Morgunblaðið - 29.08.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 29.08.1958, Síða 9
1 Föstudagur 29. ágúst 1958 MORCIJTSBLAÐIÐ BÓKAÞÁTTUR: NETLURNAR RLÓMGAST Harry Martinson: NETLURN- AR BLÓMGAST. Skáldsaga. 283 bls. Karl Isfeld íslenzkaði. Almenna bókafélagið, Reykja- vík, júlí 1958. „NETLURNAR BLÓMGAST“ er sjálfsævisaga í þeim skilningi að hún rekur ýmislegt úr reynslu höfundarins fyrstu tólf ár æv- innar, en bókin er fyrst og fremst mikið skáldverk, áhrifa- rík skáldsaga sem leiðir lesand- ann inn í nýjan og sjálfstæðan heim þar sem barnssálin ríkir í allri sinni viðkvæmni, draum- um, kröfum og frumlægum lífs- skilningi. Saga hreppsómagans Marteins Ólafssonar er á ytra borði ekki sérlega viðburðarík, þótt örlög hans séu að vísu óvenjulega dapurleg, en sálarlíf hans er þeim mun sérstæðara og margslungnara. Harry Martin- son dregur upp ógleymanlega mynd af þessu barni sem er í senn einmana og hrokafullt, næmt og grimmt eins og börn gerast. Öll hin margvíslegu blæ- brigði í sálarlífi þessa misskilda og vanhirta drengs eru máluð af svo öruggri þekkingu og hnit- miðun, að lesandinn lifir bernsku hans og um leið enduriifir hann eitthvað af eigin bernsku. Sögur um börn eru tíðast tald- ar til „barnabóka" og ætlaðar yngri kynslóðinni til „lærdóms“ og „uppbyggingar“. Slíkar sögur eru að jafnaði „fallegar“ og upp lognar frásagnir af hetjuverk- um; fórnarlund, háttprýði og fyrirmyndaruppeldi. Þær eru gylling á lífinu, falskar og vill- andi og til þess fallnar að gefa ungum lesendum afskræmda mynd af lífinu: þar sigra „góðu“ öflin jafnan, en „illu“ öflin hljóta makleg málagjöld. Um gildi slíkra ritsmíða er ekki til- efni eða rúm til að ræða nánar hér, en það ætti að vera augljóst mál að fölsuð mynd af lífinu og mönnunum er ekki líkleg til að glæða lífsskilning eða mann- þekkingu. „Netlurnar blómgast" er ekki í flokki þeirra „barnasagna" sem nú voru nefndar, en hún er eigi að síður góð barnasaga, kannski betri en flestar einmitt af því hún er einlæg og afdráttarlaus. í þessari bók birtist bernskan eins og hún raunverulega er, þetta sambland af blíðu og grimmd, eigingirni og djúpri ást, draumórum og næmu veruleika- skyni. Já þetta siðasta er nefni- lega miklu sterkari þáttur í bernskunni en margir virðast gera sér Ijóst. Barnið sér veru- leikann á upprunalegan hátt, með ferskum og óspilltum aug- um, óspilltum af vanaþrælkun, hugsjónum, kennisetningum og blaséringu. „Aðeins börn, sérvitr- ingar eða þorpsfífl gátu stundum losað fólk úr viðjum hinnar half- sofandi frumhlýju, sem líktist kulda“ (bls. 77). „Hann þekkir lífið á margan, mismunandi hátt. Hinir fullorðnu leika sér ekki að því að gabba hann. Þeir vita sem sé aldrei, hvað hann veit í raun og veru“ (bls. 149). „Og, þið fullorðnu, þið skuluð ekki vera of örugg. Börn sjá inn í ykkur, „hugleiða“ ykkur. Ef þau neyð- ast til að vera of einmana, án þess að þeim sé auðsýnd blíða, þótt ekki sé nema koss á ennið eða fáein blíðuorð, já, þá brjót- ast þau inn í ykkur og „hug- leiða“ ykkur“ (bls. 209). Auðvitað