Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 19
19
taugardagur 13. sept. 1958
MORCinvnr aðíð
Það eina, sem tréskipið Óðinn getur
gert, er að erta þá
Viðtal v/ð Pétur Jónsson, skipstjóra
á minnsta varðskipinu
VARÐSKIPEÐ Óðinn var í höfn
í gær og notaði tíðindamaður
b.'aðsins tækifærið til að spyrja
skipstjórann, Pétur Jónsson,
frétta af „vígstöðvunum“.
Óðinn hefur alltaf verið fyrir
vestan land og er búinn að skrifa
upp 7 togara og tilkynna þeim
að þeim verði stefnt fyrir land-
helgisbrot. Tvisvar sinnum hefur
totari reynt að sigla skipið niður
og báðum við Pctur að segja okk
ur frá því.
— Já, togarinr King Sol hefur
tvisvar reynt að sigla á okkur. í
fy: sta skiptið iéc hann reka, var
að enda við að taka troiiið. Við
vorum á hægri íerð fram með
fcal fcorðssíðu hans. Þá setti hann
al't í einu á fulla ferð, en oklcur
tókst að forða árekstri. En það
munaði mjóu.
Skipin næstum strukust saman.
Togarinn er miklu stærra skip
en Óðinn, sem er minnsta varð-
skipið og tréskip að auki. Það er
þvi útilokað að það hefði þolað
areksturinn.
í sinna skiptið fylgdum við tog-
aranum eftir á toginu og gerðum
okkur líklega til að fara um borð.
Við vorum komnir mjög nærri
honum, þegar hann tók aftur á
bak á fullri ferð. En Óðinn er
lítið og liðlegt skip, og því tókst
okkur að forða okkur, þannig að
aðeins skrapaðist málning af einu
borði á Óðni.
— Hvernig er það, lendir skipið
ekki á veiðarfærunum, ef það
er að toga og bakkar svona?
— Jú, en vírarnir liggja til ann
arar hliðar, þegar skipið tekur
aftur á bak á hina hliðina.
— Ætli skipstjórinn á King
Sole sé sá sami, sem var með
togarann, þegar hann strandaði
á Meðallandsfjöru?
— Eftir því sem ég bezt fæ séð
á myndinni af skipbrotsmönnun-
um, sem birtist í Morgunblaðinu,
er það ekki sami maðurinn. Nú-
verandi skipstjóri er yngri mað-
ur, sennilega tæplega fertugur.
Pétur Jónsson
Annað hvort er hann svona upp-
stökkur eða hann er taugaveiklað
ur. Hann var farinn að koma út á
lunninguna og steyta framan í
okkur hnefana, og skipverjar
hans hentu í okkur spýtnarusli.
En honum er kannski vorkunn.
Við vorum alltaf á hælunum á
honum, eltum hann á hverjum
degi í viku. Þegar hann reyndi
að sigla á okkur í seinna skiptið,
vorum við búnir að elta hann í
sex klukkutíma. Hann byrjaði
aldrei að taka upp trollið fyrr en
herskipið var komið á vettvang,
ef við vorum nálægt, því rétt á
meðan þeir eru að því eru þeir
alveg varnarlausir. —
Það gerðu hinir togararnir
reyndar ekki heldur. Þeir köll-
uðu alltaf á herskipið, ef við nálg
uðumst. Og við héldum áfram að
erta þá. Það er það eina, sem
Óðinn getur gert. Það er þægi-
legra að snúast í kringum þá á
honum en á stærri skipunum.
Þeir verða þá sumir hræddir, og
raða sér upp með alls kyns furðu
leg vopn og sprauta á okkur sjó.
Eitt sinn þegar Russel bað okkur
að láta togarana í friði, báðum
við fyrir skilaboð til togara-
manna, þökkuðum þeim fyrir að
hafa þvegið skipið fyrir okkur.
Stundum kasta þeir í okkur kol-
um, fiski og kartöflum. — Þess
háttar er orðið daglegt brauð.
En það má geta þess að fram-
koma skipverja á herskipunum
tveimur, sem voru á þessum
slóðum, var ákaflega ólík. Á
Palliser stóðu menn upp á þiljum,
og gerðu hróp að okkur og hegð-
uðu sér eins og óþekkir götustrák
ar. Skipverjar á Russel voru aft
ur á móti prúðir og heguðu sér
eins og siðaðir menn, þó við ætt-
um í þessu stríði við þá.
— Og hvernig heldurðu svo að
þetta fari?
— Ég get ekki spáð neinu um
það. En á undanförnum vetrum
höfum við séð, að svona lítil og
gömul skip eins og þessir brezku
togarar eru, leita venjulega í var
um leið og hvessir. Ég held að
það verði ákaflega erfitt fyrir þá
að halda áfram veiðum, án þess
að geta leitað í var, þegar veður
fara að versna.
