Morgunblaðið - 04.09.1958, Side 8
MO" ' N BTAÐl P
f
lítg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastióri: Sigíús Jónsson.
Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Emar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar K.nstinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
I
I
VIÐBRÖGÐ FÓLKSINS VIÐ
OFBELDINU
AÐ er athyglisvert að virða
fyrir sér viðbrögð íslenzks
almennings við ofbeldis-
verkum Breta á íslandsmiðum
undanfarna daga. Um allt fsland
er framkoma brezku stjórnar-
innar og flota hennar fordæmd.
Sú hugsun, sem fyrst og
fremst hefur vaknað við þessa
atburði meðal íslenzks fólks,
er, að nú beri því að standa
saman um rétt sinn og sæmd.
Það er vissulega gleðilegt, að
þjóðin hefur ekki látið freistast
til uppnáms og æsinga við það
að hún hefur verið beitt hinu
herfilegasta ranglæti og ofbeldi.
Framkoma almennings hefur
þvert á móti mótazt af æðrulausri
festu og ábyrgðartilfinningu.
Þannig hafa íslenzkir varðskips-
menn einnig komið fram við
störf sín í viðureigninni við
oíureflið grátt fyrir járnum. En
allir hafa átt þá ákvörðun sam-
eiginlega að vilja berjast með
stillingu og hugrekki fyrir hin-
um góða málstað fslands í land-
helgismálunum. íslenzka þjóðin
veit, að hún er með víkkun fisk-
veiðitakmarkanna að verja lífs-
hagsmuni sína. Hún er ekki að
ræna aðrar fiskveiðiþjóðir nein-
um lögmætum étti þeirra.
Gerir gæfumuninn
Það sem gerir gæfumuninn í
deilu íslendinga og Breta er það,
að íslenzka þjóðin berst fyrir
málstað, sem sífellt hefur verið
að vinna á meðal allra þjóða
heims. Réttur strandríkis, sem á
lífsafkomu sína gersamlega
komna undir arði af fiskveiðum,
til þess að vernda fiskimið sín
öðlast stöðugt meiri viðurkenn-
ingu.
. Sjónarmið og málstaður Breta
á hins vegar stöðugt þverrandi
fylgi að fagna. Á kenningu þeirra
um að svæði örfáar mílur frá
ströndinni teljist til „úthafs“,
sem allir eigi jafnan rétt til, er
nú nánast litið sem fjarstæðu.
Bretar geta hindrað íslenzka
landhelgisgæzlu í því í nokkra
daga að koma lögrum yfir land
helgisbrjóta fyrir vestan og
austan. En þeir munu ekki til
lengdar geta setið yfir hlut ís-
lenzku þjóðarinnar og hindrað
vernd fiskimiða hennar. Brezk
ir togarar geta ekki til Iengdar
fiskað undir fallbyssuvernd.
Það er beinlínis óframkvæm-
anlegt. Og íslendingum munu
stöðugt bætast nýir liðsmenn
meðal þjóðanna í baráttu
þeirra.
Ósæmilegur mál-
flutningu’
En þótt það hafi komið fram
undanfarna daga að allur almenn
ingur á íslandi er einhuga um
rétt sinn í landhelgismálinu hafa
því miður komið í ljós nokkrir
brestir í röðum sjálfra forystu-
manna þjóðarinnar. Þannig hef-
ur málgagn sjávarútvegsmálaráð-
herrans haldið uppi blóðugum
skömmum um utanríkisráðherr-
ann undanfarna daga og sakað
hann um undirferli og sviksemi
í landhelgismálinu. Og fjármála-
ráðherrann lætur sér sæma það,
að fara með rótlausar blekkingar
sl. sunnudag á opinberum fundi
um afstöðu Sjálfstæðisflokksins.
Þetta er vissulega ósæmilegur
málflutningur á þeirri örlaga-
stund, sem þjóðin nú lifir í bar-
áttunni fyrir vernd fiskimiða
sinna. Á slíkum málflutningi mun
enginn græða. Hann smækkar þá,
sem honum beita en stækkar þá
ekki og eykur ekki traust þeirra
meðal þjóðarinnar.
Það, sem mestu máli skiptir
í dag, er það, sem miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins hvatti til
í ályktun sinni í fyrradag, að
„allir íslendingar standi ein-
huga saman um rétt sinn og
lífshagsmuni þjóðarinnar“.
