Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Láugardagur 13. sept. 1958 Kjalnesingar víta framferði Breta FUNDUR hreppsnefndar Kjalar- neshrepps haldinn 8. sept. 1958 þakkar öllum þeim, er unnið hafa að útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar í 12 mílur. Jafnframt þakkar fundurinn starfsmönnum land- helgisgæzlunnar drengilega fram- komu í starfi sínu, en vítir harð- lega framferði Breta, er hafa talið sig verndara smáþjóðanna, en beita nú bandalagsþjóð sína slíkum bolabrögðum. ★ CAP D’AIL, 11. sept. — NTB. — Reuter. —Winston Churchill og kona hans áttu í dag gullbrúð- kaup og bárust þeim gjafir víða að. Héldu þau gullbrúðkaupið há tíðlegt á Rivieraströndinni, en þar hafa þau dvalizt undanfarn- ar sex vikur. Aðeins nánustu vin- ir og ættingjar voru boðnir í gull brúðkaupsveizluna. Fyrir nokkru komu 12 háttsettir embættismenn Atlantshafs- bandalagsins í heimsókn til Keflavíkurflugvallar undir for- ustu Jean Paitte hershöfðingja í franska hernum. Þeir skoð- uðu meðal annars radarstöðvar og kynntu sér varnarviðbún- að liðsins á Keflavikurflugvelli. Mynd þessi var tekin við það tækifæri og birtist nýlega í blaði varnarliðsins, Hvíta fálk- anum. Hún sýnir er Henry G. Thorne, yfirmaður varnarliðsins og Paitte hershöfðingi kanna föngulegt lið íslenzkra lögreglu- manna. — Samvinna við Rússa um nýtingu kjarnorkunnar GENF, 11. sept. — Reuter—NTB. — Víðkunnir, bandarískir vís- indamenn skýrðu svo frá í dag, að þeir muni mæla með því við Eisenhower Bandaríkjaforseta, að hafin verði samvinna milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um friðsamlega nýtingu kjarn- orkunnar. Formaður bandarísku nefnd- arinnar á kjarnorkuráðstefnunni í Genf, Lewis Strauss, og sér- stakur ráðgjafi Eisenhowers í vísindalegum efnurh, dr. James Killian, sögðu á blaðamanna- fundi í Genf í dag, að þeir muni ræða um þessa væntanlegu sam- vinnu, er þeir koma aftur til Washington. Vild’u vísindamenn- irnir ekki skýra nánar frá því, hvaða tillögur Bandaríkjamenn hyggist gera í sambandi við slíka samvinnu. Áður hafa með- limir sovézku nefndarinnar á ráðstefnunni oft hvatt til sam- vinnu milli Bandarikjanna og Sovétríkjanna í viðleitninni til að nýta kjarnorkuna til friðsam- legra þarfa. ★ Killian sagði, að formleg sam- vinna milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á þessum vett- vangi væri mál, sem pólitískt séð væri mjög mikilvægt, og því yrði úrskurður Bandaríkja- stjórnar að koma til. Vísinda- menn, sem taka þátt i ráðstefn- unni í Genf hafa þó fullt frelsi til að skiptast á upplýsingum, sagði Killian. Að því er varðar tillögu bandaríska kjarnorkufræðings- ins Glenn Seaborg um samvinnu sovézkrar rannsóknarstofu og rannsóknarstofu við Háskólann í Kaliforníu, gaf dr. Killian þær upplýsingar, að Bandaríkja- stjórn hefði ekki formlega gefið samþykki sit til þess áforms. En við styðjum tillöguna sem slíka, sagði Killian. H árgreiðsludömur Fundur verður haldinn í Meistarafélagi hárgreiðslu- kvenna mánudaginn 15. sept. kl. 8,30 e h. í Aðal- stræti 12. Áríðandi að félagskonur mæti. STJÓRNIN. Max Factor vörur nýkomnir. EMEDIA Hf Einbýlishús Höfum kaupanda að einbýlishúsi. Þarf að vera með a.m.k. 4 svefnherbergjum og 3 stofum. Mjög há út- borgun í boði. Væntanlegir seljendur hafi samband við undirritaða. Málflutningsstofa Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. Isleifsson, hdl. Austurstræti 14 II. hæð, sími 19478 og 22870. Plötusmiðir og blikk- , smiðir óskast Biikksmiðjan Grettir Sveínherbergishúsgögn úr ljósu birki. Skókassar Innskotsborð Sófabocð Blómaborð Bólsturgerðin hf. Skipolti 19 — Sími 10388. I_____________________________________ Bezt að augSýsa í IVIorgunblaðinu £*|' _ f m-t m-m. mmm Z mm mm ■ mm ! hann %er3i hlut hvers rnanns sem Bm I 105 3 TGl OSSOO fM f th fTI fl j beztan, og oft betri en efni stóðu ÉG HAFÐI satt að segja búizt við þvi, að fleiri yrðu til að minnast vinar míns Elíasar Steinssonar frá Oddhóli, þegar hann lézt fyrir hálfu öðru ári. En með því að raunin hefur orðið önnur, langar mig til að hripa hér nokkur kveðjuorð, þó seint sé. Elías Steinsson var að öllum öðrum ólöstuðum tvímælalaust höfðingi sinnar ættar. Hjá hon- um