Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 14
14 M O R ti V N n 1. 4 »IÐ ^immtudagur 3. júlí 1958 ^J^venjjjóÁin oc^ lieirniíiS Sumarkjólar felpnanna ÞEGAR mæðurnar fara að draga fram sumarkjóla dætranna, kem- ur venjulega í ljós að tognað hef ur fullmikið úr telpunum síðan sumarið áður. Ef einhver faldur er á kjólnum, er ekki vandi að bæta úr því. Þurfi nýi faldurinn að vera mjög lítill, má setja hann upp með skábandi eða sauma fyrst örmjóan einfaldan fald i saumavélinni. Hafi faldinum þegar Verið hleypt niður, er handhægast að bæta afganginn af efninu neðan á kjólinn og fela samskeytin með skábandi í fallegum lit. Til sam- ræmis getur farið vel að sauma skáband líka i ermarnar og krag ann (sjá kjólinn lengst til vinstri). Á næsta kjól er nýja stykkið stangað neðan á og síð- an er þrætt með fallegu garni meðfram samskeytum og faldin um að neðan. Sé efnið viðkvæmt, þannig að far verður eftir gamla faldinn, má fela það með hexasting og sauma aðra rönd meo hexasting á beru stykkin (sjá kjól minnstu telpunnar). En nú getur blússan á kjóln um verið orðin of stutt. Á næstu þremur kjólum sést hvernig bæta má úr því. Það er hægt að bæta í kjólinn mittissstykki og setja tungubönd yfir samskeytin. Þá má bæta afgöngum af efn- inu í miðjan kjólinn, þannig að höfð eru lek þar sem bútarnir koma saman. Séu afgangarnir mjög litlir, má sauma þá saman í mittisstykki, setja 3—4 teygju- rennur fyrir á rönguna, og þegai teygjan er komin í, sést ekki þo mörgum bútum sé aukið saman. Ekki má gleyma að hafa svolít inn aukaenda á hverri teygju, því teygjan hleypur oft í fyrsta þvotti. Þegar telpan er orðin 4—5 ára, er ekki jafn fallegt að klæða hana í kjól, sem rykktur er und ir berustykki. Gömlum kjóíum má þá breyta með því að sauma rennu fyrir téygjuband á röng- unni að framan, draga í hana teygju og binda tvo borða í síóra slaufu að aftan (sjá myndina). Kjólnum með vöflusaumnum Iengst til hægri hefur verið breytt með því að sams konar vöflusaumi hefur verið bætt á hann í mittisstað. Auðvitað eru til ótal aðferðir til að lagfæra of litla telpna- kjóla. Þetta eru aðeins nokkrar uppástungur, sem lítið hug kvæmar mæður geta ef til vill haft gagn af. Á ALÞJÓÐLEGRI ráðstefnu „snyrtisérfræðinga“ í Feneyjum kom franskur sérfræðingur fram með nýjung, glitrandi púður. Fyrst á að púðra andlitið með ofurlitlu giitpúðri, eins * og því sem strað er á baðmullarsnjóinn á jólatrjánum, og síðan með venjulegu púðri. Skyldu jóla- skrautsframleiðendur ekki hafa komið hér við sögu og ætlað að fá sér ofurlítil „jólaviðskipti' um hásumarið? — Bókaþáttur Framh. af bls. 9 bókarinnar eru að minni hyggju stíllinn og svo umhverfislýsing- arnar sem eru hnitmiðaðar og myndrænar. Samt er ekki ör- grannt um að höfundurinn tefli stundum á tæpasta vaðið í leik sínum með stílinn, þannig að jaðri við tilgerð. Hér eru nokkur dæmj valin af handahófi: „En í sama bili víkur sér að mér kona sköruleg, sú er vakna kunni snemmendis, setur í mig sjónir, eins og sá er metur kind til frá- lags og kemst ekki að niðurstöðu“ (bls. 44), „Og um leið og ráðs- konan, til hverrar hylli þó hafði verið stundað, hefur varpað til mín þessum fáu orðum, þá er öllu breytt fyrir mínum glöðu kumpánum“ (58), „Því nú heyrist ofan úr götunni kall þeirrar radd ar, sem ekki spanr hljóðleik stundarinnar fyrir