Morgunblaðið - 29.08.1958, Síða 8

Morgunblaðið - 29.08.1958, Síða 8
MORGVNBLAÐ1Ð Föstudagur 29. ágúst 1958 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigíus Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarní Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480 AsKriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. t lausasölu kr. 2.00 eintakið. ILLA FARIÐ MEÐ GOTT MÁL FYRIR rúmum þremur vik- um óskaði miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þess að ríkisstjórnin birti þjóðinni greinargerð um gang og ástand landhelgismálsins. Ríkisstjórnin hefur ekki svo mikið sem svarað bréfi miðstjórnarinnar og hún hefur enga greinargerð gefið þjóðinni um málið. Afieiðingar þess hafa orðið stöðugar kvik- sögur og missagnir um það utan- lands og innan. Sífelldar fregnir hafa borizt um það, að verið væri að semja um málið í París og sjálft blað utanríkisráðherra íslands hefur birt fregnir um að þeim samningum „miðaði vel áfram.“ Ríkisstjórnin hefur með þessari leynd um gang landhelgismáis- ins sýnt hið mesta virðingarleysi fyrir almenningi á Islandi. Friðhelgi íslenzks landsvæðis ógnað Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur nú ritað ríkisstjórninni annað bréf, þar sem bent er á, að eins og landhelgismálinu er nú komið þá vofi yfir ógnun við friðhelgi íslenzks landsvæðis. Rætt sé um það fullum fetum að Bretar muni senda hingað her- skip til hindrunar því að íslenzk varðskip taki veiðiskip þeirra eftir hinn 1. september nk. á því svæði, sem þá er ákveðið að komi til viðbótar undir íslenzka fisk- veiðilögsögu. í bréfi miðstjórnar Sjáifstæðis- flokksins til ríkisstjórnarinnar er síðan komizt að orði á þessa leið: „Ástæðan fyrir þessum tiltekt- um er sú, að ríkisstjórn 3retlands og raunar fleiri ríkisstjórnir ve- fengja og mótmæla rétti Islands til að færa lögsögu sína á þennan veg út. ísland telur sig aftur á móti eiga þennan rétt og eru allir íslendingar einhuga í því efni. Hér er upp komin deila um efni alþjóðalaga, og ef ekki verð- ur við gert eru allar líkur til, að af því leiði það ástand, að ísland telji ógnað friðhelgi land- svæðis, sem það telur sig eiga rétt til“ Miðstjórnin vitnar síðan í 4. gr. Atlantshafssáttmálans, þar sem segir, að aðilar hans muni hafa samráð sín á milli „hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landsvæðis einhvers aðila, póli- tísku sjálfstæði eða öryggi ógnað“ Miðstjórnin telur að það sé réttur og skylda ríkisstjórnar- innar að krefjast nú þegar slíks samráðs við bandalagsþjóðir okkar. Henni beri því að óska ráðherrafundar í Atlantshafs- bandalaginu og freista þess þann ig á síðustu stundu, að hindra að ísland verði beitt ofbeldi og frið- helgi rofin á svæðum, sem það telji heyra undir fiskveiðilögsögu Hægtra að koma í veg fyrir voðann f bréfi miðstjórnarinnar er á það bent, að ef ríkisstjórnin telji sig hafa vissu fyrir því, að geta afslýrt vandræðum með þeirri málsmeðferð, sem hún hefur á haft sé auðvitað ekki nýrra úr- ræða þörf. Ella verði að gæta þess, að innan skamms kunni þá atburði að bera að höndum, sem tilætlunin er einmitt að afstýra með ákvæði 4. gr. Atlantshafs- samningsins. Hægara sé áreiðan- lega að koma í veg fyrir voðann en bæta úr honum, ef hann skell- ur á, segir miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins í bréfi sínu. Tilraun til að hindra ofbeldisaðgerðir Tilgangur þessarar uppástungu Sjálfstæðismanna er fyrst og fremst sá, að hindra það, að cii ofbeldisaðgerða komi gagnvart íslenzku þjóðinni af hálfu einnar bandalagsþjóðar hennar. Sjáif- stæðismenn skora á ríkisstjórnina að gera á síðustu stundu alvar- lega og ábyrga tilraun til þess að leysa þann vanda, sem við erum komnir í með landhelgismál okk ar, með því að ræða það við sjálfa forystumenn grannþjóða okkar á ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins. Á Siikum fundi æðstu manna þessara þjóða væri hægt að taka málið raunhæfari tökum en tekizt hefur, að því er virðist, í þeim „leyniviðræðum“, sem farið hafa fram undaníarið í París. Ríkisstjórnin tekur á sig þunga