Morgunblaðið - 04.09.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 04.09.1958, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. sept. 1958 — Hvernig lýsir þjödareining sér Framh. af bls. 1 íngur milli stjórnarflokkanna sjálfra í málinu. Illindin, sem þar blossa upp æ ofan í æ, sýndu að verulega skorti á um næg heilindi innbyrðis í stjórnarher- búðunum. Úr þessu yrði að bæta með birtingu ýtarlegrar greinar- gerðar, þar sem öll gögn máls • ins væru lögð fram, svo að al- menningur gæti sjálfur dæmt um, hvernig á málum hefur verið haldið. Hafi nokkur efazt um rétt- mæti þessara ábendinga Sjálf- stæðismanna, þá þarf hann ekki annað en lesa Þjóðviljann og Tímann síðustu dagana. Engum getur dulizt, að herhlaup Breta er Þjóðviljanum mikið fagnaðar- efni. Með því telur hann vel á veg komið það, sem kommúnist- ar ætíð sóttust eftir samhliða stækkun fiskveiðilandhelginnar, að til fjandskapar drægi milli íslendinga og a. m. k. þessarar bandalagsþjóðar okkar. Morgunblaðið harðast fordæmt herhlaupið Ekkert íslenzkt blað hefur harðar fordæmt framferði Breta en Morgunblaðið. Bæði á undan herhlaupinu og eftir að það hófst. Meira en það, Morgunblaðið hafði gagnstætt stjórnarblöðun- um raunsæi til þess að sjá, hvað verða vildi. Einmitt það raun- sæi hefur af andstæðingunum verið notað til að rægja blaðið og halda því fram að það væri að hræða landsmenn með tilbún- um grýlusögum. Ríkisstjórnin og lið hennar lokaði fram á síðustu stund aug- unum fyrir því, sem ótvíræð gögn voru fyrir um, að Bretar hefðu í hyggju. Gagnstætt þeim strúts- leik litu Sjálfstæðismenn raun- hæft á málið og bentu á líkleg- asta ráðið til að koma í veg fyrir hið óhæfilega herhlaup Breta. Sjálfstæðismenn vildu hindra ofbeldi Breta Af þessum sökum báru Sjálf- stæðismenn fram tillögu sína um, að ráðherrafundur Atlantshafs- bandalagsins ýrði kvaddur sam- an vegna fyrirsjáanlegrar ógn- unar Breta við íslenzkt land- svæði. Rúmum tveimur vikum fyrir 1. september var Guðmundi f. Guðmundssyni utanríkisráð- herra bent á það af hálfu Sjálf- stæðismanna að hætt væri við, að umræðurnar í París mundu ekki í því formi, sem þær þá voru, afla hins nauðsynlega skiln ings og viðurkenningar á stækk- un fiskveiðilandhelginnar. Hér yrði að taka til annarra ráða, ef forða ætti vandræðum, og hið líklegasta væri að knýja fram utanríkisráðherrafund. Hinn 22. ágúst var þetta formlega áréttað og lagt til í munnlegu samrali, að forsætisráðherra og utanrík- isráðherra færu á fundinn. Þeg- ar engin svör fengust, var bréfið loks sent 27. ágúst. Við því barst svar hinn 29. ágúst, sem sýndi, að utanríkisráðherra var gersam- lega úti á þekju í málinu, enda er það hið eina embættisverk Guðmundar í. Guðmundssonar, sem kunnugt er, að kommúnistar hafi lýst blessun sinni yfir. Skammvinn ánægja kommúnista með Guðmund í. Sú ánægja stóð þó ekki lengi, því að árásirnar á hann hafa aldrei verið harðari en tvo síð- ustu dagana. í gær segir t. d. Þjóðviljinn: „Menn eins og Bjarni Bene- diktsson og Guðmundur í. Guð- munsson eru hættir að geta hugs- að eins og íslendingar, hvorki tilfinningar þeirra né skynsemi er lengur af íslenzkum toga--- Þetta segir