EYSTEINN BOÐAR „NÝJAR
RÁÐSTAFANIR"
r
IRÆÐU Eysteins Jónssonar
fjármálaráðhr., að Gunn-
arshólma í Rangárvalla-
sýslu sl. laugardag, sem Tíminn
birti í gær, er m.a. komizt þann-
ig að orði, að „augljóst sé að enn
þarf nýjar ráðstafanir í efnahags-
málunum í vetur“.
Það er rétt að menn taki eftir
því, að leiðtogar Framsóknar-
flokksins eru nú hættir að tala
um nýjar „leiðir“ eða „varanleg“
úrræði í efnahagsmálunum eins
og þeir lofuðu af miklu yfirlæti
þegar vinstri stjórnin var mynd-
uð. Nú lætur Eysteinn Jónsson
sér nægja að segja þjóðinni þau
gleðitíðindi að þörf muni „nýrra
ráðstafana“ í efnahagsmálunum
í vetur.
En hvað þýða „ráðstafanir" á
máli hans?
Nýjatr álögur
Því svarar sjálf reynslan bezt
og skorinorðast. „Ráðstafanir" í
efnahagsmálum þýða í munni Ey-
steins Jónssonar og féiaga hans
í vinstri stjórninni nýja skatta
og tolla á almenning. Þau tvö
ár, sem vinstri stjórnin hefur
farið með völd hefur hún engar
„ráðstafanir“ í efnahagsmálum
gert aðrar en þær að leggja á
annan milljarð króna í nýjum
álögum á almenning.
Þess vegna veltur nú ný bylgja
verðbólgu og dýrtíðar yfir þjóð-
ina. — En aumkunarvert er að
sjá tilburði Eysteins á „hólman-
um þar sem Gunnar sneri aftur“
við að segja Rangæingum, að allt
ráðleysi vinstri stjórnarinnar í
efnahagsmálum sé Sjálfstæðis-
mönnum að kenna! Vaxandi dýr-
tíð, verkföll og kauphækkanir,
allt sé þetta þeim flokki að
kenna, sem engu ræður um
stjórn landsins og hefur „verið
gerður áhrifalaus á íslenzk
stjórnmál“ eins og blöð vinstri
flokkanna skemmta sér stundum
við að fjölyrða um .
Fimmtudagur 4. sept. 1958
ÚR HEIMÍ
Eriend blöð kveða ísl. utanríkis-
ráðherrann vinna að sáttatillögu
Nóg romm á íslandsmiðum
HÖFUÐEFNI brezku bluðanna í fyrradag er landhelgisdeilan við
islendinga og frásagnir af veiðum brezku togaranna í íslenzkri
iandhelgi. Eyða blöðin miklu rúmi í frásagnir fréttaritara sinn.i
sem eru um borð í togurunum, í eftirlitsskipunum og þeirra, sem
flogið hafa yfir miðin frá Reykjavík.
Málamiðlunartillaga
Guðm. I.
Málgagn brezka Verkamanna-
flokksins, Daily Herald, skýrir
frá því með fyrirsögn yfir þvera
síðuna á mánudaginn, að Guð-
mundur í. Guðmundsson vinni
nú að því að semja málamiðlun-
artillögu er íslendingar hyggist
bera fram um það að landhelgin
verði ákveðin 6 mílur í þrjú ár
en 12 mílur upp frá því, náist
ekki alþjóðasamkomulag um
málið. Frá þessari sömu tillögu
segir Berlingur á þriðjudaginn
og að íslenzki utanríkisráðherr-
ann muni hafa í huga að leggja
hana fram til sátta.
Þeir skála í rommi!
Scottish Daily Mail skýrir frá
landhelgismálinu yfir þvera for-
síðUna. Segir blaðið að áhöfnum
allra brezku togaranna, sem taka
þátt í aðgerðunum á Islandsmið-
um, hafi í mörgu verið veitt
sama réttarstaða og sjóliðar á
herskipunum njóti. Þannig fái
togarasjómennirnir t. d. dagleg-
an skammt af rommi svo sem
brezku sjóliðarnir. Og togararnir
hafi fengið fyrirskipun um að
draga brezka fánann að hún og
flotafánann (Red Ensign).
