Morgunblaðið - 03.07.1958, Side 8
6
MORCr\TÍT 4 f) ? O
Fimmtndaeiur 3. júlí 1958
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson,
Lesbók: Arni Óla, simi 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 35.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
DAPURLEGAR MYNDIR
NÚ ERU farnar að birtast
myndir í íslenzku blöð-
unum úr ferðalagi al-
þingismannanna austur í Rúss-
landi. Allar sýna myndirnar að
gestunum hefur verið tekið með
tilbærilegri viðhöfn:
Forseti Sameinaðs Alþingis
hefur fengið að tala í hátalara,
hann hefur verið skrýddur blóm-
um og öll hefur sendinefndin ver
ið leidd í tígulegan viðhafnarsal,
þar sem Alfreð Gísiason hefur
fengið að kynnast af eigin raun,
hvort Rússar fylgja fremur ráð-
um hans eða meirihluta Alþingis
um veitingar, þegar góðum gest
um er fagnað.
Af hálfu gestgjafanna verður
bersýnilega ekkert til sparað, svo
förin megi verða einn fagnaðar-
fundur frá upphafi til enda. Ein-
mitt þess vegna er eftirtektarvert,
hversu Emil Jónsson er laus við
það að vera glaðlegur á mynd-
unum, sem enn hafa hingað
borizt.
Þegar menn sjá svipinn á foi-
seta Sameinaðs Alþingis hlýtur
þeim að koma til hugar hið forna
orðtak: Fleira verður að gera en
gott þykir. Engin ástæða er og
til að ætla, að Emil Jónsson og
meirihluti þingmannanna, sem
héldu austur til Rússlands, hafi
lagt í það ferðalag vegna þess,
að þá hafi sjálfa fýst til þess,
eins og á stóð. Það eru ekki þeir
sjálfir, sem ákvörðun tóku um
ferðina, heldur flokkar þeirra.
Alþingismennirnir fara í umboði
flokkanna og eftir ákvörðun
þeirra. Flokkunum ber því lof
eða last fyrir frammistöðu sína
í þessu, en ekki þeim einstakl-
ingum, sem töldu sig ekki geta
vikizt undan þeirri nauðsyn, illu.
— að flestra áliti — að þiggja
þetta heimboð.
★
Dapurleikinn skín og ekki ein-
ungis út úr andliti Emils Jóns-
sonar, heldur er virðingarverður
fyrirvari í þessum orðum, sem
hann mælti að sögn Þjóðviljans
við möttökuna í Moskvu:
MVið íslendingar eigum ágæt
samskipti við Sovétríkin, bæði í
efnahagsmálum og menningar-
málum“.
Ekki þarf að efa, að forseti
Sameinaðs Alþingis sleppi hér af
ásettu ráði að minnast á sam-
skiptin í stjórnmálum. En fjarri
fer því að sú þögn fullnægi kröfu
Tímans, er hann sagði um réttar-
morðin: „Allir eru sammála um
að fordæma þau og fordæma þau
svo ákveðið, að eftir því verði
tekið austan járntjaldsins". Á-
kveðnari fordæming en sú, sem
felst í þessum orðum forseta Sam.
Alþingis, verður að heyrast frá
sendinefndinni fyrir leiðarlok, ef
ekki á að telja tilvitnuð ummæii
Tímans innantómt gaspur.
★
Enn þá dapurlegri eru þó þau
ummæli Emils Jónssonar, sem
næst koma: „Ég er bess fullviss
að heimsókn okkar og sovézk
endurgjaldsheimsókn munu efla
þá vinsamlegu sambúð, sem er
með löndum okkar*'
Hverjir eiga að koma til ís-
lands í hina „sovézku endur-
gjaldsheimsókn"? Er ætlunin sú,
að bjóða rússneskum valdamönn-
um hingað til íslands með það að
yfirvarpi, að þeir séu sams konar
fulltrúar almennings í landi sínu
og íslenzkir alþingismenn eru á
íslandi?
