Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 6
e M U H C Ifiy B I. 4 Ðl Ð Fimmtudagur 3. júlí 1958 Stjórnmálaályktun fjórðungsþings Sambands ungra Sjálfs tœðismanna Síðastliðinn laugardag var haldið á Siglufirði 7. þing fjórðungs- sambands ungra Sjálfstæðis- manna á Norðurlandi. Á þingi þessu voru gerðar allmargar á- lyktanir og fer hér á eftir hin al- menna stjórnmálaályktun þings- ins. Nánar verður sagt frá þing- inu á næstu æskulýðssíðu blaðs- ins. Almenn stjórnmálaáíyktun Fjórðungsþing ungra Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi nald- ið á Siglufirði 28. júr.í 1958 lítur svo á, að núverandi ríkisstjórn hafi sýnt svo áþreifanlega getu- leysi sitt, að stjórna landinu, að henni ber’ tafarlaust að hverfa frá völdum, enda njóti hún ekki stuðmtígs meirihluta þjóðarinn- ar. Úrslit síðustu bæjarstjórr.ar- kosninga sýna það svo ekki verð ur um villst. Ferill vinstri stjórn- arinnar hefur frá upphafi verið markaður svikum og vanefndum. Má í því sambandi minna á kosningasvik Hræðsiubandalags- ins og yfirlýsingar forystumanna þess um, að aldrei skyldi unnið með kommúnistum, og stóryrði kommúnistaumað þingmannarán Hræðsiubandalagsins yrði aldrei þolað. Allar þessar yfirlýsingar voru sviknar, og á þeim svikum er tilvera ríkisstjórnarinnar reist. Híkisstjórnin þóttist til þess kjör- in að tryggja vinnufrið í landinu. Raunin hefir orðið sú. að hann hefir aldrei verið stopulli en á valdatímabili hennar. í utannkis- og varnarmálum hefir ríkisstjórn in fullkomlega gengtð frá yfir- lýsingum sínum. Höfuðioforð sitt, að leysa efnahagsvandamáiin með varanlegum úrræðum hefir ríkisstjórnin efnt þannig. að af- komu ríkisins gagnvart útlöndum er stefnt í beinan voða.Innanlands horfir til stöðvunar atvinnuveg- anna, ef ekki koma ný ráð til, og efnahagur einstaklinganna fer versnandi, við aukna verðbólgu og dýrtíð og stórfelldari tolia og skattaálögur en áður hefir þekkzt. Þingræði og lýðræði hefir verið óvirt með því að láta stéttasamtökin marka afgreiðslu hinna mikilvægustu mála, en Al- þingi með því raunverulega svipt valdi sínu, er því ber að fara með samkvæmt stjórnarskránni. í öllum stórmálum hefir ríkis- stjórnin verið sjálfri sér svo surxd urþykk, að hvergi hefir verið um fastmótaða stefnu að væða. Næg- ir að minna á landheigismálið og efnahagsmálin, þar sem jafnvel formaður stærsta stuðningsflokks ríkisstjórnarinar, og fieiri þing- menn stjórnarfl. snerust öndverð ir gegn efnahagsmáiafrumvarpi því, sem ríkisstjórnin fékk þá lög fest. Af öllu framansögðu er ljóst, að vinstri stefnan hefur gengið sér til húðar, og vinstri stjórnin á ekki tilverurétt. Þess í stað verður þjóðin nú að sameinast um nýja og giftudrjúga stjórn- arstefnu, undir forustu Sjálfstæð isflokksins. Af brýnustu verk- efnum, sem framundan eru, má nefna: Útflutningsframleiðslan verði aukin og efld, en innf'.utningi stillt í hóf svo sem unnt er, þannig að nást megi greiðslu- jöfnuður við útlönd. Unníð sé að sparnaði í opinberum rekstri og tryggður greiðsluhallalaus ríkis- búskapur. Tryggðui verði ör- uggur rekstrargrundvöllur land- búnaðarins og aukin áherzla verði lögð á rafvæðmgu. Iðnað- urinn efldur og komið upp síór- iðju í sambandi við nýtingu á jarðhita og vatnsorku og notað til þess erlent fjármagn, ef með þarf. Tryggð verði sern frjálsust verzlun, stöðugt verðlag í land- ir.u og vinnufrxður m. a. með þvi að kjarasamningar launþega og atvinnurekenda séu gerðir í heild og til langs tíma svo sem tíðkast í mörgum nágrannalöndum okk- ar. Kjör landsmanna verði mið- uð við greiðslugetu atvinnuveg- anna á hverjum tíma, þannig að atvinnuvegirnir geti starfað á heilbrigðum grundvelli og veitt öllum landsmönnum atvxnnu og lífvænlega afkomu. Treystir verði hornsteinar lýðræðis ^g þingræð is með því að Aiþingi hafi í hönd- um óskert það vald, er því ber, og kjördæmaskipunin verði lag- færð þannig, að Alþingi sýni rétta mynd af vilja þjóðarinnar. Þessum stórmálum öllum verður því aðeins fram þokaö, að þjóðin feli Sjálfstæðisflokknum forustu mála sinna. íslenzk æska hefur jafnan skip að sér undir merki Sjálfstæðis- flokksins að miklum mun, enda hefur stefna hans ætíð verið í samræmi við stórhug og frelsis- kennd ungra manna. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur og öðrum flokkum fremur sýnt ungum mönnum trúnað, svo sem bezt sést á vali frambjóðenda til Al- þingis og sveitastjórna. Fjórðungsþing ungra Sjálfstæð ismanna á Norðurlandi heitir á ísl. æskufólk, hvar í stétt sem það stendur, að fylkja sér nú enn fastar en nokkru sinni fyrr um merki Sjálfstæðxsslefnunnar svo tð ísland megi sem fyrst fá starf hæfa og farsæla stjórnarforustu á ný, og þjóðin verði firrt þeirri höfuðsmán að hafa yfir sér að æðstu ráðarnönnutn fulltrúa þeirrar helstefnu, sem enn nú fyrir skemmstu hefur sýnt sitt rétta andlit við dómsmorðin í Ungverjalandi. Hópferð á hestum fil Þingvalla á landsmót hestamanna Leikhús Heimdallar LEIKHÚS HEIMDAI.LAR frunisýnir þriðjudaginn 8. júlí n. k. franskan gamanleik, sem á fs- lenzku hefur hlotið nafnið „Haltu mér — slepptu mér“ eftir Claude Magnier. — Leikendur eru frú Helga Valtýsdóttir, Lárus Pálsson og Rúrik Haraldsson. — Leikstjóri er Lárus Pálsson. — Leikrit þetta hefur verið sýnt víða um heim og nú síðast í London við geysilega aðsókn. — Leikæfingar standa nú yfir í Sjálfstæðishúsinu. Myndin hér að ofan er frá þeim. Frá vinstri: Helga, Lárus og Rúrik. s«rivar ur daqieqa lífinu EINS og skýrt hefir verið fró ; fréttum verðum landsmót hesta- mannafélaga háð í Skógarhólum við Þingvelli nú í sumar dagana 17. til 20. júlí. Þar verður sýn- ing á kynbótahrossum og góð- hestum, ennfremur kappreiðar og boðreiðar. Hestamannafélagið Léttir hér á Akureyri hyggst efna til hópferð- ar á hestum til Þingvalla að þessu tilefni og væntir sem allra mestr- ar þátttöku Akureyringa og Ey- firðinga í slíkri för. Einnig er gert ráð fyrir hópferð í bíl ef næg þátttaka fæst. Þeir sem hyggjast fara á hest- um suður þurfa að vera búmr að tilkynna þátttöku eigi síðar en sunnudaginn 6. júlí. Æskilegt er að þeir, sem hyggjast fara þessa för tilkynni það til stjórn- ar félagsins sem allra fyrst, til þess að hægt sé að taka ákvórð- un um það hvort félagið tekur þátt í hópreið inn á sýningarsvæð ið og hvort það getur sent sveit eða sveitir í boðreiðarnar. Um nánari tilhögun þessarar ferðar verður fundur meðal þátt- takenda eftir að þeir hafa til- kynnt þátttöku sína. Líklegt er talið að fara verði i byggð vest- ur fyrir Blöndu en þaðan um Hveravelli, Kjöl og Biskups- tungnaafrétt suður. Til Þingvalla verður hópurinn að vera kom- inn eigi síðar en um miðjan dag fimrntudaginn 17. júlí. Vonazt er til að hægt verði að hafa samflot með Skagfirðingum eftir að vest ur er komið. A Þingvöllum er gert ráð fyr- ir að tilhögun verði sem hér seg- ir: Kynbótahross verða sýnd 1 fimm flokkum. Stóðhestar, tamd- ir með afkvæmum, tamdir, sýnd- ir sem einstaklingar og bandvan- ir. Hryssur sýndar með afkvæm- um og sem einstaklingar. Góð- hestasýning, þrír frá hverju fé- lagi, nema 7 frá Fák. Hafa hest- ar Léttir þegar verið valdir sem kunnugt er. Forsýningar í hverju héraði, sem fara fram um þessar mundir eru vegna kynbótahrossa. Boðreiðinni verður hagað á svip- aðan hátt og boðhlaupi. Er reið- in 800 m. og fjórir hestar í sveit með 200 m sprett hver, en riðið er með boðhlaupskefli, sem knap- ar láta ganga á milli sín að end uðum hverjum spretti. Tvær sveitir keppa í senn og ræður tími úrslitið. Enn fremur verður keppt í 400 m. hlaupi, 300 m. hlaupi og 250 m skeiði. Þess er að vænta að Akureyr- ingar og Eyfirðingar sjái sér fært að fara sem allra flestir á hest- um suður yfir fjöll og sýni þar með blómgandi félagslíf í Létti og vaxandi mátt hestamennskunn ar sem íþróttar hér norðanlands. Vitað er að sjaldan hefir á síðari