er þessi barnasaga skrifuð fyrir fullorðna: hún leið- ir þá inn í heim sem er þeim flestum gleymdur, þar sem allt er opið og frjálst og óskilgreint, þar sem hlutirnir gerast, og af því þeir gerast eru þeir mikil- vægir og fullir af margvislegum merkingum og möguleikum. Síð- ar meir verður lítill drengur sem stendur við girðinguna kringum sjúkrahúsið þar sem Frökenin liggur í farsótt og er að deyja og hann fær ekki að koma innfyrir en er hunzaður af forstöðukon- unni, síðar meir verður þessi drengur bara dintóttur þrákálf- ur, en þegar við lifum þennan atburð og sálarlíf drengsins í bókinni færist hann í aukana og þetta verður „stórkostlegur“ við- burður, því hann er hreinsunar- eldur þessa litla einmana drengs og verður þá jafnframt hreins- unareldur lesandans. Harry Martinson beitir sér- kennilegri og máttugri stíltækni þegar hann leiðir lesandann inn í sál hreppsómagans. Það er eins og drengurinn og umhverfið renni saman og myndi dularfulla heild, hvorugt getur verið án hins. Hlutirnir vaxa inn í vitund Harry Martinson. drengsins og verða partur af honum sjálfum, en jafnframt verða þeir tjáning á sálarástandi hans eða vísbending um það. Ég tek hér tvö dæmi af handahófi. Marteinn er að hlusta á lestur úr Hugvekjum og hugsa um eilífð- ina: „Hann bærði ekki á sér. Það var nauðsynlegt, til þess að ekk- ert hljóð heyrðist. Jafnvel þegar hann dró djúpt andann, brakaði í bríkinni, og brakið átti ekkert skylt við eilífðina, og fyrir bragðið hafði það truflandi áhrif. Hann sat á samvizkubrík sinni" (bls. 73). „Hann minntist sjónar frá fyrstu árum sínum. Maður, er var nakinn og Ijóshærður, stóð í miðju, sólglampandi her- bergi: Allt það hár, er óx á manninum, ljómaði eins og engla hár og eldur, af sjálfu sér og vegna áhrifa sólarinnar. Hann mundi ekki, hvenær eða hvar þetta hafði verið né hvaða mað- ur þetta var, en hann heyrði ein- hvern kalla gegnum hurð, sem skaut upp í endurminningunni: Hanna! Hanna! Þá var hurð endurminninganna skellt aftur. Þetta hlaut að hafa gerzt fyrir löngu“ (bls. 74). Þessu áhrifa- ríka stílbragði er beitt víða í sögunni og það gefur henni þennan sérkennilega ferska blæ. Það er eins og allt sé lífi gætt: hlutirnir lifa í sál Marteins, en eru líka speglar hennar. Sterlcustu þættirnir í þessari dapurlegu sögu eru að mínu viti kímnin og hinar myndrænu lýs- ingar sem höfundurinn magnar efnið með. og sláandi líkinga eins og eftir- farandi dæmi sanna: „Tunglið fór í ótal mola á himninum eins og postulínsdiskur" (60), „ara- grúa blóma sem flæddi yfir gírð- inguna eins og froða á fati“ (62), „Kaffieimurinn steig eins og ljós- blár gormur upp úr kaffibollan- um í birtunni frá glugganum'* (73), „Blómlaust lyngið skalf eins og stór, loðinn feldur í hvassviðrinu” (74), „Klukkan minnti á tæringarveika fegurð- ardís" (92), „Hann grét með tak- markalausri einhæfni eins og næturregnið" (104), „litlar frekn- urnar hvíldu á nefi hennar og vöngum eins og net“ (121), „Dyrnar á slíku húsmennskukoti voru þröngar eins og barnalær- dómskverið" (164), „Hún