Morgunblaðið - 04.09.1958, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. sept. 1958
>
Höfum flutt skrifstofui vorur
að Laugaveg 105. Inngangur frá
Hlemmtorgi.
Brunabótafélag íslands
502IE U/ONCi
EF'Tlfc RUHARO
Vefna&arvörubúð
Óskum eftir röskri og samvizkusamri afgreiðslu-
stúlku í vefnaðarvörubúð sem fyrst,
helzt ekki yngri en 20 ára.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 8. þ.m. merkt:
„Vefnaðarvörubúð — 6954“.
ISIauðungaruppboð
sem auglýst var í 42., 46. og 48 tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1958, á v.b. Haraldi K.O. 16, eign Guðmund-
ar Péturssonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar
Ásmundssonar hrl., þar sem skipið er á skipasmíða-
stöð Daníels Þorsteinssonar & Co. hf., við Bakka-
stíg, föstudaginn 5. september 1958, kl. 10,30 árdegis
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Miðstöðvardælur
®s
Olíubrennarar
fyrirliggjandi
Sighvatitr Einarsson & Co.
Garðastræti 45, sími 24133 og 10628
— Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu —
um hálfan mánuð að ræða, og ég
yrði eflaust kominn aftur til
Hong Kong í tæka tíð. áður en
málið kæmi fyrir rétt. Ég fór út
úr garðinum og inn í póstskrif-
stofu Imperial-gistihússins. Það
an sendi ég Suzie skeyti og sagði
henni að leita aðstoðar lögfræð-
ings, Haynes að nafni, sem var
eini lögfræðingurinn í Hong
Kong, er ég fyrir einskæra til-
viljun vissi hvað nét, þótt ég
hefði aldrei séð hann. Ég hafði
einhvern tíma lesið blaðafrétt um
mál, þar sem hann liafði verið
verjandi sakbornings. Klukku-
stundu síðar hafði ég séð nafnið
aftur á framhlið skrifstofubygg-
ingar í borginnt, og þar af leið-
andi hafði það festst mér í minni.
Ég sagði henni að hafa engar
áhyggjur og sendi henni ástar-
kveðjur.
Ég sendi einnig skeyti til Hay-
nes, og um leið minntist ég þess,
að mér hafði láðst að geta þess
í skeytinu til Suzie, hvenær ég
kæmi aftur. Ég flýtti mér því að
afgreiðsluborði B.O.A.C. flugfé-
lagsins í gistihúsinu til þess að
fullvissa mig um. að ég væri
skráður farþegi eftir hálfan mán-
uð, fór síðan aftur í póstaf-
greiðsluna og sendi henni annað
skeyti varðandi heimkomudag
minn. Ég bætti einnig við nokkr-
um hughreystandi ástarorðum og
sagði henni frá bleiku regnhlíf-
inni. Síðan tók ég bifreið heim
til gistihússins, lét niður farang-
ur minn og ók út á flugvöll, tíu
mínútum áður en flugvélin til
Hokkaido átti að leggja af stað.
ÞRIÐJI KAFLI.
„Já, lögreglan fór illa ineð mig.
Já! Þeir héldu mér í tukthúsinu
alla nóttina! Ekki í aðaltukthús-
inu, heidur litla tukthúisinu á lög-
reglustöðinni, sem er enn verra!“
Við stóðum fyrir utan flugvall-
arbygginguna og biðum eftir bif-
reiðinni, sem ók farþegunum til
Hong Kong. Flugvélin frá Jap-
Allskonar nærfatnaður
fyrir börn og fullorðna frá Tékkóslovakíu.
Tiger Brandvörumerkið
tryggir yður góða vöru og gott verð:
Hclsi^cux G.QJaLoiacu^ f
Hverfisgata 4—6, Reykjavík
Einkaumboðsmenn fyrir
pr jónavörudeild:
an hafði verið þrem klukkustund-
um á eftir áætlun, en um leið og
ég steig á útgöngubrúnna úr flug
vélinni, kom ég auga á Suzie, sem
tyilti sér á tá hinum megin við
girðinguna og veifáði, rétt eins og
hún hefði staðið þarna síðan ég
fór fyrir tveim mánuðum. Meðan
á fjai’veru minni stóð, hafði sum
arið gengið í garð í Hong Kong,
og hafði það í för með sér hita-
svækju og mollu, sen var jafn-
vel enn meiri en sú, sem ég hafði
kynnzt í Malaya. Svitinn bogaði
af mér innan undir skyrtunni, og
ég strauk mér með vasaklútnum
um enni og háls, meðan Suzie iét
dæluna ganga um hina hræðilegu
meðferð, sem hún hafði sætt hjá
lögreglunni.
