Morgunblaðið - 16.08.1958, Síða 16

Morgunblaðið - 16.08.1958, Síða 16
VEÐRIÐ Norðan kaldi léttskýjað. HITAVEITAN Sjá grein á bls. 9. Keppendur íslands á EM halda utan ÍSLENZKU þátttakendurnir sem kepþa eiga í Evrópumeistaramót- inu í frjálsíþróttum sem hefst í Stokkhólmi eftir helgina áttu að halda utan í dag (laugardag) með flugvél Loftleiða til Gautaborg- ar. Þaðan fer hópurinn með lest til Stokkhólms. Viku eftir EM hefst landskeppni við Dani í Kan ders á Jótlandi. Megniþorri landsliðsins heldur ekki utan fyrr en rétt fyrir þá keppni. Þrír íþróttafréttamenn verða í Stokkhólmi og í Randers. Eru það Örn Eiðsson frá Alþýðublað- inu, Sigurður Sigurðsson frá út- varpinu og Atli Steinarsson frá Morgunblaðinu. Maður slasast í Kísilnámunní AKRANESI, 15. ágúst. — Á sjötta tímanum síðdegis í gær var kallað á sjúkrabílinn og hann beðinn að koma inn í kísilnám- una á Hvalfjarðarströnd. Einn námumannanna hafði meiðzt, en þó ekki alvarlega. Datt stigi ofan á höfuðið á honum og hafði hann fengið heilahristing. Maðurinn heitir Kristján Thorlacius og er úr Reykjavík. Hann er nú hér í sjúkrahúsinu. — Oddur. 1 DAG kl. 3,45 verður lagður hornsteinn rafstöðvarhússins við Efra-Sog. Framkvæmdirnar við hina nýju virkjun hafa staðið i rúmt ár, og áætlað er, að þeim verði lokið haustið 1959. Bætast þá 27.000 kílóvött við Sogsvirkj- unina, svo að afl stöðvanna við ána verður alls 73.000 kilóvött. Má síðan enn bæta við vélum í Sementsverksmiðjan að stöðvast vegna skorts á rafmagni Stjórn Sogsvirkjun- arinnar hleypur undir bagga i bili Blaðinu barst í gær eftir- farandi frá Sogsvxrkjun- inni: STJÓRN Sogsvirkjunarinnar hef ur verið tjáð. að Sementsverk- smiðja ríkisins verði að stöðva framleiðslu á sementi innan sólar hrings vegna skorts á rafmagni frá Andakílsárvirkjun, nema verksmiðjan fái nú þegar raf- orku frá Sogsvirkjuninni. Enn- fremur sé sementslaust í landinu og muni byggingarframkvæmd- ir því að mestu stöðvast. Stjórn Sogsvirkjunarinnar tek ur ekki endanlega afstöðu til beiðni um sölu á raforku til Sem- Iíuldatíð DALVÍK, 15. ágúst. — Versta tíð hefir verið hér síðan á sunnu- dag. Norðan kaldi og rigning í byggð, en snjóað hefir til fjalla. Allir bátar, sem legið hafa hér i höfn héldu út á miðin í dag. Enn mun þó slæmt veiðiveður á nærliggjandi miðum en sjómenn gera sér vonir um, að síldin gefi sig til, ef lygnir og sjór gengur niður. Mikið annríki hefir verið hér undanfarna daga við að flokka og pakka síld á austur-þýzkan og rússneskan markað. ★ S.l. miðvikudag sýndi leikflokk ur Lárusar Pálssonar hér gaman leikinn „Haltu mér — slepptu mér“ við góða aðsókn og undir- tektir. Var aðsókn svo mikil, að sýna varð leikinn tvisvar við hús fylli í bæði skiptin. Létu menn liið bezta yíir leiksýningunni. — S. J. entsverksmiðjunnar, fyrr en eítir að bæjarstjórn Reykjavíkur hef- ur fjallað um málið á fundi 21. ágúst næstk., en til þess að firra vandræðum samþykkir stjórn Sogsvirkjunarinnar að láta Sem- entsverksmiðjunni í té raforku frá Sogsvirkjunni dagana 16.