Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 9
Sunnuðagur 22. júní 1958
MOFCT’NTU 4 T> I T)
9
{ á u m
o r
ð u
m
s a g t
Þorsteinn í Bristoi hefur aldrei
verið endurreistur cg vonast til
að sleppa héðan af
Hann á 50 ára stúVnafmæli um þessar
ijuuxiair
ÞORSTEINN J. Sigurðsson,
kaupmaður í Bristol átti merki-
legt afmaeli 8. júni sl. Þá hafði
hann verið í Góðtemplararegl-
unni í hálfa öld: Hann gekk í
hana 13 ára gamall, 1908: — Ég
hafði auðvitað engan félagslegan
þroska, sagði hann í stuttu sám-
tali við Morgunblaðið, en ástæð-
an til þess að ég gekk í regluna
var af persónulegum rótum
runnin. Mig langaði til að fá náið
skyldmenni og góðan vin minn
til að ganga í stúkuna og hjálpa
honum í baráttunni við áfengis-
hneigðina. Þessi tilraun heppnað-
ist ágætlega, hann hætti að
drekka og var hinn merkasti
maður. Eftir því sem skilningur
minn og þroski jókst, féll mér
betur við siði og reglur þessa
ágæta félagsskapar, annars hefði
ég ekki verið þar í 50 ár, og verð
aíla ævi ef ég fæ því ráðið. Að
minni hyggju vinnur reglan hið
merkasta starf, hélt Þorsteinn
í Bristol áfram, og ég er þess
fullviss að hún eykur félags-
þro;ka manna og gerir þá fær-
ari í erfiðri lífsbaráttu. Reglan
eykur þeim kjark, þeir læra
fundarsköp og mælskulist og
venjast því smám saman að
standa augliti: til auglitis við full
an sal af misjafnlega góðviljuð-
um áheyrendum.
í stúkunni lærði ég ungur að
koma fyrir mig orði. Einu sinni
þegar við Guðmundur Gamalíels-
son vorum samferða af stúku-
fundi þar sem höfðu verið all-
heitar umræður, sagði hann við
mig: „Þú stóðst þig nú nokkuð
vel, en þú verður aldrei eins
mælskur og hann . oir þinn“.
Við templarar, erum þeirrar
skoðunar, að það sé ekki nóg að
lækna sjúkdóminn. Aðalatriðið
sé, að koma í veg fyrir hann.
Að því einbeitum við kröftum
okkar og þess vegna höfum við
lagt áherzlu á æskulýðsstarf inn-
an stúkunnar. Ég vona að þessi
nýja starfsemi eigi eftir að gefa
góða raun og er engin ástæða til
að ætla annað. Það má segja með
nokkrum sanni, að í skemmtana-
lífinu fari fram úrslitaorrustan
um unga fólkið. Á dansleikum
er oft skorið úr um það, hvort
maðurinn verður nýtur þjóðfé-
lagsþegn eða ekki. Við viljum
því sjá unga fólkinu fyrir heil-
brigðum skemmtunum án
áfengis. Við efnum til dansleika
og kennum unga fólkinu að um-
gangast hvert annað, án áfengis.
Við höfum kennt því föndur og
ýmislegt fleira. Við þetta starf
eru bundnar miklar vonir Ef við
getum sýnt unga fólkinu fram á,
hvílíkur óþarfi áfengið er, þá er
lítil hætta á þvi, að það verði
áfengissjúklingar.
Þetta var ágætur inngangur.
Þorsteinn segir að þarna sé
fólginn kjarninn i starfsemi regl-
unnar, hann sagðist helzt ekki
vilja tala um sjálfan sig: — Eg
er vanur því, að hafa í frammi
áróður fyrir reglunni, en ekki
sjálfum mér, sagði hann, og ég
ætla að halda þeirri reglu nú,
þegar Morgunblaðið ræðir við
mig í tilefni af þessum tímamot-
um í ævi minni. Eg þarf ekki að
fara í blöðin til að berja bumbur
fyrir sjálfan mig, reglan þarf á
öllum kröftum okkar að halda,
hún er ekki sem bezt á vegi
stödd um þessar mundir. Við eig-
um að vísu dálítið af peningum,
en það er ekki alltaf nóg. í fram-
haldi af þessu get ég svarað
spurningu sem þú lagðir fyrir
mig áðan: Hvort reglan hefði
breytzt mikið frá þvi ég gekk
í hana. Siðir og reglur stúkunn-
ar eru hinir sömu. Þegar ég gekk
í regluna, var ríkjandi fátækt
hér í bænum og menn gátu ekki
veitt sér neitt af því sem nú þyk-
ir sjálfsagður hlutur. Þá var
reglan aðaldriffjöðrin í félags-
og skemmtanalífi bæjarins og
veitti fátæku fólki skemmtanir
fyrir lítið sem ekkert. Þá var
hægt að koma til fólks og bjóða
því á einhverja skemmtun, þá
var okkur vel fagnað og margir
tóku meira að segja í höndina á
manni. Nú hefur þetta breytzt.
