Morgunblaðið - 11.07.1958, Page 16
V EÐRIÐ
Austan gola. Dálítil rigning fram
eftir nóttu. Skýjað, úrkomulaust
154. tbl. — Föstudagur 11. júlí 1958
' .. — 1 "TT” —1 1 “ 11
Halfu mér —
slepptu mér. — Sjá bls. 6.
Helmingur kartöflufarmsins
reyndist gerónýtur
KARTÖFLULEYSIÐ hefur verið
mál málanna undanfarnar vik-
ur. Var það von manna, að það
yrði farsællega til lykta leitt nú
um helgina, en nú hefur sannazt
í því máli, að sjaldan er ein bár-
an stök og lengi getur vont versn
að. Hið langþráða og margumtal-
aða kartöfluskip lagðist að
bryggju hér í Reykjavík í gær.
Var það nokkru seinna en ráð
hafði verið fyrir gert í upphafi,
því að eins og lesendum Mbl.
mun kunnugt hefur skipið tek-
ið á sig krók á leiðinni og tafizt
af fleiri sökum. M.a. tók skipið
á sig krók til Gautaborgar að
sækja vélar, sem raðað var á
þilfar.
En þegar fagnandi hendur
kartöfluhungraðra verkamanna
iyftu hlerum af lestinni i ðdegis
í gær lagði á móti þeim hinn
versta fnyk. Er ekki að orðlengja
af hverju sá óþefur stafaði, og
er betur var að gáð reyndist um
helmingur kartöflufarmsins ger
ónýtur. Eins og kunnugt er var
Dísarfellið með 400 tonn af nýj-
um kartöflum frá Belgiu, og fara
nú 200 tonn beina leið í sjóinn.
Eins og skýrt hefur verið frá
hafði Samband smásöluverzlana
ákveðið að skammta þessi 400
tonn, sem til landsins komu, en
fullvissuðu fólk jafnframt um að
engin ástæða væri að óttast-kar-
töfluskort framar á þessu sumri.
Er leiðinlegt að verða að skýra
Farmannadeilan
Sáttasemjari boðaði fund í far-
mannadeilunni kl. 9 í gærkvöldi,
en laust fyrir miðnætti hafði ekk-
ert komið fram, sem benti í sam-
komulagsátt.
Hjónaband Ingi-
rióar og Rossel-
linis ógilt
RÓM, 10. júlí. — NTB — Reuter.
— Hjónaband kvikmyndaleik-
konunnar Ingiríðar Bergmann og
kvikmyndaleikstjórans Roberto
Rossolini var í dag úrskurðað
ógilt af ítölskum dómstól, þar
sem skilnaður Ingiríðar við fyrri
mann sinn, Lindström lækni, hafi
ekki verið löglegur, er hún gift-
ist Rossolini. Ef úrskurðinum
verður ekki áfrýjað innan mán-
aðar, getur Ingiríður gengið að
eiga leikritaútgefandann Lars
Schmidt.
GENF, 10. júlí. — NTB — Reuter.
í dag komu kjarnorkusérfræðing-
ar austur og vesturs saman til
fundur í Genf í áttunda sinn. í
tilkynningu, er gefin var út að
fundinum loknum, segir, að sér-
fræðingarnir hafi í niðurstöðum
sínum orðið sammála um hag-
kvæma notkun hljóðbylgja til að
uppgötva kjarnorkusprengingar.
frá því, að sú fullyrðing stendur
ekki lengur, og væntanlega verð.
ur hinn áætlaði skammtur helm-
ingi minni en til stóð. Mbi. er
kunnugt um verzlun hér í bæ,
sem átti von á 25 kartöflupokum,
en fær nú aðeins 12.
Þess er að vænta að Grænmetis
verzlun ríkisins muni gera gang-
skör að því, að upplýsa hvernig
á þessu stórtjóni stendur og húort
hægt hefði verið að koma
í veg fyrir það, og ef svo
er, hver ber ábyrgð á því.
Þoldu kartöflurnar ekki Krók-
inn, sem skipið tók til Gauta
borgar? Eða var frágangur í lest
ekki sem skyldi? Eða voru þessar
kartöflur ekki það þroskaðar, að
þær þyldu flutning landa í milli?
Það eru litlar en sanngjarnar
sárabætur fyrir allan almenning,
ef greið svör verða gefin við
þessum spurningum, og rannsak-
að til hlítar hvers vegna helm-
ingurinn af kartöflufarminum
gerónýttist. Á þessum síðustu og
verstu tímum er ekkert ánægju-
efni að eyða gjaldeyri í kaup á
vöru, sem kastað er í sjóinn.