ábyrgð ef hún snýst gegn þessari skynsamlegu til- lögu Sjálfstæðismanna, sem borin er fram í þeim tilgangi einum að bægja mikilli hættu . frá dyrum þjóðarinnar, hindra að hún verði beitt ofbeldisað- gerðum og friðhelgi íslenzkra landsvæða rofin. Einstæðar ofbeldishótanir Breta fslenzka þjóðin harmar, að svo illa skulj horfa, sem raun ber vitni um að hún nái rétti sínum í landhelgismálinu. Þjóðin stend- ur einhuga um verndun fiskimiða sinna. Við vorum allir sammála um setningu laganna um vísinda- lega verndun fiskimiða land- grunnsins. Við vorum einnig allir sam- mála um friðunaraðgerðirnar 1952. Þegar Sjálfstæðismenn höfðu forystu um þessar ráðstaf- anir var einskis látið ófreistað til þess að afla þeim viðurkenn- ingar og gera þær raunhæfar. Þjóðin er einnig sammála nú um 12 mílna fiskveiðitakmörk og Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú er í stjórnarandstöðu hefur marg- lýst fylgi sínu við þau, enda þótt hann telji að rétting grunnlína hefð átt að framkvæmast jafn- hliða. Ríkisstjórn íslands undir forystu kommúnista hefur hins vegar brostið gæfu til þess að undirbúa framkvæmdir í mál- inu nægilega vel og hyggi- lega. Þess vegna á hinn góði málstaður okkar nú í vök að verjast. En hinar einstæðu of- beldishótanir Breta gagnvart íslenzku þjóðinni auka ekki llk- urnar fyrir lausn deilunnar. sem nú virðist vera að komast í harð- an hnút. Þessar ógnanir gagnvart vopnlausri smáþjóð sýna því miður að enn lifir andi nýlendu- kúgunar og yfirgangs. I VIÐ sólarupprás á hverjum föstu degi safnast tignustu aðalsmenn og höfðingjar Mossiættflokksins saman fyrir utan höllina í höfuð- borginni í Efra Volta til að vera , viðstaddir athöfn, sem þar hef- ur farið fram reglulega um I margar aldir og í engu , breytzt. Höfðingjarnir lúta í ' duftið og votta aðalsmönnunum virðingu sína, og síðan sýnir al- þýðan höfðingjunum lotningu sína á sama hátt. Þegar þessu er lokið, er tekið að berja bumbur, ' og ungur, feitlaginn maður birt- . ist, búinn viðhafnarfötum. í augum 1,7 millj. Mossa er hinn ungi Moro Naba — 28 ára að aldri — persónugervingur sólarinnar á i jörðinni, og við hirð hans er gætt ' strangari hirðsiða en tíðkuðust - við hirð sólkonungsins sjálfs, ' Luðvíks XIV. í hverri viku eftir að aðals- [ mennirnir hafa lotið Moro Naba, gengur hann að graðhesti, sem týgjaður er skrautsöðli. En þegar hann er í þann veginn að fara á bak, gengur foringi geldinganna til hans og biður hann að ríða ekki á brott. Moro Naba mótmæl- ir jafnan reiðilega, en að lokum lætur hann undan og segir: „Ég skal ekki fara á brott". Þessi vikulega athöfn komst á með þjóðinni, er einn af forfeðr- um Naba var endur fyrir löngu talinn á það, að yfirgefa ekki þegna sína til að elta uppi eftir- lætiskonu sína, sem hafði strok- ið, og þessi venja tíðkast hvergi á þeim átta landssvæðum, sem franska Vestur-Afríka skiptist í, nema í Efra Volta, en hún er táknræn fyrir hinar skringilegu og fornu erfðavenjur á öllu þessu svæði. í næsta mánuði fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hin nýju stjórnarskrárlög de Gaull- es, og þá munu íbúarnir með því að velja milli hvítra og grænna spjalda ákveða, hvort þeir vilja áfram heyra undir Frakka eða ekki. Svo kann að fara, að íbú- arnir fylgi hinni fornu venju þjóðhöfðingjans í Efra Volta og fallist á að segja ekki skilið við Frakka, og er þetta vafalaust undir því komið, hversu mælsk- ur de Gaulle hefir verið í ferð sinni um nýlendur Frakka. Þó að Frakkar hafi illt orð á sér i öðr- um nýlendum sínum, eru þeir vel liðnir í Vestur-Afríku, enda hafa þeir lagað sig merkilega vel eftir vaxandi kröfum íbúanna þar. í frönsku Vestur-Afríku búa 19 milljónir manna, níu milljónir eru Múhameðstrúar, ein milljón kristnir, en hinir trúa á stokka og I steina. Blökkumennirnir tala 120 mismunandi tungumál. Skammt frá hinni fjölmennu, nýtízku borg, Abidjan, tíðkast það enn í smáþorpum að drepa lítil börn og fleygja líkum þeirra í fljótið til að tryggja fiskimönnunum góð- an afla. Til skamms tíma töldu Mauritaníumenn sig of fátæka til að eiga