Morgunblaðið - 04.09.1958, Side 3

Morgunblaðið - 04.09.1958, Side 3
Fimmtudagur 4. sept. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 3 Brezku sjóliðarnir viku varð- skipsmönnum frá með valdi Viðurkenning skipstj. á Northern Foam TVEIR yfirmenn og tveir sjólið- ar af varðbátunum Þór og Maríu Júlíu stóðu hjá Crackwell skip- stjóra meðan hann lét taka vörp- una inn og síðan tóku þeir stjórn skipsins í sínar hendur. Þannig skýrir „The Scotsman'‘ í Edinborg frá átökunum á Is- landsmiðum í fyrradag. Frásögn- in er byggð á símtali Crockwell skipstjóra á Northern Foam og eiganda togarans. Og frásögnin heldur áfram: Þeir skipuðu mér að láta sig hafa leyniskjöl 'og far um borð í Þór, sagði skipstjórinn, en ég neitaði hvoru tveggja. Siðan héldu þeir mér föstum meðan þeir hringdu niður í vélar rúm og skipuðu að sett yrði á fulla ferð. Ég hrópaði til skip- verja að segja yfirvélstjóranum að stöðva vélina þar til ég gæfi frekari fyrirmæli. Þegar hér var komið var gæzlu skipið Eastbourne komið á stað- inn og sjóliðar voru settir um borð í Northern Foam. Foringjar og sjóliðar af East- bourne komu mér til aðstoðar og viku íslendingum að lokum frá með valdi, sagði Crockwell skip- stjóri. Bendir „The Scotsman“ á það, að hér stangast á frásögn skip- stjórans og yfirlýsing flotamála- ráðuneytisins brezka, sem sagði að engin átök hefðu átt sér stað. Fréttaritari blaðsins, sem er með togaranum Reighton Wyke, símaði eftirfarandi um atburð- inn: Ég var að hlusta á lofskeyta- stöðina, þegar ég heyrði brezka togarann Northern Foam skýra Anderson skipherra á Eastbourne frá því, að tveir íslenzkir varö- bátar iægju við hlið togarans og sjóliðar kemnir um borð í tog- arann. Anderson -varaði: Veiti'5 öll- um þfcim, sem reyna að ráðast til uppgöngu, mótspyrnu. Þú verð- ur að gæta þín sjálfur. Síðan hélt Fastbourne á vett.vang. Stuttu síðar kallaði togarinn Lifeguard og sagði, að sjóliðar af Maríu Júlíu væru að koma um borð í togarann. Eastbourne svar aði stuttaralega: Hrekið þá í burtu. Og hér eru samtölin, sem komu á eftir: Foam: — Fimm menn eru komnir um borð. Eastbourne: — Erum á leiðinni til þín með 18 hnúta hraða. Foam: — Tveir bátar liggja hjá mér núna, María Júlía og Þór. Þór liggur þvert fyrir framan mig. Nú á stjórnborða. Þeir senda fimm sjóliða, einn yfir- Eiiginn fór út í Glasgow . f GÆRKVÖLDI kom Gullfaxi frá Kaupmannahöfn með viðkomu í Glasgow. Meðal farþega var Pétur Ottesen, alþingismaður. Skömmu eftir komu flugvélar- innar leit alþingismaðurinn inn í ritstjórnarskrifstofu Morgun- blaðsins. Skýrði hann frá þvi að allmargir farþegar hefðu verið með flugvélinni frá Kaupmanna- höfn. Er til Glasgow kom hreyfði enginn hinna íslenzku farþega sig úr sætum og er umboðsmaður Flugfélags íslands kom um borð og óskaði eftir að farþegar stigju út úr flugvélinni og biðu í flug- stöðinni meðan vélin stæði við, neituðum við því allir sem einn maður og enginn okkar steig fæti á enska grund að því sinni, sagði Pétur. mann. Tíu menn í brúnni hjá mér núna. Eastbourne: Erum á leiðinn Eastbourne: — Nálgumst þig með 20 núta hraða. Foam: — Hallo, hallo, hallo Eastbourne. Þeir eru að taka stjórn skipsins í sínar hendur. Eastbourne: — Erum að koma á 25 hnúta hraða. Segið þið skip- stjóranum að