Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 13. sept. 1958 1 dag er 256. dagur úrsins. Laugardagur 13. september. Árdegisflæði kl. 5,57. Síðdegisflæði kl. 18,12. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á sama stað, frá kl. 18—8. — Sími 15030. Helgidagsvarzla er í Ingólfs- apóteki, sími 11330. Næturvarzla vikuna 14. tii 20. september er í Ingólfs-upóteki, sími 11330. — Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er 'pið alla ▼irKa daga kl. 9-21, laugardaga kl. 9-16 og 19-21. Helgidaga kl. 13-16. Helgidagslæknir í Hafnarfirði er Ólafur Ólafsson, sími 50536. Keflavíkur-apótek cr opið alla ▼irka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. GESMessur Á MORGUN: Dómkirkjan: — MeSSa kl. 11 árdegis. Séra Óskar J. Þorláks- son. Pastor Bahr frá Þýzkalandi tekur þátt í messunni og flytur ávarp. Fríkirkjan: — Messa ki. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Óháði söfnuðurinn. Messa í kirkjusal safnaðarins í Kirkju- bæ kl. 2 (kirkjudagurinn). — Séra Emil björnsson. Neskirkja: — Messa kl. 11 f.h. Séra Jón Thorarensen. Laugameskirkja. — Messa kl. 11 f.h. Séra Garðar Svavarsson. Bústaðaprestakall: — Messa í Háagerðisskóla kl. 2. Séra Gunn- *r Árnason. Ellilicimilið: — Guðsþjónusta kl. 2. Séra Bragi Friðriksson. Kaþólska kirkjan : — Lág- messa kl. 8,30 árdegis. Hómessa og predikun kl. 10 árdegis. Fíladelfía: — Guðsþjónusta kl. 8,30. Ásmundur Eiríksson. Fíladelfía, Keflavik. — Guðs- þjónusta kl. 4 e.h. Haraldur Guð- jónsson. Hafnarf jarðarkirkja: — Messa kl. 10. — Ótskálaprestakall: — Messa að Útskálum kl. 2. — Sóknarprestur. Kálfatjörn. — Messa kl. 2. — Séra Garðar Þorsteinsson. Hafnir: — Messa kl. 2 síðdegis. Sóknarprestur. Reynivallaprestakall: — Messa að Reynivöllum kl. 2. Safnaðar- fundur. — Sóknarprestur. Mosfellsprestakall: — Messa að Lágafelii kl. 2. Séra Bjarni Sig- ttrðsson. Brúökaup 1 dag verða gefin saman í hjóna band af séra Emil Björnssyni, Helga Ólafsdóttir, Drápuhlíð 24 og Stefán Karlsson, stud. mag. I dag verða gefin saman í hjónaband af séra Jóni Þorvarð- arsyni, ungfrú Erna Elíasdóttir, Rauðarárstíg 42 og Þorsteinn Ragnarsson frá Höfðabrekku, Mýrdal. Hjönaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Guðmunds- dóttir, Skipholti 30 og Pétur Ragn ar Enoksson, Miðstræti 5. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Edda Stefánsdóttir, Bú- staðahverfi 5, Rvík og Erhardt Thuesen, Þingholtsbraut 15, Kópa vogi. — SEl Ymislegt Orð lífsins: — Og er þeir voru komnir með þá, leiddu þeir þá fram fyrir ráðið, og æðsti prest- urinn spurði þá og sagði: Strang- lega buðum vér yður, að kenna ekki í þessu nafni, og sjá, þér haf- ið fyllt Jerúsalem með kenningu yðar, og viljið þér leiða yfir oss blóð þessa manns. (Post. 5, 27-28). Tafldeild Breiðfirðingafélagsins byrjar æfingar næstkomandi mánu dag kl. 8 í Breiðfirðingabúð. Bréfaskipti: — Piltur í Þýzka- landi óskar eftir pennavini á Is- landi. Pilturinn er 16 ára. Aðal- Skipin Eimskipafélag íslands K. f.: — Dettifoss fór frá Hafnarfirði í gær. Fjallfoss fór frá Reykjavík kl. 06,00 í morgun. Goðafoss fór frá Akranesi í gær. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn í dag. Lagar foss er í Reykjavík. Reykjafoss kom til Kaupmannahafnar í gær. Tröllafoss fór frá New York 10. þ. m. Tungufoss kom til Lysekil 10. þ. m. Skipadeild S.Í.S.. — Hvassafell fór frá Flekkefjord 11. þ.m. Arn- arfell fór frá Siglufirði 11. þ.m. Jökulfell fór frá Reykjavík 8. þ. m. Dísarfell er í Hamborg. Litla- fell er í olíuflutningum í Faxa- flóa. Helgafell lestar á Norður- landshöfnum. Hamrafell fór fram hjá Gíbraltar 11. þ.m. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla fór frá Leningrad 10. þ.m. áleiðis til Reykjavíkur. — Katla er væntanleg til Kingston á morg- un. — AFM ÆLI c Sigurður Guðmundsson, Freyju götu 10,a, er 65 ára í dag. Bergþóra Árnadóttir, Nökkva- vogi 62 er sextíu ára í dag, 13. september. Hún dvelst á Kirkju- vegi 21, Vestmannaeyjum. áhugamál er: íslenzkir hestar, en auk þess hefur pilturinn áhuga á öllum dýrum og jurtum, iþróttum og safnar frímerkjum. Nafn og heimili: Herfried Hoyer, TrendeLburg/Kassel, Deutschland. Læknar fjarverandl: Alfreð Gíslason 30. ágúst til 3. okt. Staðgengill: Árni Guðmunds- son. — Bergsveinn Ólafsson 19. ágúst til 2. okt. Staðg.: Skúli Thoroddsen Brynjúlfur Dagsson, héraðs. læknir í Kópavogi frá 1. ágúst til septemberloka. Staðgengill: Garð ar Ólafsson, Sólvangi, Hafnar- firði, sími 50536. Viðtalstími í Kópavogsapóteki kl. 3— 1 e.h. sími 23100. Heimasími 10145 Vitjana- beiðnum veitt móttaka í Kópa- vogsapóteki. Ezra Pétursson frá 24. ág. til 14. sept. Staðgengill: Óiafur Tryggvason. Grímur Magnússon frá 25. þ.m., fram í október. Staðgengill: Jó- hannes Björnsson. * Guðm. Benediktsson frá 20. júlí í óákveðinn tíma. Staðgengill: Tómas Á. Jónasson, Hverfisgötu 50. Viðtalst. 1—1,30. Guðjón Guðnason frá 9. sept., í um það bil hálfan mánuð. Staðg.: Tómas Á. Jónasson. Kristinn Björnsson óákveðið. — Staðgengill: Gunnar Cortes. Ófeigur Ófeigsson til 20. sept. Staðg.: Jónas Sveinsson. Tryggvi Þorsteinsson um óákveð inn tíma. Staðgengill: Sigurður S. Magnússon, Vesturbæjar-apó- teki. — Ulfar Þórðarson frá 15. sept., um óákveðinn tíma. Staðgenglar: Heimilislæknir Björn Guðbrands son og augnlæknir Skúli Thorodd- sen. — Þórður Möller til 13. sept. Stað- gengill: Ólafur Tryggvason. Ingiríður Bjarnadóttir, Dag- verðará, Breiðavíkurhreppi, Snæ felLsnesi, er 95 ára í dag. g^Flugvélar Loftleiðir h.f.: Edda er vænt- anleg kl. 08,15 frá New York. — Fer kl. 09,45 til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Leiguflugvél Loftleiða h.f. er væntanleg kl. 21,00 frá Stafangri og Glasgow. Fer kl. 22,30 til New York. — Aheit&samskot Til latnaða íþróltamannsins: I bréfi kr. 100,00. Til Sólheimudrengsins: 1 bréfi kr. 100,00. Söfn Bæjarbókasafn Reykjavíkur. Sími 1-23-08. Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A (Esjuberg). Útlánadeild: Opið alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 13—16. — Les- stofa: Opið alla virka daga kl. 10 —12 og 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13—16. Útibúið Hólmgarði 34. Útlána- deild, fyrir fullorðna: Op ð mánu- daga kl. 17-—21, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. — Útlánad. fyrir börn: Opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 17—19. Utibúið Hofsvallagötu 16. Út- Iánad. fyrir börr og fullorðna: — Opið alla virka daga nema laugar daga kl. 18—19. Útibúið Efstasundi 26. Útlánad. fyrir börn og fullorðna: — Opið mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 17—19. Verk þessara tveggja ungu blaðamanna, grein um Island, á að koma fyrir augu milljóna Evrópumanna innan fárra vikna i vikublaðinu Paris Match. Til vinstri er Ijósmyndar- inn Michel Descamps, en „skribentinn“, Philippe de Bausset til hægri. Sagt var nokkuð frá för þeirra hingað, í blaðinu sl. fimmtudag. Héraðsfundur Eyja- fjarðarprófastsdœmis SUNNUDAGINN 7. sept. var hér- aðsfundur Eyjafjarðarprófasts- dæmis haldinn að Möðruvöilum í Hörgárdal. Fundurinn hófst með guðs- þjónustu kl. 2 e. h. og prédikaði síra Kristján Búason, Ólafsfirði, en fyrir altari þjónuðu síra Stef- án