Morgunblaðið - 04.09.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.09.1958, Blaðsíða 9
Flmmtudagur 4. sep’t. 195fa MORGUNBLAÐIÐ 9 Nýju fiskveiðitakmörkin bœta mjög hag bátaflotans Viðtöl við sjömenn og útvegsmenn úr öllum landsfjörðungum Engum íslendingi kæmi fil hugar að fiska jbar sem brezku togararnir eru nú ATFERLI BRETA innan íslenzku fiskveiðitakmarkanna nær ekki nokkurri átt, sagði Einar Guð- finnsson, útgerðarmaður í Bol- ungarvík, er Mbl. átti tal við hann í gær. Þeir ætla að verða sér til skammar. Þetta er aiveg eins og þegar þeir settu á okkur nsti! Einar Guðjónsson löndunarbannið. Þar hlutu þeir ósigur að lokum, en gerðu okkur raunar stórgreiða með löndunar- banninu. Það fór eins og segir í Biblíunni: Þér ætluðuð að gera okkur illt, en Guð sneri því til góðs. — Mér sýnist allt mót á því að eins fari nú. Bretar vi’-ðast komnir á undanhald samkvæmt síðustu fréttum. Enda eru þeir að þessum veiðum eingöngu til að sýna motþróa. Engum Islend- ingi mundi detta til hugar að fiska á þvi svæði, sem brezku togararnir eru á nú, því þar er engan afla að hafa. Hvaða áhrif telur þú að út- færsla fiskveiðilögsögunnar muni hafa? — Góð áhrif eingöngu og má gera ráð fyrir gerbreyttum að- stæðum fyrir okkur, sem stund- um fiskveiðar á bátum. Má hik- laust búast við stórauknum afla og auk þess verður alit annað viðhorf fyrir fiskibátana að stunda sínar veiðar. Undanfarin ár hafa bátarnir fiskað mjög lítið vegna ágangs togaranna. Jkkar bátar hafa hingað til sótt meginið af afla sínum út fyrir 4 mílna takmörkin og allt upp í, 30 mílur frá landi. Þegar fiskigöngur hafa komið, hafa togararnir tekið allt saman, áður en fiskurinn náði inn á grunnmiðin. Hefur þar mátt sjá reykháf við reykháf á dag- inn, en á kvöldin hafa miðm ver- ið eitt ljósahaf yfir að iíta. — Nú hlýtur þetta að breytast. — Ef hægt verður að verja hina nýju landhelgi og útfærslan gengur að óskum, þá verða viðhorfin ailt önnur hjá okkur, sem stundum bátaveiðar úti fyrir Vestfjörðum. — Hvernig er hljóðið í mönn- um þar vestra? — Hér eru menn mjög reiðir Bretum, en við vonum bara að þeir verði undir í þessu, eins og allt bendir til. Þetta munu vera launin fyrir að við fluttum fisk- inn oní þá í síðasta stríði. Togararnir missa mjög góð veiðisvæði MBL. átti tal við hinn kunna skipstjóra, Sæmund Auðunsson, um landhelgismálið og atburði síðustu daga, í gær. — Útfærsla landhelgislínunnar er auðvitað skref í rétta átt, í þá átt að vernda fiskistofna okkar, því að það er skoðun mín að stofnar flestra nytjafiska okkar séu í mikilli hættu vegna ofveiði. Því ber mikla nauðsyn til að gera ráðstafanir áður en í óefni er komið. Útfærslan mun auk þess verka þannig að meira af aflan- um, sem fæst við ísland, mun nú koma í hlut íslendinga. Ég te! hins vegar, að þessi útfærsla á linunni muni engan veginn koma í veg fyrir þá hættu, að um of- veiði verði að ræða. Fyrr eða síðar verður að takmarka veið- arnar, einkum veiðar þorskins og á ég hér bæði við togara- og bátaveiðarnar. Ég er sannfærður um það að með þeim veiðitækj- um, sem íslenzki bátaflotinn hef- ur nú yfir að ráða, er hætta á því að þorskurinn gangi til þurrð ar, ef ekki er meira að gert. Ef að því kæmi að íslendingar fengju einir óskoraðan umráða- rétt yfir fiskistofnum sínum þá tel ég að veiða bæri fiskinn með þeirri veiðiaðferðinni, sem ódýr- ust og hagkvæmust reyndist, en það mundi vera á vissum svæð- um í vörpu fremur en á línu eða í net. Þess vegna hefði átt að leyfa íslenzku togurunum að veiða á þeim svæðum innan nýju fiskveiðitakmarkananna, þar sem fiskivon er, þegar reglu- gerðin um þær veiðar var nýlega sett. Eins og landhelgislínan er nú hefur útfærslan það í för með sér að togararnir missa mjög góð veiðisvæði. Og þau réttindi, sem þeir fá innan 12 xnílna línunnar Sæmundur Auðunsson eru svo lítil, að ekki svarar kostnaði að veita þeim. þau, ef það verður til þess að vekja tor- tryggni við málsstað okkar er- lendis, eins og fram hefur komið. Þrátt fyrir þessa útvíkkun landhelginnar hafa útlend veiði- skip aðgang að þorskstofni okk- ar verulegan hluta úr árinu, svo ekki er liklegt að hann muni vaxa að mun við þessar síðustu aðgerðir. Bótin á því er tvímæla- laust sú ein að takmarka afla- magn Islendinga og útlending'a á miðunum. Mér þykja aðgerðir landhelgis- gæzlunnar hafa verið skynsam- legar og farsælar, án þess að í tvísýnu hafi verið teflt. Afstaða Breta er mjög vítaverð og frekjuleg árás á hagsmuni okk- ar. Væri óskandi að