Morgunblaðið - 11.07.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.07.1958, Qupperneq 3
Föstudagur 11. júlí 1958 mnpnr\nr 4»ið 3 Stúdentaráð vill styrkja Alsír-stúdent til náms Greinagerð frá stúdentaráði um vandamál Alsír-stúdenta EIN af mörgum afleiðingum stríðsins í Alsír er sú staðreynd, að íbúunum verður æ erfiðara að leita sér menntunar. Kemur þetta ekki sízt niður á stúdent- um, en flestir þeirra hafa orðið að stunda nám I Frakklandi, þar eð þeir hafa orðið að þola margs konar misrétti af hálfu hinna frönsku yfirvalda við háskóiann í Algeirsborg. Árið 1955 stofnuðu stúdentar frá Algeirsborg samband sin á milli, og nefnist það UGEMA — Union Générale des Etudiants Musulmas Algériens. Á fyrsta þingi sambandsins, sem haldið var í París í júlí 1955, settu þeir sér m. a. það markmið: „Að tryggja og vernda hið al- sírska þjóðerni með því að berjast fyrir viðurkenningu arabísku, sem hinu opinbera máli landsins;berjast fyrir þjóðlegri menntun; fyrir frelsi Múhameðstrúar og fyrir því, að Alsírbúar fái hiutdeild í stjórn landsins“. Frönsk stjórnarvöld höfðu snemma horn í síðu UGEMA. — Hófust ofsóknir í garð sambands- jns, einkum eftir að það sendi Éíðasta allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna yfirlit um vanda- mál Alsírbúa, frá sínum sjónar- hóli séð, og sögu landsins frá því það komst undir yfirráð Frakka. í nóvember sl. var aðalritari UGEMA, Mohammed Khemisti, handtekinn. Hann hafði numið læknisfræði við háskólann í Mont pellier og ekki komið til Alsír í fimm ár. Engu að síður var hann handtekinn að kröfu herréttarins íAlgeirsborg. Frönsk yfirvöld lýstu því að vísu yfir, að hann hefði ekki verið handtekinn sem stúdentaleiðtogi, heldur vegna annarra athafna. Þrátt fyrir það vakti handtakan óhemju athygli meðal stúdenta um allan heim, og rigndi mótmælum hvaðanæva yfir frönsk yfirvöld frá stúdenta samtökum. Þessi mótmælaalda jókst nú um allan helming tveim ur mánuðum síðar, er frönsk yfirvöld leystu UGEMA upp og bönnuðu frekari starfsemi þess. 11 forystumenn þess voru hand- teknir og yfirheyrðir. UGEMA starfar samt áfram, en auðvitað í leyni eða utan franska heims- veldisins. Allt þetta hefur orðið til þess, að alsírskum stúdentum er ekki lengur vært við franska háskóla, nema þeir, sem kalla mætti „danska íslendinga“. Hafa þeir því flestir leitað til annarra landa til að halda áfram námi sinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Stúdentaráði Háskóla fslands hafa borist, eru nú um 1300 al- sírskir stúdentar iandflótta í Túnis og Marokkó og auk þess a. m. k. 300 stúdentar í Frakk- landi, sem neyðast munu til að hverfa þaðan af pólitískum ástæðum. Nokkrir hafa leitað til Sviss og sumir til Belgíu en í þessum löndum báðum fer kennsla fram á frönsku í nokkr- um háskólum. Að sjálfsögðu skortir stúdentana algjörlega fé til að geta haldið áfram námi sínu við þessar breyttu aðstæður. Fyrir því hefur UGEMA heit- ið á stúdenta um heim allan að hjálpa sér í þessum vanda. Hafa ýmsir brugðizt vel við, m. a. hafa stúdentasamböndin í Marokkó og Túnis þegar boðið 20 namsstyrki hvort og stúdentasamböndin í Guatemala og Noregi 1 styrk hvort. Stúdentaráð Háskóla fsiands hefur ákveðið að leggja hér hönd á plóginn og freista þess að safna fé til að geta styrkt einn alsírsk- an stúdent til nóms. Talið er, að £ 200 myndu nægja einum stúdent í eitt ár. Fé þessu hyggst Stúdent.aráð safna með því að leita til ýmissa félaga um framlög og að sjálf- sógðu verða framlög frá almenn- ingi vel þegin. Einnig kemur til mála að dansleikur verði haldinn í fjáröflunar skyni. (Frá Stúdentaráði). Héraðslœknisskipti á Húsavík HÚSAVÍK, 10. júlí. — Um síðast liðinn mánaðarmót lét Þorgeir Gestsson af embætti sem héraðs- læknir á Húsavík og flytur nú búferlum og sest að sem héraðs- læknir á Hvolsvelli. Þorgeir hefur starfað sem héraðslæknir í Húsavík í 7 ár og unnið sér vinsældir og traust í starfi. í tilefni af brottför hans úr kaupstaðnum heimsótti bæjar stjórn Húsavíkur hann að kvöldi 1. júlí og afhenti Jóhann Her- mannsson, varaforseti bæjar- stjórnar, honum málverk að gjöf frá Húsvíkingum sem þakk- lætisvott fyrir vel unnin störf. Málverkið er af Mývatnssveit, málað af Sveini Þórarinssyni. 