Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.07.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudae'ur 3. júlí 1958 MORCTINTiT 4T)1T> 9 „Ég sagði upp vinnunni með sím- skeyti, hef síðan verið fiækingury/ segir Kristin Björns, sem starfar hjá Sarheinuðu þjóðunum — ERTU búin að hitta Kristínu? í>ú verður að hitta Kristínu, kvað alls staðar við á vinnustaðnum, þegar ég fyrir nokkrum árum byrjaði að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York. Og hver er Kristín? spurði ég. Nú, íslend- ingurinn hérna, var svarið. Seinna átti ég eftir að komast að raun um að allir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, háir og lág- ir, þekkja Islendinginn Kristínu Björns, enda er hún einn af elztu starfsmönnum samtakanna. — Stjórnmálamenn og fulltrúar frá fjarlægum löndum komast fyrr eða síðar í kynni við hana, þeg- ar þeir á fundum þurfa að fá skjöl varðandi málin. sem eru til umræðu. Þá er Kristín til taks inni á fundunum, undir það bú- in að útvega það sem vantar og ekkert er gert hjá S. Þ., sem ekki er til á skjölum. „Lifandi skjalaspjaldskrá" kölluðu sumir hana, þegar Súezdeiian stóð sem hæst og allt var í uppnámi hjá Sameinuðu þjóðunum. Þegar fréttist að Kristín væri komin til íslands, hringdi ég því til hennar og bað um viðtal. — Ég veit svosem hvernig þið . blaðamennirnir eruð. Þið spyrj- ið og spyrjið og látið mann segja „ég“ 150 sinnum, og svo segja allir' sem lesa viðtalið: „Sú er montin. Hún heldur að hún sé eitthvað“. Það varð þó úr að viðtalið fékkst og fór fram á heimili Önnu Thoroddsen, þar sem Krist- ín býr meðan hún dvelst hér. -—Hvernig stóð nú á því að þú lagðir af stað til að sjá þig um í veröldinni, Kristín? — Ég vann á Landssímastöð- inni í Reykjavík árið 1934, þegar opna átti símasambandið við út- lönd. Hlíðdal sendi mig þá ti! London til að læra að afgreiða langlínusamtöl til útlanda. Það kom því í minn hlut sem síma- stúlku að opna símann árið eftir. Síðan kenndi ég öðrum stúlkum. Ég hafði þá lengi verið í frönsku- tímum hér heima og taldi bæði mér og Hlíðdal trú um að ég þyrfti nauðsynlega að fá sex mánaða frí til að æfa mig í frönskunni, því að það væri al- veg bráðnauðsynlegt fyrir starf- ið. En að sex mánuðum liðnum sagði ég upp með símskeyti og síðan hef ég verið flækingur. — Og síðan hefur líka marg^ drifið á daga þína. Varstu ekki í fangabúðum á styrjaldarárun- um? — Já, margt hefur drifið á dagana, en við skulum ekki fara út í þá sálma. Þetta er bara stutt blaðaviðtal. Jú, ég var í stríðs- fangabúðum á Ítalíu frá því i ágúst 1940 og þangað til um haustið 1943, þegar Bretar og Bandaríkjamenn sóttu inn í Ítalíu frá Salerno. Tildrögin voru þau, að Þjóðverjar vildu láta mig njósna fyrir sig í Alexandríu. Ég hafði íslenzkt vegabréf og var ekki þekkt dansmey eða söng- kona, svo ekki var mikil hætta á að ég yrði grunuð strax, sögðu þeir. Þeir buðu mér gull og græna skóga, ég átti að fá að vinna ein eða í sambandi við aðra, eftir eigin geðþótta. Senm- lega væri ég núna alveg forrík, ef ég hefði tekið þessu tilboði. Eftir að ég neitaði var ég tekin föst. Það skrýtna var að mér datt aldrei í hug að ég