banasári“ (70) °g ,.Mjög í það mund sem oddviti gerðist ábúðarfullur til hnitmið- aðra andsvara við Skarðsbónda, stakk ég kvíslinni í forblautan mórofshaus og nugðist kasta hon- um upp á bakkann“ (117) Þrátt fyrir slík gönuhlaup, sem eru allmörg í bókinni, á Guð- mundur Böðvarsson mjög per- sónulegan stíl. Þá er og þess að gæta, að í sögunni er sterk- ur undirstraumur goðlátlegrar kímni, sem í vissum skilningi réttlætir stílbrellurnar. Höfundinum er vel lagið að gera einstaka atburði sögunnar ljósa og næstum áþreifanlega. Má í því sambandi t. d. nefna atriðm þegar læknisdóttirin kastar sandi í augu sögumanns, þegar huldu- konan kemur honum til hjálpar í vegavinnunni og fer burt með honum, þegar hann er þvingaður í skurðgröftinn og loks atriðið þegar hann fær æðiskastið, þó það sé að visu eitt ósennilegasta striði sögunnar. Lesandinn hefur ekki verið búinn undir það, svo pað kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Konur leggja áherzlu á oð lögin um heimilishjálp í viðlögum komi sem víðast til framkvcemda I kartöfluleysinu OG enn er bærinn orðinn kartöflu laus. Það er í þriðja sinn á þessu sumri sem þetta kemur fyrir, — það er ófyrirgefanlegt og reyk- vískar húsmæður ættu blátt áfram að fara í kröfugöngu til þess að mótmæla! Kartöflur eru ein aðalfæða alls þorra manna og jafnframt bæði hollar og tiltölulega ódýrar, (ef hægt er að tala um slíkt í sambandi við verðlag á Islandi í dag). Og það gremjulega er að jafn- vei þótt húsmæður vildu reyna að nota eitthvað í staðinn fyrir kartöflurnar, t.d. grænmeti, tó- mata eða agúrkur, þá er græn- metið svo dýrt að það ætti enginn að kaupa það. (Jafnvel þótt fólk hafi góð fjárráð, — þá er það ekki forsvaranlegt að láta þessa hollu fæðu vera í „luxus“-verð- flokki). Það er verið að prédika fyrir okkur að við eigum að borða græn meti og vora hraust, — en á með- an framleiðsla á þessum nauðsyn legu matvörum er látin sitja á hak anum fyrir blómaframleiðslu, er ekki hægt að ætlast til að almenn- ingur kaupi þær. — Mætti ekki reyna að rainnka blómaframleiðsl- una einhverja ögn og bæta heldur tómötum í gróðurhúsin? ÞRIÐJI formannafundur Kvenfé- lagasambands íslands var hald- inn í Reykjavík dagana 21.—23. júni sl. Fundinn sátu fulltrúar frá 15 af hinum 18 héraðssam- böndum, er standa að Kvenfélaga sambandi íslands, svo og stjórn sambandsins og varastjórn ásamt ritstjóra tímaritsins Húsfreyjan. Gefin var skýrsla um starfsemi sambandsins frá því í september 1957 að síðasta þing sambandsins var haldið. Hefir ráðunautur sam bandsins í heimilisfræðum, Stein unn Ingimundardóttir, á þessu tímabili kennt og flutt erindi hjá nálega 40 kvenfélögum víðs vegar um landið og hafa um 3000 kon- ur notið þessarar fræðslu. Einnig hefir sambandið styrkt ýmis námskeið í saumum o. þ. h. Und- irbúningur hafði verið gerður að móttöku formanna húsmæðra- sambandanna á Norðurlöndum, sem hér ætluðu að halda fund 24.