Morgunblaðið - 04.09.1958, Page 6

Morgunblaðið - 04.09.1958, Page 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 4. sept. 1958 Einhver harðasta og tvísýnasta landskeppnin í frjálsíþróttum Atli Steinaisson segir frá viðureign Dana og íslendinga í Randers Randers, 31. ágúst. HÁLFMÁTTLAUS eftir æsi- spennandi augnablik í lands- keppninni þegar 18 greinar voru búnar af 20, sitjum við nú hér i Randers Stadion og fögnum ís- lenzkum sigri. Hve litlu mátti ekki muna í þetta sinn. Óheppni á óheppni ofan hefur mætt ís- lenzka liðinu í dag. Guðjón Guð mundsson okkar bezti langgrinda hlaupari féll á næstsíðustu grind og varð þar með af sigri og senni- lega ísl. meti eftir vel útfært hlaup. Meiðsli Hilmars tóku sig upp í 200 m hlaupinu og kvalinn hljóp hann í mark — en náði „aðeins" öðru sæti. Vilhjálmur, okkar stærsta tromp kom meidd- ur til leiks, sleppti langstökkinu og þar varð því ísland af tvö- földum sigri og náði rúmum 13 metrum í fyrsta stökki í þrístökk- inu. Slitni vöðvinn í lærinu sagði alvarlega til sín og þessi einn mesti þrístökkvari heimsins haltr aði frá stökkgryfjunni eins og ör- kumla maður. En kvalastillandi sprauta gerði honum kleift að stökkva annað stökk — og ná öðru sæti í keppninni. Þegar svo boðhlaupssveitin vann sigur varð sigur Islands með 9 stiga mun — 110 gegn 101 — staðreyrd. Keppnin, sem íslenzka liðið virtist fyrirfram eiga svo auð- velt með að vinna, snerist vegna lasleika og meiðsla í ísl. liðinu upp í eitthvert harðasta og tví- sýnasta lokastríð, sem átt hefur sér stað í landskeppni við Dani. 18 greinum var lokið, og stigin voru 97:96 fyrir ísland. 19. grein- in, þrístökkið, var svo langt á veg komin að stökkvararnir út, að hann ætti að fá deyfandi sprautu. Hann kom aftur, undir- bjó sig, hljóp hæga atrennu, hálf haltrandi, og það var eins og hann ætlaði að hætta við stökkið — en svo varð ekki, hann stökk skakkur og skrítinn, og lá í gryfj unni með kvalasvip. Stökkið mældist 14,21 m og tryggði tvö- faldan sigur íslands. fsl. metið í þrístökki var merkt með ísl. fána á gryfjubarminum. Það var kald- hæðni örlaganna að methafinn varð að neyta sinna ýtrustu lík- ams- og sálarkrafta við að stökkva 14,21 m, en fáninn, sem sýndi met hans blakti léttilega 2,05 metrum þar frá. Vist er markmið íþróttanna víðs fjarri, þegar svona hastar- lega er fram gengið, að fá deyfandi sprautur til að geta stokkið. En landskeppni er iands keppni — stigakeppnin er misk- unnarlaus, og á þessari stundu gat jafnvel sigurinn í keppninni verið undir því kominn að Vilhjálmur næði öðru sætinu. Honum var af fararstjórn í sjálfsvald sett, hvort hann vildi reyna. Hann gat hætt og gengið af velli. En keppnis- skap hans, löngun hans til að j bregðast ekki á úrslitastund, réði. — Vilhjálmur hefur aldrei brugðizt á slíkri stund. Eftir á náði ég tali af honum. Hann sagði að í sprautunni hefði verið xylocain-adrenalin, hið sama og tannlæknar nota til deyf ingar. En vöðvinn, sagði Vil- hjálmur, dofnaði ekki meira en svo, að ég var að því kominn að gefast upp við stökkið 4 metra frá plankanum. Ég sá varla gryfj- una en stökk — og það tókst. sæti. Með þennan kurr að baki hóf ísl. boðhlaupssveitin hlaupið. Björgvin hljóp gegn Hansen og náði Hansen um 2 m forskoti fyrir Dani. Hörður Haraldsson tók við og hljóp gegn Roholm og Hörður vann upp forskotið, sem