yrði lok- uð inni, fyrr en ég var komin í fangabúðirnar, þó ég ætti von á að neitunin gæti haft afdrifarík ar afleiðingar fyrir mig. í fanga- búðunum var fólk af ýmsum þjóð ernum, en ég var eini Norður- landabúinn. Þá talaði ég hvorki né las íslenzkt orð í fimm ár. í fangabúðunum lærði ég þann dag í dag eina erlenda málið sem ég tala án þess að hafa nokkurn annarlegan hreim. (Þess má geta að Kristín talar íslenzku, eins og hún hafi aldrei af land- inu farið). Þetta varð til þess að ég fór að túlka fvrir herstjórn Bandamanna og vera á ýmsan hátt til aðstoðar við herinn eftir að ég komst á svæði þeirra, en þá var ég búin að þvælast í tvo mánuði einhvers staðar á milli víglínanna, eða frá því að fangaverðirnir yfirgáfu fanga- búðirnar. í fyrstu voru Banda- menn auðvitað tortryggnir gagn- vart mér, enda var ég búin að glata öllum mínum skilríkjum. Ég fylgdist stundum með herj- unum, þegar þeir komu fyrst inn í ítölsku þorpin. Okkar fyrsta verk var auðvitað að brenna lík- starfsmenn orðnir nálægt 4000 Síðan hef ég unnið hjá Samein- uðu þjóðunum og veit ekki hvernig tíminn hefur liðið, svo mikið hef ég alltaf haft að gera Það er líka engu líkara en maður bindist stofnuninni, ef maður er einu sinni kominn þangað. Þeir sem fara, virðast allir sjá eftir því, sama hvað þeir fá í staðinn. — Og hvar finnst þér vera heimili þitt nú orðið, hér eða þar sem þú býrð í New York? — Mér hefur aldrei fundizt ég eiga heima annars staðar en hér, þó ég sé búin að vera í burtu í 21 ár. Nú er ég loksins eftir mikið þóf búin að endurneimta kosn ingaréttinn minn — en ekki far- in að notá hann. Eg hef reynt að kippa þessu í lag i hvert skipti sem ég hef komið heim síðan 1950, en alltaf hafa viðkomandi aðilar verið í sumarfríi. Annars kem ég nú orðið annað hvert sumar, og fer þá oftast suður til Miðjarðarhafsins um leið. Starfs- menn S. Þ. fá heimfararleyfi ann- að hvert ár, til að ekki slitni samband þeirra við heimalandið. Núna er ég búin að vera á Italíu, kom með stórskipinu „Julius Cesare" yfir hafið A ítalíu kom fyrir mig skemmtilegt atvik. Ég var á leiðinni niður á ströndina á baðstaðnum Via Reggio, þegar ég sá allt í einu hvar íslenzki fáninn kom þjótandi á móti mér. Ég baðaði út öllum öngum og hljóp af stað. Þetta reyndist vera áætlunarbíll með skemmtiferða fólk frá íslandi. A leiðinni hingað kom ég við á heimssýningunni í Bruxelles. Sem Norðurlandabúi var ég stolt af finnsku sýningarhöllinni, sem mér finnst bera af. En leiðin- Wan Waithayakon prins frá Taíiandi, sem var forseti 11. alls- herjarþings S. Þ. árið 1956, býður ásamt konu sinní Kristínu velkomna í veizlu. legt þótti mér að ísland skyldi ekki taka þátt í sýningunni, þeg- ar ég kom í deild dvergríkisins San Marino og sá að þar stóð með stórum stöfum: „Elzta lýð- veldi í heimi“. ásamt einhverju ártali, sem mig minnir að hafi verið eitthvað um 300. — Sérðu marga íslendinga i New York? — Ég hitti fulltrúana sem send ir eru á allsherjarþingið héðan að heiman og þykir gaman a'ð hitta þá. Við ívar Guðmunds- son erum einu föstu starfsmenn irnir, af íslendingum, en hann starfar nú í Kaupmrnnahöfn. — Og hvað heldurðu um