reyna að stöðva dónana. Foam: — Við förum mjög hægt, ég get ekkf sagt skipstjóranum það. Eastbourne: — Hvers vegna ekki? Foam: — Ég er búinn að loka mig inni, ég ætla að veita við- nám. Eastbourne, — Vel gert, loft- skeytamaður. Láttu ekki undan, ég hefði gaman af því að tala við einn af íslendingunum. Foam: — Þeir hafa fyrirskip- anir um að tala ekki við neinn. Fyrir alla muni flýtið ykkur um borð. Vélstjórinn segist hafa gefið skipanir um að stöðva vélina. Eastbourne: — Anderson skip- herra tilkynnir öllum togurum. María Júlía er farin frá Foam. Veitið öllum þeim, sem reyna að ráðast til uppgöngu, mótspyrnu. Nú verðið þið að sjá um ykkur sjálfir. Lifeguard: — Lifeguard kallar. Ég hef sagt skipherranum á varð skipinu, að ég muni alls ekki hleypa honum um borð. Hann sagðist mundu kæra mig — og fór svo frá. Eastbourne: — Vel gert. Til kynning til allra togara: East- bourne hefur nú tekið stjórnina á Foam og ég gef íslendingunum skipun um að fara burt. Ágúst Matthíasson Lamaði íþrótfamaðurinn farinn að ganga við hœkjur ÁGÚST Matthíasson, lamaði íþróttamaðurinn, er nú kominn heim eftir 20 mánaða dvöl á heilsuhæli í Bandaríkjunum. — Ágúst er í föðurhúsum, í Laufási í Garði — og heimsótti fréttarit- ari Morgunblaðsins í Keflavík, Helgi S. Jónsson, hann í gær- kvöldi. Símaði Helgi til blaðsins, að Ágúst hefði hlotið meiri bata en nokkur hefði þorað að vona áður en hann fór utan. Nú gæti Ágúst gengið hægt á sléttu með hækjur, farið yfir lága þröskulda — og upp stiga með handriði. Það er gleðilegt til þess að vita, að svo vel hefur rætzt úr fyrir þessu glaðværa ungmenni, sagði Helgi. Ágúst hefur engu tapað af fyrra glaðlyndi sínu nema siður væri, hann er hress og vongóður, segist ætla að verða miklu styrk- ari — læknar hafi gefið honum von um að hann styrkist smám saman með æfingunni. Nú hefur Ágúst mestan áhuga á því að fá eitthvert starf við sitt hæfi, því að nú sé allt að batna og öllu óhætt. Ágúst dvaldist á St. Mary í Minnesota, en það er ein deild Mayo-sjúkrahússins heimsfræga. Hann lætur einkar vel af dvöl- inni þar, hún hafi verið skeromti- leg og uppörvandi. Nærri má geta, að mikil gleði var á heimili unga mannsins í Garðinum, vonir, sem næstum voru kulnaðar, eru nú að byrja að rætast. Bretar bera fram mófmœli vegna töku Lifeguards Munu faka þátt í utanríkisráðherrafundi, ef íslendingar eru túsir til þátttöku, segir brezki sendiherran KEFLAVÍK, 3. sept. — 8 bátar komu með samtals 605 tunnur síldar að landi í dag. Aflahæst- ur var Heimir með 164 tunnur. f GÆR kallaði brezki sendiherr- ann Andrew Gilchrist blaða- menn á fund sinn. Flutti hann stutt ávarp og skýrði frá mót- mælaorðsendingu Breta til utan- ríkisráðuneytisins. Afhenti sendi- herrann ráðuneytisstjóra utan- ríkisráðuneytisins mótmælaorð- sendinguna í gærmorgun. í orðsendingu brezka utanríkis- ráðuneytisins eru borin fram mót mæli gegn því að íslenzk yfirvöld hafi farið um borð í brezkan togara á úthafinu, eins og í orð- sendingunni segir. íslendingarnir hafi ráðizt til uppgöngu á tog- arann í heimildarleysi og því hafi taka togarans verið ólöglegt at- hæfi á úthafinu. Atferli fslendinga ólöglegt Þá skýrði sendiherrann einnig frá því, að hann hefði afhent utanríkisráðuneytinu aðra orð- sendingu frá brezku