Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Stinningskaldj og skúrir. PtrgawWiiMli 208. tbl. — Laugardagur 13. september 1958 SELMA LACERLÖF Sjá grein á bls. 6. Vísitöluhækkun um 20 stig Verðbólguskriðan heldur stöðugt áfram og vísi- talan rýkur upp. Frá því í maí og þar til í ágúst hækkaði vísi- talan um 10 stig. En síð- an í ágúst og þá sérstak- lega nú á allra síðustu dögum hefur hver ný verðhækkunin rekið aðra, eins og öllum er kunnugt. Nýtt verð hef- ur komið á landbúnaðar- vörurnar, fisk og brauð- vörur. Er talið af fróðum mönnum, að eins og nú horfir, muni þessi hækk- un ekki nema minna en öðrum 10 stigum til við- bótar. Þannig kemur til 20 stiga hækkunar á vísi- tölunni á þeim stutta tíma, sem liðinn er, síðan ,,bjargráðin“ svokölluðu voru samþykkt í vor. Þetta talar skýru máli um það, hvernig þróunin er í verðlagsmálunum, hvernig verðgildi pening anna rýrnar og hvernig lífskjör almennings fara síversnandi. Rúrik, Lárus og Helga i hlutverkum sínum. Rannsókn smyglmálsins lokið Enn þrjár sýningar hjá Leikhúsi Heimdallar Milli 40 og 50 manns hafa komið þar meira og minna við sögu HEITA má að í gaerdag hafi ver- ið lokið hér í Reykjavík yfir- heyrslum í hinu umfangsmikla smyglmáli Tungufossmanna. Var t>á búið að kalla fyrir rannsókn- ardómara málsins, Guðmund Ingva Sigurðsson, milli 40 og 50 manns og suma margsinnis. Þá er það upplýst hverjir eru eig- endur að 197 spírabrúsum, og eru það 13 menn. Alls var um 200 brúsum smyglað á land. Verður málið nú í heild sent dómsmála- ráðuneytinu til umsagnar, en það mun gefa sakadómi fyrirmæli um hve marga skuli ákæra fyrir beina þátttöku í smyglmálinu eða eru á einn eða annan hátt við- riðnir málið. Þegar yfirheyrzlu lauk í gær, var búið að skrifa á sjötta hundr- að blaðsíður í sakadómsbók. All- ir þeir menn, sem setið hafa í varðhaldi, hafa nú verið látnir lausir. En geta má þess, að í sam- bandi við rannsókn eldri smygl- mála, sem fram hefur farið sér- staklega suður í Hafnarfirði, sat einn maður í varðhaldi í gær, vegna meintrar þátttöku í tveim- ur fyrri smyglsendingum með TungufosSi. Eins og sagt er frá hér að ofan, varð upplýst um eigendur að alls 197 spírabrúsum, en alls komu í leitirnar 159 fullir brúsar. Auk þess fundust 30 tómir brúsar. Er ekki vitað með vissu, hvort þeir tilheyra þessari síðustu smygl- sendingu eða fyrri „sendingum". Mennirnir 13, sem sagðir eru eiga margumrædda 197 spíra- brúsa, sem smyglað var á land fyrir nokkrum vikum, er Tungu- foss kom frá útlöndum, eiga allt frá 4 brúsum upp í 40 brúsa hver. Allir voru mennirnir skipverjar á Tungufossi. Þá hefur tekizt að upplýsa með hverjum hætti spíranum var komið hér á land. Var bátur feng- inn sunnan með sjó, til að fara til móts við Tungufoss. Voru fjór- ir menn á bátnum: Skipstjóri og hás'eti hans og tveir „fulltrúar" Tungufoss-manna, er smyglið áttu. Það hefur komið í ljós, að ekki var dregið neitt úr ferð skipsins þá er báturinn kom til móts við það og stefnu þess var í engu breytt. — Smyglinu var varpað fyrir borð, svo sem kunn- ugt varð þegar í upphafi rann- sóknarinnar og voru brúsarnir bundnir saman, 4 og 4 í poka, og kaðall bundinn á milli pokanna. Brúsarnir voru ekki alveg fullir, og vegna loftsins, sem í þeim var, flutu þeir á sjónum.Spírabrúsun- um var síðan