Islendingar eru með réttu stolt-
ir af því að eiga elzta starfandi
löggjafarþing í heimi. Á kosn-
ingafyrirkomulaginu til Alþingis
eru nokkrir gallar, svo að þar
má enn um bæta til að fullkomið
lýðræði ríki í landmu. En þrátt
fyrir þá galla er himinvíður
munur á lýðræðinu íslenzka og
þeirri afneitun lýðræðisins, sem á
sér stað í Rússlanói. íslenzk
stjórnvöld taka því þátt í full-
kommni blekkingu, ef þau bjóða
fulltrúum frá „þinginu" í Rúss-
landi til að ferðast um ísland,
undir því yfirskini, að þeir séu
sambærilegir aðilar við íslenzka
alþingismenn.
★
Gegn þessu tjáir ekki að svara
því til að „endurgjalds-heimsókn-
in“ sé óhjákvæmileg afleiðing
fararinnar til Rússlands. Ef svo
er, þá er það einungis ný ástæða
til þess, að þá för átti ekki að
fara nú. Hér er dæmi þess,
hvernig menn láta leiða sig stig
af stigi. En hvernig stendur á
því, að menn láta leiða sig svo?
Það er vegna þess, að V-stjórn-
arherrarnir á íslandi þora ekkí
að taka á sig reiði einvaldanna
rússnesku. Þess vegna telja þeir
sig ekki eiga annars úrkosti en
að láta Alþingi íslendinga, elzta
löggjafarþing í heimi, verða
fyrstu stofnunina með frjálsum
þjóðum til að fara í heim-
boð til Rússlands eftir að
upp komst um réttarmorðin
í Ungverjalandi. Þess vegna á
að „setja á svið“ þann skrípaleik
að rússneskir ofbeldismenn, sem
allt eiga undir því, að rússneska
þjóðin ráði engu um eigin mál-
efni, ferðist um ísland sem sam-
bærilegir fulltrúar þjóðar sinnar
við íslenzka alþmgismenn.
Allir Íslendingar eru sammála
um, að skipta við Rússland og
löndin bak við járntjald með
eðlilegum hætti. En V-stjórnin
lætur ekki við það sitja. Lúðvík
Jósefsson, sjávarútvegs- og við-
skiptamálaráðherra hefur ósleiti-
lega unnið að því, að takmarka
svo sem mest hann getur við-
skipti íslands við löndin vestan
tjaldsins.
Mun meira er t. d. hægt að
selja af hraðfrystum fiski í Banda
ríkjunum en nú er gert. Á Spáni
er mikil eftirspurn eftir íslenzk-
um saltfiski, sem ekki fæst full-
nægt. Sjávarútvegsmálaráðherr-
ann hefur bannað íslenzkum tog-
urum að flytja ísfisk til Vestur-
Evrópu, á þeim tíma, sem það
hefur verið vænlegasta ráðið til
að útgerðin gæti borið sig.
Engum dylst, hvað verið er að
gera með öllu þessu. Markvisst
er að því unnið að tengja at-
vinnulíf íslendinga svo við mark-
aðinn austan járntjalds að íslenzk
stjórnvöld telji sig nauðbeygð til
að gera ekkert, sem firrt geti ein-
valdana í Rússlandi.
Síðustu dagana hefur komið >
ljós, hvernig valdhafarnir í
Kreml beita fjármálakúgun gegn
Tító, einræðisherra í Júgóslavíu,
af því að hann hefur ekki í einu
og öllu lotið vilja þeirra. En
héðan í frá þurfum við íslend-
ingar ekki að leita til annarra
landa eftir fordæmum um hvað
hér sé í húfi. Ferðalagið austur
til Rússlands ætti að vera næg
áminning fyrir íslendinga um
hver hætta er á ferðum sé svo
l fram haldið sem nú horfir.
