Morgunblaðið - 11.07.1958, Qupperneq 6
€
MORCVWBT AÐ1Ð
Föstudagur 11. júlí 1958
Á aefingu: Helga, Lárus og Rúrik.
Leikhus Heimdallar:
,Haltu mér - síeppfu mér'
Camanleikur etfir Claude Magnier
Leikstjóri Lárus Pál*son
LEIKHUS HEIMDALLAR hóf
starfsemi sína sumarið 1955 og
eru leiksýningar þess nú orðnar
snar þáttur í slcemmtanalííi borg-
arinnar á sumrin. Hafa vinsældir
þessa fyrirtækis aukist með ári
hverju, enda hefur leikhúsið lagt
áherzlu á að sýna létta og
skemmtilega gamanleiki við
skap sumarglaðra leikhúsgesta.
Gamanleikurinn „Haltu mér —
slepptu mér", sem leikhúsið sýnir
að þessu sinni, og frumsýnt var
í Sjálfstæðishúsinu sl. þriðju-
dagskvöld er eftir franska rit-
höfundinn Ciaude Magnier. Hef-
ur leikurinn verið sýndur í Paris
og London við geisilega aðsókn
og hrifni áhorfenda, enda er hann
ágætlega saminn og bráðskemmti
legur. Er þetta tvímælalaust
snjallasti gamaleikurinn, sem
leikhúsið hefur sýnt til þessa og
bezt leikinn. — Efni leiksins segir
nokkuð til um hinn franska upp
runa hans, en þó bera einkum
vinnubrögð höfundarins greini-
legan svip franskrar leikritunar
af þessu tagi. Samtölin eru létt
og fyndin og alltaf gætt fyllsta
velsæmis í orðum og athöfnum
enda þótt fjallað sé um hin við- j
kvæmustu einkamái millj karis
og konu. — Hér er sem sé um
að ræða hinn gamalkunna þrí- ,
hyrning: eiginmanninn, eigin-
konuna og elskhugann og öl! þau
átök og fiækjur. sem sú samstill- j
ing hafur jafnan í för með sér.
Að sjálfsögðu reynir þarna mest
á taugaKerfi eiginmannsins, enda
fer Georg Maxwell ekki bein-
linis mjÚKum höndum um eigin-.
konu sina né talar við hana tæpi- j
tungu, er hann kemur heim tii
sín í sumarbústaðinn og sækir i
heldur óheppilega að. En málið j
skýrist þó eftir því, sem á leik- j
inn líður og reynist ekki eins
saknæmt og virðist við fyrstu
sýn. Atburðarásin og málalok
verða hér ekki rakin, enda eng-
um gerður greiði með því, en
„boðskapurinn“ er eitthvað á
þessa leið: Það er allt annað
en gaman að eiga unga og friða j
konu, sem þráir ástúð og róman- !
tík í hjónabandinu, en fær aðeins
steina fyrir brauð.
Leikstjórn Lárusar Pálssonar
og sviðsetning, er með ágætum.
Er hraði leiksins góður og heiid-
arsvipurinn prýðilegur ,etida leik
endurnir þrír allir mikiihæfir
leikarar. — Lárus leikur jafn-
framt eiginmanninn, Georg Max-
well, og fer mjög skemmtiiega
með það hlutverk — Helga Val-
týsdóttir leikur eiginkonuná,
Jane, og gerir hlutverkinu af-
bragðs góð skil hvort heldur er
í átökunum við eiginmanninn
eða í hinu stigbreytilega viðmóti
sínu við Mervin Browne, hinn
heiðarlega kvenaabósa, sem
Rúrik Haraldsson túlkar ágæt-
lega, — með léttri og góðri kímrii.
Leiktjöld Magnúsar Pálssonar
eru björt og falleg og fara einkar
vel við leikinn.
Lárus Pálsson hefur þýtt leik-
leikritið á lipurt mál en þó með
nokkrum óþarfa dönskuslettum,
enda þótt þýtt hafi verjð efiir
enskum texta.
Húsið var þéttskipað og var
auðheyrt að áhorfendur skemmtu
sér konunglega, enda hylltu þeir
leikendur með b;ómum og dynj-
andi lófataki að leikslokum.
Sigurður Grímsson.
50 ára í dag
ÓLAFUR Tómasson fyrrverandi
stýrimaður er fæddur í Reykja-
vík 11. júlí 1908, og er því fimmt-
ugur í dag. Foreldrar hans voru
sæmdarhjónin Ólafvía Bjarna-
dóttir og Tómae Snorrason skó-
smiður. Þau eru nú bæði látin.
Ólafur byrjaði til sjós á gömlu
Esju og fór þaðan á eldri Gull-
foss. Árin 1927—1930 sigldi
hann á norskum og dönskum
skipum, en kom þá heim og hóf
nám í farmannadeild Stýrimanna
skóla íslands.
Þar láu leiðir okkar Ólafs fyrst
saman, og atvikin höguðu því
þannig, að við sátum saman báða
veturna.
I skólanum voru verkefnin nóg,
til að halda manni föstum við
kennsluna, en í frímínútunum kl.