Líb anondeiluna? Allir starfsmenn S. Þ. hljóta að hafa áhuga á henni núna. — Ég vona að hún leysist fljót- lega. Ég þekki Malik, utanríkis- ráðherra Líbanons, og veit að hann er mikill friðarvinur. — Maður veit þó aldrei hvað menn gera, þegar þeir eru komnir í stjórnmálabraskið heima í sínu landi. En nú ertu búin að rekja úr mér garnirnar og láta mig segja frá allri minni ævi, næstum frá því ég fæddist á Litlu-Gilji norður í Húnavatnssýslu. Ekki skil ég hvað þú ætlar að gera með þetta allt í eina, litla blaðagrein. Settu nú þetta blað niður hjá þér, og svo skulum við tala um eitthvað annað. E. Pá. Kristín Björns in sem lágu um allt. Herforingj- unum fannst ég stundum vera nokkuð hörð. En ég fann aldrei til með þeim dauðu, mér fannst bara kynlegt að ég skyldi ekki vera ein af þeim. Aftur á móti leið mér illa ef ég kom að særðri manneskju, því Italir áttu engin lyf og ekkert til að hlynna að fólkinu með. Jæja, frá ítalíu fór ég til I andaríkjanna. Bandaríkjamenn- irnir höfðu lofað að hjálpa mer til að komast sem allra fyrst í burtu, ef ég ynni fyrir þá. Og ég er þeim eilíflega þakklát fyr- ir að þeir skyldu efna það. Mér er íullkunnugt um hvílíkum erf- iðleikum það var bundið að koma mér, útlendingnum, með skip- inu sem lagði úr höfn 11. maí 1945 með 3334 karlmenn og 5 kon ur innanborðs. — Og hvernig lentirðu svo hjá Sameinuðu þjóðunum? — Þegar vestur kom, var ég á báðum áttum um hvað gera skyldi. Ég var ekki komin nægi- lega vel yfir alla mína eymd til að treysta mér heim, þar sem ég vissi að fólk, sem aldrei hefur lent í stríði, mundi íara að spyrja mig spjörunum úr. Þá hitti ég T. H. Watson, forstjóra IBM (International Business Machin- es) í boði og fékk vinnu hjá hon- um. Hann var alltaf að tala um að ísland ætti að verða 80. land- ið, þar sem hann opnaði skrif- stofu, og að það ætti ég að gera. En það fór á annan veg. Ég var búin að vera á námskeiði og vinna skamma hríð sem sölu- kona hjá IBM, þegar þeim datt í hug að láta mig reyna að selja skrifstofuvélar til Sameinuðu þjóðanna. Upp úr því var mér boðin vinna hjá Sameinuðu þjóð- unum og þar byrjaði ég 1946, nokkrum vikum áður en íslend- ingar gerðust aðilar að samtök unum, svo að Tryggve Lie varð að gefa sérstakt leyfi til að ég BOKAÞATTUR: Dyr í vegginn yrði ráðin. Þá unnu aðeins 800 ítölsku, og það er líklega enn | manns hjá stofnuninni, en nú eru Guðmundur Böðvarsson: DYR í VEGGINN. Skáld- saga. 144 bls. Heims- kringla. Reykjavík 1958. Skáldið á Kirkjubóli hefur haslað sér nýjan völl, sent frá sér fyrstu skáldsöguna tæplega hálfsextugur. Út af fyrir sig er þetta ekkert tiltökumál, því margir höfundar hafa byrjað nýj- an feril eldri, en það sem fær manni furðu er hve nýtízk þessi fyrsta skáldsaga Guðmundar Böðvarssonar er að efni og bún- ingi. Hér kemur gróinn bóndi og þjóðfrægt ljóðskáld í hefðbundnu formi með skáldsögu þar sem fjallað er um vandamál yngri kynslóðarinnar með þeim hætti, að ætla mætti að hann væri enn að kljást við þau. „Dyr í vegginn“ er stutt saga, í rauninni löng smásaga, skrifuð í formi sendibréfs. Að efni tii sver hún sig dálítið í ætt við ýmsar þær bækur sem mest um- tal