104 farþegailugvél- ar um Keflavík í JÚNÍMÁNUÐI 1958 höfðu sam- tals 104 farþegaflugvélar við- komu á Keflavíkurflugvelli. — Eftirtalin flugfélög höfðu flestar viðkomur: Pan American World Airwáys 39 vélar, British Over- seas Airways 13 vélar, Trans World Airlines 8 vélar, KLM- Royal Dutch Airlines 7 vélar. — Samtals fóru um flugvöllinn 3787 farþegar, 85094 kg. vörur, 10466 kg. póstur. Himmler taldi gasklefana mannubEega 66 Fegurðardrottningin, Sigríð- ur Þorvaidsdóttir er hún steig út úr Gullfaxa á Lund- únaflugvelli á mánudaginn. »9 ULM, 9. júlí. Himtnler varð illt af því að horfa á Gyðinga skotna niður í stórhópum, þess vegna voru gasklefarnir teknir í notk- un, sagði fyrrverandi storm- sveitarforinginn Erich von dem Zelewski fyrir rétti í Ulm í gær, en í Ulm standa yfir yfirheyrsl- ur yfir stríðsglæpamönnum. Sagði hann, að yfirmaður storm- sveitanna Heinrich Himmler hefði verið viðstaddur, er Gyð- ingar og kommúnistar hefðu verið skotnir niður „til reynslu" í Minsk. Himmler var sá eini af öllum viðstöddum, er varð óglatt af að horfa á aftökurnar. Á eftir sagði hann skefldur á svip: „Nei, þetta gengur ekki. Við verðum að finna nýjar og mannúðlegri aðferðir til að framkvæma fjölda aftökur“. STAK8TEINAR Voru boðin á frumsýn- ingu víkingamyndarinnar í London í FYRRAKVÖLD kom flugleiðis heim frá London Njáll Símonar- son, fulltrúi Flugfélags Islands, en honum hafði verið bóðið utan til þess að vera viðstaddur frum- sýningu víkingamyndarinnar, sem bandaríski kvikmyndaleik- arinn Kirk Douglas og félagar hans tóku í Noregi í fyrra. Þá var fegurðardrottningu íslands boðið utan í sama skyni — og urðu þau samferða héðan á mánu daginn. Á þriðjudagskvöldið fór frum- sýningin fram í einu stærsta Ferðafélag íslands efnir til ferba um öræfir Á MORGUN efnir Ferðafélag ís- lands til fimm daga skemmti- ferðar um Kjalveg og verður gist í sæluhúsum félagsins við Haga- Jarlshettu, Bláfell og Kerlingar- fjöllum og á Hveravöllum. í þessari ferð gefst þeim, sem vilja, tækifæri til að ganga þar á nær- liggjandi fjöll, t.d. Langjökul, Jarlshettur, Bláfell o gKerlingar- fjöll. Einnig verður efnt til eins og hálfs dags ferðar í Landmanna laugar, á Þórsmörk og göngu- og skíðaferða á Eyjafjallajökul'og verður þá gengið á jökulinn frá Stórumörk. Þann 19. júlí verður efnt til 9 daga ferðar í Herðubreiðarlindir og verður þá einnig komið að Dettifossi, Ásbyrgi, Hljóðaklett- um, Mývatni og Hólum í Hjalta- dal. 19. júlí verður farin önnur 9 daga ferð um Fjallabaksleið nyrðri. Verður gist fjwstu nóttina í Landmannalaugum, en síðan farið um Kýlinga, Jökuldali, Eld- gjá og síðan niður í Skaftártung- ur, austur að Lómagnúpi og inn í Núpstaðaskóg. Þá er ráðgerð 7—8 daga ferð á hestum. Verður þá farið upp úr Þjórsárdal og norður til Arnarfellsins mikla og víðar um öræfin. kvikmyndahúsi Lundúna, sem var þéttskipað. Fréttamaður Mbl. hafði tal af Njáli í gær og sagði hann, að þar hefðu íslenzku sendi herrahjónin verið stödd ásamt sendiherrum fjölmargra ríkja og óðru tignarfólki — og þar var og Filip prins, maður Breta- drottningar. Sagði Njóll myndina hafa verið fallega á köflum, sérstaklega voru fallegar svipmyndir af norsku náttúrufari, en á hinn bóg inn kvað hann myndina hafa ver- ið dálítið reifarakennda og fannst honum umstangið og viðhöfnin einum of mikil í samanburði við ris myndarinnar. A eftir hélt Kirk Douglas mikla veizlu á Mayfairhótelinu. Þangað var boðið 1000 manns — og sögðu Lundúnablöðin, að þar hefði ekki verið haldin önnur eins