—20. ágúst, enda verði lokað fyrir strauminn 21. ágúst kl. 9 árdegis. stöðvarnar við írafoss og Ljósa- foss, svo að alls fáist 96.000 kíló- vött frá Soginu. Er afl fljótsins þá fullvirkjað. Stöðvunarhúsið við Efra-Sog stendur á nyrðri bakka Úlfljóts- vatns. Undir því eru tveir vatns- hverflar, í húsinu er rafalar fyrir hvorn hverfil og frá þaki þess verður rafmagnið leitt til fra- foss-stöðvarinnar og þaðan til notenda. Vatnið kemur til stöðvarhúss- ins gegnum þrýstivatnsæðar úr þró í miðri Dráttarlilíð. í þróna kemur vatnið eftir 380 m löngum jarðgöngum, sem grafin hafa ver- ið úr Þing vallavatni. Fallhæðin er 22 m. Athöfn verður við Efra-Sog, þegar forseti tslands leggur horn- stein stöðvarhússins. Auk hans taka til máls, Gunnar Thorodd sen borgarstjóri og Hermann Jónasson raforkumálaráðherra. Athöfninni verður útvarpað. Myndin hér að ofan sýnir lík- an af rafstöðvarhúsinu. (Ljósm. vig.). Tveir Danir slasast, dráttarvél hvolfir er AKRANESI, 15. ágúst. — Eftir há degi í dag varð það slys við mjólk urpallinn á þjóðveginum upp í Þverárhlíð, undan afleggjaran- um, sem liggur frá bænum Helga vatni, að dráttarvél með mjólk- urvagni aftan í steyptist á hvolf ofan x skurð við veginn. Verið var að flytja mjólk frá Helga- vatni og gerðu það tveir danskir vinnumenn á bænum. Var annar þeirra að kenna hinum á dráttar- vélina, er þetta skeði. Stóðu þeir á dráttarvélinni, er henni hvolfdi og mörðust báðir illa í baki. Sá, sem minna meiddist, staul- aðist heim og sagði frá slysinu og var félagi hans þegar sóttur. Sím að var til Þórðar læknis á Klepp- járnsreykjum. Er hann hafðiskoð að meiðsli mannanna bað hann um sjúkrabíl héðan, sem þegar var sendur af stað upp að Helga- vatni ásamt hjúkrunarkonu. Hingað í sjúkrahúsið var svo komið með hina slösuðu menn kl. 7,30 í kvöld. Frá Portoroz SAMKVÆMT útvarpsfregn frá Belgrad í gærkveldi var aðeins einni skák lokið í 7. umferð á skákmótinu í Portoroz. Var það skák Matanovic og de Greiff, sem varð jafntefli. Páll Gíslason yfirlæknir sagði, er hann hafði gert að sárum þeirra að annar hefði hlotið mik inn áverka á brjóstkassann, þannig, að fimm rif hefðu brotn- að. Hinn maðurinn er og mikið marinn en óbrotinn. — Oddur. Þjóðviljinn játar för Einars á flokksþingið, sem Krúsjeff sótti Var Berlínarför Lúðvíks vegna viðurkenn- ingar á austur-þýzku stjórninni ÞJÓÐVILJINN rýfur í gær þögn- ina um för Einars Olgeirssonar á flokksþing kommúnista í Austur- Þýzkalandi, — hið sama og Krú- sjeff sjálfur sótti. Blaðið birtir langt viðtal við Einar um ferðalagið og segir í fyrirsögn þess: „Tímabært að ísland viður- kenni alþýðulýðveldið, eitt bezta viðskiptaland fslendinga, segir Einar Olgeirsson í viðtali um fimmta þing Einingarflokksins þýzka“. Síðar í viðtalinu segir Einar: „Eðlilegast væri að taka nú upp stjórnmálasamband við Þýzka alþýðulýðveldið, eitt bezta viðskiptaland íslendinga, byggt þjóð, sem stendur nærri okkur menningarlega og sýnt hefur skilning á lífsnauðsyn þjóðar okkar, á sama tíma og Adenauer- stjórn Vestur-Þýzkalands gefur í skyn að hún vilji ekkert með okkur hafa að gera. Síðustu til- tæki Adenauers-stjórnarinnar í garð Islendinga eru eins og hún sé að benda okkur á meiri skipti og opinber — við Þýzka alþýðu- lýðveldið“. Ekki segir Einar frá því, hvort ferðalag Lúðvíks Jósefssonar til Austur-Þýzkalands stóð í sam- bandi við þessar bollaleggingar. En eftirtektarvert er, að sam- kvæmt fréttatilkynningunni, sem á sínum tíma var gefin þaðan að austan um heimsókn Lúðvíks þá var hann að semja um viðskipti við stjórnarvöld þar í landi. Mun það a. m. k. mjög fátítt, að ráð- herrar fari í slíkar opinberar heimsóknir og til samninga við stjórnarvöld, sem ríkisstjórnir þeirra hafa ekki viðurkennt. Um þetta sem annað í sam- bandi við ferðalag Lúðvíks Jósefssonar keppeast stjórnar- blöðin við að þegja eins og þau eigi lífið að leysa. Lampar til götulýsingar fást ekki fluttir í DAGBL. Vísi 12. þ.m. er skýrt frá umferðarslysi, er varð á Laugavegi við Höfðatún Að venju var légleg götulýsing talin ein af orsökum slyssins. Eigi skal um það