Morgunblaðið - 04.09.1958, Síða 1
Þórarinn Björnsson
skipherra á Ægi
Jón Jónsson
skipherra á Albert
Lárus Þorsteinsson
skipherra á Maríu Júlíu
Sigurður Árnason
skipherra á Sæbjörgu
Pétur P. Jónsson
skipherra á Óðni
Þriðj'i dagur ofbeldisverka brezka flotans:
Árekstur milli íslenzks varðskips
@g hrezks fogara
um, netjakúlum og öðru tiltæki-
legu.
Laust fyrir miðnætti höfðu
brezku herskipin hér við land,
sem stjórnað hafa innrás brezku
togaranna fyrir vestan og út af
Austfjörðum, ekki dregið sig út
fyrir 12 mílna landhelgina.
Kvöldið hafði liðið án þess að til
stórtíðinda drægi.
Svarta þoka var á út af Aust-
fjörðum og birti Eiríkur Kristó-
fersson skipherra á Þór orðsend-
ingu til fiskibáta um að fara ekki
út fyrir 4 mílna línuna í nótt,
vegna þess að siglmg þar gæti
verið mjög hættuleg, t.d. vegna
Sáralítil veiði virðist hjá brezku togurunum
í DAG hafa ekki borizt fréttir um átök milli íslenzkra varð-
skipa og brezkra togara eða herskipa í íslenzkri landhelgi.
Brezku togararnir hafa haldið áfram að veiða innan
landhelginnar á sama hátt og tvo undanfarna daga.
Árekstur varð í gær milli íslenzka varðbátsins Alberts
og brezks togara, en slys á mönnum varð ekki.
Talsmaður flotamálaráðune’ytisins brezka hefur lýst því
yíir, samkvæmt fregn frá því í gærkvöldi, að flotinn mum
halda áfram að „vernda“ landhelgisbrjótana.
íslendingarnir 9 eru enn í haldi um borð í brezka her-
skipinu H.M.S. Eastbourne.
í GÆKDAG voru 24 brezkir tog-
arar að veiðum í landhelginni,
þar af 12 út af Austfjörðum. Það
gerðist helzt tíðinda í gær, að
brezkur togari sigldi i veg fyrir
varðskipið Albert með þeim af-
leiðingum að árekstur varð, en
menn sakaði ekki. í fréttatil-
kynningu frá Landhelgisgæzl-
unni í gærkvöldi segir á þessa
leið:
„Brezku landhelgisbrjótarnir
fyrir Vestfjörðum halda sig nú
aðallega út af Arnarfirði. Eru
þeir þar 9 saman undir vernd her
skipsins RUSSEL. Við Horn eru
þrír brezkir togarar að veiðum
innan landhelgi. Fyrir austan
eru 12 brezkir togarar að veiðum
innan landhelgi út af Norðfirði.
Virtust þeir óánægðir með að
þurfa að vera þar, enda sáralítil
veiði, sums staðar t.d. aðeins
einn maður við aðgerð.
Varðskipið ALBERT og brezki
togarinn „Búrfell" rákust á í
dag. Þegar varðskipið var að at-
huga um togarann, beygði hann
snögglega í veg fyrir varðskip-
ið, þannig að það rakst á togar-
ann aftarlega og brotnaði vörpu-
hléri, en skemmdir urðu litlar á
varðskipinu. Út af þessu urðu
noKkur orðaskipti milli íslenzku
varðskipsmannanna og skipvevja
á brezka herskipinu „Eastbour-
ne“, er kom þarna að á mikilli
ferð með mannaðar fallbyssur.
Skipverjar á togaranum voru
með vatnsslöngur og barefli.
Engin meiðsl urðu á mönnum við
ái eksturinn.
Fyrir Austfjörðum var þoka í
dag.
Ráðnir hafa verið menn á ÞÓR
og MARÍU JÚLÍU í stað þeirra,
sem teknir voru til fanga af Bret-
um. Eru hinir nýju skipverjar
flestir frá NorðfirðiV
Fregnir berast nú af því að
brezku togararnir gera ýmsar
ráðstafanir til þess að ekki sé
hægt að leggjast upp að þeim að
veiðum, m.a. með því að skara
borðstokkana með trollbobbing-
hraðsiglingar ísl. varðskipa,
brezkra togara og herskipanna
brezku.
Út af Vestfjörðum var og kom-
in þoka seint í gærkvöldi.
Litlu varðskipin, Albert og Óð-
inn, voru búin að hrella brezku
togarana mjög í gærkvöldi, þar
sem þeim gekk illa að átta sig á,
hvar þau væru. Herskipið var
eins og þeytispjald á eftir varð-
skipunum, en togararnir voru
alltaf að senda út neyðarkall um
að nú væru þau að koma, og kom
þá ósjaldan fyrir að rugling-
ur yrði á nöfnunum. Gripu Bret-
arnir þá til þess ráðs að kalla
skipin Sputnik I og Spútnik II.