—29. júní, en sá fundur fórst fyrir á síðustu stundu vegna veikinda. Rædd voru ýmis áhuga- og fé- lagsmál sambandsins, þar á með- al samræming á lögum héraðs- sambandanna, sem nú er verið að vinna að. Milliþinganefnd, sem vinnur að undirbúningi orlofs húsmæðra, skýrði frá störfum sínum og hafði Herdís Ásgeirsdóttir, for- maður nefndarinnar framsögu. Gerðar voru ályktanir, þar sem fyrst og fremst var lögð áherzla á það, að lögin um heimilishjálp í viðlögum kæmu sem víðast til framkvæmda, þar sem grund- völlur fyrir orlofi húsmæðra væri það, að fá hjálp til heimila, þar sem húsmóðirin er veik eða þarf að fara að heiman sér til hress- ingar. Verið er. að vinna að söfnun á sögu kvenfélaganna og voru stjórn sambandsins faldar frek- ari framkvæmdir í því máli. Arnheiður Jónsdóttir, formað- ur Heimilisiðnaðarfélags íslands, kom sem gestur á fundinn og ræddi um stofnun heimilis-iðn- aðarnefnda í kvenfélögunum. Miklar umræður urðu um handavinnukennslu barna og unglinga í skólum utan Reykja- víkur, sem fundarkonur töldu að væri mjög ábótavant. Var um þetta mál gerð ályktun, þar sem kvenfélög og kvenfélagasambönd eru hvött til þess að láta handa- vinnukennsluna til sín taka, hvert á sínu starfssvæði 1. með því að hlutast til um að ein eða fleiri konur eigi sæti í hverri skólanefnd 2. með því að hvetja starfandi handavinnukennara til þess að sækja handavinnunámskeið fræðslumálaráðuneytisins, sem haldin eru árlega um landið 3. með því að ganga eftir því að nauðsynleg tæki til handa- vinnukennslu séu til staðar í hverju skólahverfi og að kerfis- bundin kennsla fari þar fram lög- um samkvæmt. Níels Dungal, prófessor flutti erindi um starfsemi Krabbameins félags Islands og um krabba- meinsrannsóknir. Rannveig Þorsteinsdóttir skýrði frá breytingum, sem nú er verið að gera á fræðslulöggjöf annarra Norðurlandaþjóða, sem stefna í þá átt að auka í skólunum fræðslu um heimilismál og láta þá fræðslu ná jafnt til pilta og stúlkna. Höfðu norrænu hús- mæðrasamtökin, sem Kvenfélaga samband íslands er aðili að, fræðslumót um þetta í aprílmán- uði sl. Var þar einnig rætt um menntun húsmæðrakennara og um háskólamenntun í húsmæðra fræðum, þar á meðal norrænan háskóla í þeim efnum. Helga Sigurðardóttir, skóla- stjóri Húsmæðrakennaraskóla ís- lands, sem var gestur fundarins, skýrði frá því, að húsmæðra kennaraskólinn myndi taka til starfa á ný á komandi hausti og vakti það mikinn fögnuð. í því sambandi var gerð eftir- farandi ályktun: „Formannafundur Kvenfélaga- sambands Islands lýsir ánægju sinni yfir því, að Húsmæðra- kennaraskóli Islands skuli eiga að taka til starfa á komandi hausti. Þar sem húsmæðrafræðslan í landinu hefir liðið mikið við það, að heilt kennslutímabil hefir fall ið niður hjá Húsmæðrakennara- skóla íslands, treystir fundurinn því, að menntamálaráðherra sjái til þess að kennsla geti hafizt í skólanum á réttum tíma í haust“ Að fundarstörfum loknum fóru fundarkonur til Hafnarfjarðar og fengu þar hinar höfðinglegustu móttökur hjá Kvenfélaginu „Vor- boðinn". Var gengið um Hellis- gerði, skoðuð hin nýja bókasafns- bygging og hátíðasýning Hafnar- fjarðarkaupstaðar og síðan drukk ið kaffi í boði Vorboðans. Þar voru flutt stutt ávörp, rætt sam- an og sungið unz haldið var heim leiðis um miðnættið. Daginn eftir, þriðjudaginn 24. júní, bauð Gisli Sigurbjörnsson fulltrúum að skoða EUiheimilið í Reykjavík og í Hveragerði. Var það hinn ánægjulegasti dagur. Stjórn Kvenfélagasambands ís- lands skipa: Guðrún Pétursdótt- ir, formaður, Aðalbjörg Sigurð- ardóttir og Rannveig Þorsteins- dóttir. Persónulýsingar eru ekki eins Ijósar og umhverfislýsingarnar, og er samt margt vel utn þær. Flestar aukapersónur eru dregn- ar fáum en skýrum dráttum, t. d. spákonan og dóttir