Danir höfðu náð. Svavar spretti úr spori cg hljóp ákaflega vel cg gerði raunar út um hlaupið, skilaði 7 —8 metrum á undan Pedersen. Þórir hljóp vel gegn Frandsen. Um tíma dró Daninn alvarlega á en það lagaði Þórir aftur á síð- ustu metrunum og sigurinn var tryggður — sá sigur sem beztur var, því nú var ekki lengur hægt að segja, að „ísland hafi unnið á deyfilyfssprautu‘\ ísland fékk 5 stig gegn 2 í boðhlaupinu og end anleg stigatala var 110:101. Guðjón á mettíma? Fyrsta greinin í dag var annars 400 m grindahlaup. Þeir voru í Pétur Rasmussen vinnur 200 m hlaupið. Hilmar Þorbjörnsson varð annar. áttu aðeins eftir eitt stökk hver. Jón Pétursson hafði örugga for- ystu með 14,56, lengsta stökki, er hann hefur náð. Lindholm var í öðru-sæti með 14,15 m og Jörg- ensen í þriðja með 14,00. Vil- hjálmur — frægasti íþróttamað- urinn á vellinum, var í fiórða sæti með á að gizka 13,70 metra! Og það hafði verið gert augna- blikshlé á keppninni meðan Vil- hjálmur gekk út af vellinum — haltur og skakkur. Þulurinn sagði að vegna meiðslanna ætti hann að fá svolítið nudd. En fregnin flaug „Vinstra lærið hékk — eins og vinstri stjórnin“, var sagt í gamni. Nú haltrar Vilhjálmur um, finn- ur til í hverju skrefi, en hann fagnar sigrinum ekki síður en hver annar — sigri, sem hann sannarlega á stóran þátt í. Eftir þrístökkið stóðu stigin 105:99 og aðeins boðlilaupið eft- ir. ísland gat ekki tapað keppn- inni. En það var til meira að vinna. Það mátti heyra meðal Dana, að fslendingar hefðu geng ið of langt, er Vilhjálmur var deyfður til þess að geta náð öðru Guðjón Guðmundsson var fyrst- ur, þegar hann datt. viðbragðsholunum, Kristensen á 1. braut, síðan Guðjón, Finn Jac- obsen og Björgvin Hólm. Það var ekkj langt af hlaupinu er Guð- jón og Björgvin voru í forustu og Guðjón var svo örugglega kom- inn í 1. sæti fyrir mitt hlaup. Hann tók forskotið á beygjunni og hljóp ákaflega vel útfært hlaup. Næst síðasta grindin var Kristleifur Guðbjörnsson er hér fyrstur í hindrunarhlaupi. Hann sctti þar íslandsmet. á einu „hornanna" á hlaupabraut inni, sem ég lýsti í gær. Þegar Guðjón ætlar að stíga yfir mis- stígur hann sig, hnígur niður á grindina og liggur þar. Hinir bruna fram hjá, Björgvin örugg- lega fyrstur en útspískaður. Hann náði góðum tíma og af tíma hans má ráða að Guðjón var vel undir ísl. metinu, hefði ólánið ekki elt hann. Benedikt Jakobs- son kallaði til hans þar sem hann lá, minnti hann á stigið eina, sem bíður 4. manns, og Guðjón haltr- aði í mark. Þarna fékk ísland 6 stig gegn 5 í stað 8:3 eins og búizt hafði verið við — og þetta var raunar einn öruggasti tvö- faldi sigur okkar. Þreyttur Þórir í þriðja sæti. 800 m hlaupið hófst litlu síðar. Svavar tók þegar forystuna og hélt henni allan tímann. Danirnir fylgdu honum fast framan af en Þórir gætti þess að sleppa þeim ekki. Eftir fyrri hringinn tók Svavar mikinn „rykk“ og náði smám saman um 8 m forskot.i. Hann var sá sem valdið hafði í þessu hlaupi og enginn hinna fékk ógnað honum. Baráttan milli hinna harðnaði og athygli okkar beindist að því hvað Þórir gæti á endasprettinum. Og um 30 m frá marki náði hann Jensen en Roholm var honum sterkari, þó aðeins skyldu 3/10 úr sek- úndu. Það var þreyttur Þórir sem hljóp í markið — en ísland hafði fengið 7 stig gegn 4. Smiðurinn og bóndinn í baráttunni. Hindrunarhlaupið var