Fólk þarf ekki að láta bjóða sér
á skemmtanir, og enginn er svo
lítillátur lengur að hann rétti
manni höndina. Hér er engin fá-
tækt lengur, og því lítil þörf fyr-
ir góðmennsku. Já, svona er
þetta, góði, það er ekki allt eins
og áður var. Þá voru allir fyrir-
menn bæjarins í reglunni og
fólkið fylgdi auðvitað með:
Hvað höfðingjarnir hafast að o.
s. frv. Það var móðins að vera
bindindismaður. 1927 var reglan
t. d. svo fjölmenn að hún„sprakk“,
og við urðum að byggja nýtt hús-
næði yfir hana. Þá gengu margir
útgerðarmenn með allt sitt
verkafólk í regluna, já, jafnvel
sendisveinana líka. Að þessu
leyti hefur þetta breytzt. Reglan
þarf að komast í tízku aftur; það
verður fyrr en varir, hvað held-
urðu maður. Og nú tekst Þor-
steinn allur á loft og gengur um
stofuna sina, það er hugsjóna-
eldurinn, dettur mér í hug, hann
er bezti orkugjafinn.
Við fórum nú að ræða um
regluna almennt, og sagði Þor-
steinn að kona hans hefði alltaf
verið honum mikill styrkur, því
hún hefði tekið þátt í áhugamal-
um hans og unnið mikið og gott
starf í þágu reglunnar. Hann
sagðist hafa tekið öll fimm stig
reglunnar og væri því sannkaii-
aður stigamaður, en ég hef aldrei
verið settur inn, bætti hann við,
að minnsta kosti ekki fyrir
drykkjuskap. Ég hef aldrei neytt
áfengis, sagði hann, nema
kannske í lyfjum eða mat, t. d.
rommbúðingi, öðru vísi ekki.
Ekki svo að skilja, að mér hafi
fundizt ástæða til að láta endur-
reisa mig. Og svo bætti hann við:
Héðan af vona ég, að ég sleppi.
Þorsteinn var formaður
Áfengisvarnanefndar Reykjavik-
ur og vann þar mikið og gott
starf, nefndin beitti sér t. d. fyrir
því að vín yrði ekki um hönd
haft í fermingarveizlum. Má nú
segja, að það mál sé úr sögunni.
Þá hefur hann einnig verið um-
dæmistemplar — og í því starfi
lagt áherzlu á að hafa samband
við kirkju landsins — því reglan
byggir á kristilegum grundvelli,
eins og þú veizt, og við byrjum
alltaf starf okkar á hverju ári
méð kirkjugöngu. Þá höfum við
einnig verið í sambandi við skóla
æskuna og gefizt vel. Ég spurði,
hvað honum væri minnistæðast,
þegar hann liti yfir þennan
langa starfsdag sinn í stúkunm.
Hann sagði, að það hefði verið
bannbaráttan 1909: Hún var hað
undir forystu Björns Jónssonar,
eins gáfaðasta og harðvítugasta
leiðtoga þjóðarinnar fyrr og síð-
ar. Síðan voru greidd atkvæði um
bannið og var sæmilegur mexri-
hluti þjóðarinnar með þvi, að
það yrði sett á, og eins og þú
veizt, var komið á aðflutnings-
banni 1. janúar 1912 og sölu-
banni þremur árum síðar. Það
er skoðun mín, að bannið hafi
reynzt vel. Fyrsta árið, 1915—
1916, var ehginn maður í fang-
elsi hér í Reykjavík. Afbrot stafa
venjulega af áfengisneyzlu, eins
og kunnugt er. Síðan gerðu Spán
verjar og fleiri aðilar tangar- og
hliðarsókn á bannið og eftir þjoð-
aratkvæðagreiðslu 1935 var það
afnumið. Þá hófust hin eiginlegu
afskipti ríkisvaldsins af áfengxs-
málunum. Ríkið sjálft fékk nefni-
lega ágóða af því að selja brenni-
vín og var það reiðarslag fyrir
bindindisstarfsemina í landinu.