Héraðsmót Sjálfsfœðis-
manna í Dalasýslu
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Dalasýslu verður haldið í Búð-
ardal annað kvöld og hefst kl. 8. — Ræðumenn á héraðsmótinu
verða þeir alþingismennirnir: Jon Pálmáson og Friðjón Þórðarson.
Skemmtiatriði annast listamennirnir: Kristinn Hallsson, Ævar
Kvaran, Steinunn Bjarnadóttir og Fritz Weisshappel. Flytja þau
ieikpátt og syngja einsöng og tvísöng og fara með gamanvísur.
Að síðustu vtrður svo stiginn dans.
HAFNARFIRÐI — Hér gefur að
líta tvö líkön eða módel, sem
ungur bifreiðastjóri á Nýju bíla-
stöðinni, Magnús Kristinsson,
vann að þar á stöðinni milli þess
Sæmilegar horfur
á samkomulagi
EINS og kunnugt er af fréttum
höfðu mjólkurfræðingar boðað
verkfall á miðnætti í nótt sem
leið, ef ekki hefði náðst sam-
komulag fyrir þann tíma. Hófst
fundur með aðilum kl. fimm síðd.
í gær og stóð hann enn er blaðið
fór í prentun laust fyrir mið-
nætti. Síðast er fréttist af fund-
inum á tólfta tímanum í gær-
kvöldi voru taldar sæmielgar
líkur á að samkomulag næðist.
100 þús. kr. á heil-
miða í happdr. Hásk.
í GÆR var dregið í 7. flokki
Happdrættis Háskólans. Hæsti
vinningur kom á nr. 31116, heil-
miða sem seldur er á Akureyri.
Næsthæsti vinningur 50 þús. kr.
kom á miða 10658 sem er hálf-
miði seldur hjá Helga Sivertsen
og hjá Frímanni í Reykjavík. 10
þús. kr. vinningar komu á miða
7670, 9000, 15826, 18724, 32107 og
32342. — 5 þús. kr. komu á miða
257, 1955, 2358, 11133, 21541,
26436, 28458 og 32530.
Norrœnu póstmálaráð-
stefnunni lokið
NORRÆNU póstmálaráðstefn-
unni, sem haldin hefir verið á
Islandi, lauk í dag. Rædd voru
ýmis póstmál, sem sameiginleg
eru Norðurlöndunum fimm. en
höfuðviðfangsefni ráðstefnunnar
var uppkast að samningi varð-
andi norræna póstmálasamband-
ið, sem danska póstmálastjórnin
gerði Gert er ráð fyrir að hinn
nýi samningur komi í stað þess,
sem gerður var árið 1946. Um-
ræður um þetta mál leiddu í ljós,
að fulltrúar þátttökulandanna
voru í meginatriðum sammála um
nýja samninginn. Rætt var um
loftpóstmál við fulltrúa frá Flug-
félagi íslands, Loftleiðum og
Skipin að fara út
SIGLUFIRÐI 10. júlí. — í dag
hefur veður batnað og sjór geng-
ið niður, en ekki hefur hlýnað.
Skipin hafa verið að fara út í
dag, en engar fréttir hafa borizt
um að síld hafi sézt. Á lóðningu
hefur orðið vart við síld 10—15
mílur út af Siglufirði.
— Guðjón.
Eldur í fiskimjölsverk-
smiðjunni á Eyrarbakka
SELFOSSI, 10. júlí. í morgun
kom upp eldur í fiskimjölsverk-
smiðjunni á Eyrarbakka 'Slökkvi
Skákmótið:
íslendingar í B-riðli
Töpuðu fyrir Albönum með 1 v gegn 3
SAMKVÆMT fréttum, sem bor-
izt hafa af stúdentaskákmótinu,
sigruðu Albanir íslendinga í
fyrradag með 3 vinningum gegn
einurn. Úrslit einstakra skáka
urðu sem hér segir:
Pustina og Freysteinn gerðu
jafntefli. Durali vann Stefán.
Omari vann Braga. Siligi og Árni
gerðu jafntefli.
íslendingar hafa því fengið 2 Vz
vinning eftir leikina við Bulgaríu
Bandaríkin og Albaníu. Munu ís-
lendingar því tefla í B-riðli, en
þar tefla að auki Albanía, írland,
Svíþjóð, Holland, Rúmenía, Mong
olia og Pólland. íslendingar tefla
fyrst við íra.
liðið kom strax á staðinn og tók
nokkurn tíma að ráða niðurlög-
um eldsins. Kviknað hafði i hum-
armjöli því, sem verksmiðjan
hefur verið að framleiða undan-
farnar vikur. í mjölhúsinu voru
um 50 tonn af mjöli og skemmdist
meira en helmingur þess. Einnig
brann húsið sjálft töluvert að
innan, allar rafmagnsleiðslur
ónýttust, en trúlegt að allar vélar
verksmiðjunnar hafí sloppið ó-
skemmdar.