hennar, faðir sögumanns, vegavinnumennirnir, Geirdís og Eysteinn gamli í Skarð inu. Hinar persónurnar eru líka á baksviði sögunnar, en leika stærri hlutverk. .Tengdamóðirin er mjög ljós manngerð, dálítið einhæf, en sterk og minnisstæð. Hún er greinilega „illa aflið“ í sögunni, tákn hins þröngsýna, iðjusama og heimtufreka þjóð- félags sem hefur ímugust á „fikti“ og „hugarórum“. Þessi kona er ógeðþekk, en lesándinn skiiur hana og hefur vott af samúð -neð henni, kannski af því eðli hennar er svo ríkt í okkur flestum. Læknirinn, maður hennar, kem- ur iítið við sjálfa sóguna, en er íuj ðuljós persóna af frásögnum sögumanns. ,,Huldukonan“ er vel gerð mannlýsing, nærfærin og mögnuð dul ævintýrisins. Þáctur hennar er meðal hins ljóðrænasta í sögunni, en kannski er hann ó- þarflega endasleppur. Eiginkonan er sennilega óljósasta persónan. Stafar það af því, að hún hverfur gersamlega í skuggann í síðara parti sögunnar, týnir reisninni og þokkanum sem hún hafði í upp- hafi. Málarinn er ein af lykilpersón- um sögunnar, en lýsingin á hon- um er tvíræð. í upphafí er hann eldheitur hugsjónamaður, vand- lætarinn sem þolir ekkert kák eða hálfvelgju og rekur hið unga listamannsefni til hlífðarlausrar sjálfsögunnar og trúmennsku við innstu veru sína. Síðar kemur hann svo á geðveikrahælið, ei þá hálfhræddur við skjólstæðing sinn, fær lánaða beztu mynd nans til sýningar, stelur henni og veið ur sjálíur frægur fyrir hana.' Þetta atriði er vafasamt, en alls ekki fjarstætt þegar þess er gætt hver segir söguna. Það er hugs- anlegt að sögumaður ljúgi þessu síðasta atriði til í brjálæði sínu (hann skrifar að vísu „bréfið“ til að afsanna brjálsemi sína, en heppnast honum það?). Á hinn bóginn má vel vera að málarínn hafi verið sá þorpari, sem sögu- maður vill vera láta í bókarlok. Þá hafa fortölur hans verið blekk ingar: hann hefur hvatt óharðnað an unglinginn út á listabrautina af einhverjum annarlegum hvöt- um. Örlög sögumanns eiga þá upptök sín í blekkingum útsmog- ins loddara. Þetta gefur sögunni vissulega nýja vídd: KÖllun sögu- manns var kannski hugarórar eftir allt saman! Blaðadómarnir, sem hann minnist á, sanna ekkert í þessu sambandi, því þeir gætu verið uppfinning sögumanns. Það undarlega er, að form sög- unnar (sendibréf frá geðvehvum manni til vinar síns) kippir stoð- unum undan endanlegri niöur- stöðu. Lesandinn getur í raun- inni túlkað hana að eigin vild. Hún getur verið saga um afdrif þess listamanns sem gengur á mála hjá þjóðfélaginu. Hún getur líka verið saga um vandann og hætturnar sem listamaðurinn verður að vinna bug á, vilji hann reynast köllun sinni trúr. Þá get- ur hún enn verið saga um mátt blekkingarinnar. Og loks er hugs anlegt að sagan sé algenega mein ingarlaus: aðeins sendibréf frá vitfirringi. Þetta er bæði kostur sögunnar og galli. Margræðið hefur sína ótvíræðu skáldlegu kosti, en kannski missir sagan eitthvað af krafti sínum af því hún hefur of margar hugsanlegar merkmg- ar. „Dyr í vegginn“ er alls ekki stórbrotið skáldverk, en sagan er minnisstæð og áleitin. Frágang ur bókarinnar er mjög góður og textinn að heita má villulaus. Sigurður A. lViagnússon. DJAKARTA, 2. júlí. — Reuter — Bandaríkjastjórn ákvað í dag að veita Indónesíustjórn 8 millj. dala lán til að byggja vegi á Súmötru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.