bjargað upp í bátinn og farið með aflann til lands. Fékk skipstjórinn 15.000 krónur fyrir þennan flutning en háset- inn 1000 kr. hjá skipstjóranum. Þess skal getið að „fulltrúar” Tungufoss-manna munu ekki hafa átt neitt í smyglfarminum. Við rannsókn málsins kom ekkert í ljós, er bent geti til þess að skipstjórinn á Tungufossi hafi verið samsekur eða hafi vitað um þetta athæfi skipverja sinna. Meðal þeirra voru yfirmenn á þil fari og í vél svo og hásetar. Höfðu skipverjar er yfirheyrðir voru Bæjaráðstefna á Sauðárkróki í GÆRKVÖLDI hófst norður á Sauðárkróki fundur kaupstaða á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Eru þar 18 fulltrúar samankomn- ir auk Jónasar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Sambands bæja- og sveitafélaga. Baldur Eiríksson, forseti bæj- arstjórnar Siglufjarðar og formað ur undirbúningsnefndar, setti fundinn og tilnefndi sem fundar- stjóra Guðjón Sigurðsson, vara- forseta bæjarstjórnar Sauðár- króks, og til yara Sigurjón Sæ- mundsson, bæjarstjóra, Siglu- firði. Ýmis mál mun fundurinn láta til sín taka er varða málefni kaupstaðanna og mun fundurinn standa fram á sunnudaginn. Viðurkennir ekki land- staðhæft að skipstjórinn hafi ekk ert um smyglið vitað. Geta má þess að lágmarkssekt vegna smygls á áfengi er kr. 400 fyrir hvern lítra, en að auki er svonefnd „persónusekt", sektin fyrir að brjóta lögin um þetta efni, sem er kr. 4000. Ekki kvaðst Guðmundur Ingvi Sigurðsson, rannsóknardómari, geta um það sagt á þessu stigi hve búast mætti við mörgum á- kærum í sambandi við þetta mál. Síldarmjölið hœkkar um 54T« SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins hafa tilkynnt um verðið á síldar- mjölinu á þessiu hausti. Er verð- ið miðað við að mjölið sé afhent i skip i verksmiðjuhöfn og er það 393 krónur hver 100 kg. sekkur, sé hann tekinn fyrir 15. þessa mánaðar, en að þeim tíma liðnum leggjast á það vextir. I fyrrahaust var síldarmjöls- verðið, fyrir sama magn 255 kr. Nemur hækkunin nú frá því í fyrra 54,1%. SÝNINGUM á gamanleiknum „Haltu mér — slepptu mér“ átti að ljúka um síðustu helgi sökum starfa tveggja leikaranna við Þjóðleikhúsið. Nú hefur Þjóðleik húsið hins vegar góðfúslega veitt leyfi.sitt til örfárra sýninga enn, svo að ákveðið hefir verið að Leikhús Heimdallar taki upp sýningar að nýju og verður næsta sýning annað kvöld kl. 8,15 í Sjálf stæðishúsinu. Eins og alkunna er hefir leik- ritið „Haltu mér — slepptu mér“ verið sýnt við mjög góðar undir- tektir, bæði hér í Reykjavík og úti um land og hefir verið upp- selt á flestar sýningarnar. Alls Albert kominn úr „eldlínunni44 VARÐ- og björgunarskipið Al- bert kom hingað til Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Hefur Albert verið úti í 12 sólarhringa og ver- ið stöðugt „í eldlínunni" út af Vestfjörðunum. f fjölda erlendra blaða hafa birzt myndir af Albert þar sem hann verður að sveigja undan brezku herskipi sem er margföld stærð Alberts, og kem- ur öslandi í kjölfar varðbátsins. hefir leikritið verið sýnt 36 sinn- um og ætíð við jafnmikinn fögnuð áhorfenda. Ekki verður unnt að hafa fleiri en þrjár sýningar og má því búast við, að færri komist á þessar sýningar en vilja, og er því ástæða til að hvetja fólk til þess að tryggja sér miða í tíma. Aðgöngumiðasölu verður þann ig háttað, að