Halda flotanum
frá
TAIPEI, 12. sept. — Heldur hef-
ur stórskotahríð kommúnista á
Quemoy linnt í dag. Samt sem
áður liélzt hún allan daginn. —
og varð aldrei hlé á, en var ekki
eins ofsaleg og í gær. Þegar síð-
ast fréttist höfðu birgðaskipin,
sem frá urðu að hverfa í gær,
ekki gert aðra tilraun til þess að
sigla upp að Quemoy og skipa á
Iand vistum og vopnum. Öil skip-
in liggja skammt undan og
Bandaríkjafloti er þeim þar til
verndar. Ætla kommúnistar
greinilega að halda skipunum frá
með ofsalegri skothríð á eyjuna
og hafnarmannvirki, en forðast
að skjóta á skipin.
Röng trulofun-
orfregn
Þakka ættingjum og vinum góðar gjafir og heillaóskir
á fimmtugsafmæli mínu þann 5. sept. s.l.
Þórhallur Karlsson, Húsavík.
I FYRRADAG hringdi stúlka í
Dagbók Mbl. og bað um að birt
yrði fregn um opinberun trúlof-
unar Guðbjargar Kristinsd. og
Gunnars Jónssonar. Vér svöruð
um því til, að slíkar fregnir væru
ekki teknar um síma, en báðum
stúlkuna að reyna að koma með
fregnina til blaðsins sama dag.
Skömmu síðar hringdi sama
stúlka aftur og sagðist því miður
ekki geta komið, en spurði hvort
það nægði ekki að tala við
stúlkuna sjálfa og gaf upp vinnu
stað hennar og símanúmer. Sagði
að stúlkan ynni hjá Áfengisverzl-
un ríkisins. Nú hringdum vér
þangað og báðum um samband
við ungfrú Guðbjörgu Kristins-
dóttur, Miklubraut 46. Svaraði
karlmaður í símann og kvaðst
mundu ná í Guðbjörgu. Eftir
skamma stund kom stúlka í sím-
ann, sem sagðist aðspurð heita
Guðbjörg Kristinsdóttir og hafa
opinberað trúlofun sínaþádaginn
áður. Þóttumst vér nú ekki þurfa
frekar vitnanna við, óskuðum
stúlkunni til hamingju og birt-
um fregnina.
Það hefur nú komið í ljós, að
þessi fregn er á engum rökum
reist, en hefur valdið hluíaðeig-
andi og aðstandendum þeirra
sárum leiðindum. Hins vegar er
það satt og rétt, að Guðbjörg
vinnur hjá Áfengisverzlun ríkis-
ins, og virðast starfssystur henn-
ar og starfsbróðir hafa lagt sig í
lima til að gera henni þennan
hrekk. Blaðið harmar að fólkið
skyldi komast upp með þetta og
biður hlutaðeigendi afsökunar á
birtingu fregnarinnar.
Innilegt þakklæti til þeirra sem sýndu mér vináttu á I
95 ára afmæli mínu.
Arni Árnason, Bakkastíg 7.
Öllum þeim sem minntust mín á áttatíu ára afmæli
mínu 6/9 ’58 með heillaskeytum, blómum, stórgjöfum og
heimsóknum og margs konar vinsemd og virðingu, sendi
ég hjartans kveðjur og þakkir.
Guðs blessun sé með ykkur öllum.
Sigurður Guðnason, Hofsvallagötu 21.
I
TIL SÖLU
FOKD FAIRLIIME ’58
ókeyrður — (Bíllinn er í kassa).
Sjálfskiptur, með vökvastýri og loftbremsum.
BÍ LAMIÐSTÖÐIN
Amtmannsstíg 2C — Sími 16289.
Skrifstoíustúlka
j Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða stúlku
til skrifstofustarfa nú þegar. Til greina getur komið að
vinna aðeins hálfan daginn yfir vetrarmánuðina. Um- !
sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist !
Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „7610“.
— Sjálfstæðismenn
Frh. af bls. 2
máli voru unnar undir forustu
Sjálfstæðismanna og þá ríkti um
þær fullkomin þjóðareining. Við
hefðum óskað að svo hefði enn
verið og við treystum því að svo
verði. Þar fyrir má heilbrigð gagn
rýni aldrei niður falla. Þá fór
Jóhann nokkrum orðum um að-
gerðir Breta og taldi óskiljanlegt
hvernig brezka stjórnin hefði get-
að gert sig seka um aðra eins ó-
svinnu, þar sem næststærsta stór-
veldið í Atlantzhafsbandalaginu
beitti vopnlausa þjóð ofbeldi.