deilan leyst- ist sem fyrst á farsælan hátt. Á hinn bóginn finnst mér ekki væn legt að hún verði leyst með grjót kasti eða öðrum ámóta heimsku- legum tiltektum. Við gátum aldrei búizt við öðru en bolabrögðum frá Bretum ÞESSI viðbrögð voru afskaplega lík Bretum. Við gátum aldrei búizt við öðru en bolabrögðum frá þeim, sagði Gunnlaugur Guð- jónsson, útgerðarmaður á Siglu- firði, er tíðindamaður Mbl. hringdi til hans í gær og spurði um álit hans á atferli Breta á íslandsmiðum. En þetta mun allt fara vel, hélt Gunnlaugur áfram, ef við stöndum bara saman sem einn maður. A síðustu árum hafa Bretar ekki gert annað en gefast upp og þeir munu halda því áfram. — Hvaða áhrif teljið þér að útfærsla fiskveiðilögsögunnar muni hafa? — Maður vonar að fiskur auk- ist eitthvað á grunnmiðunum. Annars er þetta of lítil útfærsla. Það hefði átt að færa landhelgina út í 16 sjómílur og rétta jafnframt grunnlínurnar. Ef línan hefði verið dregin frá Horni og fyrir Kolbeinsey hefði mátt búast við góðri veiði á grunnmiðum. Þetta er nú mín persónulega skoðun, en hér munu skoðanir manna skiptar um hvar heppilegast var að draga línuna. Ef hún væri dregin fyrir Kolbeinsey, yrði tog- bátunum gert mjög erfitt fyrir og þannig er ætíð vandasamt að gera svo öllum*líki. Gunnlaugur Guðjónsson — Hvernig er hljóðið í mönn um nyrðra yfir atburðum síðustu daga? — Ég sagði áðan, að skoðanir manna mundu vera skiptar, um það hvernig línan skyldi dreg- in. Hins vegar eru skoðanir manna hér óskiptar hvað snertir álit á Bretum og fordæmir hvert mannsbarn tiltæki þeirra. Að síðustu vona ég að þetta endi allt vel, sem ég raunar veit að það gerir. Við hefðum átt að banna togveiðar innan nýju linunnar VIÐ FORDÆMUM allir atferli Breta, sagði Sigurður Magnússon, skipstjóri, á Eskifirði. Þar standa æskilegt að við hefðum getað sam ið um þessa útfærslu við aðrar þjóðir, enda þótt við hefðum þá orðið að bíða með útfærsluna í tvö til þrjú ár. Þetta er mín skoðun, ég er nú svona gerður, vil helzt lifa í friði við alla. Þá er ég þeirrar skoðunar, að við hefðum átt að banna togur- um allar veiðar innan hinnar nýju fiskveiðilögsögu. Bátarnir gætu fiskað þar þeim mun meira, ef það hefði verið gert. Fiskurinn stanzar ekki á miðunum, þegar togararnir hafa skafið burt allan botngróður, þann tíma, sem þeir fá að veiða innan hinnar nýju línu. Hér eystra hefur komið til tals, að þakka ríkisstjórninni að- gerðir í landhelgismálinu, en ég veit ekki hvort ég get verið með í því af framangreindum ástæð- um. ■ — Hvað viltu segja um væntan leg áhrif hinnar nýju útfærslu? — Við fóum að hafa veiðar- færin í friði á því tímabili, sem togveiðar eru bannaðar og fisk- göngur verða ekki truflaðar þeg- ar þær hlaupa yfir veturna. Fiskifræðingarnir verða að segja frekar um hvort fiskurinn stöðv- ast þar, en ég er þeirrar skoð- unar, að hann geri það ekki og þykist hafa nokkra reynslu í því efni. Ég ítreka því það sem ég sagði áðan, að ég er algerlega á móti því, að leyfa togveiðar inn- an nýju línunnar. Þá ætti einnig að friða Hraunið á Selvogsbanka fyrir flottrolli og þorskanetjum. Enda var það sagt, þegar nýsköp- unartogararnir komu, að þeir væru úthafsskip. — Hvernig er hljóðið í mönn- um eystra yfir atburðum síðustu daga? — Hér standa allir með stækk- un landhelginnar, en það þarf ekki að spyrja um, hvernig við hugsum til Breta. En ég vil ekki, að við séum með grjótkast og skrílslæti við brezka sendiráðið. Þeir menn, sem þar eru, hafa ekkert til saka unnið og slík fram koma gerir ekki annað en spilla fyrir góðum málstað, sagði Sig- urður að lokum. Litt munu 4 herskip duga Bretanum til langframa Sigurður Magnússon víst allir Islendingar saman. Bret ar hafa alltaf viljað kúga aðra. En ég held, að þeir muni hafa skömm af þessari framkomu gagnvart íslendingum. Hitt er annað mál, að mér hefði fundizt MBL. ÁTTI f GÆR tal við Benóný Friðriksson í Vestmanna- eyjum skipstjóra á Gullborgu, en hann hefir sl. fimm ár verið afla- sælasti skipstjórinn á vertíð á öllu landinu. — Við erum allir á sama máli hér í Vestmannaeyjum, sagði Benóný, eða Benni í Gröf, eins og hann er oft nefndur af kunnugum og ókunnugum. Við verðum að halda 12 míl- unum til streitu og hvika hvergi. Þessi nýja útfærsla fiskveiðitak- markanna bætir mjög hag okkar Vestmannaeyinga. Nú munum við fiska miklu meira á vertíðinni og svo er það hitt að ég er sannfærð- ur um að veiðarfæratjónið verð- Fra.nh. á öls. 15 Benóný Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.