var bláleit í andliti eins og mjólk, sem er að byrja að súrna“ (185), „Að framan var einkennisbúning ur hans eins og glottandi grind- verk eða glóandi járnrist“ (206), „Hún orgaði eins og stórhríð og grét dimmum, loðnum gráti, eins og hún væri að kafna í ull- arbing“ (234). Persónulýsingar eru yfirleitt mjög skýrar. í fáum öruggum dráttum er þetta sundurleita fólk dregið upp fyrir okkur þannig að það lifir sjálfstæðu lífi. Þetta eru ekki manngerðir, heldur heilir einstaklingar, og enda þótt sviðið sér mannmargt verður hver einstaklingur minnisstæður. „Netlurnar blómgast" er að sjálísögðu skyld „Heimsljósi ‘ Kiljans og „Sóloni íslandusi'* Davíðs, en sá skyldleiki er að- eins á yfirborðinu. Lýsingin á bernsku Marteins er miklu djúp- tækari og skáldlegri en lýsingin á bernsku Sölva Helgasonar og miklu margþættari en lýsingin á bernsku Ólafs Kárasonar. En vitanlega er „Heimsljós" veiga- meira verk þar sem það rekur allan lífsferil hreppsómagans og tekur til meðferðar stærri vanda- mál. Þýðing Karls ísfelds er á köfl- um vel gerð, en stöku setningar eru með öllu óskiljanlegar og aðrar vafasamar: „Mýgrútur af kerlingum, djöflum og alls kyns púkum dreif að úr öllum áttum“ (38), „Það brást aldrei, að hann kynni ekki hvert orð“ (56), „Bæði hann og Kráku sundlaði af tilhugsuninni um fjarlægðina, en þótt þau hefðu bæði verið í Pommern og lært körfugerðina ‘ (59), „vegna fjárhagslegra ástæðna“ (93), „Vatnið varð hann að ’bera í oki frá upp sprettu sem hét Skútalind. Hann var í fimmtán hundruð metra fjarlægð inni í skóginum“ (173), „höfðu þegar notið aðstoðar pen ingakassa föður síns til að fara í bað við Smögen.... (264). „Hún lýsti lestinni og ferðalag- inu, er var svo mikilvæg í henn ar augum“ (266), ,,Kona nokkur, sem hét Grákaja, tók greinilega eftir þessu, að hún stakk upp á því, þegar setið var yfir við- bjóðslega beisku kaffinu, að allt körfufléttunarfólkið tæki sér sameiginlegt nafn“ (277). (Let- urbreytingar mínar). Mér hefur verið álasað fyrir sparðatínslu af þessu tagi, en verð að lýsa því yfir enn einu sinni, að góð verk eiga heimtingu á fyllstu vand- virkni þýðenda og prófarkales- ara. Þá finnst mér óþarft að rugla saman „bernsku“ og „æsku“ eða tala um „íslenzku sögurnar“ þegar átt er við Is- lendingasögur. Hinu ber ekki að leyna, a'ð Martinson er einhver erfiðasti höfundur sem þýðendur komast í tæri við, og má segja að Kari ísfeld hafi leyst vandann stór- slysalaust. Það hefði a. m. k. ver- ið á fárra færi að leysa hann betur. Að lokum eitt atriði sem ég hef vikið að fyrr. Það virðist vera árátta á ýmsum ágætum þýð- endum að nota smáorðið „er“ í staðinn fyrir „sem“ og „þegar“, ef þeir koma því við. Þetta er óþarfur og hvimleiður vani. Það er oftast óeðlilegt og alveg frá- leitt í samtölum eins og kemur fyrir á nokkrum stöðum í þess- ari bók. Mér vitanlega segir eng- inn íslendingur „er“ í staðinn fyrir „sem“ eða „þegar“ í dag- legu tali. Bókin er annars smekklega út- gefin, en prentvillur of margar. Sigurður A. Magnússon. Svavar fékk