Er verksmiðjan óstarfhæf um
ófyrirsjáanlegan tíma. Vigiús
jónsson, framkvæmdastjóri, taldi
öruggt, að um sjálfsíkveikju væri
að ræða, enda er mjölinu, sem
verksmiðjan framleiðir, mjög
hætt við íkviknun, vegna þess
hve feitt það er. Ekkj er vitað
hve mikiu tjónið nemut. — G G.
SAS. Þá var og rætt um nánari
samvinnu póstmálastjornanna á
sviði tækninnar. Var litið svo á,
að norrænu póstmálastjórnirnar
gætu aðstoðað hver aðra og
skipzt á reynslu.
Næsta reglulega norræna póst-
málaráðstefna verður haldm í
Danmörku.
Da Silva
vann - 15,62
EINVÍGI þeirra da Silva og
Vilhjálms Einarssonar lauk með
sigri da Silva er stökk 15.62 m.
en Vilhjálmur 15.42. Margt var
áhorfenda en veður óhagstætt.
ísl. meistari í tugþraut varð
Pétur Rögnvaldsson er hlaut
6116 stig.
Hilmar tognaði í 200 m hlaup-
inu en sigurvegarar urðu:
Svavar Markússon í 1500 m
hlaupi 3:53,5; Valbjörn Þorláks-
son í stangarstökki 4,20 m, Jóel
Sigurðsson í spjótkasti 57,52 m.
Friðrik Guðmundsson í kringlu-
kasti 46,86 m, Þórir Þorsteinsson
í 200 m hlaupi 23,1, Guðjón Guð-
mundsson í 400 m gr.hl. 55,0.
sem hann var kallaður út 1 akst-
ur. Eru þau bæði úr krossviðar-
plötum, sem hann hefir ýmist
tappað eða límt saman, en það er
mjög seinlegt og vandunnið verk.
Við smíði þessara módela, sem
gerð eru eftir teikningu 1:50 að
stærð ,hefir Magnús einungis not-
að útsögunarsög, hníf og platínu-
þjpl, er hann hefir í bílnum sín-
um. En þrátt fyrir fá og ófull-
komin verkfæri, eru bæði módel-
in mjög vel úr garði gerð og
bera vott um mikinn hagleik. —
Bæði eru þau máluð af mikilli
smekkvísi af Magnúsi, en hann
er málarameistari að mennt og
stundaði þá iðn, þar til fyrir
nokkrum árum að hann varð sök-
um vanheilsu að láta af þeim
störfum.
Húsin, sem módelin eru af, eru
Sjónarhóll við Reykjavíkurveg
og hús, er Magnús hefir í smíðum-
um í Arnarhrauni.
Bifreiðasmiðir
fá kjarabætur
í GÆR tókust samningar milli
Félags bifreiðasmiða og Sam-
bands bílaverkstæða á íslandi,
en bifreiðasmiðir höfðu sagt upp
samningum. Samkvæmt hinum
nýju samningum fá bifreiðasmið.
ir sömu kjarabætur og bifvéla-
virkjar og járnsmiðir fengu, er
þeir sömdu við vinnuveitendur
4. júlí sl. Samningarnir voru und
irritaðir með venjulegum fyrir-
vará, þ. e. með því skilyrði að
félagsfundur bifreiðasmiða og
Vinnuveitendasamband íslands
samþykki þá.
Hin árlega ökuferð með
gamla fólkið á morgun
EINS og lesendur Mbl. ef til vill
minnast kom Víkverji þeirri hug
mynd á framfæri fyrstur manna,
að íslenzkir bifreiðaeigendur
gleddu gamalt fólk með því að
bjóða því í ökutúra. Undanfarin
ár hefur Félag íslenzkra bifreiða-
eigenda gert þetta og verður svo
einnig í ár. Verður ekið með
gamla fólkið suður til Keflavíkur
flugvallar á morgun og .nun log-
reglustjórinn á Keflavíkurflug-
velli sjá svo um, að fólkinu gefist
kostur á að skoða völlinn og
ýmis mannvirki þar Félagsmenn,
sem hafa aðstöðu til að fara þessa
ferð eru beðnir að hafa samband
við skrifstofu félagsins sem er
opin kl. 1—4, sími 15659 og eftir
kl. 6 í síma 33588 og síma 32818.
Einnig vill félagið beina því til
annarra bifreiðaeigenda, að aka
gamla fólkinu, ef þeir hafa tæki_
færi til.
Sumarferð
Varðar
ÁKVEÐIÐ er að hin árlega
sumarferð Varðar verði að þessu
sinni farin sunnudaginn 27.
júlí n. k.
Nánar auglýst síðar.