Morgunblaðið - 16.08.1958, Qupperneq 13
Laugardagur 1G. ágúst 1958
MORGVNBLAÐIÐ
13
Frá garðyrkjudeild land-
búnaðarsýningarinnar
á Selfossi
Jarðhitasvæðin í Hveragerði
og víðs vegar í Árnessýslu, hafa
gert það að verkum, að óvíða
hér á landi stendur gróðurhúsa
garðyrkja með meiri blóma og
er í örari vexti, en í þessum
sveitum. Þótti því viðeigandi að
þessi þáttur landbúnaðarins
kæmi fram á afmælissýningu
Búnaðarsambands Suðurlands.
Það er Garðyrkjubændafélag
Árnessýslu, sem stendur fyrir
garðyrkjusýningunni, og var
Ingimar Sigurðssyni í Fagra-
hvammi falið að sjá um fram-
kvæmdir vegna sýningarinnar,
ásamt þeim Páli Mikkelsen í
Hveragerði og E. B. Malmqvist
á Stóra-Fljóti.
í Árnessýslu eru um 60—65
garðyrkjustöðvar, en þar af lang-
flestar í Hveragerði, eða 33. Þá
koma Biskupstungur næstar með
17 garðyrkjustöðvar, en hinar
eru dreifðar víðs vegar um sýsl-
una, svo sem í Hrunamanna-
hreppi, Grafningi, Laugardal og
víðar.
Stærð garðyrkjustöðvanna er
frá 400 m2 til 5000 m2.
Alls munu um 500 manns eiga
lífsafkomu sína undir þessari
framleiðslugrein hér í sýslu, að
mestu eða öllu leyti.
Fyrsta garðyrkjustöðin í Ár-
nessýslu var sett á stofn í
Hveragerði árið 1929 af Sigurði
Sigurðssyni, fyrrv. búnaðarmála
stjóra, svo gróðurhúsaræktin í
sýslunni er því nær 30 ára, sem
atvinnugrein til markaða.
Grænmeti, svo sem tómatar,
gúrkur, gulrætur og fleira, mun
vera ræktað í um % hluta af því,
sem ræktað er undir gleri í sýsl-
unni, en pottablóm og „afskorin“
í V3 hluta.
Alls er gróðurhúsastærðin í
landinu rúmlega 30 vallardag-
sláttur, en þar af eru um 20 dag-
sláttur (?) í Árnessýslu og þó er
ekki hagnýttur nema mjög lítill
hluti af því heitavatnsmagni, sem
í sveitum hennar er.
Á þeim garðyrkjusýningum,
sem haldnar hafa verið hér á
landi óður, og Garðyrkjufélag ís-
lands hefur oftast staðið fyrir,
hafa garðyrkjuafurðirnar verið
sýndar sameiginlega, af garð-
yrkjubændum. Á þessari sýn-
ingu er tekin upp sú nýbreytni,
eins og tíðkast á hliðstæðum
sýningum erlendis, að láta hvern
framleiðanda sýna afurðir sínar
út af fyrir sig. Eftirtalin fyrir-
tæki og aðilar taka þátt í sýn
ingunni:
Sölufélag gar'ðyrkjumanna,
Reykjavík, sem sýnir grænmeti
frá bændum í Árnessýslu og enn-
fremur fræ, jurtalyf, garðyrkju-
áhöld og fleira er varðar garð-
yrkjuna almennt. — Sem kunn-
ugt er starfar sölufélagið sem
samvinnufélag garðyrkjubænda
víðs vegar á landinu. Annast það
sölu og dreifingu til neytenda á
garðyrkjuafurðum. Útvegar fræ,
lyf, verkfæri og fleira er þarf
til rekstrar garðyrkjustöðvanna.
Alaska-gróðrarstöðin, Reykja-
vík, sem rekur einnig trjáupp-
eldisstöð í Hveragerði. Stöðin
sýnir trjáplöntur og annað er
varðar skrúðgarðarækt.
Garðyrkjustöðin Fagrihvamm
ur hf., Hveragerði, sýnir rósir.