Jóhann kvað það trú okkar
allra, að okkar málstaður myndi
sigra, en við yrðum að gera okk-
ur ljóst, að við værum í vanda
j staddir og hefðum ekki unnið
I neina stórsigra enn sem komið
væri. Eftir væri að gera sér grein
fyrir hvernig við ættum að losna
úr vandanum. Ræðumaður lauk
máli sínu með þessum orðum:
Sjálfstæðisflokkurinn er einhuga
í þessu máli og mun nú, eins og
ætíð, leggja því það lið sem hann
má.
Allt landgrunnið.
Síðasti ræðumaður var Júlíus
Havsteen, fyrrverandi sýslumað-
ur. Hóf hann mál sitt með því
að segja, að hann hefði aldrei
sagt eða gert neitt í landhelgis-
málinu, nema það, sem hann hefði
álitið skyldu sína og lýsti þeirri
skoðun sinni, að við ættum að
eignast allt landgrunnið. En þetta
næst ekki allt í einu, við verðum
að vinna það í áföngum. Þá þakk
aði ræðumaður Sjálfstæðisflokkn
um að hann hefði haldið á þessu
máli af festu og þekkingu.
Þá ræddi Júlíus Havsteen nokk
uð um grunnlínur og grunnlínu-
stæði, og taldi að við hefðum kom
izt fullt eins langt eða lengra með
því að færa grunnlínur og grunn
línustæði eins og með 12 mílna
útfærslunni. Hann fagnaði 12
mílna útfærslunni, en taldi loka-
takmarkið, að við eignuðumst
landgrunnið allt.
Þá fór ræðumaður nokkrum
orðum um það, hvort við ætt-
um að leggja málið fyrir Sam-
einuðu þjóðirnar eða Haagdóm-
stólinn. Tók hann ekki fullnað-
arafstöðu, en kvaðst sem lögfræð
ingur hafa tilheigingu til að
treysta dómaranum betur, en
Sameinuðu þjóðunum. Því þar
sem Bretinn hefði reynt að sigla
okkur niður í okkar eigin land-
helgi, mundi hann ekki síður
gera það í landhelgi Sameinuðu
þjóðanna. Þá lagði ræðitmaður
áherzlu á, að við legðum niður
allt dægurþras og ríg, sem blað
sjávarútvegsmálaráðherra hefði
haft forgöngu um. Vitnaði hann
í orð Eysteins hvíta í Sturlungu:
Góður þykir mér friðurinn, enda
er ég honum vanastur og sagði
síðan að við skyldum vona, að
við fengjum frið til að eignast
okkar eigið land.
Maðurinn minn
PÁLL GUÐMUNDSSON
lézt að heimili okkar Hjálmsstöðum, hinn 11. þ.m.
F. h. vandamanna.
Rósa Eyjólfsdóttir.
Eiginmaður minn
KRISTJÁN LINNET
fyrrv. bæjarfógeti,
andaðist í Landsspítalanum að kvöldi hins 11. sept.
Jóhanna Linnet.
Móðir okkar
KRISTBJÖRG GfSLADÓTTIR
frá Ólafsvík,
andaðist 11. þ.m. Kveðjuathöfn fer fram frá Hallgríms-
kirkju 13. þ.m. kl. 13,30. Jarðförin ákveðin mánudaginn
15. þ.m. frá Ólcifsvíkurkirkju kl. 2 e.h.
Börn hinnar látnn
Jarðarför föour okkar og fósturföður
EYJÓLFS SNÆBJARNARSONAR
frá Kirkjuhóli,
fer fram frá Fossvogskirkju mánud. 15. sept. n.k. kl. 1,30.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þeim, sem vildu
minnast hins látna er bent á Blindravinafélagið.
F.h. aðstandenda.
Guðrún Eyjólfsdóttir, Snæbjörn Eyjólfsson,
Gyða Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson.
Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við andlát og
jarðarför móður okkar
NIELSfNU ÓLAFSDÓTTUR
Guðrún, Solveig og Kristín Daníelsdætur.
Þökkum hjartanlega öllum þeim sem auðsýndu samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför
ERLENDAR JÓNSSONAR
skósmiðs, Mávahli 41.
Sérstaklegar þakkir viljum við flytja samstarfsfólki
hans fyrir hlýhug og vináttu fyrr og síðar.
Gestína Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn.
Þökkum af alhug öllum sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, terigda-
föður og afa.
TÓNS INGVARS JÓNSSONAR
Þverveg 6.
Sérstaklega hjúkrunarliði á Elli- og hjúkrunarheimil-
inu Grund.
Guð blessi ykkur öli.
Börn, tenguauora og barnabörn.