ÖR HEIMI
Sfærsta „listasafn" í heimi
fannst í fjalllendi Sahara
DAG nokkurn fyrir 20 árum var
Brenans, liðsforingi í franska
riddaraliðinu, staddur ásamt
flokki sínum í grjótauðmnni í
Tassili í Suður-Sahara. Þetta eru
fjöll djöfulsins, sagði innfæddi
leiðsögumaðurinn. Farið ekki
þarna upp. Liðsforinginn gaf þeg
ar skipun um að halda upp í
klettaauðnina. Kynlegar og for-
ynjulegar klettamyndir gnæfðu
við himin. Vel hefðu þær getað
verið gerðar af djöflinum sjálf-
um. Klettarnir voru rauðbrúnir
á lit eins og leirvörur, sem nýlega
hafa verið teknar út úr ofni leir-
kerasmiðsins. Á einum stað virt-
ist svo sem djöfullinn hefði grip-
ið risastóra öxi og klofið bjargið
sundur í einu höggi. Riddarasveit
in hélt niður þröngt gilið, en
Brenans liðsforingi stöðvaði úlf-
alda sinn við bjarg nokkurt. Hann
hafði komið auga á einhverja
undarlega bletti á klettaveggnum.
Með hníf sínum skóf hann
ofurlítinn hluta af klettaveggn-
um, og innan skamms kom í
ljós teikning af gíraffa.
Liðsforinginn hélt áfram með
sveit sinni, og brátt fannst
þeim, sem þeir væru staddir í
bæ og væru að fara eftir tiltölu-
lega reglulegum götum, stígum
og göngum. Alls staðar á kletta-
veggjunum voru myndir af fílum,
nashyrningum, antilópum og
nokkru um eyðingu landsins.
Hirðingjar hafi hrakið ættflokka,
er lifðu á dýraveiðum burt af
stórum landssvæðum og beitt
kvikfé sínu þar, og uppblástur
hafi fylgt í kjölfar ofbeitarinnar.
Hirðingjarnir hafi þá haldið suð-
ur á bóginn, og í fararbroddi hafi
farið skjaldmeyjar. Myndirnar
benda til þess, að karlmennirnir
hafi verið friðsamir og gætt
hjarðanna, en konurnar verið í
hernaði og lagt iðgrænar slétt-
urnar undir ættflokkana. Margar
myndir eru af skjaldmeyjunuin,
þær virðast hafa verið hávaxnar,
fallegar konur, sem hafa aðeins
eitt brjóst. Virðist hægra brjóstið
hafa verið skorið af. tii þess að
þær ættu auðveldara með að
beita spjótum og boga.
Nú eru aðeins rúmlega sextíu
ár liðin, síðan franskar hersveitir
í Dahomey börðust við hinn harð
skeytta lífvörð Behazins svert-
ingjakonungs. í lífverðmum voru
eingöngu konur með eitt brjóst.
Skyldu þær hafa verið afkom-
endur þessara forsögulegu skjald
meyja í Sahara?
★ ★ ★
Brenans liðsforingi hafði ekki
hátt um þennan fund, en skýrði
m. a. þjóðfræðingnum Henri
Lhote frá þeim leyndardómum,
sem geymzt höfðu í djöflafjöllun-
um í Tassili. Lhote, sem einnig er
Eftirlíking af mynd frá Tassili. Skjaldmær með eitt brjóst.
Hi'm hefir bundið klútinn um höfuð sér á mjög svipaðan
hátt og konur gera enn í Vestur-Afríku.
mönnum — veiðimönnum, hirð-
ingjum og hermönnum.
★ ★ ★
Frökkum þótti þetta sem opin-
berun. Þetta virtist sönnun þess,
að Sahara hefði eitt sinn verið
auðugt og frjósamt land, og lofts-
lagið og dýraríkið hefðu verið
hið sama og það er nú nokkrum
þúsundum kílómetra sunnar í
Afríku. Hvað hafði gerzt? Hvern
ig hafði þetta sæluríki orðið að
eyðimörk? Talið er, að loftslag-
inu sé framar öllu um að kenna.
