Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. sept. 1958 MORGXJ'NBLAÐIÐ 13 Verðlaun? Opið bréf til utvarpsins frá Jóni Leifs UNDIRRITUÐUM var nýlega tjáð að tilkynnt hefði verið í Ríkisútvarpinu að honum hefði verið veitt þar fyrstu verðlaun í flokki einum fyrir kórlag sitt „Sólsetursljóð". Síðan kom þessi frétt í dagblöðum, og loks barst um þetta vinsamleg skrifleg til- kynning frá sjálfum útvarps- stjóra. Þakka ber heiður þenna, — en það er skylda hvers listamanns að blekkja ekki almenning. Listin verður öllu framar að vera sönn og listamaðurinn sannur. Annars reynast listaverk hans einskis virði er frá líður. Þess vegna verð ég því miður að leyfa mér að mótmæla þessari verðlaunaveitingu. Vera má að ég sjálfur hafi misskilið samkeppni þessa eins og dómnefndin virðist hafa misskilið mig. Tónskálda- félagið eða tónskáldin fengu aldrei senda tilkynningu varðandi samkeppnina, en þau hlusta ekki öll á útvarp né lesa dagblöð, — virðast eðlilega sum feta í fótspor Einars Jónssonar myndhöggvara, sem sagt er að hafi aldrei lesið önnur íslenzk blöð en „Lögberg“. Nú eru undirrituðum ekki kunn dæmi úr sögunni um að verðlaunuð tónverk hafi öðlazt varanlegt gildi er frá leið, né heldur að nein sígild verk tón- listarinnar hafi nokkurn tíma hlotið verðlaun. Orsökin að þátt- töku undirritaðs í þessari sam- keppni var heldur ekki að sækj- ast eftir neinni viðurkenningu, sem hann teldi einhvers virðí, heldur að reyna að láta vel koma í ljós allt vanmat og alla van- rækslu hins opinbera gagnvart ísl. tónlisteðaþjóðlegum verðmæt um tónanna. Þetta virðist hafa tekizt. Hér mun ég þó eingöngu ræða um þau verk, sem ég sendi sjálfur til samkeppninnar. Önnur send verk eru mér vitanlega ókunn, en hætt við að höfundar þeirra, hvort sem þeir nú hlutu verðlaun eður ei, mundu segja svipaða sögu og ég hér. Nú telja sumir vafasamt að höfundar séu dómbærir um sín eigin verk. Aðrir segja sem svo að í rauninni sé aldrei sagt eða skrifað neitt af nokkru viti um list, nema það sem höfundarnir sjálfir láti frá sér fara um sín eigin verk. Hvort tveggja má teljast rétt innan vissra tak- marka, — en úr því að verðlaunin voru veitt, þá er ekki vert að leyna skoðun höfundar á mati og úrskurði dómnefndar um hans eigin verk. Tíminn mun svo skera endanlega úr hvað rétt reynist. Undirritaður hefir í meir en þrjátíu ár verið að lifa sig inn í tónræna hugsun Jónasar Hall- grímssonar, sem auðsjáanlega hafði mikið vit á lögmálum tón- anna og slíkum þjóðlegum verð- mætum, enda orti hann stundum af mjög næmum skilningi við ýmis þjóðlög, sem vorra tíma menn skilja ekki eins vel. Fyrir tuttugu árum samdi und- irritaður kórlög við þrjú kvæði eftir Jónas. Eitt þeirra var kór- verkið „Ísland farsælda frón“, sem kvað hafa verið sungið hér við 100 ára dánarminningu skáldsins 1945 en aldrei síðan. Annað kórlagið var „Sólseturs- ljóð“, sem nú hlaut „fyrstu verð- laun“, skrifað sem hvíld á milli tveggja svipmeiri laga. Það haíði eins og venja er beðið í 20 ár eftir að verða flutt — ef bað skylda verða flutt nú í fyrsta skipti. Þetta má ef til vill heita laglegt verk, en flest þeirra laga, sem ég sendi til samkeppninnar nú álít ég þó merkilegri og miklu meiri listaverk, — en dómnefndin taldi ekkert þeirra þess virði að veita þeim svo mikið sem önnur verðlaun eða „aiikaverðlaun". Ég sendi alls átta verk eftir mig til samkeppninnar. Samstæður bútaði ég í sérstök verk. til að veita dómnefndinni sem flesta möguleika. Sum verkanna voru gömul, en sum alveg ný. Önd- vegisverk þeirra taldi ég hljóm- sveitarverk með kór við „Vor- vísu“ Jónasar, þ. e. tilbrigði við þjóðlag það, sem Jónas hafði val- ið sjálfur og ort við gf mjög næm um skilningi, en lagið sennilega tvísöngslag mjög fornt, sem Jón Þorláksson frá Bægisá hafði mikl ar mætur á. í tuttugu ár hafði ég í huganum fengizt við að semja þessa tónsmíð, en skrifaði hana endanlega snemma í vor og lagði mikla og langa vinnu í. Mér var sagt að dómnefndin hefði talið