Morgunblaðið - 04.09.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.1958, Blaðsíða 16
Nýju fiskveiöa- t&kmörkin Sjá grein á bls. 9. Sigurður Bjarnason Eggert G. Þorsteinsson Þórarinn Þórarinsson Magnús Kjartansson Útiúmdur úm íondhelgismálið ú Lœkjat forgs kí. sex í dag Á FIJNDI í stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var í gærmorgun, var samþykkt einróma, að full- trúaráðið gangist fyrir almenn- um utifundi um landhelgismál- ið, á Lækjartorgi kl. 18 í dag. Einnig var samþykkt einróma, að fara þess á leit við eftirtalda menn, að þeir verði ræðumenn á fundinum: Eggert G. Þorsteins- son alþm., Magnús Kjartansson, ritstj., Sigurð Bjarnason ritstj. og Þórarin Þórarinsson ritstj. All ir þessir menn hafa orðið við beiðni fulltrúaráðsins og verða þeir því ræðumenn á fundinum. Fundarstjóri verður Guðgeir Jónsson. Utanrikisráðherra krafðist þess að íslendingarnir verði aff- ur seftir um horð í togar- ann Norfhern Foam Þá hefur utanríkisráðherra látið í ljós við sendiherra Breta, að sér þætti leitt, að steinum skyldi hafa verið kastað að húsi sendi- ráðsins í Reykjavík og rúður brotnar. Skýlaust brot a a gum VEGNA fréttarinnar um að einn brezku togaranna, „Lord Betty“ frá Huil, hefði breytt yfir nafn og númer í fyrrakvöld þegar varðskipið „Þór“ kom að honum, hringdi einn erlendu fréttamann- anna hér í brezka sendiráðið og fékk þær upplýsingar hjá einum starfsmanní þess, að ef fréttin væri rétt, þá væri hér um ský- iaust brot á alþjóðalögum að ræða, hvort sem togarinn hefði verið fyrir utan eða innan Iand- helgi. Rannsókn heldur áfram LÁTLAUST er unnið að því að upplýsa smyglmál, ný og eldri. Er unnið að þessum málum hér í Reykjavík og í Hafnarfirði. Þó rannsóknin hafi þegar náð til mikils fjölda manna, þá er hún ekki komin á lokastigið. Enn sitja margir menn í gæzluvarð- haldi. Árás á lífsliags- muni þjóðarinnar Frá Stúdentaráði Háskólans: STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands fordæmir harðlega þær aðgerðir brezkra stjórnarvalda að vernda með ofbeldi og yfirgangi lögbrot brezkra fiskiskipa mnan íslenzkr- ar landhelgi. Þær aðgerðir, að fótumtroða með valdi ótvíræðan rétt vopn- iausrar smáþjóðar eru bein árás á lífshagsmuni þjóðerinnar og híjóta að verða fordæmdar sem hið mesta ódrengskaparbragð. Stúdentaráð fagnar því að þjóð areining skulj ríkja um mál þetta og hvetur til einingar meðal þeirra, sem með mál þetta fara af hálfu þjóðarinnar. Stúdentaráð lýsir sig fylgjandi hverjum þeim aðgerðum, er miða að því, að halda uppj fullri lög- gæzlu innan 12 mílna landhelg- innar og þakkar löggæzlumönn- um þá einurð og stillingu, sem þeir hafa hingað til sýnt í starfi Frá utanríkisráðurieytinu í gær: SENDIHERRA Breta hefir í dag afhent utanríkisráðherra, Guð- mundi í. Guðmundssyni tvær mótmælaorðsendingar út af deil- unni um fiskveiðilandhelgina. Fyrri orðsendingin er mótmæli Breta gegn afskiptum landhelg- isgæzlunnar af togaranum North ern Foam. Stinga Bretar í orð- sendingunni upp á því, að þeir skili íslendingunum, sem teknir voru úr togaranum, um borð í íslenzkt skip í rúmsjó, og biðj- ast svars utanríkisráðureytisins við þeirri uppástungu eða óska annarrar tillögu frá ráðuneytinu í því sambandi. Utanríkisráðherra gaf sendi- herranum það svar, að hann krefðist þess, að íslendingarnir yrðu settir um borð í Northern Foam sem þeir hefðu verið að handtaka að morgni 2. september svo að þeir gætu framkvæmt skyldustörf sín óhindrað og hand tekið togarann, sem hafði verið