fór saman glæsimennska, drengskapur, hjálpsemi, hrein- skilni og vöndugheit í hvívetna. Hann var maður stór í öllum brotum, en átti jafnframt hlýju, viðkvæmni og samúð með þeim sem lentu skuggamegin í lífinu. Ég kynntist Elíasi sem barn. Hann var mér nokkru eldri, en kom jafnan fram við mig eins og bezti bróðir. Áttum við saman marga glaða stund, bæði á manna mótum og á heimili foreldra hans, sem var annálað myndarheimili. Eftir að Elías tók við búi gisti ég hann aðeins einu sinni, og man ég ekki til að ég hafi annars staðar hlotið betri móttökur. Leiðir okkar lágu ekki saman aftur að neinu marki fyrr en hann kom til Reykjavíkur og sett ist hér að. Var hann þá kominn á efri ár, en varðveitti samt mik- ið af sínum gamla þrótti og gneist andi fjöri. Árin sem Elías lifði í Reykja- vík voru honum að ýmsu leyti erfið ár, bæði vegna þess að hann festi hér ekki yndi að öllu leyti, og eins vegna hins að honum var mjög ósýnt um að neita mönn- um um greiða, og urðu ýmsir til að færa sér það í nyt á miður heiðarlegan hátt. Fundum okkar_ bar oft saman á þessum árum, og voru það jafnan fagnaðarfund- ir. Elías var ævinlega hressileg- ur og glaður í bragði, en stund- um varð ég þess var að honum var þungt undir niðri, því jafn- hrekklaus maður og hann var að allri gerð, þá var það honum bæði harmsefni og undrunar hverju hann mætti stundum í fari samferðarmanna sinna hér í höf- uðborginni. En um þá hluti var hann ófús að ræða, enda vildi Elías Steinsson fæddist 3. febr. 1884 að Oddhóli. Foreldrar han* voru hjónin Kristín Halldórs- dóttir og Steinn Eiriksson. Árið 1918 kvæntist Elías eftirlifandi konu sinni Sveinbjörgu Bjarna- dóttur Jónssonar frá Stokkseyri. Eignuðust þau fimm börn sem öll eru á lífi, en auk þeirra átti Elías son áður en hann kvæntist. Hann brá búi að Oddhóli árið 1946, en hafði sextán árum áður orðið að senda konu sína til sjúkrahús- vistar hér syðra. Eyddi hann síð- ustu ellefu árum ævinnar við hlið hennar hér í Reykjavík. Hann lézt af hjartaslagi 16. janúar 1957. Hafði ég verið hjá honum nokkr- um stundum áður, og var hann þá hress í bragði. Hann hvarf snögglega frá okkur og er að honum mikill sjónarsviptir. Magnús Jónsson. Stofnun Björgunar skntusjóðs Aust- urlands REYÐARFIRÐI, 11. sept. — Miðvikudaginn 10. þ. m. var hald inn í Félagslundi í Reyðarfirði fundur fulltrúa og stjórnar slysa varnadeilda á Austurlandi. — Fundinn sóttu fulltrúar frá flest- um deildum, en þær eru alls 21. Þau félög, sem ekki gátu kom- ið því við að senda fulltrúa, sendu skriflega álitsgerð um það aðalefni, sem fyrir fundinum lá, en það var stofnun Björgun- arskútusjóðs Austurlands. Margir tóku til máls, og voru fundarmenn einhuga um þá miklu nauðsyn, einkum þó fyrir bátaflotann á vertíðinni, sem og allar slysavarnir í heild, að bygg ing Björgunarskútu Austurlands gæti hafizt sem allra fyrst. — Austfirðingafjórðungur væri nú sá eini af landsfjórðungunum, sem ekki hefði yfir slíkum far- kosti að ráða. í stjórn Björgunarskútusjóðs Austurlands voru kjörnir þessir menn: Reynir Zoega, Neskaup- stað, Hjalti Gunnarsson, Reyð- arfirði, Árni Vilhjálmsson, Seyð- isfirði, Árni Stefánsson, Fá- skrúðsfirði, Guðmundur Auð- björnsson, Eskifirði. Fundurinn samþykkti ýmsar álytkanir, meðan annars í land- helgismálinu. Að tilhlutan Slysavarnafélags Xslands mætti Henri Hálfdánar- son á fundinum. Tóbaks og sælgætisverzlun Óskum eftir að taka á leigu Tóbaks- og sælgætis- verzlun á góðum stað í bænum. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Tóbaks- og sælgætisverzlun — 7608“. I Vil kaupa strax 4r—5 herb. hæð. Útborgun kr. 250—300. þús. örar ' greiðslur á eftirstöðvum. Málflutningsskrifstofa Guðlaugs & Einar Gunnars Ein- ^ arssonar, fasteignasala, Andrés Valberg, Aðalstræti 18. Símar 19740 — 16573 (eftir kl. 8 á kvöldin sími 32100). Til söm EINBÍLISHÚS á góðum stað í Kópavogi. Sérstök kosta- kaup. Verið nú fljót að bregða við. Fasteignasalan Laugaveg 33B oimi 17602 kl. 1,30—7 í dag og eftir helgi Þorvaldur Ari Arason, hdl. L.ÖGMANNSSKR1FSTOFA Skólavörðuatig 38 . c/t> PéU lóh-Morleituou hj. - Pósih öíl | I tonmt I)+I6 o§ 19417 - Simnefru Im

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.