Svo til allt árið blása á Sahara
norðlægir vindar og sólin skin
í heiði. Á myndunum, sem
franska riddaraliðið fann, var
mikið um hirðingja og kvikfé. og
hafa því ýmsir látið uppi þá skoð-
un, að ofbeit kunni að hafa valdið
landfræðingur, mun hafa ferð-
azt meira en nokkur annar nú-
lifandi vísindamaður um mið-
hluta Saharaeyðimerkurinnar. Er
hann kom til Parísar fyrir nokkr-
um árum, fékk hann í lið með
sér hóp ungra listamanna. Héldu
þeir til Afríku, fóru flugleiðis
til Djanetvinjarinnar, hlóðu
þriggja lesta farangri á 30 úlf-
alda og fóru til Tassili. Átta mán
uðum síðar komu leiðangurs-
menn niður úr fjalllendinu. Síðan
héldu þeir starfi smu áfram í
marga mánuði á safni í Alsír, og
í ár kom til Parísar ofuriítið af
fjársjóðnum frá Tassili: 400 eftir-
líkingar af hinum skrautlegu lista
verkum horfinna alda.
Listamennirnir ungu voru sam
mála urn, að þeir hefðu lært mik-
ið af því að gera eftirlíkingar af
þessum forsögulegu verkum. En
þeir gleymdu erfiðinu af hrifn-
ingu yfir verkum þessara gömlu
meistara, og þeir undruðust, að
verk, sem geymzt hafa í „stærsta
listasafni í heiminum", höfðu
verið gerð fyrir daga Klees,
Kandinskys, Matisses og Picassos.
Þær nýjungar, sem komið hafa
fram í evrópskri málaralist á
undanförnum áratugum, eiga
mjög margt sammerkt með mynd
unum, sem málaðar voru á
„Guðinn mikli" frá Jabbar-
enfjallinu. Hann er 6 metra
hár og 7000 ára gamall.
klettaveggina í Tassili fyrir þús-
undum ára.
Einhver athyglisverðasti fund-
urinn voru myndirnar á kletta-
veggjum Jabbarenfjallsins. Á
máli Tuarega, sem er hirðingja-
ættflokkur, er býr í vinjum vest-
an til í Sahara, þýðir Jabbaren
„risarnir“. Og risarnir voru
þarna ennþá í myndum. Ein
myndin var af sex metra hárri
veru í mannsmynd, og skírðu
leiðangursmenn hana „hinn viður
styggilega sandmann". Henri
Lhote kallaði myndina „Guðinn
mikla“. Sá, sem ekki væri
kunnugur málavöxtum, myndi
gizka á, að Paul Klee hefði maiað
þessa mynd fyrir um aldarfjórð-
ungi eða svo, en myndin er ía.in
vera 7—8 þús. ára gömul.
★ ★ ★
Ekki eru öll kurl komin til
grafar í sambandi við þessa for-
sögulegu list. Rannsókn á þeim
gögnum, sem Henri Lhote hefir
látið flytja til Evrópu, er rétt að
byrja. Og nú er hann að undirbúa
nýjan leiðangur til Tassili, en
talið er, að þar séu a. m. k. 10
þús. myndir.
Hagstæður rekst-
ur Loftleiða
SÍÐASTL. maímánuður varð fé-
laginu mjög hagstæöur. I fyrra
voru 26 ferðir farnar milli Amer-
íku og Evrópu í maímánuði en
nú voru þær ekki nema 20. Sarot
sem áður hefir farþegafjöldinn
vaxið, því að í fyrra voru far-
þegarnir 2022 í maí en nú 2272.
Sætanýting vélanna var mjög
góð sl. maímánuði eða 69.2%. Er
það 21,3% aukning frá fyrra ári.
Eftirtektarvert er það, að sæta-
nýtingin á austurleiðinni allri
(New York — Bretland og meg-
inland Evrópu) var 90.8% í maí-
mánuði, en sú tala er ein hin
hagstæðasta, sem kunn er á áætl-
unarflugleiðum.
Ef miðað er við þær farbeiðn-
ir, er nú liggja fyrir hjá Loft-
leiðum, má fullyrða að þessi yfir-
standandi „sumarvertíð“ verði fé
laginu mjög hagstæð.