stjórninni þess efnis að hún neiti að taka til greina mótmæli íslenzku ríkis- stjórnarinnar frá 1. september. (Er brezkt herskip hindraði ís- lenzkt varðskip í því að taka landhelgisbrjót). Þar segir svo, að í Islenzku mótmælaorðsend- ingunni sé beinlínis viðurkennt að íslenzk skip hafi gert tilraun til þess að hefta för brezkra skipa á úthafinu. Slíkar tilraunir íslenzkra varðskipsmanna til þess að fara um borð í brezk skip eða taka þau, séu ólöglegar og áskilji Marokko í Arakabandalagið ? RABAT, 3. sept. — Reutersfrétta- stofan hefur það eftir áreiðanleg- um heimildum í Rabat, að Mar- okkostjórn hafi ákveðið að ganga í Arababandalagið. Engin opin- ber yfirlýsing hefur verið gefin í borginni um málið. brezka stjórnin sér allan rétt varðandi það mál. Muni brezka stjórnin eftir sem áður álíta það skyldu sína að koma í veg fyrir að brezkum skipum sem stödd séu á úthafinu sé sýnd nokkur áreitni. Þá'er og sú málaleitan endur- tekin í brezku orðsendingunni að íslenzka ríkisstjórnin hefji samn- ingaviðræður um lausn deilunnar sem allir aðilar er hlút eiga að máli geti sætt sig við. Sendiherrann svarar spurningum Að ræðu brezka sendiherrans lokinni beindu blaðamenn ýms- um spurningum til hans. Var spurzt fyrir um hvað brezk yf- irvöld hygðust fyrir með skips- mennina af Þór og Maríu Júlíu sem nú eru í haldi um borð í Eastbourne, og sagt er frá á öðr- um stað hér í blaðinu í dag. Þá var og spurt að því hve léngi brezk skip hér við land myndu beita ofbeldi til þess að vernda landhelgisbrot brezku tog aranna. Þeirri spurningu kvaðst sendiherrann ekki geta svarað. Spurt var þá að því hvort brezka ríkisstjórnin hefði nýjar tillögur í bígerð til lausnar mál- inú. Hann kvað svo ekki vera. Spurning: Munu Bretar taka þátt í utanríkisráðherrafundi Atl antshafsbandalagsins ef af verð- ur? Svar: Já, Bretar hafa jafnan verið fúsir til þess að ræða þetta vandamál allt frá því er Genfar- ráðstefnunni lauk. Persónulega get ég svarað þessari spurningu svo að ef íslendingar eru fúsir til þess að taka þátt í slíkum fundi þá munu Bretar einnig taka táka þátt í honum. Spurning frá brezkum blaða- manni: Hefir islenzka utanríkis- ráðuneytið beðið stjórn hennar hátignar afsökunar á því, að ráð- ast til uppgöngu í fullkomnu heimildarleysi á brezkan togara á úthafinu? Svar: Nei. Þakkir til lögreglunnar Spurning: Hvernig líkuðu yð- ur tiltektirnar við bústað brezka sendiherrans á Laufásveginum í gærkvöldi? Svar: Ræði ekki málið. En viljið þið koma þökkum mínum á framfæri við íslenzku lögreglu þjónana. Þeir stóðu sig prýðilega. Spurning: Álítið þér að land- helgisdeilan muni skapa djúp óvináttu milli Breta og íslend- inga? Svar: Ég tel að báðar þjóðirnar tapi á þessari deilu. En þá fyrst tel ég að málið sé komið á alvar- legt stig þegar fslendingar taka þá ákvörðun að hætta að flytja inn og drekka skozkt viský. Þér vitið að það er ein okkar helzta útflutningsvara og með þeim út- flutningi höldum við jafnvægi á okkar þjóðarbúskap. Þá fyrst þætti mér farið að dökkna í álinn, bætti sendiherrann við í gaman- sömum tón og brosti við. Uggur vegna atburða á íslandsmiðum FRÁ Washington herma fregnir, að talsmaður stjórnarinnar hafi látið í ljós ugg vegna atburðanna á íslandsmiðum. Minnti hann á orðsendingu