Þjóðviljinn um Guð mund í. Guðmundsson, sem er utanríkisráðherra í stjórn. sem blaðið styður, þegar tii meðferðar er ofbeldisbrölt Breta, hið mikil- vægasta utanríkismál, sem núver andi ríkisstjórn hefur fjallað um. Hvernig sambúðin er innan ríkis- stjórnarinnar, þegar þannig er talað í almanna áheyrn, þarf ekki að fjölyrða um. Skammir, sem sýna til- gang kommúnista Skammir kommúnista um Bjarna Benediktsson eru annars eðlis. Alkunnugt er, að hann hef- ur ekki samvinnu við kommún- ista, er ekki í trúnaðarstöðum fyrir þeirra tilverknað og nýtur hvorki trausts þeirra né stuðn- ings. — Væri það og meiri nýlunda, ef hann nyti sannmælis í blaði þeirra en hitt, þó að hann sé borinn æruleysissökum, ein- mitt sömu dagana og Þjóðviljinn fer í öðru orðinu fegurstu orðum um nauðsyn þjóðareiningar. Að þessu sinni má Bjarni Bene- diktsson vera sérstaklega stoltur yfir fúkyrðum Þjóðviljans, því að tilefnið er einmitt það, að Bjarni Benediktsson og aðrir Sjálfstæð- ismenn gerðu tilraun til að af- stýra því ofbeldi, sem við höfum nú verið beittir. Eðlilegt er, að þeir, sem telja herhlaup Breta sigur fyrir sig, svívirði alla, sem reyndu að koma í veg fyrir það. Þeir einir, sem telja Hermann Jónasson vísan til eftirgjafar á rétti íslendinga, geta haldið því fram, að tillaga Sjálfstæðismanna um ráðherrafund Atlantshafs- bandalagsins hafi haft undan- hald í landhelgismálinu í sér fólgið. Því að það hefði verið Hermann Jónasson, ásamt Guð- mundi I Guðmundssyni, sem hefði farið með umboð íslend- inga á þvílíkum fundi. Maðurinn, sem ætíð er að minnka Einmitt þessi tillaga sýnir svo skýrt að ekki verður um deilt, að Sjálfstæðismenn hafa ekki hug á að nota sér málið til flokkslegs ávinnings. Að svo vöxnu máli tekur því út yfir, að Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra skuli sl. sunnudag hafa haft geð í sér til að bera rangar sakir á Sjálfstæðismenn og birta það hugarfóstur sitt í Tímanum í gær, hinn 3. septem- ber. Þessi óhróður ráðherrans er birtur sama daginn og Tíminn fer fjálglegum orðum um nauð- syn þess að láta „sundrungu og úlfúð vikja“. í ræðu sinni tekur Eysteinn undir þau ósannindi Hermanns Jónassonar sem Hermann hafði flutt viku áður, að Sjálfstæðis- menn hefðu ekki fengizt til að svara þeim málaleitunum, sem til þeirra hefði verið beint í land- helgismálinu. Ekki nefndi Ey- steinn frekar en Hermann eitt einasta dæmi máli sínu til stuðn- ings. Er það ekki von, því að hér er um að ræða uppspuna frá rót- um. Eysteinn lét þó hafa sig til þess að segja, að vinnubrögð Sjálfstæðismanna væru „mjög hættuleg og sorglegt að minnast þeirra, enda vafalaust þegar gert þjóðinni mikið tjón“. Þvílík ummæli gera þeim sjálf- um, sem þau viðhefur nú að til- efnislausu, verðuga sæmd. Þann sóma mega Framsóknarmenn vera einir urn. Sjálfstæðismenn munu ekki láta slík skattyrði á sig fá. Þeir berjast fyrir sigri fslendinga í landhelgismálinu vegna hins góða málefnis og velferðar þjóð- arinnar. Þess vegna setja þeir þjóðareiningu um málið öllu ofar og láta lítilmennskunöldur and- stæðinganna sem vind um eyru þjóta. Fulltrúar á aðalfundi Stéttarsambands bænda. 