versta riðilmn í undanúr- slitum 1500 m hlaupsins Og tíminn varð „abeins ' 3:51,4 min STOKKHÓLMI, 22. ágúst. —- Spenningur áhorfenda á Stadion náði hámarki er síðasta keppnis- greinin fór fram. Það voru und- anúrslit 1500 m hlaupsins. Slík barátta eins og þar átti sér stað er sjaldséð og slíkt óréttlæti eins og fram getur komið við riðla- skiptingu er einnig fáheyrt. Fyrsti riðill var dæmið um þetta. Þar stóð baráttan frá byrj- un til enda og lauk með sigri Finnans Vuorisalo sem náði 3:40,8 sem er mótsmet og tími á heims- mælikvarða. Aðrir sem upp kom- ust voru Hewson 3:41,1 og Ros- asavölgyi, Ungverjalandi 3:41,5. Norðmaðurinn Hammarsland setti glæsilegt nýtt met 3:41,9, en aðeins þrír fyrstu komust í úr- slitin. Hann varð fórnarlamb ó- réttlátrar riðlaskiptingar. Hann ! náði fjórða bezta tíma sem náð- I ist í undankeppninni en útilokað- j ist þó frá 12 manna úrslitakeppni. j Annan riðilinn vann Delany. Sá ’ riðill var hægur og aðeins enda- sprettur. Þannig vill Delany hafa það. Ásamt honum komust upp Salsola frá Finnlandi og Lundh frá Noregi. Meðal þeirra sem ekki komust upp var Richtzenhain, Þýzkalandi, verðlaunamaður frá Melbourne. lent í harðri baráttu, orðið að hlaupa „utan á“ og fengið rykkj- ótt hlaup og ónýtt. Hann sótti sig á síðasta hring, fór fram úr tveim ur en varð að sleppa öðrum aftur á síðustu metrunum. Tími Svav- ars var 3:51,4 og hann varð 7. af 8 í riðlinum. Jungwirth sigr- aði á 3:49,0, Orywal, Póllandi náði 3:49,3 og Jazy, Frakklandi 3:49,5 mín. Kímnin er einkennilega yfir- lætislaus og „óskopleg“. Hún kemur fram í viðhorfi drengsins til mannanna og umhverfisins. Lýsingin á samvizkubríkinni hér að framan er eitt dæmi um þetta. Annað dæmi er lýsingin á stúd- entinum sem var „hljóður og uppsalalegur — túlkari þjóðar- sálarinnar" (bls. 212). Lýsing- arnar frá elliheimilinu gneista af góðlátlegri kímni og svipuðu máli gegnir um marga aðra kafla. Þessi kimni er kontra- púnktur harmleiksins, dregur úr ömurleik hans en dýpkar hann jafnframt. Harry Martinson er sérstakur snillingur í meðferð myndrænna í þriðja riðli sigraði Svíinn Waern og réði ferðinni síðari helming hlaupsins en ítalinn Rizzo óþekktur maður hafði haft það hlutverk fyrri helminginn. Tími Waerns var 3:42,3 mín. og með honum fóru í úrslit Kovacs, Ungverjalandi og Hermann, Þýzkalandi. Svavar var í fjórða riðli og fór aftastur lengst af. Hann var óheppinn með það að ferðinni var haldið niðri af „görpunum" í riðlinum t.d. Jungwirth Evrópu- methafanum. En Svavar þarf að hafa góða og jafna ferð til þess að ná árangri. En það er ekkert gaman að hlaupa í riðli með góð- um mönnum þar sem aðeins er um það hugsað að verða einn af þremur fyrstu. Hefði Svavar ætl- að að taka forystu hefði hann í dag fóru einnig fram úrslit í 3000 m hindrunarhl. og meist- aramótsmetið bætt um hvorki meira né minna en 11 sekúndur. Það var Pólverjinn Chromik sem það gerði. Hann tók forystuna strax og hélt henni óslitið út hlaupið, stundum með allgóðu forskoti, en var þó alltaf eltur eins og af skugga