I þessu sambandi má minnast
þess að skipsmenn á Maríu Júlíu
töldu suma togaramenn á Life-
guard hafa verið drukkna er þeir
lentu i útistöðum við þá á mið-
vikudaginn.
Víðir eru byssukjaftar
Þá getur blaðið þess að hlaup-
vídd stærstu fallbyssnanna á ís-
lenzku varðskipunum sé ekki
nema 57 mm, en aftur á móti hafi
fallbyssur brezku skipanna allt
upp í 4,5 þumlunga hlaupvídd,
og telur blaðið upp allar byssurn
ar á skipunum fjórum og getur
hlaupviddar þeirra nákvæmlega.
Blaðið ritar líka leiðara um
deiluna og kallar hana kalt stríð
í uppsiglingu og segir að deiluna
verði að leysa með samkomulagi,
eigi að vera á hlut hvorugrar
þjóðarinnar gengið.
The Scotsman birtir fregn á
forsíðu um mótmælaorðsendingu
íslendinga og rekur ýtarlega efni
hennar og er greinin mjög vin-
samleg málstað íslendinga.
Fá ekki bein úr sjó
Manchester Guardian skýrir
frá viðræðum Macmillans við að-
stoðarutanríkisráðherra sinn á
mánudaginn, en þá ræddu þeir
ýtarlega um landhelgisdeiluna.
Blaðið skýrir og frá því að nokkr
ir brezku togaraskipstjóranna
hafi kvartað sáran undan því við
James Drakins, sem er fulltrúi
togaraeigendanna um borð í
LONDON, 2. ágúst. — Einka-
skeyti frá Reuter. — Talsmaður
brezka utanríkisráðuneytisins hef
ur ítrekað, að brezka stjórnjn
muni veita ráðherrafundi Atlants
hafsbandalagsins um landhelgis-
málið fulltingi sitt svo fremi að
framkvæmdastjóri bandalagsins
sé fundinum meðmæltur.
Diefenbaker, forsætisráðherra
Hound, að ekki væri bein að fá
úr sjó innan 12 mílnanna. Væru
sumir togaranna enn að veiðum
fyrir utan.
Ókvæðisorð í talstöðina
Daily Telegraph ritar einnig
mikið um deiluna. í fyrradag
birti blaðið fregn frá fréttaritara
sínum, L. Chanter, um borð í
H.M.S. Russel. Lýsir hann því
hvernig Mr. Mawer, fulltrúi tog-
araeigenda, hvatti skipstjóra á
togurunum til mótstöðu við varð-
skipin íslenzku og lagði á ráðin
um undanbrögð togaranna.
Notaði Mawer mikla her-
kænsku eftir því sem fregnritar-
inn segir og sagði við suma
brezku togarana að svara því
einu til er varðbátarnir kölluðu
til þeirra, að þeir skyldu hunzk-
í GÆR flutti Ríkisútvarpið svo-
hljóðandi frétt:
Fiskimannafélag Færeyja hefir
í dag sent ritara Alþjóðasam-
bands flutningaverkamanna svo-
hljóðandi áskorun:
„Fiskimannafélag Færeyja fer
þess á leit við framkvæmdastjóra
Alþjóðasambands flutningaverka
manna, að hann komi á framfæri
við samtök brezkra fiskimanna
og sjómanna eftirfarandi: Fær-
eyskir fiskimenn harma fram-
ferði Breta innan íslenzkrar land
helgi, og hvernig brezkir sjólið-
ar og fiskimenn hafa komið fram
gagnvart íslenzkum varðskips-
mönnum. Þessar leiðu athafnir
munu einungis gera ógagn og
valda missætti milli brezkra fiski
manna og annarra fiskmanna á
íslandsmiðum. Fiskimannafélag
Færeyja hefir tjáð íslendingum,
að færeyskir fiskimenn muni
KAUPMANNAHÖFN, 3. sept. —
Einkaskeyti til Mbl. — Kvöld-
blöðin eru flest sammála um það,
að tillaga dönsku stjórnarinnar
um ráðherrafund innan Atlants-
hafsbandalagsins nái ekki fram
að ganga vegna ónógs stuðnings
— eins og sakir standa. Kvöld-
berlingur gagnrýnir ráðríki ís-
lendinga og vaídbeitingu Breta,
eins og það er orðað. Segir
blaðið þróun málanna hafi skap-
að erfiðleika, sem enn sé ekki
Kanada, hefur látið svo um mælt,
að lausn landhelgisdeilunnar
væri mál, sem í rauninni varð-
aði aðeins hlutaðeigandi aðila.