spennandi frá upphafi til enda. Það var strax sýnt að smiðurinn Krist- leifur og bóndinn Haukur ætl- uðu ekki að gefa eftir án átaka. Kristleifur tók forystuna en hélt henni aðeins tæpan hring, þá tók Pedersen við og hélt henni sex hringi. Náði hann um tíma 12 m forskoti á Kristleif, síðan kom Haslund og var um tíma nl. 20 m á eftir Kristleifi og við hann batt Haukur sig og gaf sig hvergi. Um 500 m frá marki hafði Krist- leifur unnið forskotið upp og tók forystuna með nær 15 m forskoti. Pedersen varð að greiða forystu í hlaupinu lengst af dýru verði, því Haslund og Haukur ,sigidu‘ fram hjá honum líka. Kristieifur hafði einnig ætlað sér of langan endasprett, því hann sprakk á þessum 500 m sem hann ætlaði sér að „leiða” í mark. Haslund tók glæsilegan sprett og sigr- Fratnh. a bls. 15. sbrifap úr daglega lífinu Óskjuhlíðin Þráinn skrifar: „¥jAÐ ber að þakka allt það, Mr sem gert er, ’til að prýða og fegra þennan bæ og umhverfi hans. Meðal annars má nefna Öskjuhlíðina. Hún var orðin ilia farin, ef svo mætti segja, vegna grjótnáms o. fl. Seinni árin hafa stór svæði verið grædd upp og prýða nú grænar breiður, þar sem áður var ber melur. Þetta er gott og bless að, en það má fyrir alla r.iuni ekki ganga of langt í þessu. — Hlúið að þeim gróðri sem fyrir var — leggið aðaláherziuuna á það“. Velvakandi er Þráni aiveg sam mála um, að Öskjuhlíðin verður að fá að halda sínum séreinkenn- um, jafnframt því, sem hún er prýdd og fegruð. Á seinni árum hefur sú skoð- un átt auknu fylgi að fagna víða um heim, að hver blettur og hvert land eigi að halda eins miklu af sinni upprunalegu mynd og frekast er kostur, og að frek- ar eigi að leggja áherzlu á það, sem frábrugðið er, en slétta yfir það. Tími klipptu runnanna og reglulegu grasflatanna er liðinn. Mörgum mun nú kannski finn- ast að ekki sé mikill fengur í grjóti og að við höfum meira en nóg af því. En það er mesti mis- skilningur að grjót sé ekki prýði, þar sem það á heima. Þeir, sem ferðast til Svíþjóðar veita því .t .d athygii, að í nýrri hverfun- um í Stokkhólmi eru hinir fal- legu brimsorfnu klettar látnir halda sér og ekki gerð tiiraun til að hylja þá mold og gróðri. Er Stokkhólmsborg þó allra borga snyrtilegust og fegurst. Þetta gefur þessum stöðum skemmtilegan og sérkennilegan svip. Skrautgarðarnir sérlega fallegir. ÞÓ seint hlýnaði í vor, hafa al- menningsgarðarnir í Reykja- vík verið með afbrigðum fallegir í sumar. Grasblettirnir eru yfir- leitt fagurgrænir, lausir við blóm jurtir og alveg illgresislausir og litirnir á blómabeðunum eru ein staklega smekklegir. Litavalið á blómabeðunum á Austurvelli hefur í sumar vakið aðdáun, bæði innlendra manna og erlendra. Eins fara íslenzku jurtirnar kring um styttuna ákaflega vel þarna. Þeir almenningsgarðar, sem ég hef í sumar haft tækifæri til að sjá nokkuð reglulega, en það eru helzt garðarnir í miðbænum, hafa alltaf verið ákaflega vel um gengnir og snyrtilegir. Aftur á móti langar mig til að finna að einu, úr því skrautgarð- arnir í miðbænum eru til um- ræðu. Mér sýnast hríslurnar í hornunum á Austurvelii vera orðnar ósköp vesældarlegar og óræktarlegar. Ætli það sé nokkuð að gera héðan af annað en skipta um hríslur? Eða kannski kunna ræktunarsérfræðingar bæjavins einhver ráð til að koma gömlu hríslunum til?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.