og Guðjón Hjörleifsson að Grænmetisverzlunin geri einsöng. Fimmtán manna hljóm sveit úr Keflavík og Neótríóið léku fyrir dansinum. Veður var ljómandi og monn í hátiðaskapi. —Helgi S. hreint fyrir sínum dyrum, því við svo búið má ekki standa. Kartöfl- ur eru sú fæðutegund sem al- menningur getur ekki án verið. Faðir okkar PÁLL EINARSSON Mjölnisholti 4, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni mánu daginn 23. júní kl. 13.30. — Blóm afbeðin. Börnin. Minningarathöfn um FINNBOGA ERI-ENDSSON frá Eskifirði fer fram í Haligrunskirkj u mánudaginn 23. þ. m. kl. 10.30. Jarðsett- verður á Eskifirði. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.