En hann lét í ljós þá von, að
deilumálið yrði leyst á annarri
alþjóðlegri ráðstefnu um land-
helgismálin, sem hann kvað
Kanadamenn mundu verða með-
mælta, þegar málið yrði rætt á
Allsherj arþinginu á næstunni.
ast burt (Tell him to get the
hell out of it), en öðrum sagði
hann að bjóða kurteislega góðan
daginn, þegar varðskipin nálg-
uðust.
Skotar vinsamlegir
Dagblöðin í Skotlandi eru
greinilega mun vinsamlegri í
garð Islendinga en ensku blöðin.
í Scottish Daily Mail birtist
grein í fyrradag eftir Tom Stacy
þar sem hann bendir á að Rúss-
ar hafi fært út sína landhelgi í
12 mílur 1955 og þjóðir hafi rétt
til þess að breyta „reglum fortíð-
arinnar". íslendingar hafi aðvar-
að Breta fyrir 10 árum um að
þeir myndu færa út landhelgina,
en Bretar hafi ekki sinnt þeirri
aðvörun. Bendir hann á að Bret-
ar hafi fyrir löngu átt að vera
búnir að afla sér nýrra og stærri
togara, sem sótt geti fisk á fjar-
lægari mið en íslandsmið.
Það sé Vegna þeirrar van-
rækslu að þeim svíði svo mjög
að vera sviptir hluta af íslands-
miðum, sem svo auðvelt hafi ver-
ið að sækja á.
virða hina nýju fiskveiðilögsögu
íslendinga, og að þeir muni ekki
veiða innan marka þeirra, sem
nú hafa tekið gildi, enda þótt
þau muni að mjög verulegu leyti
rýra fiskframleiðslu Færejúnga
— yfirleitt valda þeim meira
tjóni en Bretum. Þetta gerum vér
vegna þess, að vér metum og skilj
um fullkomlega hin réttmætu
sjónarmið íslenzkra starfsbræðra
vorra og íslenzku þjóðarinnar um
útfærslu fiskveiðilögsögunnar.
Það er einlæg von vor, að brezkir
fiskimenn muni einnig meta og
skilja sjónarmið íslenzkra fiski-
manna, — og að þeir eins og vér
sýni íslenzkum starfsbræðrum
sínum fullan skilning og virði
fiskveiðilögsöguna, sem þegar er
gengin í gildi. Og stundi ekki veið
ar innan hennar. — Með fiski-
mannakveðju“.
séð fyrir endann á. Ef þeir at-
burðir, sem átt hefðu sér stað
við ísland, yrðu daglegir, yrðu
afleiðingarnar alvarlegar — og
kommúnistum einum gleðiefni.
Þeir færðu sér nú í nyt vaxandi
óvinsældir Breta, enginn þyrfti
að undrast það. Afleiðingarnar
gætu orðið langvarandi.
Dimmalætting lætur í ljós undr
un yfir því hve íslendingar hafa
einhuga og kjarkmiklir tekið
höndum saman gegn ofureflinu.
Blaðið líkir Bretum og íslend-
ingum við Davíð og Golíat, en
segist ekki efast um það, að sig-
urinn sé Davíðs.
★ OSLÓ, 2. sept. — NTB. Stjórn
félags togaraeigenda mun ræða
ástandið við íslandsstrendur i
þessari viku, og við munum þá
gera grein fyrir, hvers vegna við
erum ósamþykkir víkkun fisk-
veiðilögsögunnar við ísland,
sagði formaður félagsins í dag.
Hverju sem fram vindur, er
engra aðgerða að vænta af hálfu
Norðmanna, sagði formaðurinn.
Nú í bili eru engir norskir tog-
arar á íslandsmiðum, bætti hann
við.
Vill efna til annarrar
alþjóðaráðstefnu
Fœreyskir fiskimenn
harma framferði Breta
Eínst ekki um sigur Duvíis