miðar verða seldir kl. 2—4 daginn fyrir sýningu og frá kl. 2 sýningardagana. Rússneskur togarisást f GÆRDAG sást hér við larid til ferða verksmiðjutogara austan frá Rússiandi. Er hér um að ræða 2000 tonna skip, og er togari þessi skutbyggður, þ. e. a. s., tekur vörpuna inn um skutinn. Ekki var talið að togarinn myndi vera á leið á íslandsmið, heldur myndi hann vera á leið til Nýfundna- landsmiða. Var togarinn út af suðurströndinni og á leið vestur með landinu. Tékkneskir Fiskuðu í dauðum sjó út af Austfjörðum Eastbourne var hér enn i gær í GÆRKVÖLDI var vitað um 16 brezka togara, sem voru að veið- um fyrir innan fiskveiðitakmörk- in. Voru níu þeirra út af Vest- fjörðum og sjö út af Austfjörð- um. Þar voru auk þess 5 togarar fyrir utan línuna. Þeir, sem voru fyrir innan, voru í algeru afla- leysi og höfðu verið með 2—5 körfur í „hali“. Sumir létu reka og voru togaramenn undir þilj- um. Herskipið HMS Eastbourne var enn hér við land seinnihluta dags í gær. Var það út af Vestfjörð- ur yfir brezkum landhelgisbrjót- um þar. En heyra mátti á við- skiptum þess við nærstadda tog- ara að herskipið myndi mjög bráðlega vera á förum héðan. Síðdegis í gær var birgðaskip herskipanna brezku, Black Rang- er út af Norðfirði og var sýnilega á heimleið. Er ekki vitað að ann- að birgðaskip sé nú á leiðinni. styrkir r RÍKISSTJÓRN Tékkóslóvakíu hefur boðið fram styrki til há- skólanáms þar í landi veturinn 1958/9. Hefur menntamálaráðu- neytið lagt til, að Hallfreður Örn Eiríksson, cand. mag., hljóti styrk inn til nóms í slavneskum fræð- um og Haukur Jóhannsson stú- dent, til verkfræðináms, en hann hlaut einnig námsstyrk frá Tékkó slóvakíu síðastliðinn vetur. (Frá menntamálaráðuneytinu). Styðja Danir einhliða út- fœrslu í 12 mílur við Fœreyjar ? helgisbreytinguna PARÍS, 12. september. — Einka- skeyti frá Reuter. — Franska utanríkisráöuneytið birti i dag yfirlýsingu þar sem sagði m.a. Síðustu vikurnar hafa nokkur ríki tilkynnt þá ákvörðun sína eða áform um að færa út land- helgi sína eða áskilja sér einka- rétt til fiskveiða á ákveðnum svæðum utan hefðbundinnar viðurkenndrar þriggja mílna landhelgi. Franska stjórnin gerir kunnugt, að hún getur ekki við- urkennt ákvarðanir um breyting ar á almennt viðurkenndum land helgismörkum hvort sem um er að ræða einhjiða aðgerðir eða samninga, sem franska stjórnin á ekki aðild að Hlíf mótmælir verðhækkunum FUNDUR stjórnar og trúnaðar- ráðs V.m.f. Hlífar, sem haldinn ! var 10. sept. sl., mótmælti harðlega hinum gifurlegu hækk- unum á landbúnaðarafurðum og fiski og telur hér vera um mikla kjararýrnun að ræða. Ósfaðfest frétt fœreyska útvarpsins Í FRÉTTATÍMA Ríkisútvarpsins kl. 10 í gærkveldi var flutt sú írétt samkv. einkaskeyti útvarpsins frá Þórshöfn í Færeyjum, að færeyska útvarpið hefði skýrt svo frá í sambandi við umræður Dana og Breta um landhelgismálin í Lundúnum, að danska stjórn- in mundi framkvæma einhliða útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur í samræmi við ákvörðun lögþingsins, ef ekki næðist jákvæður árangur af viðræðufundunum í Lundúnum. Hafði út- varpið í Færeyjum þessa fregn eftir aðilum, sem málunum eru kunnugir, en lögð var áherzla á það í skeytinu til útvarpsins, að fréttin væri óstaðfest. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.