sína eigin höfuðborg, og var St. Louis í senn höfuðborg Mauritaníu og Senegals. Sú var tíðin, að beztu hermennirnir í Dahomey voru skjaldmeyjar, og meðal Tuaregættflokkanna í Nig- er eru það ekki konurnar heldur karlmennirnir, sem ganga með andlitsblæjur. BYRÐI FRAKKANNA Frakkar halda fast á rétti sín- um til þessa kynlega samsafns af löndum, sem eru að stærð á við helminginn af Evrópu. Flest þess ara landa eru þó mjög fátæk, og þar búa aðeins 50 þús. Frakkar. Mörg ár verða þangað til þær upphæðir, sem Frakkar hafa lát- ið renna til frönsku Vestur- Afríku taka að gefa eitthvað af sér — síðan 1948 samsvarar sú upphæð 550 millj. dala. En auð- æfi er hægt að finna þarna, og Frakkar virðast vera ákveðnir í því að sjá ekki af þessu víðlenda svæði nýlenduveldis síns sakir vanrækslu og ætla ekki að gera sig seka um sömu mistökin og í Alsir. Til þessa hefir hin atkvæða- mikla þjóðerr isstefna Norður- Afríku ekki gert eftirminnileea vart við sig í vesturhluta álfunn- ar. Jafnvel hinn voldugi prins af Trarza í Maurítaníu, sem hefur 50 þús. hermenn á sínum snærum og gerði Frakka skelkaða í apríl sl, er hann vottaði Marokkókon- ungi hollustu sína, hefir látið eft- irfarandi yfirlýsingu frá sér fara: „Enginn getur sagt, að Frakkar hafi arðrænt Mauritaníu. Þvert á móti, Mauritanía hefir verið þeim til byrði". Flestir núverandi leið- togar frönsku Vestur-Afríku vilja láta Frakka bera byrðina enn um langt skeið, og Frakkar gera þetta fúslega í þeirri trú að þeir fái laun erfiðis síns, þegar veitt hefir verið vatni á eyðimörk ina og auðlindir landsvæðisins nýttar. Franska stjórnin hefir getað haldið uppi miklu traustari stefnu þarna en í öðrum nylend- um sínum, þar sem frönsku land- nemarnir eru svo fáir, að stjórn- inni verður ekki eins erfitt um vik. Er jafnaðarmaðurinn Guy Mollet varð forsætisráðherra 1956, skipaði hann hinn framsýna borgarstjóra í Marseille, Gaston Defferre, _ í embætti nýlendu- málaráðherra. Ekki var betur haldið á málefnum Alsír en svo, að þar var gerð uppreisn, en á meðan gerði Defferre drög að lögum fyrir frönsku Vestur- Afríku. Þó að framkvæmdarvald- ið fyrir þetta svæði væri sam- kvæmt lögum í höndum forsætis- í’áðherra, sem skipaður er í París og er ábyrgur fyrir utanríkis- og varnarmálum, voru innanríkis- málin falin kjörnum þingum, er síðan völdu sína eigin ráðherra, er önnuðust skattlagningu og ríkisrekstur. Rikisráð hefir yfir öllum þessum þingum að segja. Ráðið situr í Dakar og samræmir stjórnarstörfin í allri frönsku Vestur-Afríku HVER ER SJÁLFSTÆÐUR? í sl. mánuði ákvað stjórn de Gaulles, að forsætisráðherrar ný- lendnanna skyldu vera Afríku- búar en ekki Evrópumenn. Slíkar tilslakanir hafa aflað Frökkum vinsælda, og þar við bætist, að Franska Vestur-Airíka er mjög háð Frökkum í viðskiptum. Kunn asti stjórnmálaleiðtoginn í frönsku Vestur-Afríku er Félix Houphouet-Boigny, borgarstjóri í Abidjan, höfuðborginni á Fíla- beinsströndinni, og nú ráðherra í ráðuneyti de Gaulles. Hann seg- ir: „Við kærum okkur ekki um sjálfstæði. Nágranni minn, Nkrumah í Ghana, er sjálfstæð- ur, og því verður hann að halda uppi her, og það er mjög kostn- aðarsamt. Og hver er sjálfstæð- ur, þegar öllu er á botninn hvolft?“ Sú var tíðin, að Houphouet- Boigny mælti á annan veg. Árið 1949 kallaði hann saman þing á vegum voldugasta stjórnmála- flokksins í Vestur-Afríku, Afrísku lýðræðisfylkingarinnar, og lýsti yfir fylgi sínu við franska kommúnista og baráttu þeirra gegn heimsveldissinnum. Er kommúnistar höfðu fengið þessa uppörvun, hófu þir að afla sér fylgis innan Lýðræðisfylking- arinnar, en þetta mætti svo mik- ilii mótstöðu, að það leiddi til blóðugra átaka. Næsta ár lýstu afrískir fulltrúar í franska þing- inu yfir því, að þeir hefðu slitið öllum tengslum við kommúnista. Nú eru áhrif kommúnista í stjórn málum frönsku Vestur-Afríku hverfandi lítil. Annar áhrifamesti maðurinn innan Lýðræðisfylkingarinnar er verklýðsleiðtoginn Sékou Touré, sem nú er varaforsætisráðherra Guineu. Hann er 36 ára að aldri, Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.