10 á degi hverjum bauð Ólafur
mér í kaffi heim til sín, og oft
fleirum af okkur skólafélögun-
um. Móðir Ólafs tók okkur opn-
um örmum, sem bezta móðir væri
og svo var það jafnt síðasta dag-
inn, sem hinn fyrsta, þessa tvo
vetur sem við vorum í skólanum.
1 Alla tíð síðan, meðan foreldrar
Ólafs lifðu létu þau sér annt um
velgengni okkar skólafélaga og
fylgdust af áhuga með því hvern
ig okkur vegnaði.
Að loknu námi, sem Ólafur
lauk með ágætum, fór hann á
skip Eimskipafélags Islands og
var stýrimaður á e.s. Dettifossi,
er hann var skotinn niður norður
af íslandi, í síðustu heimstyrjöld.
Árið 1947 var Togaraafgreiðsl-
an stofnsett og hætti Ólafur þá
til sjós og tók að sér að veita
henni forstöðu fyrstu 9 árin eða
til 1956, er hann réðist til Lands-
símans, þar sem hann starfar nú.
Allir sem til þekkja, vita hve
ónæðissamt það starf var og er
að sjá um afgreiðslu íslenzku tog
aranna og svo til viðbótar því að
vera að byggja upp togaraaf-
greiðslu og koma henni á fastan
starfsgrundvöll, bættist uppskip-
un Hvalfjarðarsíldarinnar með
öllu því aukna starfi, sem við það
skapaðist.
Þetta allt tókst Ólafi að leysa,
með hinni mestu prýði, enda er
hann mjög vel til þess fallinn, að
taka að sér erilsöm og erfið verk-
efni vegna skapgerðar sinnar og
góðrar framkomu.
Kvæntur er Ólafur Benediktu
Þorláksdóttur hinni ágætustu
konu og eiga þau tvær mann-
vænlegar dætur, Ólafíu Hrönn
og Gerði, báðar Uppkomnar.
Mér er óhætt að fullyrða, að
margur leggur leið sína að Hof-
teigi 10 í dag, því þar ræður
vinsæll maður húsum.
Gamli skólabróðir og vinur!
Ég árna þér og fjölskyldu þinni
allra heilla á afmælisdaginn og
þakka þér margra ára gott sam-
starf í stjórn Stýrimannafélags
íslands.
Lifðu heill!
Theodór Gíslason,
sbrifar úr
dagleqa lífinu
Óbyggðaferðir vinsælar
ÞAÐ virðist sífellt færast í vöxt
að bæjarfólk fari í sumarleyf
isferðir inn á hálendið, ýmist i
bílum eða ríðandi. Á síðari ár-
um hafa ferðaskrifstofurnar og
aðrir skipulagt slíkar ferðir cg
gert óferðavönum einstaklingum
þar með auðveldara fyrir um að
komast inn í óbyggðir. Sjálfsagt
eiga betri ferðabílar og betri
ferðaútbúnaður sinn þátt í þess-
um aukna áhuga fyrir fjallaferð-
um.
Þegar rætt er um slík ferðalög
má ekki gleyma Ferðafélagí ís-
lands, sem í þessum efnum hefur
unnið ómetanlegt brautryðjsnda-
starf.
Um þetta leyti árs er einmitt
hentugasti timinn til öræfaferða,
fjallvegir orðnir sæmilega fær-
ír og dagurinn enn langur. Ný-
lega áti ég tal við ferðaflokk,
sem leggur upp eftir rúma viku-
í þriggja vikna ferðalag um ör-
æfin, með fyrsta áfanga i Veiði-
vötnum. Þessi flokkur var að gera
innkaup og ákveða hvað borða
skyldi á hverjum degi. Þa vakn-
aði mikilvæg spurning: Átti
ferðafólkið að vanda að borða
dósamat kvöldið sem það stanz-
aði við Veiðivötn og horfa á sil-
unginn leika sér í vatninu á með-
an það tyggði kjötið? Það bótti
illur kostur. Eða var hægt að fá
leyfi hjá einhverjum aðila til
að veiða nokkra silunga í svang-
inn? Mönnum kom saman urn að
| eftir blaðafregnum að dæma
I væri hvergi slík leyfi að tá. Aft
; ur á móti ættu ferðalangarnir
| á hættu að verða dregnir fyrir
lög og dóm í Reykjavík, ef þeir
j fengju sér í soðið og þá yrði lítið
úr vel undirbúnu ferðalagi Já,
það er vissulega hart að þurfa
að borða dósamat við Veíðivötn.
xiesturinn orðinn hállfgerð
lúxusskepna.
HESTURINN getur líklega tæp
lega lengur talizt þarfasti
þjónninn, hann er orðinn hálf-
gerð lúxusskepna — og það eftir
sótt lúxusskepna. Nú er greini-
lega að vakna aftur áhuei fyrir
útreiðum hér á landi. Bæði er
það, að fleiri bæjarmenn en áður
munu nú eiga hesta og skreppa
á bak í frístundum sínum, og
fleiri ferðamenn fara ríðandi um
landið i sumarfríinu sínu.