13. aðalfundur Sféttarsamhands bænda: Miklar umræður um verðlags- grundvöll landbúnaðarvara BIFRÖST, Borgarfirði, 2. sept. — Aðalfundur Stéttarsamb. bænda, hinn 13. í röðinni var settur hér klukkan rúmlega 10 í morgun. Formaður samtakanna, Sverrir Gíslason bóndi í Hvammi, setti fundinn og nefndi Jón Sigurðs- son, alþingismann og bónda á Reynistað til fundarstjóra. Tók hann síðan við fundarstjórn og stakk upp á varafundar- stjóra, Sigurði Snorrasyni og riturum Guðmundi Inga Krist- jánssyni og séra Gísla Brynjólfs- syni. Voru þeir allir samþykktir. Síðan gaf fundarstjóri for- manni sambandsins orðið og flutti hann skýrslu stjórnarinnar. í upphafi máls síns ræddi for- maður um samninga þá sem að undanförnu hafa staðið yfir um nýjan verðlagsgrundvöll. Hag- stofustjóri hefur reiknað út verð- grundvöll síðastl. árs og hefur hann hækkað um 10,35 prósent. Báðir viðkomandi aðilar hafa lagt fram breytingartillögur, er ekki hefur orðið fullt samkomulag um. Kvað hann fulltrúa bænda hafa lagt til að því sem á milli ber yrði vísað til yfirnefndar til úrskurðar, en fulltrúar nevtenda mæltust eindregið til að um- ræðum yrði haldið áfram og reynt að ná samkomulagi. Þá ræddi formaður samræm- ingu á verði kjöts og mjólkui og sýndi tölulega fram á hver væri mismunur á verði þessara vöru- tegunda fyrir stríð og nú í dag. — Benti hann á að nú fengi verka- maður 4,1 lítra af óniðurgreiddri mjólk fyrir hverja vinnustund, en hefði fyrir stríð fengið 3,6 lítra. Af kjöti hefði verkamaður fengið fyrir stríð 906 grömm fyrir j vinnustundina, en fengi nú 679 ! grömm af óniðurgreiddu kjöti. f þessu sambandi benti ræðumað- ur á breytingar sem hefðu verið gerðar á síðastliðnu ári til hags- bóta fyrir kjötframleiðendur, en þær fólust í verðjöfnun á flutn- ingskostnaði innanlands. Framleiðsluaukning Næst tók Sverrir Gíslason til umræðu framleiðsluaukningu íandbúnaðarvara á síðastliðnu ári svo og útflutning þeirra. Fram- leiðsla mjólkur jókst um 7.000 000 lítra árið 1957. Á þessu ári hefur hins vegar aukningin orðið nokkru minni en á sama tíma í fyrra. Neyzlumjólkursala jókst um 3,5 prósent. Útflutningur af framleiðslu ársins 1957 var: 2700 tonn af kjöti, enda eru kjötbirgð- ir í landinu nú svo til uppurðar og mun Ijúka fyrir slátrun í haust. Þá voru flutt út 170 tonn af osti og enn stendur yfir út- ílutningur á nokkru magni af osti og þurrmjólk, sumpart af þessa árs framleiðslu. Þa ræddr formaður nokkur vandamál fram leiðenda og ósk margra þeirra um að koma upp sameiginlegu sölu- kerfi. Fór hann þess á leit að fundurinn tæki það mál til með- ferðar. ★ Síðan tók Sverrir Gíslason til umræðu byggingu hins nýja stór- hýsis landbúnaðarins og benti á nauðsyn fjáröflunar til að hægt væri að halda framkvæmdum áfram. Að síðustu ræddi formað- ur um bústærð bænda og athug- anir í því sambandi. Benti hann á nauðsyn þess að koma þeim til aðstoðar sem hefðu minnst búin og lakasta aðstöðu. Reikningar og kveðjur Næstur tók til máls fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands- ins, Sæmundur Friðriksson, Las hann reikninga þess og skýrði þá. Aðaltekjuliðirnir eru hlutur sam- bandsins úr búnaðarmálasjóði kr. 802 þúsund, tekjuafgangur á gjaldalið nemur tæpl. 654.000 