Garðyrkjustöð Guðjóns Sig-
urðssonar í Gufudal sýnir afskor-
in blóm og pottablóm.
Garðyrkjustöð Gunnars Björns
sonar, Álfafelli, Hveragerði, sýn-
ir pottablóm og afskorin blóm.
Garðyrkjustöð Hannesar Arn-
grímssonar, Garði, Hveragerði,
sýnir pottablóm og afskorin
blóm.
Garðyrkjustöð l. Christiansens
í Hveragerði sýnir pottablóm og
afskorin blóm.
Garðyrkjustöð Páls Mikkelsens
í Hveragerði sýnir blómaskreyt-
ingar og pottablóm.
Garðyrkjustöð Skafta Jósefs-
sonar, Hveragerði, sýnir potta-
blóm og afskorin blóm.
Þorsteinn Jónsson, vél-
virki — minningarorð
ÞORSTEINN fæddist í Neskaup-
stað 23. ágúst 1934.
Foreldrar hans eru hjónin Þór-
stína Pálsdóttir og Jón Einars-
son, búsett í Neskaupstað.
Þorsteinn ólst upp hjá foreldr-
um sínum og bjó hjá þeim unz
hann stofnaði eigið heimili. Konu
sinni, Ólínu Jóhgnnu Hlífarsdótt-
ur, kvæntist hann á jólum 1955,
og eiga þau tvö börn, Hlífar og
Láru Jónu.
Ég kynntist Þorsteini, er hann
hóf vélvirkjanám hjá Dráttar-
brautinni h. f. í Neskaupstað.
Hann var kappsamur og ágætlega
gefinn og gekk því námið vel.
Sveinsprófi lauk hann með ágæt-
um vitnisburði haustið 1956.
Að námi loknu starfaði hann
hjá Drátarbrautinni h.f. og var
einn hinn fjölhæfasti og bezti
starfsmaður vélaverkstæðisins.
Hann var mjög röskur við alla
vinnu og ósérhlífinn.
Þorsteinn var maður hrein-
skilinn og einarður og hélt ótrauð
ur fram sinni skoðun. Vann hann
sér traust og vináttu allra sam-
starfsmanna sinna, og munu þeir
oft minnast hans og sakna.
Nehru hafnar tillögunni
um fastan friðarher SÞ.
Vill ekki láta neyða hlutleysi upp á
nokkra Arabaþjóð
NÝJU DELHI, 14. ágúst. — Reu-
ter. — Indverski forsætisráð-
hrrann Nehru hafnaði í dag til-
lögu Eisenhowers Bandaríkjafor-
seta um að koma á fót föstum
friðarher á vegum SÞ, er vernda
skyldi sjálfstæði ríkjanna í Mið-
austurlöndum Hann kvaðst einn
ig vera andvígur því, að hlut-
leysi væri neytt upp á nokkra
Arabaþjóð. Lýsti Nehru yfir
þessu í indverska þinginu, þar
sem margir þingmenn Congress-
flokksins og stjórnarandstöðunn-
ar höfðu farið fram á, að hann
tæki að nokkru afstöðu til áætl-
unar Eisenhowers um lausn
vandamálanna í Miðausturlönd-
um. ítrekaði hann, að stjórn hans
myndi fyrst taka endanlega af-
stöðu til áætlunarinnar eftir ná-
kvæma íhugun.
Lagði hann áherzlu á þá skoð-
un indversku stjórnarinnar, að
engin lausn fengist á vandamál-
unum fyrr, en erlendar hersveit-
ir hefðu verið fluttar burt frá Jór
daníu og Líbanon. Hins vegar
Málflutningsskrifstofa
Einar B. Guðmundsson
Cuðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, III. hæS.
Símar 12002 — 13202 — 13602.
kvað hann indversku stjórnina
hlynnta þvi, að eftirlitslið SÞ í
þessum ríkjum yrði eflt — með
samþykkti hlutaðeigandi ríkja.
Þorsteinn annaðist mjög vel um
heimili sitt og var það kært, enda
var það ungu hjónunum til mikils
sóma. Ég kom þar oft og var
alltaf tekið með slíkri gestrisni og
hlýju, að ég mun ætíð minnast
þess.