Sumir koma sér líka fyrir í
Varmahlíð í Skagafirði eða á
Varmalandi í Borgarfirði, og
leigja sér þar hesta til útreiða
á daginn.
Ég brá mér sjálfur á hestbak
um daginn og áhuginn var meira
að segja svo mikill að ég lét mér
ekki nægja minna en 11 tíma
hoss, reið úr Gnúpverjanreppn-
um og inn að Stöng í Þjorsárdal
og til baka sama daginn. Hafið
þið nokkurn tíma séð blaðamann
standandi við ritvélina sína? Sú
mynd sveif fyrir hugskotssjónum
mínum alla leiðina, með þeim af-
leiðingum að ég ákvað að verja
botninn fyrir áföllum extir því
sem frekast væri kostur ,og hafði
þvíiíka tilburði við að haida hest
inum á töltinu seinni hluta ferð-
arinnar, að ég tók út við að vél-
rita allan næsta dag — vegna
eymsla í öxlunum. Já, það er
margt vítið að varast.
Börnin og barnaheiinilin.
UM daginn kvartaði kona noxk- !
ur yfir þeirri meinsemi dag- 1
heimilanna í Reykjavik, að leyfa
utanaðkomandi börnum ekki að
leika sér á leikvöllunum, þegar
þeir væru ekki notaðir af öðrum. j
Nú hefur Velvakandi fengið of-
urlitla skýringu á málinu hjá for-
stöðukonu eins dagheimilisins.
Sagðist hún stundum leyfa börn-
um að koma inn á sinn leikvöll, ef
hún væri heima við eða mætti
vera að því að fylgjast með þeim.
Aftur á móti sýndi reynslan, að
engin leið væri að leyfa þeim að
vera þar einum. Þau skemmdu
leikföngin, brytu perur og rifu
niður girðinguna, bæru burtu það
sem lauslegt er og jafnvel hefði
komið fyrir að brotizt hefði verið
inn í lokaðan skúr um helgi til
að ná í leikföng þar. Ekki væri
óhætt að skilja neitt lauslegt
eftir úti, meðan barnaheimilis-
börnin drykkju síðdegismjólkina
sína, nema þess væri gætt. Hún
kvaðst ekkert hafa á móti því, að
litlu greyin fengju að leika sér
á völlunum, en það yrði bara að
gæta þeirra þar. Starfsfólkið gæti
ekki tekið það að sér í frístund-
um sínum. Það yrði einhvern
tima á fá frið.
Skógræktarför
i Þórdisarlund
HIN árlega gróðursetningarferð
Skógræktarnefndar Húnvetninga
félagsins í Þórdísarlund í Vatns-
dalshólum, var farin laugardag-
inn 14. júní s.l. og lokið við að
gróðursetja þá um kvöldið.
Um helgina næst á undan fór
Kristmundur J. Sigurðsson fyrir
hönd skógræktarnefndar norður,
til að láta laga tvö stórþýfð
stykki í lundinum, sem gróður-
sett var nú í. Hjálpuðu honum
bændurnir Halldór Jónsson, Leys
ingjastöðum, Ingþór Sigurðsson,
Uppsölum og Pétur Ólason, Mið-
húsum. Þessir sömu bændur hafa
alltaf frá því byrjað var að gróð-
ursetja í lundinum unnið að því
með skógræktaiíiópnum að sunn-
an, börn þeirra og starfsfólk
hafa einnig unnið að gróðursetn-
ingunni. Kristján Vigfússon
bóndi í Vatnsdalshólum hefur
alltaf gefið áburð til að setja með
plöntunum og' flutt hann í lund-
inn. Unglingar, sem hjá honum
voru, unnu að gróðursetningunni.
Þessir sæmdarbændur hafa
lánað áhöld, sem þurft hefur til
gróðursetningarinnar og veitt
skógræktarnefndinni margs kon-
ar fyrirgreiðslu og skógræktar-
fólkinu höfðinglegar móttökur.
Ingþór Sigurðsson, sem er um-
sjónarmaður með lundinum, hef-
ur lagfært girðingu lundarins,
er þurft hefur og einnig hlúð
að plöntum að vorinu og vökvað,
ef þurrkar hafa gengið fyrst eftir
gróðursetningu, allt án endur-
gjalds. Garðyrkjumennirnir Agn-
ar Gunhlaugsson og Pétur Ágústs
son hafa annast um plöntuval
og leiðbeint um gróðursetningu.
Er gróðursetningu var lokið
bauð Halldór Jónsson skógrækt-
arfélögunum að sunnan ásamt
öðrum, sem að gróðursetningunni
unnu, heim til sin. Er það í fjórða
sinn, sem skógræktarfólkið situr
í boði hans og konu hans, Oktovíu
Jónasdóttur. Var setið í góðum
fagnaði fram eftir kvöldinu
Vill skógræktarnefndin og skóg
græðslufélagarnir að sunnan,
færa öllum, sem unnu með þeim,
sínar beztu þakkir og hjónunum
á Leysingjastöðum fyrir framúr-
skarandi móttökur, svo og öðr-
um, sem þeir heimsóttu.
Einn úr hópnum.
Ólafur Tómasson stýrim.