Þó má geta þess, að frá 1921 hafði
verið leyft að flytja inn létt vín
frá Spáni og svonefnt konsula-
brennivín. Var fótunum þá raun-
verulega kippt undan bannlög-
unum og hefur æ síðan sigið á
ógæfuhliðina. Auðvitað var
margt skemmtilegt, sem kom fyr-
ir á bannárunum, og ætla ég ekki
að fara út í að lýsa því, enda
hafa aðrir gert það. Margir smygl
uðu víni í land, sumir gerðust
sprúttsalar, en ég ætla ekki að
fara út í það. Ég er hvorki lög-
regla né spion. Allt mitt kapital
er fólgið í þessu tvennu — að
vera þögull eins og gröfin og
borga allar skuldir á fyrsta degi.
Mér hefur þótt einna vænzt um
að hafa fengið tækifæri til að
vera trúnaðarmaður ýmissa
ágætra manna, sem höfðu orðið
áfenginu að bráð. Ef þú kemst
einhvern tíma í vandræði, skaltu
leita til mín. Ég þegi eins og
gröfin, það máttu reiða þig á.
Stundum hef ég verið spurður
að því, hvort það sé ekki brot á
bindindisheitinu að selja tóbaks-
vörur; svo er ekki, en auðvitað
væri skemmtilegast að vera svo
fullur af idealisma, já og svo
rikur, að maður þyrfti þess ekki.
Sennilega verður langt þangað
til ég get hrósað mér af slíku.
Þorstelnn J. Slgurðsson fyrlr framan verzlun sína I Banka-
stræti: ........... borga allar skuldir á fyrsta degi.
En því get ég bætt við, ef þú
villt, að áhugi minn á bindindis-
málum hefur oft komið sér vel
í vei-zlunarrekstri mínum. 1918
var ég úti í Höfn og hafði fest
kaup á miklum birgðum af tó-
baksvörum hjá Nyholm & Co.
Forstjóri fyrirtækisins vildi fá
einhverja tryggingu, ég símaði
til íslands og bað bankann að
láta honum í té nægilegar upp-
lýsingar. Um kvöldið bauð hann
mér í mikla og góða veizlu ásamt
öðru fólki. Þar voru á boðstólum
margar víntegundir, en ég bragð-
aði auðvitað ekki á því góðgæti,
hélt mér við límonaði að venju.
Daginn eftir kallaði hann á mig
og hélt ég auðvitað, að hann
hefði fengið nauðsynlegar upp-
lýsingar að heiman, en hann
sagði: Nei-nei, ég hef engar upp-
lýsingar fengið frá íslandi, en ég
hef séð nóg til þess að treysta
yður. Tvítugur maður, sem bragð
ar ekki áfengi, er næg tryggmg
fyrir mig. Og með það fór ég
heim til íslands, glaður og ánægð
ur, og seldi allt á augabragði,
eins og venjulega.
Áður en við kvöddumst sagði
Þorsteinn Sigurðsson: Að lokum
langar mig að segja, að Góð-
templarareglan er fyrst og fremst
grundvölluð á bræðralagi. Hjá
okkur þúast allir, það eru óskráð
lög á sama hátt og 17. júní er
almennur frídagur, þó ekki sé
það lögskipað. Það dettur engum
í hug að þára beztu vini sína og
frændur, það geta engir gert
nema stórkarlar, eins og Einar
Benediktsson. Litlir karlar, eins
og ég og mínir líkar, hafa ekki
efni á því. Einu sinni var Einar
á ferð með Benedikt föður sínum;
þá spurði hann: — Pabbi, hvene
vegna þagna allir, þegar þú talar,
þó það hafi verið skvaldur og
háreysti rétt á undan? Faðir hans
svaraði: Það get ég sagt þér,
drengur minn, ástæðan er sú, að
það sem ég segi, kemur frá hjart-
anu. Góðtemplarareglan á Íslandi
hefur alltaf gert þessi orð að
sínum. M.
i I i
SKAK
i 1 i
Á MEÐAN ekki dregur til stór-
tíðindi i skákheiminum hef cg
hugsað mér að birta skákir, þar
sem spánska leiknum er beitt.
Hvítt: Mikenas.
Svart: Netmenadinof.
Spánski leikurinn.
I. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6;
4. Ba4, Rf6; 5. o-o, Be7; 6. Rc3
Með þessum ieik undirbýr hvítur
Bxc6 og Rxe5. Á síðustu áruxn
hefur þessum leik verið beitt
allmikið, og hefur . Keres riðið
á vaðið með notkux, hans. v». — blt;
Margir halla s heldur að
6. — d6; t. d. 7. Bxc6+, bxc6; 8. d4.