veizla sxðan Mike Todd hélt hina eftir- minnilegu veizlu sína er „80 dagar umhverfis hnöttinn" var frumsýnd. Voru veizlusalir skreyttir mjög — að fornum sið, víkingar gengu ljósum logum meðal veizlugesta og hljómsveitin, sem lék fyrir dansinum, hafði mikið víkinga- skip til umráða. Fegurðardrottningin íslenzka var þarna í íslenzkum skautbún- ingi og stúlkur voru þar og frá hinum Norðurlöndunum í þjóð- búningum. Kirk Douglas var þarna hrókur alls fagnaðar, dans- aði mikið — m. a. við íslenzku fegurðardrottninguna. Veitingar voru góðar fram bornar á nor- ræna vísu, og samkvæmið allt hið dýrlegasta. Njáll sagði að lokum, að Sig- riður hefði komið fram í sjón- varpi, hún hefði ekki komið heim jafnt honum, heldur dveldist um hríð hjá systur sinni og ömmu, sem búsettar eru í London. OSLO, 7. júlí. — NTB. í dag komu saman til fundar í Osló viðskiptamálaráðherrar Norður- landanna fjögurra, til þess að fjalla um frjólsa verzlun milli ríkjanna og um sameiginlega stefnu í sambandi við hinn frjálsa markað Evrópu. „Spilla sem mest“ Stjórnarblöðin halda áfram í gær á sinn sérstæða hátt aS „auka eininguna í landhelgismál- inu“. Alþýðublaðið segár t. d. með stórum stöfum á fremstu síðu: „Þjóðviljinn gerði í gær enn eina svívirðilega árás á utanrikis ráðherra, Guðtmind f. Guðmunds son, út af landhelgismálinu, og er greinin sýnilega liður í þeirri starfsemi Moskvukommúnista, að nota landhelgismálið til að spilla sem mest sambúð íslendinga og annarra þjóða, nema Rússa. Þjóð- viljinn kallar Guðmund bréflat- an, þumbaralegan, durtslegan, telur að hann hafi „ekki geð í sér til að verja aðgerðir íslend- inga“, og loks að hann sé „auð- sjáanlega ekki fær um að gegna því starfi sem honum hefur verið falið“. „Handvömm Lúðvíks“ Forsíðugrein Alþýðublaðsins lýkur svo: „Árásargrein Þjóð- viljans sýnir glögglega, að for- ráðamenn kommúnista vita ekk- ert hvað gert hefur verið á þessu sviði og hafa ekkert vit á, hvern- ig meðferð utanríkismála gengur fyrir sig. Hefur Þjóðviljinn til dæmis hugsað um það, að utanríkisráð- herra er spurður, þegar hann er að kynna málið erlendum þjóð- um, hvzð Islendingar ætli að gera við togarana og grunnlín- urnar? Heldur Þjóðviljinn, að handvömm Lúðvíks Jósefssonar í meðferð málsins, hjálpi til á þessum vettvangi? Eða er það ætlun kommúnista, að hjálpa ekkert til og nota þetta viðkvæm asta mál þjóðarinnar til að spilla sambúð íslendinga við aðrar þjóð ir? Skrif Þjóðviljans benda ein- dregið i þá átt. Og loks: Finnst Þjóðviljanum að slíkar árásir á utanríkisráðherra að tilefnislausu verði til þess að auka einingu þjóðarinnar í landhelgismálinu?“ ..Leitt tvæir viiinudeilur yfir hafnarverkamenn“ Á önustu síðu ræðir Alþýðu- blaðið i feitletraðri rammagrein um verkíallsmálin. Þar segir: „ — — — að kominúnistar ætla að geyma sér rétt til þess að gera verkfall i haust til þess að geta leitt tvær vinnudeilur yfir hafnarverkamenn á þessu ári. Þannig lýsir ábyrgðartilfinn- ing kommúnista sér í verki. Um hitt þarf ekki að fjölyrða, að kommúniotana í Dagsbrún gildir það einu þótt verkamenn fái ekki kjarabætur fyrr en 2—3 mánuð- um seinna en aðrar stéttir. Verka menn geta beðið, eins og Eðvarð Sigurðsson sagði í vetur.“ Aðalbankastjóri kommúnista Þjóðviljinn helgarViljálmi Þór, aðaibankastjóra af náð kommún- ista, sérstakan ramma á forsíðu sinni. Þar er fyrirsögnin þessi: ,Af hverjum keypti Vilhjálm ur Þór lúxusbílinn?" Greinarlokin eru: „En í sambandi við þetta fá- ránlega bruðl Vilhjálms a kostn- að almennmgs er eitt dularl'ulltat riði. Seðlabankkinn hefur ekki fengið neitt innflutningsleyfi fyr ir bifreið. Vilhjálmur Þór hefur eklti fengið neitt innflutnings- leyfi fyrir bifreið. Af hverjum keypti Vilhjálmur Þór bíl fyrir næstum hálfa milljón króna af almenningsfé — og hvað er eðli- i legt verð bílsins?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.