V. Snævarr á Völlum og síra Ragnar Fj. Lárusson, Siglufirði. Kirkjukór Möðruvalla söng undir stjórn Áskels Jónssonar, Akiir- eyri, í forföllum organistans, Jó- hanns Ó. Haraldssonar. Þegar að lokinni messu setti prófasturinn, síra Sigurður Stef- ánsson, fundinn með ræðu og lýsti helztu viðburðum í kirkju og safnaðarlífi héraðsins á liðnu! héraðsfundarári. Sú breyting hef-1 ur orðið á embættaskipan í prófastsdæminu, að síra íngólfur | Þorvaldsson í Ólafsfirði lét af prestsskap vegna heilsubrests, en við starfi hans tók ungur maður, síra Kristján Búason úr Reykja- vík. Kirkjan á Kvíabekk í Ólafs- firði hefur verið endurreist og verður nú kapella frá sókr.ar- kirkjunni í kaupstaðnum, en sókn og söfnuður ein heild sem áður. Ný kirkja er í byggingu á Dal- vík og verður væntanlega full- gerð á næsta ári. Tvær kirkjur eiga aldaíafmæli á árinu, Saur- bæjarkirkja, sem er torfkirkja, og Bægisárkirkja. Eftir erindi prófasts las safnað- arfulltrúi Vallasóknar, Va’dimar V. Snævarr, upp nokkra sáima, frumorta og þýdda, en safnaðar- fulltrúi Akureyrarkirkju, Krist- inn Þorsteinsson, söng einsöng. Þá var gefið hlé á fundinum, en nokkru síðar haldið áfram og þá tekið til við venjuleg fundar- störf. Ýmis mál komu til umræðu, en þessar samþykktir voru gerðar helztar: 1. „Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis, haldinn að Möðru völlum í Hörgárdal 7. sept. 1958 skorar á sóknarnefndir og kirkju- haldara að nota sér heimild i lögum til að leggja á kirkjugarðs gjald allt að 2% af útsvörum allra gjaldenda í hverri sókn.“ 2. „Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis skorar á sóknar- nefndir prófastsdæmisins að afla kirkjunum nægilegra sálmabóka, meðan þær fást á hagkvæmu verði (kr. 20,00 eintakið).“ 3. „Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis, leyfir sér að fara þess á leit við biskup landsins, að hann hlutist til um, að tekið verði til athugunar hið alira fyrsta, hvernig bæta megi úr organleikaraskorti sveita og kaup túnakirkna í landinu. Skal í því sambandi bent á framkomna til- lögu um sameiningu kennara- starfs og organleikara, sbr. Kirkjuritið, 24. árg. 3. hefti.“ 4. „Héraðsfundur Eyjafjarðar prófastsdæmis 1958 fer þess á leit við kirkjustjórnina, að hún vinni að því, að kirkjan fái sér- stakan þátt í dagskrá Ríkisút- varpsins til eflingar kirkjusöng og safnaðarstarfi í landinu." 5. „Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis 1958 skorar á kirkjuþing hinnar íslenzku þjóð- kirkju að ganga þannig frá frum- varpi til laga um biskupa þjóð- kirkjunnar, að þeir verði að minnsta kosti tveir og sitji annar þeirra í hinu forna Hólastifti." Þá var all-mikið rætt um sam- ræming kirkjusiða og kom fram sú eindregna ósk fundarins, að það mál yrði rækilega tekið fyrir á næstunni. Prófastur endaði fundinn, sem stóð allt til kvölds, með kveðju- orðum til presta og fulltrúa og þakkaði frábæra fundarsókn, en fundinn sóttu allir prestar pró- fastsdæmisins, nema síra Benja- mín Kristjánsson, sem dvelst í Vesturheimi, og nálega allir safn- aðarfulltrúar, auk nokkurra sókn FERDIIMAIMII Auga fyrir auga arnefndarmanna og annarra gesta. Fjöldi manna hlýddi messu og sat fyrri hluta fundarins. Héraðsfundurinn sendi kveðju síra Ingólfi Þorvaldssyni og konu hans og þakkaði þeim unn- in störf í héraðinu. Einnig íyrrv. prófasti, sira Friðriki J. Rafnar, vígslubiskupi, og konu háns. Praep. Sigfurður Ólason Hæstaré t ta rlög maður Þorvaldur Lúðvíksson HéraSsdómglögniaður Máinutningsskrifstofa Austurstræti 14. Síini 1-55-35.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.