árum verið jafnmikið úrval fag- urra gæðinga hér um slóðir og einmitt nú. Það er því von og ósk stjórnar Léttis að hlutur fé- lagsins og þar með Eyfirðinga og Akureyringa megi vera sem glæsi legastur á landsmóti hestamanna félaga í sumar. Það skal enn vm- samlega ítrekað að menn tilkynni þátttöku sína til stjórnar félags- ins sem allra fyrst. Níu um hvern bíl AÍSLANDI eru nú skráðar hvorki meira né minna en um 18000 bifreiðir. Og þar sem íslendingar eru ekki nema rúm- lega 160 þúsund, liggur við að við getum öll farið saman í eina allsherjar ökuferð, að minnsta kosti ef haldið væri á krökkun- um. Bifreiðum hefur fjölgað gííur- lega á undanförnum árum Árið 1940 voru aðeins 2000 bifreiðir í landinu. Þetta bendir til þess, að ekki sé eins erfitt að eignast bíl á íslandi og ætla mæíti, ef dæmt er eftir tali manna um þessi mál. Þetta minnir á sögu um draum hins almenna borgara í sambandi við lúxusbíl. Borgarar þriggja stórvelda eru teknir sem dæmi: Þegar bandarískur vegfarandi sér milljónamæring í kádiiják á götunni, lætur hann sig dreyma um að einn góðan veðurdag geti hann líka stigið upp í eigin bif- reið. Ef franskur vegfarandi sér milljónamæring á kádilják á göt- unni, dreymir hann um að einn góðan veðurdag geti hann komið því til leiðar að milljónamæring- urinn þurfi að stíga út úr bílnum sínum og ganga eins og allir aðrir. Englendingar eru aftur á móti alltof vel uppaldir til að ganga dreymandi um á almannafæri. Ekki veit ég hvernig íslendingi er innanbrjósts, þegar hann sér mann (hér þurfa menn ekki að vera milljónamæring til þess) í kádilják á götunni. Senni- lega gefur hann sér ekki tíma til að dreyma, heldur kaupir í snarheitum happdrættis- miða eða sækir um bílleyfi, í von um að geta „bjargað sér“ um peninga, ef leyfið skyldi nú fást. í eigin bíl til útlanda JÖLMARGIR íslenzkir bif- reiðaeigendur hafa á undan- förnum árum farið í sumarleyfi til útlanda og haft bifreiðir sínar með. Það hlýtur að vera unaðs- legt að geta ekið um á ókunnum slóðum, án þess að vera háður nokkurri ferðaáætlun. Nú orðið er ekki miklum erfið- leikum bundið að ferðast milli landa með bíl. Hin síðari ár hafa margar Evrópuþjóðir dregið úr kröfum sínum til bifreiðaeig- enda, sem koma erlendis frá með bíla sína í tímabundnar heim- sóknir. Áður fyrr var krafizt margs konar tollskírteina, fjár- trygginga og auk þess var eftir- lit með erlendum bifreiðum víð- ast hvar allstrangt. Nú er hægt að aka næstum viðstöðulaust yfir landamæri fjölda landa í Vestur-Evrópu. Austurríki, Belgía, Danmörk, Holland, Luxemburg, Sviss, Sví- þjóð og Vestur-Þýzkaland krefj- ast ekki lengur tollskírteina af erlendum bifreiðum og aðrar þjóðir eru í þann veginn að fella slíkt niður eða taka upp um, stangslítið eftirlit. Það er nokkuð breytilegt frá einu landi til annars, hve erlend- um bifreiðaeigendum er leyft að nota vagna sína lengi án þess að greiða af þeim skatta. Ferðamenn í sumarleyfi þurfa þó varla að hafa áhyggjur af slíku. í Þýzka- landi eru engin ákveðin takmörk sett, í Frakklandi er tíminn sex mánuðir, en í Danmörku, Bene- luxlöndunum, Sviss og Svíþjóð mega útlendingar aka bifreið sinni í heilt ár, án þess að þeir séu krafðir um skatta. Veöurspáin fyrir júlimánuð VELVAKANDI ætlar sér ekki að fara að gerast veðurspá- maður, það er ekki að vita hvern- ig hin opinbera Veðurspá brygð- ist við slíku. Nei, ætlunin er að- eins að flytja lesendum veðurspá gömlu karlanna, sem af hyggju- viti sinu þóttust hafa fundið ein- hverjar reglur um það hvernig veðrið í landinu hegðaði sér. Þeir sögðu að ef veður væri bjart á Þingmaríumessu, boðaði það goð tíðindi og ef votviðri gengi dag- ana á undan og birti upp með henni, þá yrði veðrið oftast þurrt í júlímánuði. Nú var Þingmaríumessa í gær, 2. júlí, og hver verður svo að dæma út frá veðrinu í sinm sveit, hvort útlit er fyrir þurrk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.