krónum sem ráðgert er að gangi til byggingar landbúnaðarins gegnum ýmsa sjóði samtakanna. Niðurstöður á efnahagsreikningi nema 2.644 milljónum króna. Sæmundur gerði að lokum grein fyrir framkvæmdum við bygg- ingu landbúnaðarhússins og benti á hina brýnu nauðsyn þess að bændur stæðu saman um þetta stóra hagsmuna- og metnaðarmál stéttarinnar. Um hádegi var gert fundarhlé en klukkan 2 síðdegis hófst fund- ur að nýju. Landbúnaðarráðherra Hermann Jónasson ávarpaði fund inn og gerði verðlagsmál m. a. að umræðuefni. Hann benti á nauð- syn þess að gera ráðstafanir til uppbyggingar landbúnaðarins er miðuðust við slæmt árferði, þann- ig að hægt væri að mæta skakka- föllum, er yfir dyndu og benti í því sambandi á vísindalegar rannsóknir á heyverkun og þá sérstaklega votheysgerð. Eðvarð Sigurðsson varaforseti Alþýðusambands Islands súur, fund Stéttarsambandsins sem j gestur, og ávarpaði hann fundar- j menn og árnaði þeim heilla í i starfi. Umræður Allmiklar umræður urðu um skýrslu stjórnarinnar og ýmis önnur rnál er sérstaklega varða bændastéttina. Of langt mál yrði að.rekja að nokkru ráði þær um- ræður, aðeins skal bent á nokkur atriði. Garðar Halldórsson gerði sam- anburð á verðlagsgrundvellinum og hinum raunverulega kostnaði og starfi að meðalbúi í heima- sveit sinni í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði. Vildi hann með þessu sanna að verðlagsgrundvöl'urinn væri ekki byggður á réttum for- sendum. Ólafur Bjarnason íBraut arholti, lýsti ánægju sinni yfir að Framleiðsluráð hefði með athug- un sinni skorið úr þeirri deilu frá síðasta aðalfundi hvort kjötið eða mjólkin nyti hagstæðari verðlagningar. Niðurstaðan hefði orðið sú að kjötið væri betur verðlagt. Taldi Ólafur að hin nýju „bjargráð" væru hagstæðari sjáv arútveginum en landbúnaðinum. Þar virtust allar tegundir fram- leiðslu fá fullt grundvallarverð. Að vísu næði 1. flokks kindakjöt sæmilegu verðlagsgrundvallar- verði, þegar við bættist það verð, sem fæst fyrir ull og gærur. Hins vegar væri það að segja um mjólkurafurðirnar sem seidar væru á erlendum markaði, að þær gæfu samkv. uppl. Árbókar- innar sem svaraði 50 aurum á lítra. Tveir siðastl. fundir hafa óskað eftir þvi að ríkisvaldið greiddi það miklar verðba>tur á mjólkurafurðir sem seldar væru á erl. markaði, að fyrir þær fengist fullt grundvallarverð. Þetta hefði ekki enn fengizt. Fá ist ekki betri kjör verður hvert verðjöfnunarsvæði að taka á sig hallann af útflutningnum. Að síðustu deildi ræðumaður á skattlagningu fóðurbætis og fleira. Gunar Guðbjartsson gerði mjög að umtalsefni þær verð- hækkanir sem orðið hefðu á rekstrarvörum landbúnaðarins og sýndi fram á að þær kæmu harðast niður á þeim sem lakast væiu staddir með bú- skap sinn og þá fyrst og fremst ungum bændum, sem væru að berjast áfram til bjarg- álna. Kvað hann þörf aðgerða þessu til úrbóta. Séra Gísli Brynj- ólfsson benti á afturför er nú væri í framleiðslu kartaflna og að það stafaði af röngum aðgerð- um hins opinbera. Auk fyrr- greindra ræðumanna töluðu Benedikt Líndal, Hafsteinn Pét- ursson, Guðjón Hallgrímsson, Bjarni Bjarnason, Sverrir Gísla- Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.