Dagurinn í dag gæti vissulega
orðið viðburðaríkur, ef brezku
togararnir verða enn innan 12
mílna línunnar. Ekki er ólíklegt
að gripið verði til nýrra ráða til
þess að koma í veg fyrir áfram-
haldandi landhelgisbrot þeirra.
Guðni Thorlacius
skipherra á Hermóði
Brezki flotinn œtlar að halda áfram
að „vernda" landhelgishrotin
Búast má við áframhaldandi átökum
hér við land
TALSMAÐUR brezka flotamála-
ráðuneytisins tilkynníi í gær-
kvöldi að brezk herskip myndu
halda áfram að veita brezkum
togurum á íslandsmiðum „flota-
vernd“ eins og tekið var til orða
í fregninni. Talsmaðurinn gat
þess að brezka ríkisstjórnin væri
fús til þess, eins og tekið hefði
i verið fram áður, að semja við
íslendinga um takmarkanir á fisk
veiðum á vissaim svæðum við
ísland.
Brezka stjórnin mótmælti hins
vegar því að ríki hefði rétt til
einhliða ákvörðunar um út-
færslu á landhelgi sinni og taldi
að svæðið frá 3 til 12 mílna væri
hluti af alþjóðasjóleiðum.
Þessi tilkynning flotamálaráðu
neytisins er gefin undir lok þrlSja
dagsins, sem brezkir togarar hafa
stundað landhelgisbrot við ís-
land, en eins og áður hefir verið
skýrt frá hér í hlaðinu höfðu
fulltrúar togaraútgerðarmanna í
Bretlandi lýst því yfir að togar-
arnir myndu ekki stunda veiðar
í landhelgi nema þrjá daga. Virð-
ist því hafa orðið breyting á þess-
ari ákvörðun og að landhelgis-
brot brezku togaranna muni
halda áfram um sinn undir
„vernd“ brezka flotans.
Hvernig lýsir þj óðareiningin sér
s framkvœmd?
Þjóðviljinn segir utanrikisráðherra
hættan að geta hugsað eins og íslend-
ingur, hvorki tilfinning hans né skyn-
semi sé af islenzkum toga
Eysteinn Jónsson her tilhœfulausar sakir
á Sjálfstœðismenn
Metið heilindin eftir málflutningnum
ALDREI hefur komið skýrar
í ljós en síðustu dagana, hver
hugur fylgir máli hjá hverj-
um og einum, þegar hann tal-
ar um þjóðareiningu og nauð-
syn hennar í landhelgismál-
inu. Lítum t. d. á Reykjavík-
urblöðin í gærmorgun. —
Ekkert þeirra nema Morgun-
blaðið birtir ályktun mið-
stjórnar og þingflokks Sjálf-
stæðismanna, sem þó hafði
verið lesin í útvarpinu kvöld-
ið áður. Ályktunin hljóðaði
svo:
„Miðstjórn og þingflokk-
ur Sjálfstæðismanna mótmæl
ir harðlega ofbeldisaðgerðum
Breta í íslenzkri fiskveiðiland
helgi.
Skorar miðstjórnin og þing-
flokkurinn á alla íslendinga
að standa saman um rétt sinr.
og lífshagsmuni þjóðarinn-
ar“.
Þessi yfirlýsing Sjálfstæðis
manna, sem þegar hinn 21.
maí sl. lýstu fylgi sínu við 12
mílna fiskvei^ilandhelgina
sýndi eindrægni þeirra í að
efla samhug þjóðarinnar og
láta nú allar innbyrðis ýfing-
ar hvíla sig. Engu stjórnar-
blaðanna finnst þessi afstaða
stjórnarandstöðunnar frá-
sagnarverð.
í stað þess birtir Þjóðviljinn
a. m. k. fjórar níðgreinar um
framkomu annarra íslendinga en
kommúnista í landhelgismálinu.
Og Tíminn burðast með að
minnsta kosti þrjár rógsgreinar
um Sjálfstæðismenn af þessu til-
efni. Berið þetta saman við skrif
Morgunblaðsins í gær, undan-
farna daga, vikur og mánuðil
Auka-tilgangnr
kommúnista
Morgunblaðið hefur alárei
dregið í efa að andstæðingar
Sjálfstæðismanna, þ. á. m. komm
únistar, vildu út af fyrir sig sig-
ur íslendinga í landhelgismál-
inu. En blaðið hefur bent á, að
kommúnistar hefðu hug á að ná
öðru í leiðinni, því, að spilla sem
mest sambúð okkar og þeirra lýð
ræðisþjóða, sem vitað var, að
andstæðar skoðanir hafa við
okkur í þessu máli. Sjálfstæðis-
menn hafa talið að landhelgis-
málið sjálft væri of mikilsvert
og vandasamt til þess, að þar
mætti blanda annarlegum efn-
um inn í. Allt kapp ætti að
leggja á, að fá sigur í því og
halda öðrum deiluefnum þar fyr-
ir utan.
Samtímis þessu hafa Sjálf-
stæðismenn bent á, hversu hættu
legur væri hinn stöðugi ágrein-
Framh. á bls. 2