hafa vakið á tuttugustu öid. Hún fjallar sem sé um utangarðs- manninn (a. m. k. í vissum skiin- ingi) á svipaðan hátt og verk þeirra Kafka, Becketts, Camus, Colins Wilsons og annarra frægra höfunda úti í heimi. Við eigum einnig í íslenzkum bókmenntum þessarar aldar tvær kunnar hlið- stæður, „Heimsljós" og „Sólon Islandus", þó forsendur þeirra séu allt aðrar. „Dyr í vegginn" hefur fleiri en eitt plan. Á einu plani fjallar bókin um hlutskipti listamanns- ins í þjóðfélaginu, útskúfun hans vegna þess að hann hlítir ekki þeim viðteknu reglum og „lög- málum“, sem allir góðir þegnar verða að beygja sig undir. Hvort þessi uppreisn listamannsins gegn umhverfinu er „skynsamleg" eða ekki, verður að liggja milli hluta. Það sem máli skiptir ér, að hún á sér stað, hún á sér djúprættar orsakir og hún er nauðsynleg. Hamingjan hjálpi þeim lista- manni sem beygir sig undir kröf- ur umhverfisins eða gengur á mála hjá þjóðfélaginu. Þá er geð- veikrahælið sennilega betri lausn og það er einmitt þar sem við hitt um sögumann þessarar sögu. Hann er að skrifa vini sínum bréf til að sannfæra hann um, að Guðmundur Böðvarsson vistin á vitlausraspitalanum sé byggð á hreinum misskilningi. í bréfinu rekur hann sögu sína: það er einkar einföld og fábrotin saga um ungling í litlu fiskiþorpi sem hefur fengið „neistann", en það er spenna í henni og laun- hæðinn tvíleikur. Formið, sem höfundur hefur valið sögunni, skapar honum ým- is vandamál, þó það gefi honura jafnframt töluvert olnbogarúm. Sagan gerist öll í vitund sÖgu- mannsins, og af þvi leiðir að höf- undurinn þarf ekki að lýsa per- sónununi af raunsæi eða sann- girni. Hann lýsir þeim emgöngu á þann hátt sem þær koma sögu- manni fyrir sjónir, og þessar lýs- ingar verða því um leið lýsingar á sögumanni sjálfum: draga fram fordóma hans, tilfinningar og við brögð við umhverfinu. Persón- urnar lifa með öðrum orðum að- eins í hugskoti sögumanns og lit- ast af hugmyndum hans. Þær eiga ekki sjálfstætt líf í sögunni. Þetta er veigamikið atriði í sög- um sem skrifaðar eru í fyrstu persónu, en margir láta sér yfir- sjást það. Meginvandamál höfundarins er svo í því fólgið, að hann segir sögu margra ára fyrir munn sögu manns, og eru þar víða rakin ná- kvæmlega samtöl persónanna. Þetta reynir dálítið á trúgirni lesandans, ekki sízt þegar höf- undurinn gerir sér lítið fyrir og minnir hann á vandann: „Þú gæt- ir nú haldið að ekki væri allt með felldu, þegar ég þykist muna svona nákvæmlega orðræður frú Wilhelmínu Jafetsdóttur. En hlut urinn er sá, að sumar þeirra eru mér allvel minnisstæðar" (bls. 73). Þetta innskot er að visu kúnnáttusamleg stílbreila á sín- um stað, en hún vekur strax spurninguna: Hvað um orðræður allra hinna persónanna sem hann rekur líka svona rækilega? Því er ekki að leyna, að sagan fer víða út fyrir það form, *sem höf- undurinn hefur valið henni. En þetta er auðvitað fyrst og fremst tæknilegt atriði og skiptir engu meginmáli fyrir lesandann. Guðmundur Böðvarsson er mik ill stílisti: hann hefir ríkan orða- forða og málið leikur í höndun- um á honum. Sterkustu þættir Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.