Bandaríkjamanna til Breta og íslendinga um að fara gætilega í sakirnar og rasa ekki um ráð fram. Talsmaðunnn tók og fram, að Bandaríkjastjórn væri ekkert við málið riðin, hún hefði ekki tekið þátt í umræðun- um um landhelgismálið í París og henni hefði ekki verið boðið að senda fulltrúa til þess fundar At- lantshafsbandalagsins um málið, sem ráðagerðir hafa verið uppi um. STAKSTEIHAR Ríkisstjórnin og vinnu- málin Tíminn er enn í gær að spila þá gömlu plötu, að Sjálfstæðis- menn hafi ýtt undir verkföll og uppsagnir samninga. Eins og margsinnis nefur verið bent á, var yfirgnæfandi meirihluti þeirra félaga, sem sagt hafa upp samningum á þessu ári undir stjórn manna, sem tilheyra stjóm arflokkunum. En í sambandi við vinnumálin er rétt að minna ennþá á það, að skömmu eftir að ríkisstjórnin kom til valda, reið Samband íslenzkra samvinnufélaga á vaðið með 8% kauphækkun til starfsfólksins, en eins og kunnugt er, er sjálfur fjár málaráðherrann varaformaður SÍS og mikill valdamaður þar. Þess má ennfremur geta, að á þeim tíma beinlínis gekkst ríkis- stjórnin fyrir kaupkækkunum atvinnuhópa, sem sízt af öllu verða taldir meðal hinna lágt launuðu, svo sem flugmenn. Fyrir utan þær beinu aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur haft í kauphækkunarátt á liðnum tíma. á þennan hátt, er auðvitað aug- ljóst, að aðgerðir hennar í efna- hagsmálunum hafa verið til þess fallnar að vekja óróa á vinnu- markaðinum. Hinar endurteknu bráðabirgðaráðstafanir ríkis- sjórnarinnar í efnahagsmálum hafa lagt þungar byrðar á allan almenning og verðlag farið sí- hækkandi. Ríkistjórnin sjálf við urkenndi þörf launþega á kaup- hækkunum með því beinlínis að lögbjóða 5% hækkun í bjargráða lögunum á þinginu í vor. Allt þetta og miklu fleira sýnir að ríkisstjórnin sjálf og aðgerðir hennar, er það, sem hefur verið undirrót að „óróajium á vinnu- markaðinum". Þá voru þeir áhrifa- lausir! Þegar Alþýðuflokkurlnn og Framsókn gengu saman í Hræðslubandalagið, var það ein aðalröksemdin, að ekki væri unnt að stjóma landinu gegn vilja verkalýðssamtakanna, en þar hefði Sjálfstæðisflokkiurinn eng- in ráð. Þá var þvi haldið fram, að innan samtaka launþega og verkalýðs væru Sjálfstæðismenn gersamlega áhrifalausir. Nú er þessu snúið við í blöðum stjórn- arflokkanna. Nú eiga það að vera Sjálfstæðismenn, sem hafa mestu áhrifin innan þessara sam- taka og vera valdir að þeim upp- sögnum og verkföllum, sem orð- ið hafa. Slíkar mótsetningar tala sínu málL „Hvað tapa verkamenn miklu?“ Alþýðublaðið er alltaf við og við að minna á það, að Dagsbrún- armenn, undir stjórn kommúii- ista, hafi orðið útundan, hvað varðar kauphækkanir, eins og blaðið orðar það, og seinast á dögunum er Alþýðublaðið að reikna út hve tap verkmanna af þessum sökum er mikið. Segir svo í blaðinu: „En hvað skyldu verkamenn í Reykjavík tapa miklu á þessu sleifarlagi Dagsbrúnarforustunn- ar? Tímakaup Dagsbrúnarmanna er nú kr. 19,74 í dagvinnu, en Hlífarkaup er 20.92 kr. eða 1.18 kr. hærra en í Reykjavík. Miðað við 48 stunda vinnuviku gerir þessi mismunur 226.56 kr.--- Reikna má því með, að tekjur verkamanna í Reykjavík hafi verið allt að 300 kr. minni sl. 4 vikur heldur en verkamanna í Hafnarfirði“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.