Þorsteinn fórst af slysförum
við vinnu sína í síldarverk-
smiðjunni í Neskaustað hinn 17.
júlí sl. Það er erfitt að gera
sér grein fyrir því, að jafnungur
og lifsglaður maður sé horfinn af
sjónarsviðinu svona skyndilega.
En við örlögin ráðum við ekki.
Ég kveð Þorstein með söknuði
og þakka gott samstarf og marg-
ar ánægjustundir og votta konu
hans, börnum og öllu venzlafólki
hans mína dýpstu samúð.
Reynir Zoega.
Skrifstofuhúsnæði
45 til 80 ferm., helzt á jarðhæð við aðalgötu, óskast
til leigu eða kaups. Upplýsingar í síma 34173 og
18141.
Framkvœmdastjóri
Iðnfyrirtæki sem framleiðir byggingarefni, óskar
að ráða framkvæmdastjóra. Umsækjendur leggi
nafn sitt á afgr. blaðsins merkt: „Framtíð — 6726“.
SÚTUÐ OG ÓSÚTUÐ
Selskinn
kaupir baðstofa Ferðaskrifstofu ríkisins.
Mörg verðlaun verða veitt á
sýningunni, ef framleiðsla og
uppsetning sýningadeilda verð-
ur nægilega góð, að áliti
dómnefndar, en hana skipa:
Óli V. Hansson, ráðunaut
ur, formaður; Ólafía Einarsdótt-
ir, kaupkona, Reykjavík, og Jó-
hann Kr. Jónsson, Dalsgarði, Mos
fellssveit.
Hafa m. a. öll stærri dagblöð
í Reykjavík og mörg önnur fyr-
irtæki gefið góða verðlaunagripi
til sýningarinnar, og vill fram-
kvæmdanefndin þakka þær góðu
undirtektir og þann skilning,
sem hún hefur mætt hjá ýmsum
aðilum varðandi undirbúning
garðyrkjusýningarinnar.
Auk framkvæmdanefndarinn-
ar hefur Áage Foged, frá Blóma-
búðinni Hrauni, Reykjavík, ann
azt skreytingu og uppsetningu á
sýningunni í heild, en annars
hafa hinir einstöku sýnendur
annazt uppsetningu hver fyrir
sig á sínum deildum.
Stjórn Garðyrkjubændafélags
Árnessýslu skipa nú þessir menn:
Guðjón A. Sigurðsson, Gufudal,
formaður; Ingimar Sigurðsson,
Fagrahvammi, og Helgi Kjart-
ansson, Hvammi, Hrunamanna-
hreppi.
Höfum til sölu:
3-400
BIFREIÐAR
Bifrcidar við yðar hæfi.
B if reiðasalan
AÐSTOÐ
við Kalkofnsveg. Sími 15812.
Næturvörð
HÓTEL SKJALDBREIÐ
Upplýsingar í síma 16482.
Laugarás
Ný vönduð 4ra herb. íbúð til sölu í Laugarásnum.
Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudag merkt: „Laugar
ás — 6713“.
Toilettpappír
hvítur og mislitur
Eggert Kristjánsson €r Co. hf.
Eignarlóð
2000 fermetra eignarland í Garðahreppi (hrauninu)
er til sölu nú þega. Upplýsingar í síma 33374 milli
kl. 1—3 e.h.
Húsgagnasmiðir
Viljum ráða 2 húsgagnasmiði og húsasmið vanar.
inni vinnu. Uppl. gefur Nývirki h.f. sími 18909 og
Sveinn Kjarval húsgagnaarkitekt, sími 15307.
BOLSÖNES VERFT
MOLDE - NORGE
M.s. Björnsund, úthafsfiskiskip af 110 feta standardgerð
Skipasmíðastöðin hefir afgreitt 7 skip af þessari gerð
síðan 1955. Skipin eru óvenju sterkbyggð með skrokk-
plötur 20% yfir kröfu norska Veritas, og hafa sýnt sjó-
hæfni sína við úthafsveiðar. —