„Ó, það var hræðilegur staður
— fullur af hræðilegu, skítugu
fólki! Já, þessir hryllilegu lög-
reglumenn, þeir fóru með mig al-
veg eins og ég væri götustelpa!“
„Hvað segirðu mér um Betty,
Suzie?“ sagði ég. „Er henni batn-
að?“
„Cánton-stelpan?“ sagði Suzie.
„Já, þú þarft ekki að hafa áhyggj-
ur af henni“.
„Ég hef eingöngu áhyggjur þin
vegna. Ég hef verið svo hræddur
um afleiðingarnar fyrir þig, sé
hún hættulega særð. Er hún enn
í spítala?"
„Já, ég býst við því“, sagði hún
kæruleysislega.
„Veiztu það ekki?‘
„Jú, hún er í spítalanum — en
ég er ekki enn búin að segja þér
frá því, hvað það var hræðiiegt í
tukthúsinu. Já, það var skelfilegt!
Ég sagði við þá: „Hleypið mér
út! Ég er ekki vond stúlka! Kær-
astinn minn er Englendingur. —
Hann er bara í Japan núna —
fór fyrir stórt amerískt fyrirtæki
og fær meiri peninga á einni viku
en ykkar maður, númer 1 fær á
mánuði, eða jafnvel á ári. Sjáið
bara, hann gaf mér þessa ávísana
bók, og ég þarf ekki annað en
skrifa á eina af þessum ávísunúm,
hve mikið ég vil fá og þá lætur
bankinn mig hafa það. Já, vinur
minn er mikill maður, og þegar
hann kemur aftur mun hann áreið
anlega taka í lui-ginn á ykkur!
Hann mun sjá um að þið komizt
í vandræði!“ En þeir héldu mér
alla nóttina á þessum hræðilega
stað — ég svaf ekki dúr!“
Ég greip fram í fyrir henni:
„Ég vildi óska, Suzie, að þú byrðj
aðir á byrjuninni og segðir mér,
hvað það var sem kom fyrir“.
„Ég sagði þér það. Canton-
stelpan sagði dálítið ljótt við mig
og ég stakk hana þá bara með
skærunum".
„Hvað var það, sem hún sagði?“
„Ég man það ekki glöggt", sagði
ajtitvarpiö
Fimmtudagur 4. september:
8.00—9.00 Morgunútvarp. —
10.10 Veðurfregnir. 12.50—14,00
„A frívaktinni", sjómannaþáttur
(Guðrún Erlendsdóttir) 19.30 Tón
leikar: Harmónikulög (plotur).
20.00 Erindi: Búnaðarháskólinn í
Kaupmannahöfn 100 ára (Gísli
Kristjánsson ritstjóri). 20.43 Tón
leikar (plötur): Atriði úr óper-
unni „Vald örlaganna“ eftir Verdi
21.05 Upplestur: Gunnar Dal
skáld les öðru sinni úr þýðingu
sinni á ljóðabókinn „Spámaður-
inn“ eftir Kahlil Gibran. 21.20
Tónleikar (plötur): „Suite Pro-
vencale" eftir Milhaud. 21.35 „Þar
mætast stálin stinn“, erindi um
millisvæðamótið í skák (Guð-
mundur Arnlaugsson menntskóla
kennari). 22.10 Kvóldsagan:
„Spaðadrottningin" eftir Alex-
ander Pushkin; III. (Andrés
Björnsson). 22,30 „Kulnaður eld-
ur“: Yves Montand svngur frönsk
dægurlög (piötur). 23,00 Dag-
skrárlok.
Föstudagur 5. septeniber:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
19,30 Tónleikar: Létt lög (plöt-
ur). 20,30 Hugleiðingar við lestur
íslenzkrar bókar (Eggert Stef-
ánsson söngvari). 20,50 Islenzk
tónlist: Tónverk eftir Jón Þórar-
insson og Þórarin Guðmundsson,
(plötur). 21,35 Útvarpssagan:
„Konan frá Andros“ eftir Thorn-
ton Wilder; V. (Magnús Á. Árna-
son, listmálari). 22,00 Fréttir,
íþróttaspjall og veðurfregnir. —-
22.15 Kvöldsagan: „Spaðadrottn-
ingin“ eftir Alexander Pushkin;
IV. — sögulok (Andrés Björns-
son þýðir og les). 22,30 Frægar
hljómsveitir (plötur). — 23,00
Dagskrárlok.
IIPPBOÐ
sem auglýst var í 59., 60. og 61. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1958 á 2ja herbergja risíbúð á Hraunteig
15, hér í bænum, eign Steinunnar Þorkelsdóttur o.
fl., til slita á sameign, fer fram eftir kröfu Kristjáns
Eiríkssonar hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 15.
september 1958, kl. 3,30 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Bíllinn
Sími 18-8-33
Til sýnis og sölu mjög vel með farinn
VOL VO-ST ATION
1954
BÍLLINN
VARDARHIJSIIVU
við Kalkofnsveg — Sími 18-8-33