verk þetta vera hið mesta „torf“, — enda kemur það heim við hinn ríkjandi dagskrár- smekk hjá Ríkisútvarpinu. Auk hins fyrrgreinda hljómsveitar- verks reit ég nokkrar nýjar tón- smíðar fyrir samkeppnina, og tel ég þær sumar mjög sérstæðar og merkilegri en verðlaunaða verkið mitt, — en venjan er ætíð að verð launa hið auðvelda. Vonir standa til, er mér sagt, að verðlaunaverkin og eitthvað af þeim óverðlaunuðu verði flutt opinberlega á vegum útvarpsins — svo sem einu sinni á hverjum tíu árum, þeim sem eftir eru af þessari öld. Heppilegra hefði þó verið að flytja verkin áður en þau voru verðlaunuð. Það mundi létta mönnum, sem ekki eru læsir á erfiðari nótur og hljóm- sveitarverk, mikið af erfiðinu við að mynda sér skoðun. Loks hefir mér verið tjáð, að ég megi vitja þessara „fyrstu verðlauna" á skrifstofu Ríkisút- varpsins, og skilst mér að upp- hæðin sé 1963 krónur og 45 aurar, og má það heita stórmannlega boðið af stofnun, sem hefir sí- vaxandi tekjur og umsetur nú tólf milljónir króna árlega, upp- hæð, sem tónskáldin hafa skapað mestmegnis. Það er ekki lengur siður íslenzkra höfunda, sem taka við launum, að láta brúnir síga eða lyftast á víxl eins og Egill Skallagrímsson og að rétta fram sverð til að taka við einum gullhring í viðbót. Sá sem berst fyrir auknum launum til höf- unda, getur ekki látið hæðast að tónskáldum á þann hátt að verð- launa þau með smáupphæðum. Vera má að einhver núll hafi gleymzt aftan við ofangreind,a verðlaunaupphæð. Sé svo ekki, vildi ég leyfa mér að mega fara þess á leit að Ríkisútvarpið los- aði mig við að sækja þessi verð- laun, en greiddi þau heldur í „Minningarsjóð um látin íslenzk tónskáld", — enda standa hvort eð er ekki vonir til að á þessari öld verði lögð hér á landi full rækt við verk íslenzkra tónskálda, nema höfundarnir séu látnir áð- ur. Virðingarfyllst. Jón Leifs. Húseign í Keflavik Húseignin Skólavegur 28 er til sölu. 1 húsinu ei-u tvær 3ja her bergja íbúðir, mjög vandaðar. Semja ber við eigandann, sem gefur nónari upplýsingar. Magnús Þorvaldsson. íbúð í smíðum er til sölu við Sólheima. Ibúðin er á I. hæð, um 137 ferm. að flatarmáli, 6 herbergi, eldhús og baðherbergi. íbúðin selst fullgerð að utan, en hæðin er tilbúin undir tréverk. Sér inngangur, sér miðstöð og bílskúrsréttindi. Nánari uppl. gefur VAGN E. JÓNSSON, hdl., sími: 14400 og 32147. Stúdenfar Húsnæðismiðlun Stúdentaráðs beinir þeim tilmælum til þeirra stúdenta, sem vilja leita aðstoðar húsnæðismiðl- unarinnar að hafa samband við skrifstofuna sem allra fyrst. Hún er opin miðvikudaga og föstudaga kl. 10,30— 12 og laugardga kl. 13,30—15,30. Sími 1-59-59. Heimasími Magnúsar Þórðarsonar, sem veitir skrifstofunni forstöðu er 1-40-27. Húseigendur Þeir húseigendur, sem vilja leigja stúdentum í vetur eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Húsnæðismiðl- un Stúdentaráðs. stCdkntakAð. Verðlisti frá Blóma- og grænmetismarkaðinum Laugavegi 63. Tómatar Kr. 23. — pr. kg. Krækiber Kr. 15. — pr. kg. Blómkál frá Kr. 5. til 10. — pr. stk. Hvítkál Kr. 4. — pr. kg. Gulrætur Kr. 8. — og 10. pr. búnt. Gulrófur Kr. 4. — pr. kg. Kartöflur Kr. 4. — pr. kg, Blóma og Grænmetismarkaðurinn Laugavegi 63 — Sími 16990. HOTEL HAFNIA við Raadhuspladsen, Köbenh. V. Herbergi með nýtízkuþægindum. Bestaurant — Hljómleikar Samkvæmissalir Sjónvarp á barnura Herbergja- og borðpöntun: Central 4046. Góð bílastæði. UNGUR Afgreiðslumaður getur fengið atvinnu í fataverzlun nú þegar. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „204 — 4079“. Vatnsleiðslupípur galvaniseraðir y2” til 3”. Svartar pípur fyrir miðstöðvar og geislahitalagnir y2” til 5” Handlaugar og WC samstæður Htiðstoðvardælur eru væntanlegar i vikunni. Pantanir sækist sem fyrst.. Flestar aðrar vörur til hita, skol og vatnslagna eru að jafnaði fyrirliggjandi. Pantanir afgreiddar gegn póstkröfu ef óskað er. ísleifur Jónsson Byggingavöruverzlun. Höfðatúni 2 — Sími 14280 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.