Rd7; 9. dxe5, dx ; slæmt *ir
(9. — Rxe5 vegna 10. Rxe5, dxe5;
II. Dh5! E. Book : Ingi R. Hels-
ingfors 1957 og ég fann enga full-
nægjandi vörn.) 10. Ra4, Bd6;
11. Be3. Keres : Smyslof Amster-
dam 1956. 7. Bb3, d6; b. Rd5, Ra5;
Hér er einnig mögulegt 8. —
Rxe4; 9. d4, Bb 1; C Hel, Ra5!
9. Rxe7, Dxe7; 10. Hel. Eðlilegra
og sterkara virðist 10. d4! Bb7;
11. Hel, Bxe4; 12. Rxe5! Keres :
Spassky, Amsterdam 1956. 10. —
o-o; 11. d4, Rxb3, 12. axb3, c5;
13. dxe5, dxe^; 14. Dd3. Ef
14. Bg5, Hd8; 15. _-l, h6; 16.
Bxf6, Dxf6; 17. De3, De7 og svart-
ur þarf engu að kvíða. 14. — h6;
15. Rh4, Hd8; 16. Df3, g6; Svartur
vill fyrirbyggja Rf5 og ef 17. Bh6
þá Rg4! 17. De3!, g5; Nú var 17.
— Rg4 kki _o... 18. Dg3, Kh7;
. 3 xt síðan .4.
18. Rf5, Bxf5; 19. exf5, Rd5; 20.
De4! Ef 20. - : Dxe5; 21.
Hxe5, Rb4; 22. Be3, Rxc2, og
svartur hefur jafnteflismögu-
leika. 20. — Rf6; 21. De2, Dd7;
22. Be3, Ddc8; 23. Df3, Kh7;
24. Dh3, Kg7; 25. Hadl, Dc7;
26. Dg Hvítur nóta. Bxg5 og h4.
26. — Rh5, 2 Df3, Rf6;
ABCUEFGH
lill
■ ■
m.. i
i
m km m
. ..w^.
fl§ é p
■m
B á fl j§g á. \
A B
D E F G H
28. h4!, e4; 29. De2, gxh4; 30. Dd2,
Rg8; 31. Bf4, De7; 32. Dc3! Meö
hinni snotru peðsfórn í 28. leik,
hefur hvítur skapað sér yfirburða
stöðu. 32. — Kh7; 33. Hd6, Dd8;
34. f6, Dc7; 35. De5, Hxdð;
36. Dxe4+, Kli8; 37. Bxd6, Dc8;
38. He3, Ha7; 39. Dxh4, Hd7;
40. Dg4, Rxf6; 41. Be5 og svartur
gaf. IRJóh.
S'i mi
2-24-80
Þ'óðhátíð
á Patrehsfírði
PATREKSFIRÐI, 19. júní — 17.
júní hátíðahöldin hófust með því,
að skátar og félagar í íþrótta-
félaginu Herði mættust við barna
skólann kl. 1 e. h. Þaðan var
gengin skrúðganga undir fána ís-
lands í Eyrarkirkju. Kl. 1,30 hófst
hátíðaguðsþjónusta í Patreks-
fjarðarkirkju. Sóknarpresturínn,
séra Tómas Guðmundsson,
predikaði og helgaði þjóðhátiðíir-
deginum ræðu sína. Að guðsþjón
ustunni lokinni var gengið úr
kirkju fram á íþróttavöll i Mikla-
dalnmn. Skátar báru fána 1 far-
arbreddi. Á íþróttavellinum fóru
tmm ýmis skemmtiatriði. Ágúst
Kitursson sveitarstjóri setti há-
tíðina. Þvi næst voru sungin ætt-
jarðarlög. Jón Þ. Eggertsson
skólastjóri flutti hátíðarræðuna
og síðan kom frú Kristín Magnús-
dóttir fram í gervi fjallkonunn-
ar og flutti hátiðarljóð mjög
glæsilega. Ýmislegt fleira var því
næst til skemmtunar, t. d. hand-
knattleikur milli giftra og ógiftra
kvenna, ennfremur knattspyrna
milli giftra og ólofaðra manna.
Kl. 18 fór fram sundkeppni barna
og unglinga í sundlauginni. Ágæt
ar veitingar voru fram bornar í
samkomuhúsinu Skjaldborg frá
því kl. 17 um daginn. Klukk&n
22 hófst hinn fjörugasti dansleik-
ur og,skemmti fólk sér vel. Veðr-
ið var sæmilegt allan daginn og
blöktu fánar við hún hvarvetna
í kaupstaðnum. Mun þessi dag-
ur verða öllum Patreksfirðing-
um og gestum þeirra minnisstæð-
ur og þeim er sáu um undirbún-
ing hans til sóma. —Karl.