af Rússanum Rzhishin sem þó alvarlegast ógn- aði honum á síðustu metrunum og i marki skyldu aðeins 6/10 úr sekúndu. En sigur Pólverjans var fyllilega verðskuldaður. Það er erfitt að hafa forystu í slíkri raun sem 3000 m hindrunarhlaup er. Úrslitin urðu: Chromik, Pól- landi 8:38,2, Rzhishin, Rússlandi 8:38,8, Ponomarev, Rússlandi 8:44,0. Þessi dagur var annars mikill og stór fyrir Pólland. Fyrir utan það að sigra í hindrunarhlaupinu, og fá mann í úrslit í 1500 metra hlaupið, sigraði Pólverji í kringlu kasti karla. Ungverjanum Szé- cénnyi hafði af flestum verið spáð sigri. Hann er mikill vexti og með rakaðan haus og manna á milli hér kallaður Yul Brynner. Hann er sagður hafa kastað um 58 metra, en hann náði þó aldrei forystunni á þessu móti. Framan af var forystan í höndum hins gamla og góða ítala Consolini sem þrívegis hefur orðið Evrópu meistari í greininni og þar með slegið öll met. (1946, 1950 og 1954), Hann hafði forystuna er 6 manna úrslit hófust en „Yul Brynner“ var þá í 8. sæti og komst því ekki lengra. Svona geta meistarar, fyrirfram taldir öruggir, fallið á prófinu og þá er kannski von til þess að minni spámennirnir falli einnig og nái ekki sínu bezta þegar mest á reynir. í lokaúrslitunum breyttist röð- in svo að Consolini varð 6. í röð- inni. En Austur-Evrópuþjóðirnar röðuðu sér í 5 fyrstu sætin. Kringlukastskeppnin kom mörg um hjörtum til að slá örar af ótta. Margoft kom það fyrir að kringlan stefndi á hóp starfs- manna vallarins og var það helzt er Yul Brynner kastaði, því hann kastar mjög langt frá réttri kast- stefnu. Eitt sinn lenti kringlan á palli tímavarða og munaði ekki nema hársbreidd að slys yrði. Um velgengni Pólverja þenn- an dag sögðu blöðin hér í stórum fyrirsögnum að „litli bróðir (Pól- land) hefði náð sér niðri á stóra bróður (Rússlandi). Af öðrum greinum var keppt til úrslita í langstökki kvenna. Þar náði þýzk stúlka sigri er langt var á keppnina liðið og urðu fagnaðarlæti mikil enda eru hér margir Þjóðverjar i áhorf- endahóp og fagna óspart ef vel gengur fyrir Þjóðverjum, en láta lítið þegar verr fer. Þýzka stúlk- an stökk 6,14 metra. Mikil og hörð barátta varð milli rússnesku stúlknanna sem skipuðu 3 næstu sæti. Litujeva stökk þeirra lengst og hreppti silfrið með 6,00 m. Hinar tvær stukku jafnlangt 5,99 metra Protchenko og Chujko. í 5. og 6. sæti voru pólskar stúlkur og áttu því einn hlekkinn í velgengni Pólland þennan dag. Þá var keppt í 400 m. grinda- hlaupi og þar fengu áhorfendur nokkuð fyrir peninga sína — í það minnsta þeir sænsku. „Hetja“ þeirra Per Ove Trollsás, sem við þekkjum frá vellinum í Reykja- vík og þar var af ÍR-ingum gef- ið nafnið tröllmaðurinn eða „troll mannen“ vegna nafns síns og þess hve lágvaxinn hann er! varð nr. 2. Kom hann mjög á óvart í þessu hlaupi og setti glæsilegt sænskt met. Nafnið Trollmannen hefur verið tekið upp af Svíum og Idrottbladed sænskanotaði það fyrst sænskra blaða. ICynntu þeir nafnið og sögðu að Trollsás væri Framh. é bls 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.