að fremja landhelgisbrot. Síðari orðsendingin er mót- mæli Breta gegn mótmælum ís- lendinga út af afskiptum brezka flotans af störfum landhelgis- gæzlunnar. Telja Brtar 12 mílna landhelgina með öllu ólöglega og aðgerðir landhelgisgæzlunnar því einnig ólöglegar. Valdbeiting Breta gagn- rýnd í Englandi MEÐAL brezku blaðamannanna, sem hér eru staddir þessa dagana er Sylvain Mangent fréttaritstj. „News Chronicle“ sem er óháð dagblað og mikið lesið í Bret- landi. Fréttamaður Mbl. hitti hann á förnum vegi í gær og innti hann eftir áliti hans á víð- burðum síðustu daga. Honum fórust orð á þessa leið: — Landhelgismálið er ekkert stórmál í Bretlandi af þeirri ein- földu ástæðu að það skiptir að- eins lítinn hóp manna nokkru máli. Almenningur í Bretlar.di hefur hér engra beinna hags- muna að gæta, enda eru fiskveið- ar aðeins örlítið brot af brezkum atvinnuvegum, þar sem það er aft ur á móti lífsspursmál íslendinga. Áður en ég fór til íslands var það tiltölulega almenn skoðun bæði blaða og einstaklinga í Bretlandi, að það væri rangt að beita valdi gegn bandalagsþjóð sem auk þess er óvopnuð. Þessi almenna skoð- un snertir ekki spurninguna hvor aðilinn hafi á réttu að standa, heldur er hér um að ræða ai- menna andstyggð brezks almenn- ings á valdbeitingu gegn vopn- lausum ríkjum. — Að því er snertir sjálfa deil- una, þá er hér um að ræða hags- munamál lítiis hóps brezkra út- gerðarmanna, sem reynir að sjálf sögðu að gera sem mest úr mál- inu. Togaraeigndur í Bretlandi hafa sýnilega ötula auglýsinga- deild og hafa með hennj náð á- heyrn víða. Þeir buðu t. d. öllum blöðunum að senda menn með togurunum til að fylgjast með gangj málanna. Blað mitt þáði þetta boð og sendi einn frétta- ritara með togara til íslandsmiða, og auk þess ákvað ég að koma hingað til að kynnast báðum hlið um á málinu. — Ég vil endurtaka, að sú skoðun var mjög útbreidd í Bret- landi að það væri í hæsta máta vafasamt að senda herskip hing- að. Blöð stjórnarandstóöunnar hafa gagnrýnt þessa ráðstöfun harðlega, og mörg blöð önnur, t. d. „News ChronicIe“ hafa tekið í sama streng. Mynd þessa tók ljósmyndari Morgunblaðsins um tíu-Ieytiö í fyrrakvöld á Laufásveginum, fyrir framan bústað brezka sendiherrans. Nokkrar rúður höfðu þegar verið brotnar í húsinu og á myndinni sést bjarmi eins svifblyssins, sem kastað var í garð sendiherrans, en þegar þessi ó- læti gerðust stóð yfir boð sendihcrrans fyrir bre zka blaðamenn og starfsfólk sendiráðsins. Enn urðu óspektir við brezka sendiherra- bústaðinn AFTUR í gærkvöldi, annað kvöldið í röð, voru framin skemmdarverk á heimili brezka sendiherrans, að Laufásvegi 33. Um klukkan 9,30 í gærkvöldi var brotin rúða í sendiherrabú- staðnum, en fram að þeim tíma hafði ekki dregið til sérstakra tíðinda, að því er Guðbjörn Hansson varðstjóri tjáði frétta- manni Mbl., en Guðbjörn var á- samt nokkrum lögreglumönnum öðrum á götunni framanvið sendiherrabústaðinn. Um kl. 11 var búið að mölva fleiri rúður og þá hafði götunni nokkru áður verið lokað. íslendingum er þaS til lítil* sóma að veita gremju sinni út- rás gegn Bretum með þeim hætti að ráðast að heimili sendiherrans þar sem hann býr með konu og börnum. Þvílíkt athæfi er til þess eins fallið að skaða hinn góða málstað þjóðarinnar. Verður aS vona að menn sjái sóma sinn í að láta af slíkri framkomu. Lögreglan tók allmarga ungl- inga 14—16 ára og færði þá nið- ur á lögreglustöð, en síðan átti að flytja þá heim til sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.