deilt. Götulýsing á þessum stað er þó tiltölulega góð, enda lagfærð fyr- ir nokkrum árum. Hitt er Raf- magnsveitunni kunnugt um, að hinar nýrri gerðir lampa í bæn- um (kvikasilfurlampar, bláhvítir, og natríumlampar, gulir) eru víða orðnir lélegir af of langri notkun. Þeir „brenna“ ekki eins og venjulegir glólampar, þegar réttum notkunartíma þeirra er lokið, heldur minnkar ljós þeirra jafnt og þétt eftir sem áður. Þess vegna þarf að skipta um þá eftir vissan tíma. Þessari meginreglu hefur ekki verið unnt að fylgja undanfarið vegna innflutningstregðu. Skal nú nánar greint frá því. Snemma s.l. haust var lögð fram umsókn um innflutnings- leyfi fyrir lömpum og fékkst tæpur helmingur af því, sem beðið var um. Greiðsluheimild í mn banka fékkst ekki og rann leyfið út um áramót. Eftir tveggja mánaða tilraunir fékkst það end urnýjað. Greiðslheimild fékkst þó ekki og hefur ekki fengizt enn. Greiðsluheimild fyrir lampabún- aði til götuljósa, sem ekki þarf innfl.leyfi fyrir, hefur heldur ekki fengizt. Nú fer óðum að dimma og horf ir óvænlega í þessum álum. Kom ið hefur til tals að taka niður alla þessa lampa í bænum og setja venjulega glólampa í staðinn. Slíkt er þó algert neyðarúrræði, því að glólampar nota margfaít meiri rafstraum (og þurfa því gildari leiðslur), og ending þeirra er aðeins fimmti hluti af „end- ingu“ hinna nýrri lampa. Æskilegt væri að geta notað hina nýju lampa í öllum nýjum götuljósakerfum, a.m.k. við mikl ar umferðargötur. En lágmarks- krafa er, að innflutningsyfirvöld sjái svo um, að halda megi nú- verandi kerfum sómasamlega við, þar til úr kann að rætast í inn- flutningsmálum þjóðarinnar. (Frá Rafmagnsveitu R.-víkur), sœta flugvél í nauðlendingu við Tveir menn, sem i vélinni voru, hlutu nokkur meibsl UM HÁLF SEX leytið í gærkvöldi vildi það slys til uppi við Hafravatn skammt frá Reykjavík, að lítil tveggja sæta flugvél, sem ætlaði að nauðlenda þar vegna skyndilegrar vélarbilunar, rakst á húskofa í lendingunni og stórskemmdist. Tveir xnenn, sem í vélinni voru hlutu nokkur meiðsl. réttindi. Farþeginn var Pétur Ætluðu í hálftíma flug frá Reykjavík Samkvæmt upplýsingum, seni Mbl. fékk hjá Finnboga Guð- mundssyni, lögregluþjóni í Reykjavík, sem af tilviljun var staddur þarna uppfrá, er slysið vildi til, var hér um að ræða litla flugvél frá Flugskólanum Þyt, merkta TF/KAP. Eðvarð Guðmundsson, Njálsgötu 59 í Reykjavík, var við stjórn vélar- innar og hefir hann flugmanns- Farþeginn var Jónsson, Hólsvegi 15, Reykjavík. Höfðu þeir félagar áætlað um hálfrar klukkustundar flug frá Reykjavík. Rakst á húskofonn Flugmaðurinn skýrði svo frá, að vélin hafi allt í einu „misst mótor“ eins og kallað er á máli flugmanna — þ.e. vélin hætti skyndilega að ganga. Ætlaði hann þá að nauðlenda á túninu stórskemmist Hafravatn við Óskot, sem er bóndabær sunn an við Hafravatn, en rakst í lendingunni á lítinn húskofa þar í túninu með ofangreindum af- leiðingum. Finnbogi lögregluþjónn, sem var þarna nærstaddur kom þeg- ar til hjálpar hinum slösuðu mönnum og gerði að meiðslum þeirra til bráðabirgða, en hann er þaulvanur slíkri hjálp í við- lögum frá um 20 ára starfi í lög- reglunni. Flugmaðurinn hafði meiðst illa á vinstra hné og hlot- ið minni háttar meiðsl á höfði, en farþeginn, Pétur Jónsson, slapp með kúlu á enni og skrámu á olnboga. Finnbogi ók síðan með menn- ina í bæinn, Eðvarð á slysavarð- stofuna, en Pétur var það hress, að Finnbogi ók með hann út a flugvöll, þar sem hann geymdi bíl og ók Pétur honum hjálfur heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.